Tíminn - 23.06.1972, Síða 3

Tíminn - 23.06.1972, Síða 3
Föstudagur 23. júni 1972. TÍMINN 3 !■■■■■■! Verður kínverska sendiráðið í næsta húsi við það sovézka? í ÓV-Reykjavik Enn hefur kinverska sendi- ráðið I Reykjavlk sem nú hefur aðsetur á Hótel Loft- leiðum ekki orðið sér úti um húsnæði til frambúðar. Eru þeir enn að leita fyrir sér og hafa skoðað nokkur hús i bænum, sem Timinn skýrði frá skömmu eftir komu þeirra til landsins, svo og hús i Garðastræti, þar sem sovézka sendiráðið er og til húsa. En þótt Kinverjarnir hafi ekki keypt húsnæði ennþá, þurfa þeir ekki að hafa áhyggjur af þvi, hvernig þeir eigi að komast leiðar sinnar. Þeir hafa til umráða tvo bila, Volkswagen rúgbrauð, sem skráð er sem sendiferðabill og Mercedes Benz, hvort tveggja nýir bilar. Komu Kinverjarnir með bila þessa með sér, hafa að likindum keypt þá I gegnum Þýzkaland, en sendi- ráð hafa sérstök bilafriðindi og þurfa ekki að hafa fyrir þvi að borga mikla og freka tolla af bilum sinum. í stuttu viðtali við frétta- mann Timans i gær, sagði sendiherrann, Lin Hua,að enn hefði ekkert verið ákveðiö um kaup á húsi eða húsum, og hann gat ekkert sagt um það, hvenær ambassador Kina á islandi væri væntanlegur. Takk fyrir og verið þér sælir sagði Lin Hua, settur sendi- herra Kinverska alþýðulýð- veldisins á islandi. !■■■■■' Einstaklega góð veiði í Laxá á Ásum: 9 laxar á stöng á dag frá EB-Reyk]avik Rúmlega 9 laxar að meðaltali hafa veiðzt á stöng dag hvern i Laxá á Ásum frá þvi áin var opnuð til laxveiði 1. júni s.l. Á hádegi i fyrradag var búið að veiða 190 laxa í henni en 2 stangir eru leyfðar i ánni. Þeir tveir veiðimenn, er voru við ána frá hádegi á mánudag til hádegis á miðvikudag i þessari viku fengu alls 44 laxa, eða 11 laxa á hvora 1" * * . jum stöng að meðaltali hvorn veiðidag. Haukur Pálsson á Röðli við Blönduós sagði i viötali við Timann i gær, að veiðimaður, er veiddi i ánni i gær,heföi sagt^sér, að krökkt væri af laxi i ánni. Haukur sagði ennfremur, að meðalþyngd veiddra laxa i ánni i sumar væri 10 pund. Reiknað er með, að um næstu mánaðamót fari smærri lax að ganga i ána. Um 90% af laxinum, sem veiddist i Laxá frá mánudegi til miðviku- dags, var veiddur á maðk. 2 stangir verða leyfðar I ánni allt þetta veiöitimabil eins og i fyrra, en þá veiddust yfir 800 laxar á hvora stöng allt veiði- timabilið. Þá má geta þess, að Laxá á Asum er ein af fáum laxveiðiám, sem klak hefur aldrei verið sett i. Efri myndin er af Bakkatjörninni eins og hún var i april s.I. en sú neðri cins og hún er i dag. (TimamyndirGE) Tjornin fór í borholuna! Klp-Reykjavik Þeir sem ekið hafa um sunnan- vert Seltjarnarnesið að undan- förnu hafa tekið eftir þvi, að stóra tjörnin, sem er við veginn, og ber nafnið Bakkatjörn, er að þorna upp og er nú ekki nema rétt helmingur af þvi, sem hún er venjulega. Flestir hafa kennt um þurrkunum, sem verið hafa að undanförnu, en svo er þó ekki. Að þvi komumst við, þegar við spurðum Sigurgeir Sigurösson, sveitarstjóra Seltjarnarnes- hrepps, um þetta fyrirbæri. Hann sagði, að þetta væri þeim sjálfum að kenna þarna á nesinu. „Við notuðum vatnið úr tjörninni tii að kæla og vatns- sprengja við borun eftir heitu vatni sem hófst i maf s.l. en lauk fyrir nokkru. Við notuðum um 5000 tonn af vatni úr henni við þetta, og bjuggumst við, að það rynni i hana fljótlega aftur. En það hefur enn ekki gerzt, og við verðum þvi bara að biöa eftir að hann fari aö rigna, svo að hún fyllist aftur. Sigurgeir sagði að þessi tjörn væri mikilvæg i skipulaginu á Sel- tjarnarnesinu. Það ætti að dýpka hans og laga umhverfið, og siðan ættu aö vera á henni smábátar og fleira fallegt til að fegra staðinn. Aðspurður sagði Sigurgeir, að borunin eftir heita vatninu hefði tekizt mjög vel, að þessu sinni. Hefði verið borað á 2030 metra dýpi, og hefðu þar fengizt 45-50 sekúndu litrar af 120-130 gráðu heitu vatni. Þetta hefði verið fjórða holan, sem boruð væri á Seltjarnarnesi og gæfi hún meira en hinar þrjár til samans. Þyrftu ]dví Seltirningar ekki að hafa áhyggjur af borun næstu árin. El Grillo: KÖFUÐU NIDUR AÐ SKIPS- FLAKINU—LEKI ÓFUNDINN OÓ-Reykjavik. Froskmennirnir þrír köfuöu i gær niður að oliuskipinu E1 Grillo, sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Er skipið á 50 metra dýpi. Ekki urðu þeir varir við oliuieka úr geymunum, en eftir fyrstu ferð- ina niður er ekki við þvi að búast, að þeir hafi fundið göt á oliu- geymunum. Skipið verður kannað mun betur á næstu dögum. Einn kafaranna, Óli Rafn Sumarliðason, sagði Timanum i gær, að þeir hefðu farið allir sam- an niður i fyrstu ferðinni. Komu þeir niður á fallbyssu á skut skipsins. Skyggni var heldur slæmt, aðeins sjö til átta metrar. Sagði Óli, að skipið væri mjög ryðbrunnið og sjávargróður á flakinu, og þvi erfitt að gera sér grein fyrir, hvaðan lekinn kemur fyrr en eftir nánari rannsóknir. Þremenningarnir fóru fram eftir skipinu og uröu að viðhafa itrustu varkárni, þvi að i flakinu eru fall- byssukúlur og sprengjur. A þil- fari, rétt framan við skutinn, eru nokkrar djúpsprengjur. Kafararnir komu auga á göt, sem rafsoðin hafa verið á oliu- geyma afturlestarinnar, en á sin- um tima var allmiklu af oliu dælt úr skipinu. Ekki bar á neinum oliuleka út um þessi göt. Uppi á brúnni voru kafararnir á 35 metra dýpi. Þaðan héldu þeir niður á þilfarið yfir framlestinni og rann- sökuðu það eftir þvi sem við varð komið. Voru þeir eins lengi niðri og hægt var vegna loftbirgðanna. Þegar blaðið talaöi við Óla um kl. 6 i gær, voru kafararnir að búa sig undir að kafa i annað sinn. Næstu daga vinna þeir við að taka myndir af flakinu, bæði ljós- myndir og kvikmyndir. Óli sagði, að þeir mundu ekki hreyfa við nokkrum hluti skipinu. Tilgangurinnmeð köfuninni er að kanna ástand þess, og er annarra aðila að ákveða, hvort frekari björgunaraðgerðir verða gerðar og á hvern hátt þeim verður þá hagað. Oliuflygsur hafa flotið upp frá flakinu i dag, og fljóta þær á yfirborðinu. En hver á flakið, og til hvers þarf að sækja um leyfi til að kafa niður að því? Baldur Möller, ráðuneytisstjóri i dómsmálaráðuneytinu, sagði Timanum, að flakið væri i eigu rikisins. 1 striðslok heföi fjár- málaráðuneytið áksilið sér rétt til að gera skaðabótakröfur á hendur Bretum, sem sökktu skip- inu, ef tjón yfði af völdum flaks- ins, oliunni eöa sprengiefnum. Siðar hefði Oliufélaginu verið gef- ið leyfi til að dæla oliu úr geymun- um. Um leyfi til aö kafa niður að flakinu þarf reyndar enginn að sækja, þaö er öllum heimilt. Aftur á móti er köfurum óheimilt að hreyfa þar við nokkrum hlut,þar sem um rikiseign er að ræöa. En þeim, sem nú standa að rannsókn á flakinu, þótti öruggara að fá opinbera heimild til athugana, áður en þeir hófust handa, og fengu þeir góðfúslega heimild yfirvalda til að kafa rrrml If w i I Laxinn tók dótið með sér Ekki alls fyrir löngu var maður að veiða i Laxá i Asum, og notaði hann flotholt eins og margir aðrir veiðimenn. Lax beit á, en eftir að veiði- maðurinn hafði þreytt hann talsvert sleit laxinn linuna og stakk af með öngulinn og flotholtið. Tvö flotholt og einn lax Nokkru siðar er annar maður að veiða i ánni. Allt i einu sér hann,hvar flotholt er á reki i ánni og uppgötvar, að lax er með það. Veiöimanninum tekst að krækja i flotholtið, og ætlar nú að veiða vel. En sagan endurtekur sig, laxinn stingur af i annað sinn, og er nú i ánni með tvö flotholt með- ferðis. ,,Allt er þa þrennt er” Nú gerist það seinna þennan sama dag, að sami veiði- maður sér allt i einu tvö flot- holt á reki i ánni. Honum tekst að krækja öngli sinum i þau — og eftir harða viðureign er 12 punda hængur, loks yfir- bugaður i Laxá i Ásum, einn af þeim 200 löxum, sem nú mun vera búið að veiða i ánni frá 1. júni, þrátt fyrir að aðeins 2 stangir eru leyfðar I ánni, sem þýðir rúmlega 9 laxa að meðaltali á stöng á dag. — EB Benedikt Gröndai gerir eft- irfarandi úttekt á stjórnmála- flokkum i blaðinu Skaginn 16. þ.m. „Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur beygt allmikið til hægri, eftir að hann hvarf úr rikis- stjórn, og hafa hinir yngri og nýrri þingmenn flokksins for ustu um hina nýju ilialds- stefnu. Reiginmunur hefur verið á þeirri stjórnarand- stöðu, sem sjálfstæðismenn liafa haldið uppi og hinni, sem komið hcfur frá Alþýðuflokkn- um. Mesta vandamál Sjálf- stæðisflokksins er þó baráttan um æðstu völd i flokknum, scm fer si harðnandi og skýtur upp koltinum á fundum um allt land. Framtið Sjálfstæðis- flokksins er þvi i mikilli óvissu. Framsóknarflokkurinn greip völdin af ákafa i fyrra- sumar, en hefur greitt komm- únistum alltof hátt verð til að lialda rikisstjórninni saman. Komin er upp hörð deila um eðli fiokksins, og segja sumir að hann hafi alltaf verið og sé miðflokkur, cnyngri mennirnir, að hann sé vinstriflokkur eða jafnvel lýð ræðissinnaður sósialistaflokk- ur. Hinir yngri hafa aldrei kynnst flokknum öðru visieni stjórnarandstöðu siðustu 12 ár og vita sýnilega ekki, að fram- sókn hefur alltaf veriö róttæk utan stjórnar en ihaldssöm i stjórn. Þessi mál geta valdið mjög djúpstæöum ágreiningi og miklum vandræðum i flokknum, sérstaklega er ungu mcnnirnir átta sig á stað- reyndum framsóknarlifsins. Alþýðubandalagið hefur náö kverkartaki á framsókn og fengið lykilaðstöðu innan rikisstjórnarinnar. Þetta reyna alþýðubandalagsmenn að nota sér eins og þeir geta, en þeir eiga lika við innan- flokkserfiðleika að etja. Við svik þeirra við málstaö sinn i flugbrautarmálinu sló óhug á marga flokksmenn og and- staða Fylkingarinnar við hina eldri magnaðist. Samtök frjálslyndra og vinstri manna eru farin aö njóta þess aö vera flokkur i stjórnarandstöðu meö öllum hlunnindum, er þvi fyigja. Flokkurinn er þó illa klofinn, og var varla unnt aö segja, að fimm þingmenn hans væru sammála um neitt mál, jafn- vel ekki stjórnarfrumvörp, á Alþingi i vetur. Alþýðuflokkurinn beygði til vinstri eftir að samstarfi hans við Sjálfstæðisfiokkinn i rikis- stjórn lauk. Flokkurinn hcfur stutt ýms þau mál rikisstjórn- arinnar, sem eru i andajafnaö- arstefnu, en barizt harkalega gegn öðrum, sérstaklega veröbólgu og ráðstöfunum, er skaða launþega og neytendur. Flokkurinn verður þó að gera mikið átak til aö lyfta sér upp, bæði máiefnalega og skipu- lagslega.” Sitthvað er við þessa úttekt Benedikts aö athuga, þótt þvi vcrði sleppt hér. Vafalaust brosir Gylfi að þeirri fuli- yröingu hans, að Alþýðuflokk- urinn sé að færast til vinstri. Þ.Þ. Einar á sjúkrahúsi Einar Ágústsson fór beint I sjúkrahús,er hann kom frá Eng- landi eftir samningafundina þar, végna igerðar út frá tannbroti i tannholdi. Þess er vænzt,að Einar komi til starfa eftir fáa daga.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.