Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.06.1972, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 22. júni 1972. TÍMINN 17 Bikarkeppnin haíin: irmann átti í erfið- leiknm með Hrönn Helgi Hálfdánarson skoraði fyrsta mark keppninnar, Bragi Jónsson skoraði „Hat Trick” 2. deildarlið Ármanns átti i erfiöleikum með 3. deildarliðið Hrönn i fyrsta Bikarleiknum i ár, sem fór fram á Melavellinum s.l. þriðjudagskvöld. Leikar stóöu jafnir 2:2 þar til 15 min. voru til leiksloka, þá skoruðu Ár- menningar sitt þriðja mark og bættu þvi fjórða viö 2. mín. fyrir leikslok. Hrannarar leiddu leikinn lengi vel og höfðu yfir i hálfleik 1:2. Var greinilegt að Ar- menningar komu sigurvissir til leiks og ætluðu að sigra létt — en liö Hrannar sýndi mikinn baráttuvilja og markvörður þeirra Pálmi Bjarnarson, varði stórvel á köflum. Hrannarar tóku forustuna i leiknum óvænt á 17. min. með marki Helga Hálfdánarsonar, sem komst enn inn fyrir vörn Ármanns og sendi knöttinn örugglega i markið. Braga Jóns- syni tókst að jafna fyrir Armann. Það þoldu Hrannarar ekki og tóku forustuna á ný hinn léttleikandi miðherji liðsins Hreggviður Jóns- son, skallaði knöttinn til bezta manns liðsins Liljars Heiðars- sonar, sem var ekki lengi að senda knöttinn i markiö — stöngin inn. Strax á 5. min. siðarihálfleiks skorar svo Bragi Jónsson, jöfnunarmark Armanns 2:2. Eftir að hafa skorað markið sækja Ar- menningar stanzlaust — en þeim virðist ekki ætla að takast að vinna á vörn Hrannar, enda oft tiu inn i vitarteig, með Pálma fyriraftan sig. Það var ekki fyrr en á 30. min. sem þeir koma knettinum i markið — það gerði Bragi Jónsson, með skalla, þriðja markið sitt i leiknum ,,Hat Trick” Ómar ólafsson skorar siðasta mark Armanns á 43.min. Með þessum sigri er Armanns- liðið komið i aðra umferð i Suðurlandsriðli og mæta þar Haukum i Hafnarfirði 18. júli. SOS Þessi mynd var tekin i úrsiitaleik Bikarkeppninnar i fyrra. Þá léku Vikingur og Breiðablik til úrslita og unnu Vikingar 1:0. Leikurinn var leikinn I flóðljósum á Melavellinum. Nú i ár er fyrirætlað að Bikar keppninni ljúki fyrr, ög verður úrslitaleikurinn háður á Laugardalsvellinum. (Timamynd Róbert). ICKLAUS VAR ÞREMUR HÖGGUM BETRI EN MSTI MABUR JACK NICKLAUS sigraði i bandariska meistaramótinu i golfi, sem lauk um siðustu helgi. Hann lék 72 holurnar á 290 högg- um — tveim yfir par. Var hann þrem höggum betri en næsti maður, sem var Astraliumaður- inn Bruce Crampton. I þriðja og fjórða sæti urðu Lee Trevino og Arnold Palmer á 294 höggum. < m. Jack Nicklaus — Hann sigraði i einni mestu golfkeppni heimsins ,,US OPEN” um helgina. Hvað verða mörg met slegin á OL-leikunum í Munchen? Þessa skemmtilegu mynd rákumst við á i þýzku iþrótta- blaði, hún sýnir Bob Beamon, þegar hann stökk sigurstökkið i Mexíkó 1968 — 8,90. V-Þjóðverjar vona að langstökkvurunum sem taka þátt i OL-leikunum i Mílnchen takist að ná eins löngu stökki. En eins og flestir vita, þá er það talið óliklegt að eins langt stökk og Beamor stökk i Mexikó, náist næstu árin. En það er ekki útilokað að það takist að slá metið i Miínchen að minnsta kosti telja Þjóðverjar að það sé hægt, og þeir vona að það verði gert. Nú er stóra spurningin, hvað verða slegin mörg met á OL-leikunum i Munchen? Þvi látum við ósvarað, en liklegt er, að þau verði mörg metin, sem fljúga þar! þar til næsta árs. Fyrir þá, sem áhuga hafa á að vita hvaö knatt- spyrnukynbomburnar á myndinni heita, birtum viö nöfn þeirra. Tina Sainz (4), Ingrid Garbo (9) og Rosanna Yani (11). Þvi miður vitum við ekki heimilisföng þeirra, en festið andlit þeirra á minni, ef þið eigið eftir að rekast á þær i sumarfriinu ykkar. Að lokum, hvenær verður keppt i kvennaknattspyrnu hér á landi? Stóð þaö ekki til hjá stjórn KSI að koma á móti i sumar, fyrir islenzkar knattspyrnukonur. Það væri óneitanlega gaman að fá aö sjá islenzkar blómarósir, hlaupa á eftir knettinum á Laugardals- vellinum á næstunni. Væri ekki þjóðráð að láta kvenfólk leika forleik á sunnudaginn, ef úr pressuleiknum verður. SOS I tilefni þess að nú mega ekki konur og karlar mætast i knatt- spyrnu, ætlum viö að birta hér mynd af knattspyrnuköppum af veikari kyninu, og eru þær aö gera sig „klárar” fyrir knatt- spyrnuleik. Þessar fögru stúlkur leika með spánska kvennaliðinu Las Ibericas F.C. Til gamans má geta þess, að spænsku knattspyrnu- snillingarnir Di Stefano og Gento, eru mjög hrifnir af þessu liði og vildu þeir gjarnan leika gegn stúlkunum. En nú er loku fyrir það skotið að nokkur karlmaður fái að leika gegn kvennmönnum, eða með, i knattspyrnu. Það ákvað Evrópusamband knattspyrnu- manna i Vin nýlega. Þá var einnig fjallað um Evrópukeppni i kvennaknattspyrnu, en ákvöröunum um hana frestað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.