Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 10
10 TÍM INN Fimmtudagur >2. juni 1972. Samvinnuhreyfinc ræði, frelsi og sem )in me I l>af> hcfur falliA i ntinn hlut aö flytja hér afmælisræöu af hálfu Sambands islenzkra samvinnu- félaga, þegar 70 ára afmælisins er minnzt á sérstökum hátiöarfundi. Aö heföbundnum siö veröur litiö til baka og minnzt upphafsins, stiklað á stóru i þróun og sögu Sambands- ins gcrö grcin fyrir helztu niöur- stiiöum rekstrar og efnahags ársins 1071, sem var 70. starfsáriö. I>á veröur með nokkrum oröum minnzt á framtiöina. II Fundargerö stofnfundar Sambandsins, rituð af Benedikt Jónssyni frá Auðnum, hefst á þessa leið: „Arið 1902, hinn 20. febrúar, var að Yztafelli haldinn fundur, þar sem mættir voru kjörnir menn úr hinum þremur kaupfélögum Þing- eyjarsýslu, til þess samkvæmt fundarályktun fundar að Drafla- stöðum 19. nóv. f.á., að ráða til lykta skipulagi á sambandi kaup- félaganna í Þingeyjarsýslu, og fullgera lög um þetta samband, er lögð voru i frumvarpi fyrir aðal- fundi kaupfélaganna það ár. A fundinum mættu þessir kjörnir fulltrúar: 1 úr Kf. Norður-Þingeyinga Árni hreppsstjóri Kristjánsson, Lóni. 2. úr Kf. Þingeyinga Steingrimur sýslum. Jónsson, Húsavik.Pétur, form. félagsins, Jónsson á Gaut- löndum og Sigurður Jónsson, Yzta- Felli. 3 úr Kf. Svalberöinga Friðbjörn Bjarnason, formaður félagsins, GrýtubakkarHelgi Laxdal, Tungu”. Þannig er upphaf fundargerðar stofnfundarins, en á fundinum voru samþykkt lög fyrir Sambandið. Þar segir svo um tilgang þess, að hann sé að koma til leiöar sam- vinnu og auka samræmi i skipulagi og framkvæmdum kaupfélaga þeirra, er i sambandið ganga, og að félögin i sambandinu sameini krafta sina til þeirra fram- kvæmda, er þau og tilgang þeirra varða miklu. Stofnun Sambandsins átti sér all- langan aðdraganda. Sumarið 1895 sat Alþingi að störfum i Reykjavik. 20. ágúst það ár, komu 9 alþingis- menn til fundar i Reykjavik, en þin gmenn þessir voru fulltrúar frá 6 samvinnufélögum. Tilgangur fundarins var stofnun Sambands islenzkra kaupfélaga. Hinir 9 þing- menn, sem mættir voru á fundinum, voru þessir: Sr. Einar Jónsson, Kirkjubæ, i Tungu og Guttormur Vigfússon, Geitagerði frá Pöntunarfélagi Fljótsdalshérðas. Pétur Jónsson á Gautlöndum og Jón Jónsson i Múla frá Kaupfélagi Þingeyinga. Ólafur Briem á Alfgeirsvöllum og Jón Jakobsson á Viðimýri frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Skúli Thoroddsen frá Kaupfélagi tsfirðinga. Þórður Guðmundsson, Hala i Holtum frá Kaupfélagi Stokks- eyrar og Guðjón Guðlaugsáon á Ljúfustöðum i Strandasýslu frá Verzlunarfélagi Dalamanna. Fundur þessi samþykkti lög fyrir Samband kaupfélaganna, og fimm þeirra félaga, sem fulltrúa áttu á fundinum, gengu þegar i sambandið. Á fundinum var Pétur Jónsson á Gautlöndum kosinn formaður sam- bandsins og Ólafur Briem vara- formaður. Samþykkt var að hefja útgáfu timarits, er skyldi gefið úr i 1000 eintökum, og var Pétri Jóns- syni falin ritstjórn timaritsins. Samband þetta starfaði aðeins i tvö ár, og einu verklegu minjar starfs- eminnar er Timarit kaupfélag- anna, sem út kom 1896 og 97, eitt hefti hvort ár. Tuttugu árum áður en Sambandið var stofnað að Yzta-felli, var fysta islenzka kaupfélagið, Kf. -Þing- eyinga, stofnað að Þverá i Laxár-« dal. Formaöur þess var Jón Sigurðsson á Gautlöndum,' þá forystumaður i félagsmálum Suður-Þingeyinga. Fyrsti kaup- félagsstjórinn var Jakob Halfdánarson, bóndi á Grim- sstöðum viö Mývatn, þá á fimmtugsaldri. Stofnun Kaupfélags Þingeyinga verður að teljast upphafið að sam- vinnufélagsskapnum á tslandi. Þess vegna votta islenzkir sam- vinnumenn brautryðjendunum i Þingeyjarsýslu virðingu sina og þakklæti, þegar þeir nú minnast 70 ára afmælis Sambandsins og 90 ára afmælis Kf. Þingeyinga. Ræturnar að islenzkri samvinnu- hreyfingu standa þó dýpra en til upphafs Kf. Þingeyinga. Mánudaginn 4. nóvember árið 1844, — rúmum mánuði áður en vefararnir i Rochdale á Englandi stofnuðu félag sitt, sem talið er elzta kaupfélag veraldar, áttu 14 helztu bændur i Hálshreppi i Þing- eyjarsýslu fund með sér til þess að ræða um stofnun verzlunarfélags i sveitinni. Viðlika fundur var litlu siðar haldinn i Ljósavatnshreppi. Sr. Þorsteinn Pálsson, prestur a Hálsi i Fnjóskadal, var forystu- maður að stofnun þessara félaga. 1 grein, er Ný Félagsrit birtu 1847 um samtök þessi, er þetta eitt sagt un tildrögin til þeirra: „Asigkomu- lag verzlunarinnar á Húsavik og i Eyjafirði vakti og batt samtök verzlunarfélaganna i Hals- og Ljósavatnshreppum i S. Þingeyjar- sýslu.” Ekki voru þessi félög samvinnu- félög, éins og þau er siðar komu. Tilgangur þeirra var fyrst og fremst að sameina bændur til þess að knýja á um betri verzlunarkjör við hina erlendu kaupmenn. Þá var i Reykjavik stofnað Verzlunarfélagið i Reykjavikur- kaupstaö vorið 1848. Lög þessa félags voru prentuð i prentsmiðju landsins (af H.Helgasyni,) þar sem auk laganna er formáli og sýnis- horn af bókfærslu félagsins. Þá eru árið 1857 stofnuð tvö verzlunarfélög i Múlasýslu, og fleiri verzlunarfélög munu hafa verið stofnuð á þessum árum. Siðan kom árið 1869 Gránufélagið á Akureyri, undir forystu Tryggva Gunnarssonar og starfaði það i nokkur ár i 5 sýslum með all- miklum blóma. Sama ár var Félagsverzlun við Húnaflóa sett á stofn undir forystu Péturs Eggerz með aðsetri á Borðeyri. Bæði þessi félög eru þó hætt störfum fyrir 1880, og minni félögin, sem áður voru nefnd, störfuðu i tiltölulega stuttan tima. Vitað er, að forystumenn sumra þessara félaga skrifuðust á og höfðu náið samband við Jón Sigurðsson forseta, og mun hann hafa hvatt þá til starfa. Ljóst er, að Jón Sigurðsson leit á þessi félags- samtök sem mjög þýðingarmikinn þátt i sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, þátt, sem stuðlaði að þvi að Islendingar gætu tekið verzlunina i sinar hendur og þar með öðlazt aukið fjárhagslegt sjálfsæði. Enda þótt félögin, sem stofnuð voru á árabilinu 1844 til 1882, yrðu ekki langlif, þá brutu þau isinn, og stofnun þessara félaga sýnir glögglega það umrót og þá vakningu, sem átti sér stað hér á landi i félagsmálum um og eftir miðja nitjándu öldina. Að sjálf- sögðu hefur sú ákvörðun Dana að veita tslendingum verzlunarfrelsi 1854 orðið hvatning i þessum málum. Nú var ekki meiningim að hér yrði rakin saga félagsverzlunar allt frá árinu 1844. Til þess er hvorki staður né stund. Rétt þótti að minnast upphafsins og skoða sjálfar ræturnar. III Þegar fyrsta kaupfélagið var stofnað 1882, var bændaþjóðfélag á Islandi. Ibúafjöldinn var aðeins um 72 þús., og þá er talið, að 94% af þjóðinni hafi búið i sveitum en aðeins 6% i bæjum. Það er þvi skiljanlegt, að i upphafi var starf- semi samvinnufélaganna miðuð við verzlunarþjónustu við bændur, útvegun á neyzluvörum og sölu á landbúnaðarframleiðslu. Þessi séreinkenni islenzkra samvinnu felaga hafa raunar haldizt fram á þennan dag, enda þótt fjölmenn neytendafélög risu upp siðar i þétt- býlinu, en hér er án efa að leita orsaka þess, að islenzk samvinnu- hreyfing er svo alhliða þátttakandi i islenzku efnahagslifi i dag. Starfsemi Sambandsins fór hægt af stað. A fyrstu árunum var svo til eingöngu um að ræða fræð's'lu starfsemi. Þó voru sendir lulltruar til útlanda i viðskiptaerindum. Fyrsta fjárhagsáætlunin, sem samþykkt var á stofnfundinum, hljóðaði upp á 1250 krónur, þar af 1000 krónur til þess að senda fulltrúa til útlanda i sambandi við sölu á sauðfé. Fljótlega fer Sambandið að senda erindreka um landið, og árið 1907 hefst útgáfa timarits, sem komið hefur út siðan. Arið 1915 verða mikil þáttaskil i starfseminni, en þá var stofnsett skrifstofa i Kaupmannahöfn, raun- Erlendur Einarsson, forstjóri, flytui Háskólabiói i gærkvöldi. verulega fyrsta skrifstofan. Hallgrimur Kristinsson, sem ráðinn var til þess að standa fyrir þessari skrifstofu, hafði árið 1906, sem kaupfélagsstjóri KEA á Akur- eyri, innleitt nýtt skipulag i kaup- félögin, eftir Rochdale reglunum. En meiri þáttaskil verða þó er Sambandið setur á stofn skrifstofu i Reykjavik árið 1917 og Hallgrimur Kristinsson er ráðinn forstjóri. Fram að þeim tima höfðu stjórnar- formenn gegnt störfum fram- kvæmdastjóra. Eftir að skrifstofan i Reykjavik tók til starfa, varð mikil og ör þróun i rekstrinum. Skrifstofa var sett á stofn i New York 1917, sem starf- rækt var til 1920 en þá flutt til Leith i Skotlandi. Sam vinnuskólinn byrjaði starfsemi 1918 og árið 1919 var tekin upp deildaskipting: Otflutningsdeild undir forystu Jöns Árnasonar og Innflutnings- deild undir forystu Aöalsteins Kristinssonar. Það má þvi segja, að á árunum 1915-1919 hafi verið lagður grund- völlur að viðskiptarekstrinum skipulega séð, en árið 1920 voru 26 kaupfélög innan Sambandsins. Samvinnulögin voru svo samþykkt á Alþingi áriö 1921, en þau mörkuðu timamót i sögu samvinnusam- takanna. Hallgrimur Kristinsson lézt fyrir aldur fram árið 1923, og þá var /Sigurður Kristinsson, bróðir hans, ráðinn forstjóri. Það kom i hlut Sigurðar að veita Sambandinu for- stöðu á kreppuarunum, eftir 1930. Þrátt fyrir margháttaða erfiðleika á þeim árum, reyndist unnt að forða Sambandinu og kaup- félögunum frá stórum skakka- föllum. TlGRIS straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.