Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 19
Sunnudagur 25. júni 1972 TÍMINN 19 Að kafa eða ekki... Þegar þetta er ritað — fimmtudag — eru þeir að enda við að lesa hádegisfréttirnar i útvarpinu, og að sjálfsögðu var oliumálið á Seyðisfirði á dagskrá. Raunar var fátt nýtt i þeim fréttum utan þess, sem gat að lesa i blöðunum i morg- un — en þvi geri ég þetta oliu- mál að umtalsefni, að frétta- flutningur allur og heimilda- söfnun fjölmiðlanna hefur verið með furðulegasta móti. Útvarpið hafði samband við Baldur Möller i dómsmála- ráðuneytinu — en yfirvöldin á Seyðisfirði hafa þegar sagt þremur köfurum, að þeir geti kafað að lyst sinni niður að þessu skipi — þegar heimild berst frá Reykjavik. Sam- kvæmt Baldri liggur ekki ljóst fyrir, hvaða ráðuneyti fjallar um leyfisveitingar sem þessar — enda ekkert köfunarleyfa- ráðuneyti til. Þrátt fyrir ógreinilegar fréttir um þessa skelfilegu viðburði þarna austur a Seyðisfirði, liggur það nokk- urn veginn ljóst fyrir, að olia er tekin að leka úr þessu gamla oliuflutningaskipi. Heimildir fyrir oliulekanum eru samt nokkuð á reiki — eft- ir þvi, sem mér skilst, — en einna helzt virðast Seyðfirð- ingarog fréttaritararnir reiða sig á frásagnir krakka úr plássinu, sem segjast hafa séð oliuflekki i fjörunni! Með allri virðingu fyrir krökkunum á Seyðisfirði, sem eflaust vita hvað þau syngja — einkum i málum sem þessum, finnst mér það nánast furðu- legt, að enginn fullorðinn — ábyrgur — aðili skuli hafa haft fyrir þvi að sannreyna þessa sögu þeirra! Það er nú ein hlið málsins. Annað er þetta með kafarana, sem biða eftir leyfinu. Það eru menn, sem ég hefi mikla sam- úð með. Þarna eru þeir komn- ir alla leið austur á Seyðisfjörð — i friinu sinu eftir þvi sem Timinn segir — með búninga sina og tól, og þurfa svo að biða eftir leyfi til þess að fara undir yfirborð sjávar. Það hlýtur að vera hroðaleg liðan. En hversvegna þarf að veita þetta margumrædda leyfi? Hvers vegna er köfurunum ekki heimiltað fara undir yfir- borð sjávar þegar þeim sýnist svo og þar sem þeim sýnist og vera eins lengi i kafi og þeim sýnist? Á hvaða forsendum er hægt að banna þeim það? Þetta eru spurningar, sem fjölmiðlarnir hafa ekki borið við að svara — ekki einu sinni að spyrja um. Á meðan kafararnir biða á Seyðisfirði og sveittir emb- ættismenn i ráðuneytunum gramsa og grafa i gegnum gulnaða skjalabunka i glampandi sólskininu, að leita að gamla leyfinu — þá heldur olian áfram að leka úr tank- Blóm, blómakassar og ker allt eftir eigin vali að Brekkustig 15 b. b HÖÍIUM skipinu á botni Seyðisfjarðar. frá náttúruverndarfólkinu, Ekki heyrist eitt einasta orð fuglavinafélögunum eða kaf- arafélaginu. Raunar virðist mér kem kafarafélagið ætti að gera þetta að prófmáli fyrir stéttina i heild — fáum við að kafa eða ekki? Þögn náttúruverndarfólks- ins og fuglavinanna er dular- full, svo ekki sé meira sagt. Oliuflekkir á rúmsjó, svo ekki sé nú minnzt á oliuflekki á fjörum, hafa einmitt verið þeirra uppáhaldsmótmælatil- efni. Annars verður þetta leyfis- mál sifellt dularfyllra. Skiptir það virkiíega máli, hver undirritar það? Væri ekki rétt að láta mennina fara að kafa, úr þvi þeir vilja það endilega? Og hverjum datt i hug að biðja um leyfi til þess að kafa — upphaflega — i stað þess að kafa bara þegjandi og hljóða- laust? Fáll Heiðar Jónsson. heyhleðsluvagnar fyrirliggjandi Samband i%l. utmvlnnufélaga Véladeild Ármúla 3, Rvik. limi 38400 Fagnandi nýjum Ford Escort Litlir bílar eru vinsælir vegna þess að þeir eru ódýrir Það er engin tilviljun að Ford Escort er mesti sigur- og spara kaupendum sínum peninga. Að þessu leyti er vegari í kappakstri á vegum og hefur unnið meira en Ford Escort í flokki með smábílum. 200 sigra i slíkri keppni á síðustu tveimur árum, En þegar kemur út á vegina, kemur munurinn i Ijós. Ford Escort sameinar þægindi og hagkvæmni fjöl- Þótt Ford Escort kosti ekki meira en aðrir ódýrir bílar, skyldubílsins með rúmgóðum sætum og gólfrými — og eru þetta samt allt önnur kaup. hins vegar hraða og öryggi sportbílsins. Ford Escort er afburða bíll, ekki sízt á misjöfnum veg- Kynnið ykkur Ford Escort, og hann sannar yfirburði um. Auðveldur og öruggur í akstri, stöðugur á beygj- sína i reynd. um og lætur vel að stjórn. Fordumboðin á Islandi eru seljendur að Ford Escort Ford Escort hefur því hina vinsælu eiginleika sport- bílsins, en hann hefur líka þægindi fjölskyldubílsins. Hægt er að fá 2ja eða 4ra dyra bíl, og fjölda viðbótar- hiuta. LoLUí l dMduC)|a Ford visar veginn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.