Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 9
Sunnudagur 25. júni 1972 TÍMINN 9 Bergman og kvik- myndirnar Þetta er stórglæsileg stúlka, sem við sjáum hér á myndinni. Hún er 19 ára gömul og frá Vin. Nafru hennar er þekkt úr kvikmyndaheiminum, enda þótt hún hafi sjálf ekki vakiðmikla athygli enn sem komið er, þvi hún ber eftirnafnið Bergman. Það nafn hafa bæði Ingrid og Ingmar Bergman gert frægt. Unga stúlkan heitir Erika að fornafni. Hún er nú flutt til London, og hefur fengið nokkur smáhlutverk i kvikmyndum þar, og gangi henni jafn vel og hinum Bergmön-unum tveimur, verður hún orðin heimsfræg áður en langt liður. Dugleg stúlka Hin fimmtán ára gamla skóla- stúlka Sharon Colyear frá Manchester æfir sig nú stöðugt fyrir Olympiuleikana i MUnchen. Hún ætlar að taka þar þátt i 200 metra hlaupi, og þar sem samkeppnin verður hörð, er um að gera að æfa sig sem bezt, og þá þýðir ekki að hugsa eingöngu um, að fæturnir séu i lagi, heldur þarf allur likaminn að vera i góðri þjálfun. Af þessum sökum þjálfar Sharon sig einnig i lyftingum. Bezti timi Sharon i 200 metra hlaupinu ku vera 23.8 sekúndur. Árið 1971 sigraði hún vestur-þýzka stúlku, i þessu hlaupi, og Englendingar trúa þvi statt og stöðugt, að Sharon hafi til að bera hæfileika og krafta til þess að hlaupa hraðar en aðrar stúlkur, af hvaða þjóðerni, sem þær nú kunna að verða á Olympiu- leikunum. ★ 13 svissneskir húnar Dýr i dýragörðum eignast heldur sjaldan afkvæmi. Þó hefur þessu verið nokkuð á annan veg farið i dýragörðum i ★ Sviss, enda gilda þar aðrar reglur um dýrin og aðstæður þar, sem þau búa við, heldur en i dýragörðum annarra landa. Svisslendingar hafa lagt mikið kapp á, að dýrin hafi Sem mest rúm, og umhverfi þeirra sé sem likast þvi, sem þau eiga að venjast i náttúrunni. Arangurinn er sá, að svissnesk dýragarðadýr eignast oftar af- kvæmi, en dýr i flestum öðrum dýragörðum heims, En birnur- nar i dýragarðinum i Bern i Sviss slógu þó öll met nú fyrir nokkru, þegar þær sex eignuðust samanlagt 13 húna. Þykir þetta með eindæmum merkilegt, og forstöðumenn dýragarðsins eru mjög stoltir af þessu. Segja þeir, að það sanni, að stefna þeirra i málum garðs- ins sé rétt, og vart sé hægt að tala um, að dýrin séu fangar i dýragarði, eins og svo viða annars staðar. Vilhjálmur Tell hættur siglingum Ferjan fræga, sem siglt hefur um vötn i Sviss, og ber nafn ★ söguhetjunnar Vilhjálms Tell er nú komin að þvi að hætta ferðum sinum um vötnin, enda á hún að baki 800.000 km langa ferð. Reyndar verður ferjan ekki rifin, þvi vinir hennar og aðdáendur bæði innan og utan Sviss hafa komið þyi til leiðar að skipinu verður áfram haldið vel við, og þvi verður lagt við Schweizerhofquai i Luzern og þar verður það notað sem fljótandi veitingastaður. Þið getið þvi farið um borð i Vilhjálm Tell næst þegar þið bregðið ykkur til Sviss og fengið ykkur hressingu, þótt „sjóferðin” verði ekki lengri. Keynandi við norður- dyrnar Arnór sýslumaður Arnason þótti smáskritinn. Maður kom að kvöldlagi á glugga á Ytri- Ey, þar sem sýslumaður bjó, og sagði að venju þeirrar tiðar: „Hér sé guð”. Sýslumaður var inni i stofunni og svaraði að bragði: „Hér er enginn guð. Farið þér að noröurdyrunum”. DENNI DÆAAALAUSI „Hvenær fæ ég að fara i sturtu. Þá liggur vatnið ekki eins lengi á manni i einu.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.