Tíminn - 24.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.06.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. júni 1972 7 iwm Útgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Heigason, Tómas Karlsson Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans) Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasonu Ritstjórnarskrif stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306 Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiOslusfmi 12323 — auglýs ingasimi 19523. AOrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjali 225 krónur á mánuOi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takiö. BlaOaprent h.f. Mbl. orðið hrætt við skattahækkanir Geirs Það er bersýnilegt, að Morgunblaðið er orðið hrætt við pólitiskar afleiðingar af þvi verki Geirs Hallgrimssonar og borgarstjórnarmeiri- hlutans að leggja 50% álag á fasteignaskattinn og 10% álag á útsvörin. Mbl. er þvi farið að breiða út hinar furðulegustu fjarstæður um þessi mál til að draga athyglina frá hinum óaf- sakanlega verknaði Geirs. Nýjasta fjarstæða Mbl. er sú, að fulltrúar minnihlutans i borgarstjórn Reykjavikur hafi ekki lýst sig andviga álagningu aukaálags á fasteignagjöld ibúðarhúsnæðis, eins og haldið hefur verið fram hér i blaðinu. Þessu er auð- veldast að svara með þvi að vitna til bókunar, sem allir fulltrúar minnihlutaflokkanna undir- rituðu við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavikurborgar fyrir 1972. Þar segir svo: ,,Við hefðum talið æskilegt og eðlilegt, að reynt hefði verið við gerð þessarar fjárhagsáætl- unar að halda útgjöldum svo i skefjum, að komast mætti hjá að leggja aukaálag á ibúð- arhúsnæði og ibúðahúsalóðir. Til þess hefur þvi miður engin tilraun verið gerð, eins og að framan greinir. Þrátt fyrir það, þótt i engu hefði verið sparað á rekstrarliðunum, hefði mátt auka framkvæmdaféð um nær- fellt 50%, þótt álögum á ibúðarhúsnæðið og ibúðahúsalóðirnar hefði verið sleppt. Ein- hverntima hefði 50% aukning á fram- kvæmdafé milli ára verið talið þó nokkuð mikið.” Hér kemur það alveg ótvirætt fram, hver var afstaða minnihlutaflokkanna i borgarstjórn- inni i þessum efnum. Ljóst er af þeim, að hefðu þessir flokkar haft meirihluta i borgarstjórn- inni, hefði 50% álagið ekki verið lagt á ibúðar- húsnæði og ibúðarlóðir, enda hefði samt verið hægt að hækka framkvæmdaféð um50%. Þá sagði ennfremur i bókun minnihlutaflokkanna á þessa leið: ,,1 sambandi við fasteignagjöldin leggjum við mikla áherzlu á það, að þau verði ekki lögð á ibúðir tekjulitils aldraðs fólks, sem það býr sjálft i”. Þessa ákveðnu afstöðu minnihlutaflokkanna, þorði Geir ekki annað en að taka til greina og var þvi tekið tillit til þess við afgreiðslu fjár- hagsáætlunarinnar, að slikar eftirgjafir yrðu veittar. Eins og hér hefur verið rakið, er það alger- lega rangt hjá Mbl., að minnihlutaflokkarnir hafi ekki lagt á móti þvi,að 50% aukaálagið yrði lagt á ibúðarhúsnæði og ibúðarhúsalóðir. Þeir lögðu ekki aðeins á móti þvi, heldur bentu á, að auka mætti framkvæmdaféð um 50%, þótt þetta álag væri ekki notað. En Geir Hallgrims- son hafði það að engu i trausti þess, að hann gæti kennt rikisstjórninni um þessa hækkun. Það hefur Geir ekki tekizt og þvi er Mbl. orðið svo hrætt, að það fer með alger ósannindi um afstöðu minnihlutaflokkanna. Þ.Þ. Grein úr Newsweek: Hafa 250 þúsundir manna verið drepnir í Burundi? Margt bendir til, að ógnaröldin þar haldi áfram Micombero forseti Síðan í byrjun maí- mánaðar hafa borizt fréttir um miklar þjóð- flokkadeilur í Afríkurík- inu Burundi. Aðdragandi þeirra var rakinn hér í blaðinu 25. mai síðastlið- inn, en síðan hafa borizt af þeim nánari fréttir. Af þeim er Ijóst, að hér hefur verið um miklu meiri átök og óhugnan- legri að ræða en álitið var í fyrstu, og bendir margt til þess, að Watutsí — eða Tutsí- þjóðflokkurinn, sem tel- ur um 15-18% lands- manna, ætli að brjóta Bahutu- eða Hutu- þjóð- flokkinn alveg á bak aft- ur. Nánara er sagt frá þessum atburðum í eftir- farandi grein, sem birt- ist í Newsweek 19. þ.m.: HINN hávaxni, virðulegi og herskái Watutsi- þjóðflokkur frá Abessiniu lagði land undir fót fyrir fimm hundruð árum og lagði undir sig frjósamar hliðar i Mið-Afriku, þar sem nú heitir lýðveldið Burundi. Bahutuþjóðflokkurinn, sem þar var fyrir, varð að lúta i iægra haldi og gremjan hefir kraumað i Bahutumönnum siðan. Hlutskipti Bahutumanna hefir skánað með timanum, en alls ekki nægilega til þess að má ut minninguna um margra mannsaldra undirokun Watutsimanna, sem hrifsuðu til sin land þeirra og halda mörgum þeirra enn i raun- verulegri ánauð. Gremjan hefir kraumað undir niðri i Burundi og nú hefir soðið upp úr. Látlausar aftökur hafa nú staðið yfir i nærri sjö vikur i þessu litla landi og útkoman getur orðið mesta blóðbað og mannúðarleysi, sem um getur i sögu mannkynsins. 1 STUTTU máli sagt snérust Bahutumenn loks gegn drottn- urum sinum Watutsimönnum, sem nú hefna sin grimmilega. Ef til vill hafa 250 þúsundir manna verið liflátnar og blóð- baðið heldur áfram. Blóði stokknir flóttamenn hafa sloppið yfir landamærin i Tanzaniu og sagt frá hroða- legum hryðjuverkum : Foreldrar hafa verið neyddir til að horfa á börn sin limlest, karlmenn hafa verið dregnir frá konu og börnum og kross- festir, ungum stúlkum nauðg- að i hópum, barnshafandi kon- ur ristar á kviðinn og ráðist á stritandi bændur á ökrunum og þeir brytjaðir niður með blaðlöngum hnifum. EKKI hafa fengizt greini- legar upplýsingar um ástand- ið, enda eru aðeins örfáir er- lendir blaðamenn i landinu. Af viðurkenningum rikisstjórn- arinnar og opinberum skýrsl- um má þó ráða, að blóðbaðið hafi byrjað siðast i april, þeg- ar Ntare V fyrrverandi kon- ungur i Burundi var myrtur með dularfullum hætti, tutt- ugu og fimm ára að aldri, en harðstjórinn Michel Micom- bero forseti hafði látið hneppa hann i stofufangelsi. Þegar lát Ntare fréttist kom þegar til bardaga, sem breiddust út. Bahutumenn gripu tækifærið til uppreisn- ar — ef til vill með aðstoð er- lendis frá og ef til vill hefir uppreisnin verið ákveðin og undirbúin áður. Þegar sól gekk til viðar 29. april hófust 8000 vel vopnaðra Bahutumánna handa til og frá um landið. Þeir beittu vél- byssum, heimagerðum hand- sprengjum, boga og örvum og flugbeittum sveðjum, sem dyfið hafði verið i banvænt eitur, og drápu sérhvern Watutsimann, sem á vegi þeirra varð. MANNDRAPUNUM var haldið áfram i heila viku. Rikisstjórnin, — sem Watutsi- menn eru allsráðandi i —, reyndi að fullvissa umheiminn um, að þarna væri ekki um þjóöflokka-baráttu að ræða, heldur væru að verki erlendir samsærismenn, sem hefðu þjálfað uppreisnarforingja er- lendis um tveggja ára skeið. Sagt var, að nokkrir hand- teknu Bahutumannanna hefðu játað, að Kinverjar hefðu þjálfað þá i skæruhernaði i Tanzaniu. Þetta þóttu ugg- vænleg tiðindi, þar sem Kin- verjar hafa litið á Burundi sem eðlilega stiklu á leiðinni til Kongó. (Mao sagði ein- hvern tima: „Við getum náð allri Afriku á okkar vald, ef við náum Kongó”.) Útvarp stjórnarinnar i Bur- undi sagði frá þvi, að upp- reisnarmenn geystust áfram með rautt höfuðskraut eins og Indiánarog fylgismenn Pierre Mulele, hins látna Kommún- istaleiðtoga, kæmu i hópum frá Zaire, sem áður nefndist Belgiska-Kongó, og gengu i lið með þeim. ,,Allir þessir óald- arflokkar ryðjast áfram og brytja menn niður með sama hætti,” stóð i skýrslu rikis- stjórnarinnar. ,,Þeir neyta eiturlyfja, sem gerir þá rauð- eygða og óumræðilega æsta, og meðan þeir eru undir áhrif- um eru þeir sannfærðir um, að byssukúlur geti ekki unnið á þeim”. MANNDRAP Bahutumanna voru ægileg, en hefnd Watutsi- manna er þó stórum mun grimmilegri. 1 vikunni sem leið sagði trúboði einn: ,,Það, sem borið hefir fyrir augu undangenginn mánuð, er ekk- ert annað en tvöfalt þjóðar- morö. Fyrst voru Bahutu- menn aö verki, en nú eru Watutsimenn teknir við.” Samkvæmt upplýsingum opinberra erindreka virðast Watutsimenn staðráðnir i að ganga milli bols og höfuðs á hverjum einasta menntuðum Bahutumanni og láta engan undan komast, sem lokið hefir miðskóianámi. 1 vikunni sem leið bárust fréttir, sem þóttu staðfesta þetta. Þá var sagt, að nálega annar hver mennta- skólanemi af Bahutuættbálk- inum væri horfinn. HVERT svo sem markmið Watiitsimanna kann að vera þá herma fregnir frá Burundi, að i ibúðarhverfum höfuð- borgarinnar Bujumbura hafi „tugir Bahutumanna verið drepnir á almannafæri um há- bjartan dag, ýmist skotnir eða reknir i gegn með byssustingj- um. Sex eða sjö vörubilar hlaðnir likum aka norður úr útborginni Kanyosha á hverju kvöldi. Hlassið er losað i gryfjur sem grafnar eru við veginn utan við borgina.” Sjónarvottur einn sagði frá fjöldagröf, sem 10 þúsund lik- um Bahutumanna var dyngt í. Brezkur blaðamaður skrifaði heim, að hann hefði rekizt á tylftir uppblásinna lika Bahutumanna til og frá með- framTanganyika-vatni.útlim- ir þeirra hefðu annað hvort verið höggnir af með sveðjum eða krókódilarnir bitið þá af. Fyrir rúmri viku fullyrti rikisstjórnin i Burundi að frið- ur væri kominn á. Frétta- skeyti benda þó til, að Watutsimenn haldi enn áfram að leita uppi alla læsa og skrif- andi Bahutumenn, nemi þá á brott frá þorpunum á nætur- þeli og taki þá af lifi. I skýrslu rikisstjórnarinnar i Burundi stendur: „Uppreisnarmenn hafa hlotið réttláta refsingu fyrir glæpi þá, sem þeir hafa drýgt gegn þjóð vorri.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.