Tíminn - 24.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.06.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 24. júni 1972 TÍMINN 9 heimilinu þyngra en æskilegt er. Þaö er ekki óliklegt, að hér megi finna eina orsök þess, hve krakk- ar una sér illa heima og eru oft að þvælast úti, stundum langt fram eftirkvöldi, enda þótt vinnudagur sé að morgni. Af þessu leiðir, aö þau verða mun fyrr á ferð, sem þátttakend- ur i lifsstraumi umhverfisins og undir áhrifum þess. og þá er það spurningin, hvort þau eru orðin nógu sterkbyggð, bæði likamlega og andlega til þess að mæta þeim viðhonfum og takast á viö þau. — Hvernig finnst þér afstaða þjóðfélagsins til skólans? F’innst þér,aö þjóðfélagiö hafi uppfyllt eðlilegar kröfur skóianna i sam- ræmi við þær kröfur, sem borgar- arnir almennt gera til lifsins. Nei, það finnst mér ekki, og i þvi sambandi nægir að benda á skólahúsnæðiö, eða öllu heldur húsnæöi, sem ekki er til en þyrfti aö vera til. Af þessu leiðir svo það, að nýjum kennsluháttum, þótt til bóta séu, verður ekki við komið. Það er kannski rétt að vikja dá- litíð að þeirri gagnrýni, sem a sið- astá hausti kom fram á stunda- skrá skólanna. En þessi sundur- siitni og óþægilegi starfstimi nemenda er afleiðing þess, hve mörgu fólki er skipað á bekk i stofnunum, sem ráða yfir alltof litlum húsakosti til þess að vinnu- tilhögun geti orðið sómasamleg. Steinar Þorfinnsson vfirkenn- ari. Það er senn aldarfjórðungur siðan Steinar Þorfinnsson hóf starf sitt við Melaskólann, og Steingerður þegar frú Helga Þorgilsdóttir lét af störfum varð hann yfirkennari. — Hér starfar einungis barna- skóli og við verðum þvi minna varir við þær breytingar, sem orðnar eru á hátterni skólafólks frá þvi aö ég hóf minn starfsferil. Ég skynja enga stökkbreytingu á þessu hér innan skólans, öllu fremur sér maður þess merki ut- an skólaveggjanna^, aö börnin ganga yngri en áður á vit þeirra áhrifa, sem umhverfið býður upp á. Ég treysti mér ekki til að finna mikinn mun á framkomu barna lér i skólanum miðað við fyrri •eynslu mina, en hvað nám snert- r virðist mér að komið hafi nýr iðili, sem tvimælalaust hefur þar íaft neikvæð áhrif, en það er jjónvarpið. Þegar börn koma iyfjuð i skólann að morgni dags, /egna þess að þau urðu að horfa á ijónvarpsmyndina til enda kvöld- ð áður. hefur þaö auðvitað nei- tvæð áhrif á nám og starf i skól- mum þann dag. Við þetta bætist svo, hve rúman járhag flestir unglingar hafa. Þótt þess gæti ekki hér innan skólans meðal barnanna, sér maður þess augljós merki á um- gengnisháttum unglinga á ýms- um sviðum samfélagsins. Og það alvarlega við þennan rúma fjár- hag er, að flestir unglingar eru að mestu einráðir um, hvernig þeir fara með sjálfaflafé, enda heimilt lögum samkvæmt. Um þetta vitnar ef til vill bezt hin aukna áfengisneyzla i yngri aldursflokkum en áður var. Unglingarnir kaupa fyrir sitt fé. Ég tel þvi, að þessi auknu fjárráð hafi mjög slæm áhrif á hegðun og uppeldi barna. Og þess ber að gæta, að það eru ekki ætið for- eldrarnir, sem láta börnin hafa þessi fjárráð. — Heldur eru það krakkarnir sjálfir, sem vinná fyr- ir fénu. Ég þekki t.d. einn nemanda, sem á siðastliðnu sumri vann fyr- ir um sjötiu þúsund krónum. Strax þegar þessi nemandi varð þess visari i gegnum félagsfræði- kennslu i skólanum að hann, sextán ára, væri sjálfráður, fór hann að beita þvi við foreldra sina. ,,Ég ræð þessu. — Ég á þessa peninga og mér er heimilt að nota þá að eigin vild”. — Þaö er að visu rétt, að for- eldrar hafa rétt til að krefjast greiðslu fyrir fæði og húsnæði af sjálfráðum nemanda, sem vill hafa umráð yfir eigin aflafé. En ef i odda skerst um þetta atriði og sýna á unglingunum i tvo heim- ana með þessum röksemdum, er komið upp annað vandamál á heimilinu, og ég hygg að flestir foreldrar kjósi fremur þá frið- samlegu lausn, að láta unglinginn fara sinu fram, þótt ill sé. Mér viröist augljóst, að hér hefur mik- inn vanda að höndum borið, sem foreldrar einir eru ekki færir um að ráða fram úr. Þar verða fleiri aðilar til að koma. Skólinn getur i raun og veru ekki annaö gert en benda á skaðsemi þessa hátta- lags, en það er ekkert um fram það^sem velþenkjandi foreldrar gera, en það bara dugir ekki. Og þá er spurningin: ,,Er það æskilegt, að unglingar á þessum aldri — 16 ára — hafi leyfi, lögum samkvæmt, til að gera það, sem þeim gott þykir fyrir sitt sjálfs- afla fé? Þvi unglingurinn hefur þetta tromp á hendinni gagnvart sinum foreldrum. ,,Ég ræö þessu” — og getur bent á laga- stafinn. ,,Ég á þessa peninga, þið hafið ekkert um þetta að segja". Ég þekki dæmi um unglinga, sem hafa breytzt á furðulega skömmum tima — viðhorf þeirra og öll afstaða til samfélagsins miðað við það,sem áður var. En þess ber að gæta, að þegar talað er um unglinga-vandamál, þá ber mest á þvi neikvæða. Á skemmt- unum eða opinberum samkomum þar sem ólæti eiga sér stað, ber mest á þvi fólki, sem er eitthvað frábrugðið þvi venjulega. Það er hvati atburðanna, og það setur svartan blett á allan hópinn. Um þetta er svo skrifað og skrafað. Að sjálfsögðu ætti fyrst og fremst i fréttaflutningi fjölmiðla, að koma á framfæri þvi, sem bet- ur fer i framkomu og hegðun unglinganna. Það hefur sýnt sig að verða sizt til varnaðar, þótt upp séu blásnar óknytta sögur. Hér i skólanum gengur allt vel. í hverfinu hafa búið sömu fjöl- skyldur allan starfstima skólans og fremur litlar tilfærslur átt sér stað. Þetta orsakar meiri festu i alla umgengnishætti og grónari venjur. Sigriður Kiriksdóttir hefur ver- ið kennari i 44 ár. Hún hefur þvi oftar en einu sinni staðið and- spænis kynslóðaskiptum i is- lenzku þjóðlifi. Við Melaskólann M}, Sólveig hefur Sigriður kennt i 26 ár. Hún hefur tekið starf sitt alvarlega, og unnið með það stefnumárk l'yrir augum, að hver nemandi, sem nyti leiðsagnar hennar skyldi vera nokkru bættari. Já, m,ér finnst ég oft hafa átt erindi sem erfiði, og ég minnist margra sólskinstunda með þessu unga fólki. Ekki neita ég þvi, að talsverð breyting er orðin á hátt- erni barnanna frá þvi ég fyrst fór að hafa afskipti af skólamálum, einkum nú þessi siðustu ár. Eðlis- eigindirnar, hinar meðfæddu — eru þó sjálfsagt svipaðar og var, en mótandi áhrif umhverfisins eru iill önnur og að minni hyggju stefna þau ekki öll til bóta. Það er raunalegt, þegar gott og vel gefið barn verður veraldarvillu að bráð fyrir áhrif þeirra, sem eldri eru, og áttu að vera vinir þess og verndarar. Þessi tiu ára bekkur minn er skipaður góðu fólki. Flest gerir það vel, en þó held ég að sumir gætu betur. Fyrir jólin i vetur höfðu börnin dregið saman dálitið af aurum og ætluðu að nota þá til þess að kaupa jólagjafir. Af þvi varð þó ekki. Fjárhæðina sendu þau ekkj- unni i Hrisey, hún hafði misst manninn sinn og stóð uppi févana með hóp ungra barna. — Það kemur oft i Ijós, þegar á reynir, að börn hafa hjartað á réttum stað Hún Steingerður litla Sigur- björnsdótlir hefur þegar ákveðiö lifsstefnu sina, eða það finnst henni að minnsta kosti núna. Hún ætlar að verða skurðlæknir. Jú, hún veit að námið er erfitt, en það skiptir hana engu. óli Valur Guðmundsson, nei, hann ætlar ekki að verða læknir. Hann ætlar að verða kokkur — Óli kokkur —. Já, það er ágætt. Það þarf lika að hugsa um munn og maga. Stefán Jóhannsson. Hann veit hvað hann vill. Stórkaupmaður er takmarkið og þá að selja alvöru- bila. Hún ólöf Sigurðardóttir litur á lifið frá öðrum sjónarhóli en félagar hennar. Húnn vill verða listakona. Guðriður Þórhallsdóttir, kenn- ari er ekki margmál um starf sitt. Ilún hefur ekki tamið sér þau vinnubrögð að fjasa um smá- muni, fremur að gleðjast yfir þvi, ef henni sýnist stefna i rétta átt. Piltarnir i bekknum hans Stein- ars eru nú fremur ófúsir að láta uppi sin framtiðaráform, en stúlkurnar virðast mun ákveðn- ari, t.d. ætlar Anna I)agný að verða læknir, Sólveig PálsdóUir fóstra og Hjiirdis Maria rithöf- undur og hjúkrunarkona. Kannveig Löve kennir þvi nær eingöngu seinfærum börnum, aöeins dönsku sem hvildarfag. — Ég hef sérmenntað mig á þessu sviði og tekið próf i lestrar- fræði. Fyrst var ég á sex vikna námskciði i Stockholms lærehög- skole, en fór svo til ársdvalar við Statens spesiale Lameskole i Osló. Namið þar hefur komið mér að ómetanlegu gagni. Ég lærði að greina leslrarörðugleika að svo miklu leyli, sem það er hægt, og ég hef þvi von um betri árangur i starfi minu. Ake W. Edfeldt segir: „Þetta fólk,sem þannig er á vegi statt, þarf á hjálp, siendurtekinni hjálp, aðhalda. En endurtekningin þarf að vera i nýju lormi, svo að nemandinn verði naumast var við endurtekninguna. Kennarinn ver- ur þvi að hafa skapandi hæfi- leika”. Viðhorf lil barna, sem eru seinfær og þurfa hjálparkennslu hcfur nú á siðustu árum breytzt mjög i rétta átt. Aður brugðust foreldrar við af tortryggni en nú finnur maður hjá þeim ána*gju og þakklæli. Skólayfirvöld hafa sýnt þessum málum áhuga og tekið til þeirra jákvæða afsliiðu. Ýmsir starfandi kennarar fylgjast vel með öllum nýjungum, sem fram koma á sviði kennslumála, engu siður þeim, sem miða i þá átt að hjálpa seinþroska barni til sjálfs- bjargar. Hörn, sem ekki eiga heimili, eða fara af einhverjum ástæðum á mis við eðlilega og nauðsynlega aðhlynningu^leita meira en önnur eftir hlýju i viðmóti kennarans. Ég finn litinn mun á hátterni barna á aldrinum sjö til niu ára frá þvi sem áður var. Kannski eru þau þó ögn háværari. öll aukahjálp i lestri er veitt með það fyrir augum að börnin, sem hennar njóta, dragist ekki aftur úr, en verði þar sem þeim berað vera, miðað við námshæfni á öðrum sviðum. Þ.M.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.