Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 23. júni 1972. TÍMINN ftSQfl Farah vigir endur- hæfingarstöð Keisaraynjur þurfa margt a6 gera, og til dæmis þurfti Farah Diba nýlega að vigja verk- smiöju, þar sem ætlunin er að fólk hljóti endurhæfingu i iðn sinni, ef það hefur af einhverj- um orsökum orðið að hætta störfum, en er nú reiðubúið að hefja vinnu á ný. Við vigslu endurhæfingastbðvarinnar opinberuðu tvö ungmenni trú- lofun sina i viðurvist keisara- ynjunnar. Unga parið heitir Hossein Naraqi, sem er 27 ára og Neyerreh Hasheminia, sem er tvitug að aldri. Þau eru bæði bækluð, en hittust fyrst, þegar þau komu til endurhæfingar i áðurnefndri verksmiðju. Hér sjáið þið svo Farah Diba, þar sem hún virðir fyrir sér starfs- mann að verki. Maðurinn á myndinni, hafði misst annan handlegginn, og er nú byrjaður að vinna aftur. Færri slys á götum og vegum i Þýzkalandi. Nokkuð dró úr slysum i um- ferðinni i Þýzkalandi árið 1971, og einnig voru dauðaslys i um^ ferðinni færri heldur en áður, að þvi er segir i skýrslu frá sambandsstjórninni. Dauða- slysum fækkaði um þrjú prósent á árinu, en þrátt fyrir það voru þau 18.700. Einnig fækkaði tölu þeirra, sem slösuðustf umferðinnium 3% og voru þeir 518.000, en saman- lagður fjöldi umferðarslysa minnkaði um ca 4%. Þessar tölur eru taldar þeim mun merkilegri, þegar litið er á það, að árið 1971 fjölgaði bifreiðum um 1,3 milljónir i Þýzkalandi, eða 7.2% og voru bflar þá orðnir 19.3 milljónir i landinu. Ný umferðaríöggjöf hefur tekið gildi i Vestur Þýzkalandi, og þykir mönnum að þessar tölur sanni, að löggjöfin sé spor i rétta átt. Sérstaklega hefur það vakið athygli og ánægju, að um- ferðaslys, sem stafað hafa af misn otkun áfengis hafa reynzt 3% færri en áður var, segir enn- fremur i skýrslunni. Loftballóninn hans séra Jens Valtýr Guðmundsson barðist manna mest fyrir þvi, að járn- brautir yrðu gerðar hérlendis, og má bezt af þvi ráða, hversu honum var þetta hugleikið, að hann nefndi timarit sitt Eim- reiðina. Séra Jens Pálsson renndi aftur á móti hýru auga til loftfaranna og vænti þess, að þau kynnu einhvern tima i framtiðinni að verða nytsöm farartæki. Kvöld eitt heiðskirt stóð Geir kaupmaður Zoé'ga úti og rýndi upp i loftið. Maður, sem átti leið um, staldraði við, ávarpaði Geir og spurði, á hvað hann væri að horfa. Geir svaraði: ,,Ég var að gæta að loftballón- inum hans séra Jens — hann ætti bráðum að fara að koma upp". prinsessunnar Vinkona vinkona Stewart Grangers Þegar Christina Sviaprinsessa fór til Kenya i Austur Afriku i desember siðast liðinn var i för með henni vinkona hennar, Ebba von Rosen. Enginn tók neitLsérstaklega eftir þvi, þeg- ar Ebba kom ekki heim aftur með prinsessunni, enda þótti fólki eðlilegt, að hún væri um kyrrt i Kenya, þar sem sagt er aö mjög skemmtilegt sér þar. Svo leið veturinn, og sum- arið kom, en ekki kom Ebba heim að heldur. Þá fór fólk að undrast um hana heima i Stokkhólmi, sér i lagi blaðamennirnir þar i borg, þvi Ebba er vel þekkt meðal þeirra, þar sem hún hefur sjálf stundað blaðamennsku. Allt i einu frétt- ist, hvað orðið hefði af henni. Hollywood-stjarnan, Stewart Granger, hafði uppgötvað Ebbu, og hún hefur verið i tygj- um við hann siðan. Nú biða menn i ofvæni eftir þvi að hún komi með hetjuna heim, og vin- konurnar hennar hlakka til að fá að sjá kvikmyndaleikarann i nærsýn. .iii...L.iii.,:i...!!im..iiiiii..m..ih...n........ |AFD.A-<Wi| —Strákar, hvað þýðir eldur er laus? Fljótur. A eftir þessum vagni.. x DENNI DÆAAALAUSI „Segðu bara — Halló, manna, þetta er Jói." „Heyrðu, þetta er pabbi minn, á égsamtaðsegjahallómamma?"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.