Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.06.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 23. júni 1972. TtMINN 15 Irthur l'onan IIöaIi' Hefnd ungíru Kitty Winterj ruddaháttur og ofbeldi klúrari einstaklinga. Ávarp hans til min var eftirtekt.arvert. „Ég bjóst viö aö sjá yður fyrr eða siðar, hr. Holmes", sagði hann. „De Merville hershöfðingi hefur eflaust leigt yður til að reyna að hindra hjónaband mitt og Violet, dóttur hans. Er ekki svo?" Ég hneigði mig til samþykkis. „Heyrið þér nú, heillakarl. Þetta mun alveg fara með verð- skuldað frægðarorð yðar. Þetta er mál, sem yður verður alveg ómögulegt að vinna. Auk þess að þér vinnið fyrir gýg, þá stofnið þéryðurihættu.Ég leyfi mér þvi að ráða yður til að hætta alveg við það". „Það er skritiö", svaraði ég, ,,að þetta er alveg sama ráðið og ég ætlaði að gefa yður. Ég viður- kenni vitsmuni yöar, barón, og persónuleg framkoma yðar spillir þar engu um. Leyfið mér að tala við yður i einlægni. Engan langar til að róta upp i fortið yðar og spilla þannig högum yðar og áliti. Hið umliðna er liðið, og þér virðist nú vera á grænni grein. En ef þér haldið fast við hjónabands- áform yðar, mun upp risa sægur voldugra óvina, sem lætur yður aldrei i friði og gerir yður lifið óþolandi. Það getur naumast verið þægilegt fyrir yður, ef viss atriði úr fyrra lifi yðar væru rifjuð upp og lögð fyrir stúlku þá, er hér um ræðir." — Baróninn hefur litla, vaxborna rönd af yfir- skeggi á efri vörinni. Þessi litli skeggtoppur titraði nú af niður- bældum hlátri, meðan hann hlýddi á mig, og að lokum hló hann lágt og ánægjulega. „Afsakið að ég hló, hr. Holmes", sagðihann, „en það er i sannleika spauglegt að sjá yður vera að reyha að spila, án þess að hafa nokkurt nýtilegt spil á hend- inni. Fráleitt mundi öðrum takast það betur en yður, en það er skoplegt að sjá þrátt fyrir allt. Ekki eitt einasta tromp, hr. Holmes: allt örgustu hundar". „Eruð þér þeirrar skoðunar?" „Ég veit það með vissu. Leyfið mér að gera yður þetta ljóst. Sjálfur hef ég góð spil á hendi, að ég get vel sýnt yður spilin min. Ég hef verið svo lánsamur að vinna ást og trúnað þessarar hefðar- meyjar þrátt fyrir það, að ég hef sagt henni greinilega frá öllum óhappa-atburðum á liðinni ævi minni. Ég sagði henni lika að viss maður, vondur og slægur, — þar vona ég að þér þekkið sjálfan yður, — mundi segja henni á sinn hátt frá þessum sömu atburðum, HVELL og lagði henni ráð, hverjar við- tökur hann skyldi fá. Þér kannist vist við „svæfandi innblástur", hr. Homes? Nú fáið þér að sjá, hvernig hann reynist. Hver maður, sem hefur mikil persónuleg áhrif getur notað dá- leiðsluáhrif likt og þessi, án alls umstangs eða venjulegs undir- búnings. Þér sjáið þvi aö daman er viðbúin komu yðar, og ég efast ekki um, að þér fáið að tala við hana. Hún er i öllu hlýöin vilja föður sins, að þessu eina smá atriði undanteknu." „Svona er þetta Watson og hér virðist ekkí vera fleira að segja Kg kvaddi þvi með eins isköldum virðuleik og mér var framast ^innt. Rétt þegar ég hafði lagt höndina á hurðarsnerilinn, sagði baróninn: „Meðal annarra orða, hr. Holmes, þekktuð þer Le Brun, franska agentinn?" Ég kvað svo vera. „Vitið þér hvað kom fyrir hann?" „Ég heyrði, að einhverjir þorparar i Montmartre hefðu ráðizt á hann, lamið hann og mis- þyrmt honum svo, að hann beið þess aldrei bætur." „Alveg rétt, hr. Holmes. En svo skrýtilega vildi til, að hann hafði þá skömmu áður verið að snuðra og hnýsast i min mále.. Látið yður ekki henda hið sama, hr. Holmes af þvi mun aðeins íeiða illt: þaðerreynslanokkurra fleiri manna. Að siðustu þetta: Farið yðar leið og látið mig fara minu fram. Verið þér sælir". „Svona er þá málunum hattað eins og stendur, Watson, og hef ég nú sagt frá öllu þvi, er gerzt hefur." „Það virðist svo, sem hér sé við að eiga hættulegan glæframann." „Svo er vist. Ég met venjulega hótanir að engu, en hér er við þann að skipta, sem fyllilega efnir sinar hótanir". „En þarft þú að blanda þér frekar i þetta mál? Skiptir þig það nokkru, hvort hann kvænist stúlkunni eða ekki?" „Að þvi athuguðu, að hann réð bana siðusu konu sinni, þá skiptir þetta allmiklu máli. — Þegar þú hefur lokið við að drekka kaffið, ættir þú að koma heim með mér, þvi að hinn ágæti maður Shinwell mun biða okkar þar með skýrslu sina." Hann beið okkar lika heima, stór maður, rauðleitur i andliti, með snert af skyrbjúgi: eri augun voru svört og greindarleg og báru vott um hyggindi og kænsku. Hann var nýlega kominn þaðan, er hann nefndi starfssvið sitt, og hafði þaðan með sér unga stúiku. Hún var föl og tekin, og sorgar- og vonleysissvipurinn bar vott hræðilega ævi, sem hafði sett merki sorgar og syndar á barnungt svipmót hennar. „Þetta er ungfrú Kitty Winter", sagði Shinwell Johnson og veifaði hendinni svo sem hann vildi kynna alla viðstadda hverja öðrum. „Hvað hún veit, — ja, látum hana sjálfa tala fyrir sig. íog náði i hana, hr. Holmes, strax og ég fékk boðin frá yður". „Það er auðvelt að finna mig," sagði unga stúlkan. „Verstu undirheimar Lundúna eru heim- kynni min. Sama er að segja um Shinwell, við erum gamlir félagar þaðan. En til eru aðrir, sem með réttu ættu að sökkva ennþá dýpra, ef nokkurt réttlæti væri til i heiminum. Slikur maður er sá, sem þér eigið nú i höggi við, herra Holmes" Holmes brosti. „Ég sé, að þér munuð vera á minu bandi ,ungfrú Winter." „Ef ég gæti hjálpað yður til að koma honum þangað, sem hann með réttur á að vera, þá er ég raðin i þvi af lieilum hug", sagði gestur okkar i miklum hita og all- æst. Það var svo mikið af logandi hatri og harðneskju i svip hennar og augnaráði, að slikl sést sjaldan hjá nokkurri konu, og aldrei hjá nokkrum karlmanni. „Þér þurfið ekki að heyra hvað ég hef mátt þola og liða herra Holmes.Það skiptir ekki mali. Adelbert Gruner hefur gert mig að þvi sem ég nú er. Ef ég aðeins gæti hefnt min á honum!" — Hún krafsaði æðislega út i loftið með höndunum. „Ó, ef ég aðeins gæti steypt honum i það viti, sem hann hefur búið svo mörgum öðrum". „Þér vitið þá hvernig ástatt er?" „Shinwell hefur sagt mér það. Gruner er að elta eitthvert stelpu- flón, og i þetta skipti vill hann giftast henni. Þér viljið hindra það. Nú vitið þér sjálfsagt nóg um þennan manndjöful til þess að hindra hverja stúlku með fullu •viti frá að koma nálægt honum." „Hún er varla með sjálfri sér, hún er svo innilega ástfangin. Henni hefur verið sagt allt um hann, en hún skeytir þvi alls engu" „Hefur henni verið sagt um morðin?" „Já, svo sannarlega". „Hamingjan góða! Hún hlýtur að hafa sterkar taugar" „Hún álítur það allt slúður- sögur" „Getiö þér ekki lagt fram sannanir?" „Kannski þér getið látið okkur einhverjar sannanir i té?" „Er ég kannski ekki sjálf ein bezta sönnunin? Ef ég stæði frammi fyrir henni og segði, hvernig hann hefur farið með mig--" „Væruð þér fús til að gera það?" „Hvort ég væri! Ætli það ekki?" „Gott og vel, þetta væri reynandi. En hann hefur sagt henni frá flestum ávirðingum sinum og fengið hjá henni fyrir- gefningu á þeim. Ég býst varla við að hún hlýði á fleiri ákærur". ,,Ég fullyrði, aðhann hefur ekki sagt frá öllu," sagði ungfrú Winter. „Ég hef rökstuddan grun um eitt eða tvö morð auk þessa, 1136 Lárétt 1) Kærleika.- 6) Óm.- 8) Bera.- 9) Skyggni.- 10) 54.- 11) Verkfæri.- 12) Tóm.- 13) Reiðihljóö.- 15) Fljótir.- Lóðrétt 2) Sylla.- 3) Grasstallur.- 4) Blær.- 5) Krakka.- 7) Stig.- 14) Tré.- Ráðning á gátu Nr. 1135 Lárétt 1) Ilmur.- 6) Ull.- 8) Nón.- 9) Lár.- 10) Kái.- 11) Rói.- 12) Nit.- 13) NNN.- 15) Snúin- Lóörétt 2) Lunkinn.- 3) ML.- 4) Ullinni.- 5) Snæri.- 7) Gráta.- 14) Nú.- G E I R I e-2(> ^f^ ILÆ ( Hættið! '$by[Q**03Lfa jBpQj M'-^&m W^jY 11 jfttM ^PfVfl 3 &3 Hvellur er fastur undir konungiJJ — risarnir vilja hefnd. Ég var Y- Vill brúður hins enginn gera kröfu til min Hinnnýi Y Égerrétti ]Sanna^,_j) .., konungur á að«ftirmaðurinn!/ þaði/T^L V drepa þrælinn!/í<jj------y*v>-' JL^J(~^ iRPy& APí»ft!líaraíPl~l i @B\..... mm Síðan berjast við stóra villta bola. Það lifðu fáir af, en samt var ^verra ef FÖSTUDAGUR 23. júni 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið 14.30 Siðdegissagan: „Eyrar- vatns-Anna,, eftir Sigurð Helgason Ingólfur Krist- jánsson byrjar lesturinn. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: Sönglög 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar 17.30 Or ferðabók Þorvalds Thoroddsens Kristján Arna- son les (11) 18.00 fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskra kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill 19.45 Við bókaskápinn 20.00 Einsöngur: Guðmundur Guðjónsson syngur 20.20 Mál tilmeðferðar Arni Gunnarsson fréttamaöur sér um þáttinn. 20.50 Samleikur á fiðlu og - pianó. 21.25 Ctvarpssagan: „Nótt i Blæng" eftir Jóu Dan 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Gömul saga" eftir Kristinu Sigfúsdóttur Ólöf Jónsdóttir les (22). 22.35 Dansiög I 300 ár - fjórði þáttur. 23.05 A tólfta timanum 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Tónleikar unga fólksins. „Svo mælti Zaraþústra". Filharmóniuhljómsveit New Yorkborgar flytur tónaljóö eftir Richard Strauss samið með hliðsjón af ritverki eftir heimspekinginn Friedrich Nietzche. Stjórnandi er Leonard Bernstein og kynnir hann jafnframt höf- unda og segir frá tildrögum tónverksins. Þýöandi Óskar Ingimarsson. 21.25 Ironside. Lögreglu- morðinginn. Þýðandi Dora Hafsteinsdóttir. 22.15 Erlend málefni. Umsjónarmaður Jón H. Magnússon. 22.45 Dagskrárlok. FASTEIGNAVAL SkólavðrSustlg 3A. II. hœV. Símar 22911 — 19258. H FASTEIGNAKAUPENDUR Vantl yður fastelgn, þá hafið! samband við skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stœrðum : og ger'ðum fullbúnar og í; ismfðum. — '• FASTEIGNASEL JENDUR ; Vinsamlegast látið skrá fast-; ' eignir yðár hjá okkur. Áherzla lögð á góða og ör- j ugga þjónu'stu. Leitið uppl. j um ver3 og skilmála. Maka-i skiptasamn. oft mögulegir. ; Önnumst hvers konar sama-, , ingagerð fyrir y8ur. .... ...J Jón Arason, hdl. Málflutolngur . fasteignasabu Auglýaið i Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.