Tíminn - 21.06.1972, Qupperneq 10

Tíminn - 21.06.1972, Qupperneq 10
10 TÍMINN Miövikudagur 21. júni 1972. Miövikudagur 21. júni 1972. TÍMINN 11 Jamaíkamaður við bókasölu á íslandi Margir Itcykvíkingar hafa rek- iö upp stór augu i sumar og fyrra- suinar, þegar ungur og myndar- legur þeldökkur maður hefur bar- iö aö dyrum þeirra og boðið bæk- ur til kaups á furöulega góöri islen/.ku. Þessi inaður er Vincent (ioddard, fæddur i Kingston á Jamaiku fyrir bráðum 21 ári. Vincent er jamaískur rikis- borgari, en liefur búið i Englandi siðan liann var II ára og hyggst Ijúka menntun sinni þar i landi. Eftir 2-2 ár ætlar hann siðan heim til Jamaiku i heimsókn og langar til að starfa sem æskulýðsleiðtogi þar cða i Suður Ameriku. Vincent vinnur hér við böksölu fyrir Aðventistasöfnuðinn. Hann er sjálfur aðventisti og lét skirast þegar hann var 16 ára og kveðst aldrei hafa séð eftir þvi. Hann stundar nám i guðfærði og sögu við háskóla aðventista, Newbold Collge, nálægt London. — Ég hef samt ekki mikinn áhuga á að verða prestur, sagði Vincent Goddart i viðtali við Timann. — Mig langar hins vegar mjög til að vinna að æskulýðsmálum. Ég vil benda ungu fólki á að finna lausn vandamála i lifinu sjálfu, en ekki leita hennar með þvi að taka eit- urlyf. Ég mun tala við unga fólkið um Jesú og hvernig hann lifði. Þvi hann hefur verið mér sjálfum mikils virði. Ég tel mikilvægt að benda ungu fólki á að það eru ein- staklingar, og á þvi ekki að fylgja hópnum i einu og öllu. Flest ungt fólk vir.ðist nefnilega ekki geta hugsað og breytt sjálfstætt heldur fylgir fordæmi einhverra annarra. — Hvenær varðstu aðventisti? — Ég var 16 ára gamall. Og það er dálitil saga i kringum það hvernig það gerðist og hvernig ég komst til mennta. Ég gekk i skóla i Preston i Lancashire, þar sem fjölskylda min býr enn. Flestir skólabræður minir hugsuðu litið um skólanám og fóru ungir að vinna. Eins var um mig. Ég var lika hálfgerður pörupiltur og varð að hætta i skól- anum, þegar ég var aðeins 14 ára. Siðan vann ég i tvö ár. Fyrst fékk ég nokkuð góða vinnu. En siðar varð ég að láta mér nægja erfið- ustu og verstu vinnu sem var að hafa, af þvi að ég var aðventisti og mátti þvi ekki vinna á laugar- dögum. A þessum tima gerði ég mér það ljóst, að ég hafði breytt rangt með þvi að vera óhlýðinn við móður mina og skólayfirvöld. Dag einn kom presturinn okkar til min og spurði mig hvers vegna ég hætti ekki að vinna og byrjaði skólanám að nýju. Móðir min, sem er hjúkrunarkona, bauðst til að senda mig i góðan einkaskóla i Suður Englandi. Ég var henni mjög þakklátur, og fannst ég ekki verðskulda svo mikla ást og stuðning. Það væri réttara, að hún verði peningunum til að styrkja yngri systkini min fimm. En það varð úr, að ég fór i skól- ann. Og nú ákvað ég að láta allan hringlandahátt lönd og leið og stunda námið af kappi. Ég var orðinn óvanur að læra. Fyrst var ég settur i lægsta bekk skólans. Strax fyrsta veturinn vann ég samkeppni i enskum stil, og brátt komst ég i efsta bekk. Skólanum lauk ég á tveim árum. Um þetta leyti hugsaði ég sem svo, að guð hlyti að hafa ætlað sér eitthvað með þvi aðláta mig kom- ast i skóla og ná prófunum eftir tveggja ára hlé frá öllu námi. Mig langaði til að verða prestur eða kennari. Ég fór að vinna i sumar leyfinu og fram að áramótum næsta ár en bar ekki nóg úr být- um til að fara i skóla aðventista, Newbold College, eins og ég hafði hug á. Ég bað guð um að hjálpa mér, ef það væri hans vilji að ég færi i skólann. Ég leitaði fyrir mér um náms styrk hjá yfirvöldum i Lancas- hire. Þar var ég spurður hvers- vegna ég færi ekki i rikisskóla, þá gæti ég fengið fullan styrk, en til náms i Newbold College væri aðeins hægt að veita mér minni háttar stuðning. Ég bað enn guð um hjálp. Viku seinna fékk ég bréf frá hlutaðeig- andi yfirvöldum. Ég var ekki sér- lega vongóður þegar ég opnaði bréfið. En hvað stóð þá i þvi annað en ég hefði fengið fullan styrk til f jögurra ára náms i New- bold College. Þetta kalla ég sann- kallað kraftaverk, þvi opinberir aðilar breyta ekki ákvörðunum sinum svo auðveldlega, segja nei i dag og já á morgun. — En hvernig stóð á þvi að þú komst til Islands? — t fyrra sumar hafði ég ætlað mér að vinna i Englandi, taldi mig eiga skuld að gjalda fyrir að hafa fengið að læra og fyrir hve allt hafði gengið mér i haginn. Brezkir aðventistar reka æsku- lýðsstarf undir nafninu Hliðið. Haldnar eru samkomur með ungu fólki þar sem leikin er tónlist, efni bibliunnar kynnt, og þannig reynt að halda æskulýðnum frá götunni. Ég bauðst til að starfa við þetta i Coventry með félögum minum, en þá var nóg af piltum fyrir en vantaði hins vegar stúlkur til starfa, svo ég hætti við allt sam- an. Þegar hér var komið sögu spurði skólastjórinn i Newbold mig, hvort ég vildi ekki fara til „Margir íslendingar hugsa um guð og hafa þörf fyrirað tala um hann við einhvern" tslands. Hann hafði sjálfur ver- ið hér og lét vel af. — Það hlýtur að vera hræðilega kalt, sagði ég, — en það er bezt ég fari. Þegar ég kom til Kefla- vikur hélt ég svo sannarlega að ég væri á tunglinu. Þegar hingað kom byrjaði ég strax að selja bækur. En aðven- tistar telja mikilvægt fyrir þá sem starfa munu i þágu þeirra að fá tækifæri til að kynnast ólfku fólki og þjóðum. Margir af félög- um minum hafa dvalizt i öðrum löndum, t.d. á hinum Norðurlönd- unum, Ég var hér i tvo mánuði i fyrra. Og mér likar mjög vel við íslend- inga. 1 fyrstu tók ég eftir þvi að margir störðu á mig, sennilega vegna hörundslitarins. En fólkið var mjög vingjarnlegt, ég hef satt bezt að segja aldrei kynnzt eins góðu fólki og hér. Margir buðu mér að heimsækja sig jafnvel dveljast á heimilum sinum. Ég var svo þakklátur fyrir þessa framkomu, að mér fannst ég verða að læra málið, islenzkuna. Ég kom þvi aftur strax og skól- anum lauk nú i mai. Fyrstu tvær vikurnar vann ég við að hnýta net og lærði mikið i málinu af þvi að tala við starfsfélaga mina. Ég er of spurður hvort ekki sé erfitt að læra islenzku. En það er það alls ekki ef maður er nátengdur fólkinu og langar til þess að læra að tala við það. Ég fæ lika tækifæri til að tala við fólk, þegar ég geng i hús og sel bækur. Samt fellur mér sá starfi ekki sérlega vel, þótt bækurnar séu góðar og gefi börnum og öðr- um tækifæri til að kynnast bibli- unni i einfaldri og aðgengilegri túlkun. Sumt fólk er óvinsamlegt þegar það kemst að raun um að maður er að selja bækur. Það er kannski að tala við mann i mesta bróðerni, en svo er hlaðinu alveg snúið við þegar það kemst að þvi að maður er að selja bækur. En þetta er ekkert sérstakt fyrir- brigði hér svona er það i öllum löndum. En i gengum bóksöluna hef ég þó kynnzt mörgu fólki, ungu og gömlu úr ólikum stéttum. Og þótt þið Islendingar lifið hátt, búið í glæsilegum ibuðum og eigið stóra bila og verðið að leggja hart að ykkur til að öðlast þessa hluti, sem maður undrast að svo litil þjóð hafi efni á, þá eruð þið ekki meiri efnishyggjumenn en svo, að margir hafa áhuga á að tala um guð, trú og kynnast manni, sem á hana i rikum mæli. Margir vilja ræða þessi mál og biðja mig að koma aftur. Og það fellur mér einmitt vel. Ég vil ekki þvinga trú upp á nokkurn mann. En mér finnst gaman að rökræða, ihuga lifið nú á dögum, athuga hvernig við mennirnir höfum gert þessa plánetu okkar, velta fyrir mér or- sökum og afleiðingum. Það skiptir ekki máli hvort maður er aðventisti lúterskureða kaþólskur. Aðalatriðið er að vera kristinn maður, en til þess þarf að afsala sér mörgu, En hvað eru t.d. jarðnesk auðævi. Ekki tökum við þau með okkur i gröfina. En ef fólk leitaðist hinsvegar við að lifa samkvæmt kristinni trú yrði heimurinn betri staður, heldur en öll loforð stjórnvalda geta nokkru sinni gert hann. Við þökkum Vincent Goddard samtalið. Jamaika á hug hans all- an. Þegar átti að senda hann til Englands á eftir móður sinni hljópst hann á burt svo rík voru tengslin við ættjörðina. Og hver veit nema eftir tvö ár liggi leið hans aftur á suðrænar heimaslóð- ir að loknu prófi. SJ Leikfélag Reykjavíkur: Leikhúsálfarnir efttr Tove Jansson Tónlist og undirleikur: Erna Tauro Leiktjöld og búningar: Steinþór Sigurðsson, Iván Török Þýðing: Sveinn Einarsson Þýðing söngtexta: Böðvar Guðmundsson Leikstjórn: Kirsten Sörlie I öldudal Múminarnir hennar Tove Jans- sons eru ekki mennskir. Þeir eru hálfir úr álfheimi og hálfir úr dýr- heimi. Skyldleikinn við okkur mennina er þrátt fyrir það bæði auðfundinn og auðrakinn. Múminarnir munu vera frum- skapanir sænsk-finnsku skáld- konunnar, og hafa þeir áreiðan- lega lagt talsvert af mörkum til að afla henni viðurkenningar, verðlauna og frægðar viða um lönd. Þótt múm'inarnir séu ef tii viií exKi ainr skarpgáfaðir ne þaul- reyndir i verinu, eru flestir þeirra engu að siður prýddir mörgum fögrum dyggðum, sem oft vill fara minna fyrir i mannheimi. Kærleikur þeirra og góðmennska i garð annarra er ósvikin og tak- markalaus. Þeir elska sumir hverjir náungann meira en sjálfa sig, og er múminsnáðinn gott dæmi um slika múmingerð. Múminsinnið er þó misjafnt, ekki siður en mannssinnið. Þeir eiga þvi lika ærslabelgi og hrekkjalóma, sem eru ekki eins vel innrættir og múminsnáðinn. Mia og Emma leikhúsrotta skemmta skrattanum með bvi að stofna til stöðugra illinda múmin anna á meðal. Smáborgarasálin og hégóma- kindin grunnhyggna, frú Filifjonk l sem telur sig hátt yfir aðra múmina hafna, er ekki heldur nein gæðakona. Hún þrælar aum- ingja Veslu, vinnukonunni sinni, miskunnarlaust út. Vesla hefur næstum glatað sjálfsvitund sinni og er eins og hugur húsmóöur- innar. Hún virðist þekkja dynti frúarinnar betur en sina tiu fingur. Þegar Emma leikhúsrotta efnir til leiksýningar, felur hún Vestu aðalhlutverkið, og veitir það henni kærkomið tækifæri til að ná sér niðri á kenjakvendinu og hörkutólinu, henni frú Filifjonk. Vesta er ekki lengi að tileinka sér primadonnutakta, duttlunga og skapofsa. Þegar á hana rennur mesti vigamóðurinn, gefur hún frúnni ekki aðeins langt nef, heldur gerist hún jafn- vel svo ósvifin að segja henni að þegja. Þótt Leikhusálfarnir séu ef til vill ekki liklegir til að marka timamót i leikbókmenntum liðandi aldar, á höfundurinn engu að siður skilið hrós fyrir frum- leika i efnisvali og persónu- sköpun, skáldlegt hugarflug, fágað málfar og hnyttilegar hug- dettur i ýmsum haglega gerðum smáatriðum, sem leyna á sér. Hressileg ærsl og gamanlæti fylgja t.d. leiksýningu múmin- anna. Sýningin á Leikhúsálfunum veldur vonbrigðum vegna slælegrar frammistöðu leikenda og frumstæðs leikstils. Hér saknar maður sárlega þjálfunar og öryggis, fágunar og hófstill- ingar. Þrátt fyrir góða smáspretti hjá Guðrúnu Asmundsdóttur, Borgari Garðarssyni og Margréti ólafsdóttur, var heildarmyndin samt sem áður i molum. Það væri þvi gróflega ofsagt, að hér væru á ferð listamenn, sem hefðu náð fullkomnun i iþrótt sinni. Leikstjórinn, Kirsten Sörlie, hefði áreiðanlega þurft mun lengri tima til að blása lifsanda i sýninguna og ljá henni brag at- vinnumennsku og svip heillegri samleiks og hnökralausari. Hvernig ætli Lasse Pöysti, sem fór með hlutverkmúminsnáöansá sinum tima, og félögum hans i litla leikhúsinu hefði geðjast frumsýning Leikfélags Reykja- vikur á Leikhúsálfunum, hefðu þeir haft tima og tækifæri til að sjá hana? Ekki þori ég að svara þvi, þótt mig gruni sitthvað. Um- hverfis jörðina á áttatiu dögum veitti ekki aðeins áhorfendum innsýn i töfraveröld fjölkunnugs listafólks, heldur var þessi sýning lika þörf og timabær kennslu- stund i leiklist fyrir islenzka leikara. Nú væri ef til vill ekki úr vegi að ræða þetta mál ögn nánar. Sumir leikarar okkar hjakka i fari mosagróinnar meðalmennsku, en aðrir halda sig á næstu grösum fyrir ofan það. Einn og einn leikandi sýnir góð tilþrif i ein- staka hlutverki, en svo má alveg eins búast við þvi, að honum fatist tökin i þvi næsta. Aðeins ör- fáir gnæfa yfir flatneskjuna, og, eru þeir meö sanni sverð stéttar sinnar, skjöldur og sómi. Það eru þeir, sem bera hita og þunga hverrarsýningar.ogþaömjög úr hófi fram. Væri átak allra aðila samstilltara og þróttmeira og yfirsýn leikstjóra okkar, út- sjónarsemi og hugmyndaauðgi meiri, gætum við Islendingar áreiðanlega verið stoltiir af leik- list okkar, en blygðumst við okkar ekki, þegar við berum t.d. saman vinnubrögð okkar og leik- brögð við Litla leikhúsið frá Helsinki? Eftir þann samanburð hljótum við að játa, að islenzk leiklist sé i sjálfheldu eða öldu- dal, með öðrum orðum i órafjar- lægð frá hátindinum. Væri ekki rétt að eggja þá,sem i öldudalnum búa/til að hrista af sér slenið og sækja á brattann. Við það kæmist á meira jafnvægi á virkum vett- vangi leiklistar hér á landi. Okkur vantar tilfinnanlega dugmikla, djarfa og hugmynda- rika leikstjóra, sem hafa næman og viðskyggnan skilning, ekki aðeins á þeim möguleikum, sem leiksviö, tjöld og leikmunir bjóða upp á. Af þvi, sem þegar hefur verið sagt, má ennfremur vera auð- sætt, að leikara okkar vantar betri skóla, eða nánar tilgreint haldbetri og rækilegri undir- stöðumenntun, svo og stöðuga þjálfun i ýmsum greinum utan leiktima eftir fastfáðningu i starfi. Mér segir svo hugur um, að sumir leikendur okkar, sem komnir eru i örugga höfn, láti sér lynda á dorga smátitti við bryggjusporð i stað þess að leggja á djúpmið og renna þar fyrir stórfisk. Vonandi verður þessi útgerð okkar reist við fyrir atbeina nýrra og ferskra starfskrafta i leikhússtjóra- stöðum við tvö stærstu leikhús landsins. Já, vonandi, segi ég aftur. Halldór Þorsteinssor Japanar eru mikil iðnaðar- þjóð og framleiða kynstur af ódýrum vörum. En iðn- væðingin hefur sinar skugga- hliðar. Loft og sjór eru viða orðin mjög menguð. Loft- mengun er illræmd i höfuð- borginni Tokyo og fleiri borgum. Talsvert er orðið um eitranir, t.d. af völdum kvika- silfurs og kadmium. Börn verða jafnvel fávitar af þvi að eta kvikasilfursmengaðan fisk. Landbúnaðarverkafólk þjáist af þvi að kadmium tærir bein þess. Kadmium frá námum og verksmiðjum hefur sumstaðar lent i áveituvatni og eitrað hrisgrjónaekrurnar. Árið 1932 setti efnafyrirtækið Chisso upp verksmiðju i litlu fiskiþorpi Minawata og var kvikasilfur notað sem hvati við framleiðsluna. Kvika- silfrið lenti siðan i sjónum. Arið 1942 fór að bera á sér- kennilegum sjúkdómi i þorps- búum. Lék grunur á, að óhollt afrennsli frá verksmiðjunni eitraði sjóinn og siðan fiska, sem þorpsbúar neyttu. En löng bið varð á þvi, að sannað væri hver skaðvaldurinn var. t sjónum flutu dauðir fuglar og fiskar i grend frárennslisins, en ekki nægði það til við- vörunar. Læknar kváðust ekki þekkja veikina með vissu. Nú tók að bera á þvi að kettir, sem átu dauðu fuglana og fiskana drápust, en hegðuðu sér fyrst mjög einkennilega. Þeir virtust ekki hafa fullt vald á hreyfingum sinum, tóku undir sig stökk og gerðu æði ankannalegar danshreyf- ingar. Þessi kattadans vakti mikla eftirtekt læknanna. Þeir rann- sökuðu fjölda katta — um 1500 að talið er — og loks þótti full- sannaðy að um kvikasilfurs- eitrun væri að ræða bæði i köttum og fólki, sem borðaði kvikasilfurmengaðan fisk. Börn, er neytt höfðu mikils kvikasilfurmengaös fiskjar urðu sum fávitar. Vöðvar rýrna lika og lamast. Krufn- ingar leiddu i ljós s'kemmdir á frumum i heilaberki. Kadmium er mikið notað i iðnaði, það er t.d. sett utaná stálplötur, kopar- og messing- plötur. Kadmium tærir beinin. Fyrstu einkenni kadmiuni eitrunar geta verið þreyta og niðurgangur, blettir á húð- inni og of mikið prótein i þvagi. Seinna fylgja oft mikiar kvalir, sjúklingarnir æpa af sársauka — og þeir smárýrna. Dæmi eru þessfað sjúklingur, sem var 145 sm á hæð, rýrnaði svo mjög,að hann mældist loks aðeins 100 sm. Talið er, að kadmium- mengun geti borizt bæði i lofti og vatni. Hrisgrjónaekrur hafa reynzt mengaðar alllangt frá iðjuverunum. Einstaka verksmiðjueigandi hefur látiö setja upp vönduð hreinsitæki i verksmiðjum sinum, en flestir fara undan i flæmingi og vilja litlu eða engu kosta til, meðan þeim er það vært. Kannast nokkur hér við svipaða undanfærslu? Borið hefur á kvikasilfurs- eitrun frá verksmiðjum, sem framleiða súperfosfat og fleiri áburðartegundir. t ýmsum löndum er útsæðiskorn og fleiri fræ bleytt i kvikasilfurs- lyfjum til eyðingar sveppum. Slikt útsæðiskorn er vitanlega með öllu óhæft til matar og fóðurs. Nýlega dó margt fólk i Austurlöndum eftir að hafa etið eitrað útsæðiskorn. Fuglar og fleiri dýr hafa etið nýsáið korn og drepizt. t úrkastsgrasfræi er oft mergðaf illgresisfræi og jafn- vel skaðlegum sveppum, t.d. grasdrjólum. Margt er að varast. Ingólfur Daviðsson. co SPMY VÖinJll SEMGIEBUR Hittumst i kaupféiaginu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.