Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Fimmtudagur 22. júnl 1972. í 1 Umsjón: Alfreð Þorsteinsson ,.V.V.,.V.V.V.V/.,.V.,.V.V.V.V.V.V.VAV.V.V.V/.V.V.,.V/W.V.,.VAV/.V/.V.V.V.,.V.V.W/A,/.V/, FH-ingar sýndu á sér klærnar þegar þeir sigrnðn Hanka 24:14 Geir Hallsteinsson hefnr sjaldan verið betri, hann hreinlega skaut Haukaliðið í kaf. FH-ingar sýndu mjög góðan leik i islandsmótinu utanhúss, þegar þeir sigruðu Hauka með tiu marka mun s.l. þriðjudags- kvöld. Geir Hallsteinsson var i „bana” stuði og skoraði 12 mörk. Það var álit manna sem sáu leikinn, að Geir hefði aldrei verið i betra formi á þessum tima árs. Enda er það ekki nema von, hann æfir af kappi með landsliðinu undir OL-leik- ana i Miinchen. Þá áttu mark- verðirnir hjá FH, þeir Birgir Finnbogason og Hjalti Einars- son, mjög góðan leik og vörðu báðir oft snilldarlega, t.d. nokk- ur vitaköst. Leikur liðanna var nokkuö góður i heild, sérstaklega hjá FH, sem sýndi mjög góðan varnarleik og einnig mörg vel útfærö skyndiupphlaup, sem fá liö önnur FH geta sýnt. FH-liðið náði fljótt yfirtökunum i leikn- um, og þegar flautað var til leikhlés, var staöan orðin 13:6 fyrir liðið. I siöari hálfleik bættu FH-ing- inu aftur eftir langt hle. Aðrir leikmenn gáfu þessum ekkert eftir, liðið leikur sem ein sterk heild. Hjá Haukum bar mest á „dneitanlega verðn væri gaman að halda íslandsmeistaratitlinum”, segir sagði Einar Mathiesen, formaður handknattleiksdeildar FH, þegar við höfðnm samband við hann eftir leikinn eftir leikinn. ar mörkum við forskotiö, og lokastaðan varð 24:14, eins og fyrr segir. Fh-liðið sýndi i þess- um leik, að það verður erfitt að vinna af þeim Islandsmeistara- titilinn utanhúss. Beztu menn liðsins voru Geir, Birgir, Hjalti, Ölafur Einarsson og Jónas, sem er nú byrjaður að leika með lið- Stefáni Jónssyni og ólafi ólafs- syni. Ahorfendur voru margir, og skemmtu þeir sér konunglega, enda eru þaðalltaf skemmtileg- ir leikir, þegar erkifjendurnir i Firðinum mætast. SOS. Leiðir Geir Hallsteinsson lið FH til sigurs i útimótinu. Hann hefur sjaldan verið betri en einmitt nú. V.W.W.V.V.V.V/.V/.V.V/ „Það verðor eríitt ij að halda \ íslandsmeistaratitlinum í - segir Geir Hallsteinsson J — Já, við náðum góðum leik í gegn Haukum, þótt það vant- 5 aði töluvert i liðið, t.d. Viðar í Simonarson og Auðunn .« Óskarsson, sem eru nýkomnir ■! af spitala, þar sem þeir voru skornir upp við brjósklosi i í hné. S — Ég tel mig vera i mjög S góðu formi, enda mætt á hverja einustu æfingu hjá ^ landsliðinu s.l. mánuð, eða ^ siðan ég lét taka úr mér kirtl- í ana. S — Jú, mórallinn er mjög í góður hjá landsliðinu, og Ij menn leggja hart að sér við j[I æfingar. Einnig er andinn hjá £ FH-liðinu mjög góður, leik- jl mennirnir eru glaðir og f ákveðnir að gera sitt bezta f útimótinu. «* — Það veröur erfitt að vinna jl Framarana i A-riðlinum, þeir eru með fjóra útispilara i topp- j^ æfingu, og einnig markvörð. ^ Einnig er ég á þvi, að ef við J kæmumst i úrslit gegn Val, £ yrði sá leikur mjög erfiður. Jjl — Það er ekki hægt að segja, £ að ég sé bjartsýnn á að við ^ höldum Islandsmeistaratitlin- 3j um. Viðerum með mikið af J« ungum leikmönnum, sem geta «J leikið vel, ef þeim tekst vel J« upp. sos .V.V.V.V.V.V.V.V.V/.V.V.V.V//.V.V.V/AW.V.V////AVJV////.V.V.V///AV/.V/////.V////////.V.V/////.V.V.V.V.V/.V.V///.V.V// Bifreiðastióri Óskum eftir að ráða bifreiðastjóra til sumarafleysinga, verður að hafa full rétt- indi til aksturs 40 sæta fólksflutningabif- reiðar. Upplýsingar gefur Bogi Eggerts- son, i sima 32000. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS Bezto frjálsíþrótta- afrekin ótrnlega góð Toppurinn um miðjan júní Stofublóm litið hefti til leiðbeiningar Um þroska blóma Um heilbrigði blóma Um þrif blóma eftir óla Val Hansson Blómin endurgjalda umhyggjuna Fæst í bókabúðum og blómasölum Utgefandi ÖE-Reykjavik. Sá árangur, sem náðst hefur i frjálsum iþróttum i sumar, er næsta ótrúlegur, þó að ekki sé enn komið nálægt hápunkti keppnis- timabilsins. Nokkur heimsmet hafa verið bætt, og þá geta menn rétt imyndað sér, hvað verða mun þegar nálgast Olympiuleikana. Alls hafa 10 menn hlaupið 100 m á 10 sek., þar af er helmingurinn Bandarikjamenn, þannig að boð- hlaupssveit þeirra verður stór- kostleg i Mflnchen. Nýr banda- riskur spretthlaupari, Black að nafni, hefur hlaupið 200 m á 20 sek. réttum, og fjölmargir eru með timann 20.2 sek. Yfirburðir Bandarikjamanna eru jafnvel enn meiri i 400 m, en þeir áttu sjö beztu mennina fyrir 10 dögum. Beztur er J. Smith með 44,5 sek., og Evans er næstur með 44,6 sek. S-Afrikumaðurinn Van Zijl er beztur i 800 m hlaupi á 1:46,4 min. og Iwanow, Sovét, i 1500 m á 3:37,8 min. Þrir hafa hlaupið 110 m grind á 13,3 sek., þar af Mil- burn og Hill USA og Drut Frakk- landi. Koskei, Kenya, er beztur i 400 m grind á 49,0 sek. Sviinn Gá'rderud er beztur i 3000 m hindrunarhlaupi á 8:24,6 min. 1 hástökki er Junge, A-Þýzkal., beztur með 2,23 og Dahlgren, Svi- þjóð, með 2,22 m. Isaksson og Seagren eru langbeztir i stöng með 5,59 m, en það er heimsmet eins og kunnugt er. Baumgartner, V-Þýzkal., hefur stokkið lengst eða 8,16 m. Drehmel, A-Þýzkal., hefur stokkiö lengst i þristökki eða 17.20 m. Þá eru það köstin, þar eru afrekin e.t.v. jafnbezt. Feuerbach, USA, er númer eitt i kúluvarpi með 21,42 m. Woods, Armann og FH í kvöld t kvöld heldur útimótið i handknattleik áfram i Hafnar- firði. Leiknir verða tveir leikir við Lækjarskólann. Fyrri leikurinn hefst kl. 20.00, og mætast þá Valur og Grótta. Strax að honum loknum mæt- ast svo Armann og FH, og má búast við að það verði skemmtilegur leikur. USA, er næstur með 21,38 m, og Rothenburg A-Þýzkal., þriðji með 21,32 m. Milde, A-Þýzkal„ er fremstur i kringlu með 67,02 m, og hinn kornungi V-Þjóðverji, Riehm, hefur kastað sleggju lengst, eða 73,92 m. Arftaki Kinnunens ispjótkasti, landi hans Siitonen, er beztur i spjóti meö 86,24 m. 1 tugþraut hefur Awilow, Sovét, skotið sér fram fyrir Gabb- ett, Bretlandi, Rússinn er með 8084 stig og Gabbett er með 8040. 0RL0F 1972 Undirrituð samtök vilja hér með vekja athygli á þvi, að sam- kvæmtlögum nr. 87/1971 um orlof, er lágmarksorlof fyrir þá, sem unnið hafa fullt orlofsár 22 virkir dagar árið 1972. Það skal tekið fram að laugardagar eru virkir dagar í þessu sambandi. Alþýðusamband íslands Vinnuveitendasamband íslands Vinnumálasamband samvinnufélaganna Einar Magnússon lék aðalhlntverkið, þegar Víingnrvann Gróttu 27:23 - áttu samt í basli með leikmenn Gróttn, sem lékn allan leikinn með sömn leikmenn inná. Einar Magnússon átti stór- góöan leik, þegar Vikingur vann Gróttu i útimótinu i handknattleik sl. þriöjudags- kvöld. Þótt Einar væri i miklu stuði, átti Vikingsliðið i erfið- leikum með Gróttu, sem hafði engan leikmann til að skipta inn á. Gróttuleikmennirnir leiddu leikinn til að byrja með, en fyrir leikhlé náðu Vikingar að jafna, 12:12, og i siðari hálf- leik náðu þeir yfirhöndinni og unnu leikinn, 27:23, enda Gróttuliðið búið að sprengja sig. 1 Vikingsliðið vantaði marga leikmenn, t.d. lék Guð- jón Magnússon ekki með; hann er fyrir austan i vinnu. Þá lék Páll Björgvinsson ekki með. Beztur i Vikingsliðinu var Einar, sem er greinilega kominn i mjög góða æfingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.