Tíminn - 21.06.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.06.1972, Blaðsíða 15
TÍMINN 15 Miðvikudagur 21. júni 1972. Kaupfélögin eiga sér rætur í frelsisbaráttu 19. aldar. Þau eru alíslenzk að uppruna, því að ljóst er, að forvígismenn þeirra þekktu ekki í upphafi erlendar fyrirmynd- ir, sem um var að ræða (félag vefaranna í Rochdale). Þeir voru fátækir menn en ókúgaðir, framsýnir og djarfir. Þeir leystu vandamál viðskiptanna af eigin ramleik samkvæmt eigin hugmyndum. Þessir brautryðjendur skildu, að viðskiptalegt og fjárhagslegt sjálfstæði var undirstaða þjóðfrelsisins. Saga samvinnufélaganna er snar þáttur í heillandi endurreisnarsögu þjóðarinnar í nærfellt heila öld. Kaupfélögin eru í dag kjarni íslenzkra byggða, hvarvetna um landið. Það er eðlileg afleiðing af lýðræðis- legu skipulagi þeirra. Þau eru sameign fólksins á hverjum stað, tæki þess til að tryggja sér hagkvæm og réttlát viðskipti. Afrakstur samvinnuverzlunar rennur til fólksins sjálfs, ýmist sem endurgreiddur arður eða afl þeirra hluta, sem gera skal á hverjum stað: atvinnu, samgangna, féTt lagsmála, menningarmála. Kaupfélögin skapa tryggingu fyrir því, að þeir fjármunir, sem fólk vinnur fyrir hörð- um höndum, komi því sjálfu að fullum og beinum notum. Fjármagn verður ekki flutt burt af heimastöðvum, né eignir þeirra seldar, nema með vilja hins menna félagsmanns: bóndans, ver. mannsins, sjómannsi: ins, sem á kaup anlegt vald um rekstur þei kjörna fulltrúa sína á fundum félái og í stjórn þess. í samvinnufélagi hafa á ir jafnan atkvæðisrétt og allir sömu skil- yrði til áhrifa. Þau starfa fyrir opr tjöldum. Umræður á fundum þeirra er frjálsar og öllum heimil gagnrýni. Gruna- völlur þessara miklu samtaka, sem fólkið hefur myndað sér til þess að leysa vanda- mál daglegs lífs, er lýðræði og jafnrétti. Samvinnufélögin eru íslenzk að uppruna og alinnlent fyrirtæki. Fjármagn þeirra er eign fólksins sjálfs, rekstur þeirra und- ir eftirliti og úrskurðarvaldi hins al- menna félagsmanns. Þau eru í heild stærsta fyrirtæki landsins og hafa þess vegna öðrum fremur bolmagn til að efla ent framtak, óháð hvers konar er- utdeild. Lýðræðisskipulag þeirra au geta aldrei orðið öðrum sá mikli fjöfai landsmanna, ir þau, vill eigið framtak í eigin Vegna sögu sinnar, skipulags og félagsmanna eru þau einn af stu hornsteinum íslenzks lýðræðis. Njótið arðs af eigin viðskipt- i fyrirtækjum. Eflið hlutdeild félaginu með því að ganga í l. Með vakandi þátttöku í sam- fufélagi eigið þér kost á að tryggja yður réttlát viðskipti. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Nokkur atriði um íslenzku kaupfélögin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.