Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Föstudagur 23. júni 1972. ÖKUKENNSLA Æf ingatímar Kenni á Skoda 1971 Fullkominn ökuskóli Útvega öll gögn á einum stað Sveinberg Jónsson simi :,4920 Bréf frá lesendum MIHHIIIIilllllllilllllli ÞJÓÐNVTTUR BITHAGI öll beit á óræktuðu landi er í raun og veru þjóðnýtt. Með þvi er ekki aðeins átt við, að þeir, sem eiga beitarfénað, en ekkert land, teija sér heimilt að aka með hann út á þjóðvegina á vorin og sleppa honum þar, sem gróður- lendi sýnist sæmilegt. Hitt er öllu heldur haft i huga, að þegar kostnaðarliðir við búrekstur eru reiknaðir til ákvörðunar við verö á búvöru, gildir hið sama um úthagann og sjálft lifsloftið: Hvorugt er reiknað til verðs. Fóðurþörf búfjár að sumrinu er alls ekki talin með, þegar ákvarðaðer, hvað bændur eigi að bera úr býtum fyrir framleiðslu sina. Stundum er verið að býsnast yfir verði á kjöti og mjólk, sem þó er raunar ekki dýr matur miðað við margt annað. En hér siá menn að minnsta kosti, að ekki er þessi liður ofreiknaður, þar sem hann er alls ekki talinn með. Sumarhaga verða bændur þó að eiga. Bóndi KMBÆTTISHROKI Landfari góður, má ég biðja þig fyrir örfáar linur. Það veröur ekki spunninn lopinn af mikiíli mælgi, þvi að ég er búinn að sjá, að þér er ekki gefið um það. En sem sagt: Mér verður hugsað til bóndans á Teigi i Mosfellssveit, sem setti lögbann á framkvæmdir hitaveitu Reykja- vfkur, er forráðamenn hennar ætluðu að böðlast yfir land hans, án þess að eiga einu sinni orðastað við hann. Það, sem ég vil koma á framfæri er þetta: Hvernig stendur á þvi, að almannastofnanir, sem hafa i veltunni tugi og hundruð milljóna, sem eign þegnanna sjálfra, leitast ekki við að ná samningum, þegar svona stendur á? Hvaða réttlæti er það, að einstaklingar, efnalitlir sem efnaðir, verða að eiga svo mikið i húfi eins og hér er tilfellið? Þetta er sannarlega ójafn leikur og tæpast samboðið þjóðfélagi, sem skreytir sig með þeim nöfnum, er við notum oft og iðulega. Ahættan er svo óralangt frá þvi að vera jófn, þegar annars vegar er einstaklingur, sem ekki má sin , mjög mikils efnalega, en hins vegar stofnanir, sem haldið er uppi af almannafé og sækja 3. ógúst 15 daga 18. ögúst 15 daga -1. september 15 daga 15. september 15 daga 29. september 22 daga 20. oktober 10 daga Allt úrvalsferðir að sjólfsögðu. FERÐASKRIFSTOFAN ^SSM #55__i» URVALHMr )afélagshúsinu simi 26900 ^^_____^^ Eimskipafélagshús peninga eftir þörfum i vasa borg- aranna. Sá embættishroki sem birtist i þessu, er óþolandi og það ætti að vera fyrsta boðroð þeirra manna, sem þess konar stofnunum stjórna, að reyna ævinlega að ná samningum.svo fremi sem þess er kostur, áður en málum er fleygt i dómstólana. Fátækur maður á þess bókstaflega engan kost að standa i svona striði. Það þýðir, að honum er meinað að ná hugsanlegum rétti, og þar með er réttaröryggi i landinu feykt út i veður og vind. Er ekki sagt svo, að rfkir og fátækir eigi að vera jafnir fyrir lögunum? Með þökk fyrir birtinguna. Gjaldþegn hitaveitunnar. Þetta er nýi, hvíti 12 volta 53 amp. SÖNNAK- rafgeymirinn í V.W., Opel o. fl. nýja þýzka bfla. Fjölbreytt úrval SÖNNAK-rafgeyma ávallt fyrtr- liggjandi. ARAAULA 7 - SIAAI 84450 TÍZKUS ' AÐ LOFTLElp1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.