Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.06.1972, Blaðsíða 20
M, 20 TtMINN Sunnudagur 25. júni 1972 HEIMSOKNAÐ mógilsA við KOLLAFJÖRÐ - þar sem fram fara kynbætur á trjágróðri — Séö yfir annað gróöurhúsiö aö Mógilsá, þar sem margskonar rannsóknir fara fram. Texti: Kjartan L. Pálsson j ■ ■ ■ ■ Myndir: Guðjón Einarsson Peir, sem aka Vesturlandsveg um Kollafjörö, eins og hann er nú, áður en nýi vegurinn kemur i gagniö, komast naumast hjá þvi aö taka eftir litlu, snotru húsi og tveimur gróöurhúsum viö hlið þess. Þessar byggingar láta ekki mikið yfir sér, en þeim mun mcira er aö gerast innan veggja þeirra og á landareigninni sjálfri. Þetta er rannsóknar- og til- raunastöð Skógræktar rikisins og nefnist Mógilsá, þvi aö svo hét bóndabær sá, sem þarna var áð- ur. Þessa stöð gáfu Norðmenn Skógrækt rikisins á sinum tima, og Haraldur rikisarfi vigði hana árið 1967. Hlutverk stöðvarinnar er fyrst og fremst að vinna að rannsókn- um, sem hafa hagnýta þýðingu fyrir skógrækt og trjárækt i land- inu, og er það bæði gert meö til- Agræösla sú, sem stunduö er á Mógilsá, er forvitnlleg. Markmiöiö er aö kynbæta birki. Hér sést greinUega, hvernig ágræöslunni er hagaö. Stofnjurtin stcndur föst á rót sinnií mold, en endi greinarinnai^sem á er grædd, er haföur i vatni á meðan hún er aö gróa föst viö stofninn. Þessi áletraöi steinn er i hlaö- varpanum á Mógilsá. viða um land, og þaðan eru svo trjáplönturnar fluttar að fáum árum liönum enn viðar um landið til gróöursetningar á vegum Skógræktar rikisins, skógræktar- félaga eöa einstakiinga, sem vinna að þvi fórnfúsum höndum aö koma upp skógarlundum. Haukur sagði okkur, að mest væri unnið að þvi i stöðinni að sá og prófa afbrigði og kvæmi. Væri til dæmis prófað, hvaða veðurfar hentaði þessari eða hinni tegund- inni eða afbrigðinu bezt. Til dæmis heföi reynslan sýnt, að sumar trjátegundir, sen dafna vel eða jafnvel ágætlega i Hall- ormsstaöarskógi, ættu örðugt uppdráttar eða yxu ekki að gagni á öðrumstöðum, þar sem veðurlag og vaxtarskiiyrði eru meö öðrum hætti, og svona væri þetta sitt á hvað. Þetta yrði allt aö kanna, og það tæki sinn tima að finna, hvað bezt gæfist á hverjum stað, og i býsnamörg horn að lita. Sprotar af sitkagreni látnir ræta sig Haukur fór þessu næst með okkur út i gróðurhús,þarsem fara fram margs konar rannsóknir og tilraunir. Þar var trjágróður af ýmsum tegundum og á ýmsum þroskastigum, þótt mest væri þar um heldur veikburða plöntur og lágar i lofti. Þarna bar mest á greni og birki á ýmsum aldri og með ýmiss kon- ar eiginleika. Mest var þó af sitkagreni og ekki að ástæðu- lausu. I stöðinni á Mógilsá hafa menn komizt upp á lag með að fjölga þessari tegund meö þvi að klippa sprota af trjám, þegar þau eru i vetrardvala, og setja þá sið- an i gróöurhús, þegar birta er orðin næg — i marzlok eða april. Þar eru þeir látnir ræta sig við sérstakt hita- og rákastig. Þetta hefur gefizt mjög vel, þvi að sjö- Tveir af starfsmönnum stöövarinnar: Evert Ingólfsson garöyrkjn- maöur til vinstriog Haukur Ragnarsson forstöðumaöur til hægri. Fyrir framan þá eru tvær birkiplöntur sem greinar hafa veriö græddar á. raunastarfsemi á Mógilsá og annars staöar á landinu, þar sem veðurskilyrði eru önnur. Við brugöum okkur upp að Mógilsá á dögunum til þess að fræðast um það, sem þar er gert. Þar hittum við að máli forstöðu- manninn, Hauk Ragnarsson, en auk hans eru tveir fastir starfs- menn i stöðinni — Þórarinn Bendikz sérfræðingur og Evert Ingólfsson garðyrkjumaöur. Geymir allt fræ Skógræktar ríkisins Haukur fór fyrst með okkur inn i rannsóknarstofuna, sem er búin mjög fullkomnum tækjum, er stöðin fékk að gjöf frá vestur- þýzka rikinu. t þessari rannsókn- arstofu fara meðal annars fram athuganir á spirunarhæfni fræs, tiu af hverju hundraði festir ræt- ur. Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir ræktun gagnviöar i landinu, þvi að með þessari aðferð má fyrr og fljótar en ella koma upp sitka- stofni af trjám, sem stóðust öðr- um betur páskaveðrið mikla árið 1963,og hafa þá eiginleika að geta boðið umhleypingasamri veðr áttu og stórkostlegustu vorhret- um byrginn. Ágræösla ieikmanni forvitnilegust Af margs konar merkilegum tilraunum, sem þarna eru gerðar, er ágræðslan kannski forvitnileg- ust aðvifandi manni. Þessar tilraunir hófust i fyrra. Þá voru teknar greinar af úrvals- birki og græddar á stofn annarrar birkiplöntu, sem gædd var ein- hverjum öðrum góðum eiginleik- og yfirleitt er fræið skoðað þarna og kannað eftir öllum kúnstarinn- ar reglum. Meira er unnið þarna á veturna en sumrin, en sumar- vinnan er þeim mun meiri annars staðar, svo aö nóg er aö gera árið um kring. 1 stöðinni er varðveitt allt fræ, sem Skógrækt rikisins á og notar. Það er geymt i kæliskáp um og frystiholfum, og er þarna saman kominn aragrúi frætegunda, afbrigða og -kvæma. Fræið fer siöan i gróðurstöðvar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.