Tíminn - 21.06.1972, Page 17

Tíminn - 21.06.1972, Page 17
Miðvikudagur 21. júni 1972. TÍMINN 17 Framarar óstöðvandi - halda efsta sæti í 1. deild - sigruðu Akurnesinga á þremur skallamörkum og áttu þar að auki skalla í slá og einnig skalla, sem var varinn á síðustu stundu í horn Hér sést aðdragandinn að niarki ársins. Knötturinn svifur inn f vitalcig, yfir Erlend. Marteinn skýzt að eins og eiding, stekkur upp til að skalla, og rétt á eftir liggur knötturinn i markinu. Sigurbergur var einnig tilbúinn, ef á þyrfti að halda. Alltaf þegar horn eru tekin, fara Marteinn og Sigurbergur i sókn, enda eru ekki öfá mörkin, sem þeir skora með skalla eftir horn. (Timamynd Róbert). „Ég trúði þessn fyrst ekki, en svo var eins og ég áttaði mig og hljóp frá markino fagnandi” segir Marteinn Geirsson, eftir leikinn, þegar við spnrðum hann nm mark ársins, sem hann Framarar tóku forustuna i 1. deild s.l. mánudagskvöld þegar þeir sigruðu Skagamenn 3:0 á Laugardalsvellinum. Öll mörk liðsins voru skoruð með skalla, þar að auki áttu þeir skalla i slá. Það var greinilegt, að Framarar ætluðu ekki að missa leikinn úr höndum sér. — Þegar stóð 2:0 og 20 min voru til leiksloka tók þjálfari liðsins, Guðmundur Jóns- son, einn framlinuspilarann út af og setti þriðja miðvörðinn inn á,i vörnina. Fyrri hálfleikur var nokkuð daufur, en þá komu fyrir nokkrir skemmtilegir leikkaflar hjá báðum liðunum. Fyrsta mark- tækifæri leiksins áttu Skaga- menn. Á 13. min komst Teitur Þórðarson einn inn fyrir vörn Fram — skot hans strauk stöng Tveimur min. eftir kemur svo fyrsta mark Fram. Kristinn Jörundsson lendir i návigi við tvo Skagamenn inn i vitateig, knötturinn hrekkur frá þeim til Erlendar Magnússsonar, sem leikur með hann upp að enda- mörkum og gefur þar fyrir, á As- geir Eliasson, — hann stekkur upp og skallar knöttinn i netið. Á 19. min áttu Skagamenn góða sókn, Teitur komst i gott skotfæri, en skot hans lenti á einhvern óskiljanlegan hátt i hælnum á Baldri Scheving. Rétt á eftir sækja Framarar stift á mark Skagamanna og fengu þ'eir þrjár hornspyrnur i röð. Upp úr einni þeirra skallar Sigurbergur Sig- steinsson, fast að marki, en á siðustu stundu bjargar Einar Guðleifsson markvörður i horn. Upp úr þessu dofnar leikurinn og liðin ná eKki að skapa sér góð færi það sem eftir er af hálfleiknum. Strax á 3. min siðari hálfleiks fá Skagamenn gullið tækifæri til að jafna. Hörður Jóhannesson komst einn inn fyrir vörn Fram, brunaði upp undir markteigshorn og spyrnti að marki — hitti knöttinn ekki vel, svo að Þorbergur Atla- gerði á svo eftirminnilegan hátt son átti ekki i erfiðleikum að verja. Á 18. min.kom svo mark ársins — þvilikt mark! Eggert Stein- grimsson tekur hornspyrnu sendir stórgóða sendingu fyrir markið, enginn virðist ætla að ná knettinum, sem svifur inn yfir vitateig, — en þá var eins og Marteinn Geirsson átti sig fyrstur manna á hlutunum — eins og elding þýtur hann af stað inn i vitateig, stekkur upp og sendir knöttinn með þrumu skalla efst i markhornið algjörlega óverjandi. ,,Ég trúði þessu fyrst ekki, en svo var eins og ég áttaði mig á hlutunum og hljóp frá markinu fagnandi” sagði Marteinn eftir leikinn. Rétt á eftir náðu Framarar góðri sókn, Asgeir komst i gott færi inn við markteie — hann lék á mark- vörðinn ^og markið blasti við honum, algjörlega mannlaust, en viti menn, þrumuskot hans lenti i hliðarnetinu. „Mér fannst ég væri búinn að skora,” sagði Ásgeir, en ég rann til og hitti knöttinn ekki vel — næst ætla ég að renna honum i markið, en ekki að þruma.” Enn sækja Framarar og á 26. min á Marteinn skalla i þverslá, nokkru siðar á Snorri Hauksson skot úr vitateig, sem rétt strauk slánna. Skagamenn áttu lika sin tækifæri. Eyleifur átti hörkuskot á 35-min.sem rétt var bjargað i horn og Björn Lárusson átti skot, sem rétt fór yfir slá. Á 40. min. skora svo Framarar sitt þriðja og siðasta mark, Ágúst Guðmundsson.hinn sókndjarfi bakvörður, þeysir upp kantinn, leikur á varnarmann og kemst upp að endamörkum, gefur fyrir , Erlendur kemur aðsvifandi og skallar knöttinn i netið. Framliðið lék oft skemmtilega i leiknum og gekk knötturinn á milli manna oft á tiðum eins og einn og sami maðurinn stjórnaði spilinu. Þá var vörnin vel skipu- lögð, og má segja, að þar sé bezta vörn 1. deildarinnar. Beztu menn liðsins voru, Ásgeir, Ágúst, Marteinn, Sigurbergur og Baldur. Akurnesingar voru óheppnir að skora ekki i leiknum. Vörn liðsins var ekki nógu vakandi, það var greinilegt, að hún saknaði Bene- dikts Valtýssonar, sem er meiddur. Beztu menn liðsins voru, Þröstur Stefánsson, Teitur Þórðarson.Eyleifur Hafsteinsson og Björn Lárusson. Eysteinn Guðmundsson dæmdi leikinn vel. SOS. Spánverjar, Bretar og íslendingar í landsleppni í tngþrant Alls hafa 23 hlotið 8000 stig eða meira í þessari erfiðnstn grein frjálsíþróttanna ÖE-Reykjavik. Næstkomandi mánudag og þriðjudag fer fram landskeppni i tugþraut á Laugardalsvelli milli Breta, Spánverja og Islendinga. Bretar og Spánverjar eiga mjög góða menn i þessari grein, m.a. Gabbett, sem nýlega hlaut 8040 stig, scm cr brezkt met og bezti árangur, sem náðst hefur i heiminum á þessu ári til þessa. Heimsmetið á Toomey USA, 8417 stig. Spánverjar senda methafa sinn, Cano, sem hlotið hcfur 7619 stig, en hinir keppendur Spán- verja hér i Reykjavik hafa hlotið 7007 stig og 6735. Met Valbjarnar Þorlákssonar er 7354 stig, Stefán Hallgrimsson hefur hlotið bezt 6517 stig og Elias Sveinsson 6311 stig, en þessir þrir keppa fyrir is- land. Til gamans birtum við hér beztu afrek, sem unnin hafa verið i þessari erfiðustu grein frjáls- iþrótta frá upphafi. stig. W. Toomey, USA, 8417 1969 K. Bendlin, V-Þýzkal., 8319 1967 J. Kirst, A-Þýzkal., 8279 1969 B. Iwanow, Sovét, 8237 1971 R. Hodge, USA, 8230 1966 P. Mulkey, USA, 8155 1961 R. Demmig, A-Þýzk 8130 1970 H.J. Walde, V-Þýzkal.,8122 1971 N. Awilow, Sovét, 8096 1971 Y. Chuan-Kwang, For 8089 1963 J. Bennett, USA, 8072 1970 R. Johnson, USA, 8063 1960 L. Hedmark, Sviþjóð, 8057 1971 R. Sloan, USA, 8051 1968 L. Litwinjesnko.Sovét,8044 1971 H.U. Schulze,V-Þýzkal., 8043 1971 J. Gabbett, Bretl., 8040 1972 Schtscherbatych, Sovét, 8032 1969 R. Aun, Sovét, 8026 1968 J. Warkentin, USA, 8026 1970 H. Wessel, A-Þýzkal., 802l 1969 M. Tiedtke, A-Þýzkal., 8013 1969 II. Swoboda, V-Þýzkal , 8008 1971 Alls eru það þvi 23 tugþrautar- menn, sem náð hafa hinu frábæra afreki 8000 stigum eða meira. Við skulum vona, að einn eða fleiri nái 8000 stigum áLaugardalsvelli næstkomandi mánudag og þriðju- dag, en aldrei hefur slikt afrek verið unnið á lslandi. Tekst Valbirni Þorlákssyni að veita Spánverjum og Englendingum keppni i tugþrautarkeppninni? Hér á myndinni sést Valbjörn lyfta sér i stangarstökki. Einar Guðleifsson átti fullt i fangi með fyrirgjafir fra Fram-Iiðinu. Hér sést hann handsama eina slika. Jón Guðlaugsson er einnig til varnar en Erlendur Magnússon sækir. Fimmtarþraut kvenna Fimmtarþraut Reykja- vikurmótsins i frjálsum iþróttum kvenna verður hald- in i sambandi við tugþrautar- landskeppni Islands, Bret- landsog Spánar, sem fram fer á Laugardalsleikvanginum dagana 26. og 27. júni. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til skrifstofu FRl Iþróttamiðstöðinni Laugardal eða i pósthólf 1099 fyrir næst- komandi fimmtudag, 22. júni. Enn sigra Akureyringar á heimavelli Akureyringar eru algjörlega óstöðvandi á heimavelli. S.l. mánudagskvöld léku þeir gesta- leik við 1. deildarlið Vals. Leikur- inn var leikinn á Akureyri og end- aði með sigri heimamanna, 1:0. Mark þeirra skoraði Þormóður Einarsson, snemma i fyrri hálf- leik.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.