Tíminn - 24.06.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.06.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 24. júni 1972 Ný tegund rafreikna fró Burroughs: Hægt að framkvæma mörg verk í vélinni á sama tíma Verölaunahafarnir meö myndir sinar i baksýn. Valgarður, Ragnheiöur, Sara, Hildur Jóna og Jóhanna. A myndina vantar önnu Haröardóttur. Þau sigruðu í teiknisamkeppni I tilefni af fórnarviku kirkjunn- ar 19-26. marz sl. efndi æskulýðs- starf kirkjunnar til teiknisam- keppni fjölskyldunnar um efnið „Bróðir minn og ég”. Ætlazt var til, að fjölskyldan i sameiningu, foreldrar og börn, hugleiddu efnið um nauðstadda bróðurinn úti i heimi, hver væri skylda þeirra aö hjálpa þessum fjarlæga bróður, hvernig það væri unnt, og festa niðurstöður hugleiðinga sinna á blað i myndaformi. Margar hugkvæmar og skemmtilegar myndir bárust á skrifstofu æskulýösfulltrúa, Dómnefnd hefur nýlega lokið störfum, en hana skipuðu: Séra Bernharður Guðmundsson, æsku- lýðsfulltrúi, Kristrún Jónsdóttir, forstöðukona og Þórir Sigurðs- son, teiknikennari. Verðlaun voru veitt fyrir þrjár myndir og viöurkenningar fyrir þrjár. Verðlaun hlutu: Sara Jónsdóttir, 8 ára, Ljós- heimum 10, Reykjavfk, Ragn- heiður Sigurðardóttir, 9 ára, Staðarholti 14, Reykjavik og Jóhanna S. Sigurðardóttir, 13 ára, Vesturvallagötu 1, Reykjavík. Viðurkenningu hlutu: Valgarður Júliusson, 7 ára, Jörfabakka 20, Reykjavik, Anna Maria Harðardóttir, 8 ára, Fells- múla 17, Reykjavik og Hildur Jóna Gunnarsdóttir, 10 ára, Stigahlið 32, Reykjavik. Teiknisamkeppni þessi leiddi glöggt i ljós meðvitund fólks fyrir neyðinni i heiminum og furðu djúpan skilning barnanna á þvi, hvernig við á að bregðast. (Or fréttatilkynningu frá æsku- lýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar). KB-Iteykjavik II. Benediktsson h/f, umboös- fyrirtæki á islandi fyrir Burroughs Corporation i Detroit, kynnti á miðvikudaginn nýja tegund rafreikna, sem verða til sölu og leigu hérlendis. Þessir rafreiknar, B 1700, eru þaö nýjasta frá Burroughs, og voru þeir kynntir erlendis fyrir aðeins tveimur vikum. B 1700 hefur til að bera margar nýjungar, sem ekki er að finna i þeim rafreiknum, sem notaðir eru nú, t.d. er áætlað, að forrit gert fyrir B 1700 þarfnist 25-30% minna minnisrýmis en sama for- rit unnið á hliðstæðan rafreikni. Þá er sérstakt forrit, sem kallað er þýðari, notað með öðrum for- ritum i rafreikninum. Það þýðir, að hægt er að nota hvaða for- ritunarmál sem er, og for- skriftarmenn þjálfaðir á aðra rafreikna geta skrifað forrit fyrir B 1700 án frekari þjálfunar. Jafnframt þvi að nota hefð- bundin 80 dálka spjöld, getur B 1700 einnig notað nýju 96 dálka spjöldin. Hægt er að tengja segul- bönd og seguldiska við B 1700 til geymslu á upplýsingum. Þá getur vélin einnig lesið ávisanir með segulskrift. Tveir veigamestu kostir B 1700 eru sagöir vera deilivinnsla og fjarvinnsla. Mun rafreikn- irinn vera sérstak lega hannaður með þessi atriði i huga. Deilivinnsla kallast það, þegar hægt er að framkvæma mörg verkefni i vélinni á sama tima. Slikt mun ekki hafa verið notað hérlendis áður. Kosturinn við slikt kerfi er sá, að a' meðan forrit biður eftir umlestri á upp- lýsingum til að framkvæma út- reikninga, getur annaö forrit nýtt reiknigetu vélarinnar. Fjarvinnslumöguleikarnir gera fært að tengja rafreikninn með simalinu til endastöðva, sem gætu verið staðsettar hvar sem er. T.d. gæti banki, sem hefði B 1700 i aðalstöðvum sinum i Reykjavik haft endastöðvar i úti- búum úti á landi. Þetta gerir aðalbankanum og útibúum fært að skiptast á upplýsingum á nokkrum sekúndum, i stað þess að senda þær bréflega. Kaupverð á B 1700 er frá 8 milljónum króna, en leiguverð minnstu gerðar þessara véla er 145 þúsund krónur á mánuði. Vandamál skólanna Skólastjórar við barna- og gagnfræðaskóla borgarinnar kölluðu blaðamenn á sinn fund þann 22. þessa ipánaðar. Þar kom framf að skólarnir eru tvi og þrisettir að töluverðu marki. Skortur er á starfsliði,ekki hvað sizt viðvikjandi sálfræðiþjónustu, og húsnæði til handavinnukennslu og iþróttaiðkana vantar við suma skólana. Vegna húsnæðisskorts hefur reynzt ógerlegt að koma á samfelldri stundaskrá viða, sem hefur leitt af sér sár vandræði á ýmsum heimilum. 1 þessum málum rekur hvað sig á annars horn, en ljóst er, að húsnæðis- skorturinn er höfuðmeinsemdin og að stórátaka er þörf i byggingamálum skólanna. Ástæða er til að benda á, að enda þótt nú sé alsiða að taka inn sex ára börn er aðeins einn skóli á höfuðborgarsvæðinu, Fellaskóli i Breiðholti, miðaður við þau. kaupféug Skagfirðinga SAUÐÁRKRÓKI VARMAHLÍÐ - H0FSÓSI Veitir yður beztu og öruggustu þjónustu í öllum viðskiptum Það er hagur að beina öllum viðskiptum yðar til kaupfélagsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.