Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 13
121 TÍMINN Sunnudagur 25. júní 1972 Sunnudagur 25. júnl í972 TÍMINN 13 ^BÞSVEINN EGILSSON % FORD HÚSINU SKEIFUNN117 SÍMI 85100 UMBOÐSMENN UTI A LANDI: V AKRANES: BERGUR ARNBJORNSSON * BOlUNGARVlK: BERNODUS HALLDORSSON V SIGLUFJORÐUR: GESTUR FANNDAL V VESTM EYJAR SIGURGEIR JÓNASSON SUÐURNES KRISTJAN GUÐLAUGSSON — SlMI 1804 KEFLAVIK VIÐGERÐARÞJONUSTA: AKRANES; BlLAMIÐSTOÐIN VÉLSMIÐJA BOLUNGARVlKUR VESTM.EYJAR: BlLAVER Guðmundur Ingi Kristjánsson: | I | i i A Samvinnudegi 1972 Flutt á hátíðarsamkomu i Háskólabiói á miðvikudaginn Sprotinn Hann stóð, við Þverá með hamingjusprota við hlið i hita þess erfiða dags, þegar mest er að vinna. 1 spurningum efans sprotinn veitti honum lið, og sprotinn var hans, — og þó var hann allra hinna. Þeir stóðu þar allir, stæltir og sólbitnir menn, og studdust við sprotann í nýju, framandi verki. Svo stigu þeir fram til sóknar allir i senn. Og samvinna þeirra var sprotans endurskinsmerki. Þar lögðu þeir upp. Og leiðin var stundum þung og löngum harðsótt um ókönnuð verzlunarsvæði. En sigurfluga þeirra er alltaf ung, þótt uppruninn sé i fornum vefaraþræði. Og Þverá, hún rann i elfu hins ókomna dags með iðandi flaum, en stundum lukta með svelli. Og þannig var ferill þess baráttubræðralags, sem batt sinar tryggðir i samband á Yztafelli. Þar heilluðu naumast nokkur munaðarföng hjá nauðsynjum brýnum undir lágreistum súðum. En timarnir breytast, og leiðin er orðin löng að ljósum og viðum og auðugum kaupfélagsbúðum. Sé maðurinn heill, eru stefnan og störfin lik, og sterkur var sprotinn i samvinnu liðinna daga, Og brautin frá Þverá um byggðir og staði er slik, hún blasir nú við sem almenn hamingjusaga. Brýning Enn stendur þú við Þverá, þar sem hugsjónir streyma: Hvað verður flestum til hags? Ómar þér fyrir eyrum, iðar þér fyrir sjónum elfur hins ókomna dags. Heyrir þú mannkynið hrópa: Hvað verður oss til bjargar? Samhjálp og samvinnan ein. Standi maður með manni, mannist fjölskylda heimsins verður braut hennar bein. Sér þú íslendings örlög? Er ekki regnbogafáninn allra hjálmur og hlif? Fylgist mannúð og fræðsla, færir hagvöxtur öllum farsælla, fegurra lif. Fiskur er dreginn úr djúpi. Drýpur smjör af stráum. Malar Grótti gull. Af þeim allsherjar föngum undir samvinnuskipan hvers manns hönd verður full. Réttu úr bakinu.bróðir, brostu glaðlega, systir: Þetta samband er þitt. Þar græðir einn með öðrum, eins i list og i menntum hafi hver maður sitt. Hér er nú hönd min gömul. Hönd þin er ung og viljug haldi merkinu hátt. Þegar samvinnan þarfnast, þá er óhætt að leggja undir hvað sem þú átt. § I I CORTINA ER NÚ AFTUR FYRIRLIGGJANDI í GERÐUNUM: ”L - ”XL og ”GT k__________________________ CORTINAN HEFUR TEKIÐ FORUSTUNA Eftir gagngerar endurbætur er CORTINAN nú aftur mest seldi bíllinn t Englandi. Rúmgóður lúxusbíll með aksturseiginleika sportbíisins. CORTINA ER BÍLL FRAMTlÐARINNAR 1972 KYNNIÐ YÐUR KOSTI FORD' CORTINA SYNINGARBÍLAR A STAÐNUM I'annij' lcit frú Maó út, er hún var fremst f flokki f menningarbylting- unni — fyrirmynd þjóöarinnar. Ilver skyldi trúa þvi, að eiginkona Maós for- manns, átrúnaðargoðs allrar þjóðarinnar, ætti sér mislita fortið? Sannleikurinn er sá, að hún hóf frama sinn sem reviusöngkona undir nafninu ,,Bláa eplið”. Þá olli hún mikilli hneykslun. Litil og grannvaxin kona á miðjum aldri situr og hlustar á La Traviata af stereópiötu. Hún vefur milli fingra sér hálsfesti úr ósviknum perlum. Hún er mikið máluð um augun bláum augn- skugga, og varaliturinn fer vel við blómvöndinn, sem hún er ný- búin að sækja út i garðinn. Um- hverfis i stofunni eru hlutir, sem safnað hefur veriö um árabil, húsgögn i fiðrildastil og drekar, málaðir á silki. Konan er bros- mild, og hún er sérfræðingur við að búa til veizlumat. Hver skyldi þetta svo vera? Fin dama i Paris, Lundúnum eða New York? Nei, konan, sem herna er lýst, er frú Sjang Sing (Grænt fljót), eiginkona hins mikla Maó Tse-Tungs. Þvi auð- vitað stendur kona að baki honum eins og öðrum mikilmennum. Varla höfum við gert okkur þessa hugmynd um hana. Undirsátar hennar þekkja heldur alls ekki þessa hlið hennar. Hún hefur nefnilega alla tið verið einstaklega dugleg að leika tvö hlutverk i einu — annað falið umheiminum, en hitt opin- bert. f þvi siðara er hún graf- alvarleg á svip, ómáluð meðöllu og ber gjarnan ósmekklega der- húfu. Umheimurinn hefur raunar séð allt of litið af frú Maó. Fyrir menningarbyltinguna höfðu meira að segja fæstir hugmynd um, að formaðurinn ætti yfirleitt konu. Andstætt við frú Sjang Kæ- sjék, mikla persónu, sem talaði máli lands sins viða um heim, hefur frú Maó haldið sig i skugga manns sins. Yfirleitt hefur ekki borið mikið á konum i Kina hinu nýja. Þrátt fyrir það er ekki vert að ganga út frá þvi sem visu, að Sjang Sing sé viðkvæmt kirsu- berjablóm, sem auðmjúkt beygir sig i duftið fyrir hinum milka yfirboðara sinum. Þannig er það ekki lengur i Kina. Frúin ákveður Sjang Sing hefur bein i hinu fallega nefi sinu, og hún hefur alltaf verið sá aðilinn, sem ræður, hans Maós formanns hvar skápurinn á að átSnda, og ekki bara heima fyrir. Allir, sem þekkja Maó-fjölskylduna vita, að frúin hefur mikil áhrif á mann sinn og er trúnaðarmaður hans i einu og öllu. Fyrir hefur komið, að hún blandar sér fullmikið i málin. Tvö ár eru.siðan Maó lýsti yfir eftirfarandi: Vér höfum ráð- lagt lifsförunauti vorum að fara sér hægt um skeið. Þá hafði Sjang Sing ofgert sér á öllu til standinu i kring um menningar- byltinguna. —Bull og þvaður, sagði frúin og flýtti sér að birtast opinberlega á ný við hina miklu októberher- sýningu i Peking. Hin vanalegu hátiðahöld i til- efni októberbyltingarinnar i fyrrahaust voru óvenju sviplitil. Heimurinn beindi athyglinni að Kina, og spurt var, hvernig myndi nú fara fyrir aðal- manneskjunum og meðal þeirra frú Maó. Myndi hún missa tök sin á þjóðinni? Góður kunningi frúarinnar, sem nú býr i Paris, hefur sagt, að Sjang Sing þurfi ekkert að óttast. Hún sé sjálfri sér nóg, örugg og óhrædd. Meira að segja sé hún svo sterk, að henni hafi tekizt að breyta venjum Maós. Hann sé hættur að drekka hrisgrjóna- brennivin og reykja. Úr leikhúsinu Svo vill til, að áðurnefndur kunningi frú Maós er fyrrverandi eiginmaður hennar. Þá hét frúin La Ping, sem þýðir ,,bláa eplið” og dansaði i leikhúsum Sjanghai, syngjandi „Nei, kysstu mig ekki á munninn”. Það var árið 1933, sem sagan um bláa eplið hófst. Að tjalda- baki stóð ungur maður, ást- fanginn upp fyrir bæði eyru. Hann varð siðar fyrri maður hennar. —Við vorum svo ástfangin, segir hann. Það stóð þar til ég komst að þvi, að hún hafði aðeins giftzt mér i von um frama. 1 rauninni varaði hjónabandið aðeins þar til Bláa eplið lét niður i töskurnar. Hún var nefnilega orðin ástfangin af öðrum manni. Eiginmaðurinn hótaði sjálfs- morði, en það hafði engin áhrif. Nú er Sjang Sing 58 ára, en vöxtur hennar er e.nn eins og ungrar stúlku, og vangasvipur hennar er einstaklega fagur. Hún var 23 ára, þegar Maó leit hana augum i fyrsta sinn árið 1935 og ákvað að hafa hana hjá sér alla ævi. Þannig varð það. Bláa eplið var á leikferðalagi i Jennan-héraði, en þar höfðu þá kommúnistasveitir Maós leitað hælis undan Sjang-Kæ-sék, sem sett hafði milljónir til höfuðs Maó. Bláa eplið söng og dansaði fyrir hermennina og strax fyrsta kvöldið fór Maó með haria „heim” i hellinn, sem hann dvaldist i þessa erfiðu daga. i skugga Maós Ógurlegt hneyksli! Sá, sem fremur hjúskaparbrot i Kina, á það á hættu að verða dæmdur i nauðungarvinnu. En Maó tók ósköpunum með mestu rósemi. —Hann hefur átt herskara af vinkonum, segir fyrrverandi eiginmaðurinn. Konur hafa alltaf verið eins og mý á mykjuskán i kring um hann. Milli hjónabanda sinna hefur hann iðulega haft nokkrar i takinu i einu. Þegar hann hitti Bláa eplið, var hann i þriðja Jijónabandi sinu. Hann kvæntist i fyrsta sinn, er hann var aðeins 15 ára. Þá yfirgaf hann konu sina á meðan brúðkaups- gestirnir nutu veizlumatarins. önnur kona Maós lézt 1926, en sú þriðja þokaði sér hávaðalaust út af sviðinu, þegar Maó tilkynnti, að hann væri orðinn ástfanginn af Bláa eplinu. Þau gátu ekki gifztfyrr en 1937, og Bláa eplið skipti um nafn. Heimili eignuðust þau ekki fyrr en 1949 eftir borgarastyrjöld, heimsstyrjöld og siðan aðra borgarastyrjöld, sem lyktaði með sigri Maós. Loks gat hann sezt að i höfuðborginni með konu sinni. Siðar eignuðust þau dóttur, Fú- Sji. Heimili þeirra er litt áberandi hús með gulu þaki og stórum blómagarði. Að húsabaki er sundlaugin, þar sem Maó iðkar eftirlætisiþrótt sina — baksund. Þar er einnig garðstofa sú, sem frúin sýnir kvikmyndir sinar i, og þar teflir hún lika skák við bónda sinn. Stofur hússins sjálfs eru nota- legar. Þar er mikið ljóðasafn, sem frúin á og les mikið. Auk þess á hún mikið hljómplötusafn. Þarna safnast menn utan um for- manninn, og framtið Kina er rök- rædd. Frúin ber fram te og hlust- ar af athygli, en segir fátt. Sterkari en Maó Undirokuð eins og konurnar i hinu gamla Kina? Nei, langt þvi frá. Hún hefur sem sagt mikil áhrif á mann sinn og allar ákvarðanir hans. Auk þess hefur hún sinar eigin hugmyndir um hlutina. Til dæmiskom húnþvitil leiðar, að allir leikarar klæddust einkennisbúningum. Hún varð þó að láta sér lynda að standa i skugga Maós. Fjórtán sinnum reyndi hún að komast i miðnefnd kommúnistaflokksins og það tókst 1966. Ef til vill hefur Sjang Sing alltaf verið sterkari helmingurinn. Hún hefur verið nánasti ráðgjafi Maós rödd véfréttarinnar” að baki hinum mörgu orðum hans. Kinverskur málsháttur segir: —Til þess að sigra óvininn, þarf að ráðast á hjarta hans. And- stæðingar Maós munu eflast, þeg- ar stjarna konu hans lækkar á lofti — ef sá dagur kemur þá nokkurn tima. Ekki þarf að óttast, að frú Maó verði i nokkrum vandræðum i ellinni. Hún mun halda áfram að tefla skák, hlýða á tónlist, lesa ljóð og búa til mat. Liklega mun hún einnig hafa nægan tima til að láta sér leiðast. (þýttSB) Maó og frú. Hún er nú 58 ára, en vöxturinn er hinn sami og fyrir 40 árum, er hún var dansmær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.