Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 25. júni 1972 „Engin orð fá henni lýst" — grein 'um Dame Margot Fonteyn, frægustu ballettdansmær í heimi, sem kemur til íslands á morgun Skammt er nú stórra högga á milli i islenzku listalifi. Fyrir rúmri viku lauk hér i Reykjavík Listahátið 1972, sem heiðruð var af nokkrum mestu tónlistarmönnum og listamönnum í heimi, og á morgun kemur hingað til lands hin heimsfræga balletdansmær, Dame Margot Fonteyn, sem af mörgum er talin hin fremsta i heimi. Verða tvær sýningar með henni og meðdönsurum hennar, eins og Timinn hefur áður skýrt frá, báðar i Þjóðleik- húsinu, á þriðjudags- og miðvikudagskvöld. 1 mörg ár var Dame Margot Fonteyn prima hallcrina viö Konunglega ballettinn i London, en siöan 1959 hefur hún veriö gestdansari. Það starf var sér- staklega búiö til handa henni og þýðir, að hún verður áfram meðlimur ballettsins en getur bundið sig annars staðar, ef henni býður svo við að horfa. kústinn. Sumir eru aftur á móti sannfærðir um, að bezt sé hún i hreinum og beinum dansi, eins og i „Sinfóniskum tilbrigðum” eftir Ashton. Þá hlaut hún einnig mikla viöurkenningu fyrir Eldfuglinn i meistaraverki Fokines, þar sem Karsavina, höfundur hlutverksins, þjálfaði hana. sem Cranko haföi samið fyrir hana í Stuttgart, siðan til Astraliu til að dansa með Nureyev i Þjóðarballettinum ástralska, aftur til Bandaríkjanna og loks enn til Astraliu, þar sem Svana- vatniðvar sýnt um tima. Nefndur ballett eftir Cranko var Itoeme de l’Extase, en hann samdi Cranko fyrir flokk sinn i Stuttgart og byggði á stefi úr sögu eftir Colette. Vakti baliettinn geysilega hrifningu með Fonteyn i aöalhlutverki. Margot Fonteyn hefur hlotiö margskonar viðurkenningar, til dæmis „Order of the British Empire”, (OBE), sem siðar var breytt i „Dame of the British Empire”, en sá titill er sam- svarandi karltitlinum Sir. Margar heiöursgráður hefur hún og hlotið og dansverðlaun viða um heim. Arið 1954 varð hún forseti Konunglegu dansaka- demiunnar i London, Royal Academy of Dancing. (Þýtt og endursagt ó. vald.) Dame Margot Fonteyn de Arias er nafniö, sem hún notar i cinkalifi sinu. Þrátt fyrir sin 53 ár, er húnn cnn á toppnum. Við munum vel eftir henni i „Kauöu skónum”. Margot Fonteyn fæddist i Reigate i Surrey 18. mai 1919, og er þvi nýlega orðin 53 ára. For- eldrar hennar voru þau John llookham, enskur verkfræðingur, og kona hans Hilda, sem var af irsku og brasilisku forelri. Hefur Margot Fonteyn siðar oft þakkað brasiliskum forfeðrum sinum tóngálur sinar, sem hafa hingað til verið taldar ótrúlega miklár og næmar.Þegar hún var niu ára gömul, fluttust foreldrar hennar til Kina og þar — svo og i Hong Kong— ólst hún að miklu leyti upp. Hún hóf dansnám aðeins 5 ára gömul. 1 Shanghai lærði hún i tvö ár undir leiðsögn George Gontcharov, sem áður var meö Bolshoi-ballettinum i Moskvu, og eftir að foreldrar hennar sneru til Bretlands á ný, hóf hún nám við Sadler's Wells Ballel School, sem nú er Konunglegi balletskólinn. A næstu árum tók Margaret Hookham miklum framförum og eftir að hún hafði ákveðið að leggja dansinn fyrir sig, breytti hún nafni sinu i Margot Hookham. Hún var ekki fullra 15 ára, þegar hún dansaði hlutverk Sjókornsins i Casse-Noisctte, og fljótlega eftir það dansaði hún fyrstu aðalhlutverk sin, Young Treginnis i The Haunted Ballroom og mazúrkann i I.es Sylphides. Siðan hefur hún dansað öll meiriháttar balletthlutverk, bæöi i klassiskum ballettum og nútimalegum. Mörg hlutverk hafa sérstaklega verið samin fyrir hana af Sir Frederick Ashton, svo sem Chloe i Daphnis and Chloe, og titilhlut verkin i þriggja þátta ' ballettum hans Cindcrella, Sylvia og Ondine.Það siðastnefnda er eitt hennar frægasta hlutverk, og hefur til dæmis hin þekkta ballettdansmær frá Leningrad, Vera Krasovskaya, sagt, að i þvi hlutverki hafi áhorfendur verið sannfærðir um, að hún værihlut- verkið, „til eru eingin orð , sem lýsa Dame Margot Fonteyn i hlutverki sinu.” Gagnrýnendur um viða veröld hafa lofað og prisað Fonteyn, sérstaklega fyrir ljóðræna túlkun hennár, klassiskan stil, fullkomiö vald á hreyfingum og sterkan persónuleika, sem er svo greini- legur i öllum danshlutverkum hennar, allt frá Svanavatninu (sem hún dansar hér) til ösku- busku, þar sem hún dansar með Aður fyrr voru hclztu mótdansarar Margot Fonteyn þeir Robert Helpmann og siðar Michael Soames. Þessi tvö nöfn verða óhjákvæmilega sifellt nefnd i sömu andrá og hennar, þegar talið berst að miklum samdönsurum. Snemma árs 1962 dansaði hún i fýrsta skipti með sovézka dansaranum Rudolf Nureyev, sem hafði flúið frá Sovetrikjunum skömmu áður. Tiltekin sýning var, þegar Nureyev dansaði i fyrsta skipti i Convent Gardan i London, og bæði áhorfendur og gagn- rýnendur stóöu á öndinni af hrifningu. Siðan hefur Nureyev verið tiður meðdansari Fonteyn, bæði sem gestur erlendis og i Konunglega ballettinum og saman hafa þau farið i ferðalög um allan heim. Samstarf þeirra er frábærlega gott, og hefur Dame Margot sagt, að það sé henni mikil uppörv. að dansa með Nureyev, sem er 20 árum yngri en hún. Þá hafa einnig gengið sögur um, að samband þeirraná lengra en það, sem gefur að lita á sviðinu, en vitaskuld hafa þau bæði neitað þvi statt og stöðugt. Dame Margot Fonteyn er gift dr. Roberto Arias, sem áður var ambassador Panama i London, og notar hún i einkalifi sinu nafnið Dame Margot Fonteyn de Arias. Þau giftust árið 1955 og hafa alltaf verið talin mjög hamingjusöm i hjónabandi. Sérstaklega hefur Margot Fonteyn unnið sér hylli og aðdáun vegna þeirrar umhyggju, sem hún hefur sýnt manni sinum, en hann er lamaður fyrir neöan mitti eftir pólitískt tilræði, sem honum var sýnt i Panama árið 1964. Þessi stórkostlega ballettdans- mær hefur lýst þvi yfir, að hún hafi engin áform um að hætta, svo lengi sem áhorfendur vilji sjá hana. Og nokkuö vist er, að þaö vilja þeir. Sem dæmi um vinsældir hennar má nefna, að á sex mánaða timabili á fyrra ári, 1971, er hún var á ferðalagi með Konunglega ballettinum i Englandi, þurfti hún i miðri ferð- inni að fljúga til Suður-Afrlku til að dansa i nýrri uppsetningu af ’ Þyrnirósu. Siðan flaug hún heim aftur og dansaði nokkrar sýningar með ballettinum, fór til Parisar og dansaði með Nureyev — aftur i Þyrnirósu —, til New York til að dansa i nýjum ballett, Dame Margot Fonteyn dansar í „Svanavatninu”, en hér á landi dansar hún hluta úr þvi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.