Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 18

Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 25. júni 1972 Nýjar heyþyrlur frá Vinnubreiddir: 4,60 og 3,80 metrar. Nýju Fella heyþyrlunar eru sterkbyggðar og endingar- góðar. Þær vinna ótrúlega vel á jöfnu sem ójöfnu landi. Hægt er að skástilla Fella heyþyrlunar þannig að heyið kastist ekki á girðingar eða i skurði. Það er mjög auðvelt og létt að setja í flutningsstöðu og fer þá lítið fyrir vél- unum. Framúrskarandi niðurstöður prófana erlendis og hjá Bútæknideildinni að Hvanneyri sanna yfirburði nýju Fella heyþyrlana. Hafið samband við okkur og kynnist kostum og nýjungum Fella heyþyrlanna. Við bjóðum hagstæð verð og greiðsluskilmála. Globusi LAGMÚLI 5, SÍMI 81555 Reglugerð um raforkuvirki Út er komin reglugerð um raforkuvirki, útgefin af Rafmagnseftirliti rikisins, samkvæmt Stjórnartíðindum B23 nr. 264 31. des. 1971. Hin nýja reglugerð er sett samkvæmt Orkulögum nr. 58 29. april 1967, til að taka gildi hinn 1. júli 1972 og er birt til eftir- breytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt er úr gildi felld reglugerð um raforkuvirki nr. 6114. júni 1933 með siðari breytingum. Samkvæmt 41. gr. ofangreindra orkulaga setur hin nýja reglugerð ákvæði til varnar gegn hættu og tjóni af raforkuvirkjum og til varnar gegn truflunum af þeirra völdum á virkjum, sem fyrir eru eða siðar kunna að koma Reglugerðin er i lausblaðabindi, þannig að unnt er að skipta um einstök blöð ef breytingar eru gerðar. 1 útgáfu Rafmagnseftirlitsins er auk reglugerðar- ákvæðanna að finna skýringarblöð með myndum, sem sett eru inn þar sem við á. Hlifðarkápa bindisins er úr endingargóðu plasti, með heftihringum til festingar blöðum. Stærð blaða erstaðalstærðA5 (210 mm * 148 mm) samkvæmt islenzkum staðli, IST 1 — Stærðir pappirs. Utanmál bindis er nál. 180 • 225 mm. Verð reglugerðarinnar ásamt bindi er 1100 kr. með söluskatti. Bókina er hægt að fá hjá Rafmagnseftirliti rikisins, Skipholti 3 i Reykjavik og á allmörgum stöðum úti á landi hjá rafmagnseftirlitsmönnum rafveitna. Einnig má senda pöntun beint til Rafmagnseftirlit rikisins rAuglýs L endur Auglysingar. sem eiga aA kmna I blaóinu a sunnudögum þurfa aO herasl fyrir kl. I á föstudögum. \ug|.stofa Tiinans er f Hankastraeli 7. Slmar: 19523 - IM3H0. Nyutskrifaöir byggingatæknifræðingar frá Tækniskólanum, ásamt skólastjóra sinum og kennurum Tækniskóli íslands 23 nýir bygginga- tæknifræðingar KB — Rcykjavik. 22 nýir by ggingatækni- fræftingar voru í gær útskrifaftir frá Tækniskóla íslands. — Og er þaft meiri búhnykkur en flesta grunar, sagfti Bjarni Kristjáns- (Timamynd Gunnar) son, skólastjóri i skólaslitaræftu sinni. Samtals stunduöu 247 nám i Tækniskólanum i vetur. Af þeim náðu 154 framhaldseinkunn og 28 rétti til úrbótaprófa á hausti komanda. Hlutur Sambandsverk- smiðjanna í útflutningi ullar og skinnavara 65% Framleiddu yfir 240.000 peysur á síðasta ári. Landsmenn keyptu fatnað frá Marks og Spencer fyrir 70 milj. kr. á síðasta ári SJ—Reykjavik t ávarpi, sem Harry Frederik- sen flutti i hádegisverðarboði, er Samband islenzkra samvinnu- félaga hélt eiginkonum kaup- félagsstjóra og annarra fulltrúa á afmælisfundi StS i gær, fimmtu- dag, kom m.a. fram, að verk- smiðjur Sambandsins framleiddu á siðasta ári yfir 240.000 peysur, en þær, sem og aðrar ullarvörur, eru útflutningsvara, sem nýtur vaxandi vinsælda. Að loknum há- 7. aðalfundur Kvenfélaga- sambands Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu var haldinn að Lýsuhólsskóla i Staðar- sveit 6. og 7. júni s.l. Auk venjulegra aðalfundar- starfa hélt frú Guðlaug Narfa- dóttir erindi um fiknilyfja- vandamálin og var það rætt i umræðuhópum. Niðurstöður umræðuhópanna voru, að sterkt almenningsálit væri bezta vörnin gegn ofneyzlu áfengis og telur áfengisbann ekki lausn á vandanum. Fundurinn taldi, að fræðslu og áróðri gegn fiknilyfjum sé mjög ábótavant. Kinnig taldi fundurinn pá aldursflokkaskiptingu, sem rikir i skemmtanalifinu, mjög óheppilega og áleit æskilegt að foreldrar, ásamt skólum og félagasamtökum leitist i sameinginu við að brúa bilið milli aldursflokka með þvi að taka stálpuð börn og unglinga með sér i kirkju, á fundi og samkomur og taki þannig höndum saman um að veita æskunni félagsskap og aðhald. A fundinum flutti Árni Waag, kennari, erindi með skuggamyndum um náttúru- vérndarmál á Snæfellsnesi. Staðarsveit. Rætt var um nauðsyn þess að hefja framkvæmdir við byggingu dvalarheimilis aldraðra i sýslunni. Fráfarandi formanni, Rósu Björk Þorbjarnardóttur, Söðulskoti voru fluttar þakkir fyrir heilladrjúg störf fyrir sambandið. Stjórn sambandsins skipa nú: degisverði sáu konurnar tizku- sýningu, þar sem sýningarflokk- ur Pálinu Jónmundsdóttur sýndi framleiðsluvörur Fataverksmiðj- unnar Heklu, Akureyri, Skóverk- smiðjunnar Iðunnar, Akureyri, Húfuverksmiðjunnar Hattar, Borgarnesi, Hugmyndabankans Gefjun, Icelook og Fataverk- smiðjunnar Gefjunar, Reykja- vik, og einnig fatnað frá Marks og Spencer i Bretlandi, sem Sam- bandið hefur umboð fyrir. Föt frá Form. Ingveldur Sigurðar- dóttir, Stykkishómi. Ritari Ragnheiður Jónsdóttir, SWiarsveit Gjaldk. Björg Finnbogadóttir, Olafsvik. Marks og Spencer njóta vinsælda hér eftir þvi að dæma, að þau seldust fyrir 70 milljónir isl. króna á siðasta ári. Margt af innlenda fatnaðinum á tizkusýningunni hefur vakið at- hygli á vörusýningum erlendis i vor. Fyrstu sendingarnar af þess- um nýja fatnaði hafa nýlega verið sendar utan. Iðnaðardeild Sam- bandsins hefur um árabil verið aðalútflytjandi landsins á ullar- og skinnavörum. 1971 nam verð- mæti heildarútflutnings lands- manna i þessari grein 416 millj. kr., og var hlutur Sambandsins 269,9 millj. eða 65%. Margrét Helgadóttir, eiginkona Erlends Einarssonar forstjóra SIS, ávarpaði konurnar i upphafi hófsins. En i lokin þakkaði fulltrúi þeirra góðan beina og konurnar minntust 70 ára afmælis Sam- bandsins og 90 ára afmælis Kaup- félags Þingeyinga. „Hér hef ég lært og lifað lífinu” Timanum hefur borizt frá fréttastofnunni Apn svo- látandi bréf frá Ashkenazy, föður Valdemars Ashkenazy, snillingsins, sem nú hefur gerzt islenzkur þjóðfélags þegn: Ég hef frétt, að afturhalds- blöð á Vesturlöndum hafi gert veður út af fjölskyldu minni með aðferðum, sem þeim eru eiginlegar. Þvi er haldið fram, að Sovétstjórnin leyfi mér ekki að heimsækja son minn, Valdemar, sem búsettur er á Islandi. Ég og fjölskylda min höfum engin afskipti haft af þessum andsovézka tilbún- ingi. Við visum eindregið á bug óbeðnum málafærslu- mönnum. Þessi loddaraleikur á ekkert sameiginlegt raun- veruleikanum. Sonur minn kom heim árið 1963, og ég heimsótti hann árið 1967. Ég hef hvenær sem er möguleika á að fara i heimsókn til sonar mins, en vegna heilsu konu minnar get égekkilátið af þvi verða. Ennfremur get ég og svo fjölskylda min hvenær sem er flutzt búferlum til son- ar mins. 1 þessu tilefni lýsi ég yfir: að ég og fjölskylda min höf- um aldrei haft i hyggju að fara frá Sovétrikjunum, þvi ætt- landi, sem okkur er svo kært. Hérhef ég lært, hér hef ég lifað lifinu, hér er allt það, sem er mér nákomið og kærkomiö, og það tand annað er ekki til þar sem ég og fjölskylda min gæt- um lifað. Þetta skulu þeir vita og muna, þeir herrar, sem fást við óþverraiðju. 31. desember 1971 Ashkenazy(D.V. Moskva K-62 Ljalin per. d 24/26 kv 71 simi 297-69-63 Moskonsert, pianó- leikari. Nauðsyn ber til að yfirlýsing min sé metin sem opið bréf sem birta má i blöðum okkar, einkum i Sovétskaja kultura. Innihaldi bréfsins eru fylli- lega samþykkar kona min Evstolia Grigorjevna og dóttir min Elena. Ashkenazy. Aðalfundur snæfellskra kvenna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.