Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 10
Föstudagur 23. júni 1972. Ein spurning og níu svör: Er voðinn vís á Þingvöllum 1974 - eða von um, að þolanlega farnist? Á miðvikudaginn var um þaö rætt hér i blaöinu, hvaöa ályktan- ir mætti draga af lokaþætti þjóð- hátiðarinnar i Reykjavik um yfir- bragð þeirrar landnámshátiðar, sem fyrirhuguð hefur verið á Þingvöllum að tveim árum liðn- um, þar sem að þvi virðist stefnt að draga saman afarmikið fjöl- menni til nokkurra daga dvalar. Við hér á Timanum höfum orðið þess varir, að margir hugsa með megnum kviöa, jafnvel skelfingu til þessa fyrirtækis, þegar sifellt sigur á ógæfuhlið i höfuðborginni á þjóðhátiðardaginn með þeim iokaþætti, að grátandi mæður og ömmur ganga i valinn, þar sem lögreglan hefur raðað saman magnþrota fólki i leit að þeim, sem yfirbuguðust alveg. Fari á svipaða lund á Þingvöllum, má ganga að þvi nálega visu, að ekki veröi allir vaktir aftur til lifsins, svo hættulegur sem sá staður er ölóðu fólki. Timinn hefur þess vegna beint svolátandi spurningu til nokkurra manna: Þér er kunnugt um lokaþátt þjóðhátiðarinnar i Reykjavfk nú um helgina. Ilvernig lizt þér á þriggja daga landnámshátið hundrað þúsund manna á Þing- völlum 1974, þegar þú hugsar um það, sem gerðist á götum Reykja- víkur að kvöldi þjóðhátiðardags- ins? Þeir, sem til var leitað, voru valdir meö það i huga, að fram kæmi álit fólks af mismunandi stéttum og stigum, með mismun- andi þjóðfélagsskoðanir og á mis- munandi aldri. Fara hér á eftir svör niu manna, fjögurra kvenna og fimm karla. Tekið skal fram, að sex af niu voru spurðir áöur en grein Jóns Helgasonar um þetta efni birtist i miðvikudagsblaðinu, svo að ekki getur nema litlu leyti gætt bergmáls frá henni, enda væntanlega allir, er fyrir svórum urðu, svo sjálfstæöir i hugsun að þeir tali eigin máli, en gripi ekki á lofti, er aðrir vekja máls á. Margrét Guömundsdóttir leik- kona: Eftir atburðunum á þjóðhátíð- inni i Reykjavik um helgina að dæma lizt mér ekkert á þriggja daga landnámshátið á Þingvöll- um eftir tvö ár. Það veröur þá aö gera miklar ráðstafanir, ef slikt á Minson Sænsku drengja- og herraskyrturnar fást í öllum stærðum og í litaúrvali. Efnið er 75% bómull og 25% polyester. Vinson skyrturnar eru seldar í Gefjun Austurstræti, Domus Laugavegi 91 og í kaupfélögunum um land allt. MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR — liztekkert á þriggja daga hátið. vel að takast. Hátið 1974 á Þing- völlum i sama stil og nýafstaðin þjóðhátið yrði ekki aðeins hættu- leg þátttakendum, heldur setti blett á þennan helgistað þjóðar- innar. Ástráður Sigursteindórsson skóiastjóri: Ef hugsunarháttur þjóðarinnar verður breyttur á þeim tima, þá getur landnámshátiðin farið vel fram, en ef hugsunarhátturinn stefnir áfram i þá sömu átt og virðist hafa komið fram þetta kvöld, þá verður hún heldur ógæfusamleg. Valdimar Jóhannsson bókaútgef- andi: Hugmyndin um þriggja sólar- hringa samkomuhald á Þingvöll- um, þar sem tillögumenn gera ráð fyrir, að eitt hundrað þúsund manns safnist saman, er svo frá- leit , að hún er naumast umræðu- verð. Af reynslu mörg undanfarin ár vitum við nákvæmlega, hvern- i'g sú „hátið" myndi fara fram: Hún myndi snúast upp i stórfelld- asta allsherjardrykkjuæði, sem sögur fara af hér á landi, og verða ævarandi smánarblettur á is- lenzkri þjóð. Menn ættu að leiða hugann að svokallaðri þjóðhátið i Vest- mannaeyjum, hestamannamót- um og ýmsum öðrum útisam- komum hér á landi undanfarin ár, ef þeir velkjast i vafa um það, hvað gerast muni á Þingvöllum, ef hugmyndin um stóru „hátið- ina" kemst i framkvæmd. Að lokum skal það skýrt fram tekið, að ég tel, að hér sé ekki um að ræða sérstakt „unglinga- vandamál", heldur er hér á ferð áfengisvandamálið á Islandi — einn mesti háski, sem að þjóðinni steðjar um þéssar mundir. / Maria Pétursdóttir hjúkrunar- kona: Landnámshátið 1974 á helgistað tslendinga ætti að sjálfsögðu að vera tilhlökkunarefni. Það, sem gerðist hér 17. júni siðastliðinn, sýnir okkur, að þjóðfélagsvanda- málin eru djúptækari en við höfð- um búizt við. Það verður ekki komizt hjá þvi að horfast i augu við staðreyndirnar og leita á fræðilegan hátt að orsökunum og reyna að ráða sem bezt bót á. Ættu þá öll hátiðahöld að geta orðið þjóðinni til farsældar og sóma. ASTRAÐUR SIGURSTEINDÓRS — ef hugsunarhátturinn breytist... Sigriður Ingimarsdóttir húsmóð- ir: Ég held, að það verði að gera einhverjar meiri háttar ráðstaf- anir til þess, að sagan héðan endurtaki sig ekki. Ég óttast það, þegar svo mörgu fólki verður stefnt saman, að þar gjósi upp múglæti, ef ekki verður þeim mun betur um hnútana búið og um það séð.aðallir geti haft eitthvað fyrir stafni, sem þeir una við, annað en drykkju. Það verður að gera ráð- stafanir, sem haldgóðar eru og vit i, til þess að sporna við ósóman- um. Alls konar félög eru sifellt að gera langar og miklar samþykkt- ir, en það þarf meira til en áskor- anir og frómar óskir. Orð ein eru gagnslitil, ef verknaður fylgir ekki. Við, sem til aldurs erum komin, verðum að gera okkur fulla grein fyrir þvi, hvar skórinn kreppir að. Ætli það megi ekki ráðleggja hverjum einum að byrja heima hjá sjálfum sér, bæta framferði sitt og leggja meiri stund á að innræta ung- mennunum góða siði — ekki bara með orðum, heldur einnig þolan- legu fordæmi. Um landnámshátiðina hygg ég ráð,að unglingarnir hafi þar ein- hverja ábyrgð — þeir fái að vera með i ráðum og verði gerðir sam- ábyrgir. Indriði Indriðason rithöfundur: Landnámshátiðin á Þingvöllum — það er nú það. Manni hlýtur að segja afarilla hugur um hana. Eins og augljóst er, verða engir möguleikar á að hafa þá gæzlu, sem þyrfti, ef vel ætti að farnast, eða koma á annan hátt i veg fyrir það, sem maður er hér um bil handviss um, að hlýtur að teiða til stórkostlegra vandræða. Hitt er annað mál, að maður hefur viljað vænta bess, að augu fólks opnuðust smam saman — þvi yrði ljóst, hvað hér er við að striða, og risi upp gegn þvi. öðru visi ræðst ekki bót á þessu. Þó að bönn og fræðsla eigi vissulega rétt á sér að vissu marki, er slikt ekki einhlitt. Ekkert nema alls- herjarhugarfarsbreyting getur læknað sjúkdóminn. En ég er dauftrúaður á, að hún veröi fyrir árið 1974. Sigurgeir Sigurjónsson ljósmynd- ari: Mér lizt satt að segja ekki Framhald á bls. 8. VALDIMAR JÓHANNSSON — stórfelldasta allsherjaræði.. MARIA PÉTURSDÓTTIR — leita fræðilega að orsökunum. SIGRtÐUR INGIMARSDÓTTIR — ég óttast, að upp gjósi múgæði. INDRIÐI INDRIÐASON — stórkostleg vandræði svo til viss. SIGURGEIR SIGURJÓNSSON — þá hættu þeir aö drekka á göt- ununi... GUÐBERGUR AUÐUNSSON — hún getur gert þetta skammlaust. SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR — ekki uppörvandi að hugsa til 1974.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.