Tíminn - 28.06.1972, Síða 1

Tíminn - 28.06.1972, Síða 1
IIGNIS I FRYSTIKISTUR RAFIÐJAN SÍMI: 19294 JO/ICÍ tÍCtttAAétCK/l' Á/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Rigningar í Eyjafirði LÆKUR VIÐ LÆK í VAÐLAHEIÐI SB—Reykjavik Ofan af brún Vaðlaheiðar, á móts við Akureyri miðja, fellur nú myndarlegur lækur, sem enginn minnist að hafa séð áður. Eyjafjarðará er kol- mórautt fljót og tjarnir standa á túnum Svalbarðsströnd- unga. Afram rigndi hann fyrir norðan i gær og muna menn vart jafn blautan júni. Feikilegar dembur komu i fyrrinótt og gærdag á Akur- eyri og þar beljuðu fljót eftir götunum. Langt út eftir firðin- um mátti sjá mórautt belti og var þar Eyjafjarðaráin á ferð- inni. Að sjá yfir i Vaðlaheiði frá Akureyri er lækur við læk og eru bændur þar litt hrifnir, þó að Akureyringum finnist sjón- in tilkomumikil. KjartanMagnússon á Mógili á Svalbarðsströnd, sagði Tim- anum i gær, að þar stæðu nú tjarnir á túnum og ekki væri nokkur leið að fara um þau með vélar. — Það er langt sið- an við hefðum getað byrjað að slá, sagði hann, en nú getum við ekkert, nema beðið. Gras er löngu fullsprottið og farið að leggjast i legur i bleytunni. Mikil kartöflurækt er á Strönd inni og eru bændur farnir að hafa áhyggjur af görðum sinum, þeim sem ekki standa i halla. Bændur frammi i Eyjafirði voru fyrir nokkru byrjaðir að slá, en nú liggur hey þeirra undir skemmdum á túnunum. Björn Brynjólfsson, vega- eftirlitsmaður á Akureyri sagði að vegirnir væru furðu góðireftir þetta, að visu blaut- ir og holóttir, en ekki hefði runnið úr þeim og þvi ekki þurft að gripa til þungatak- markanna. Hann sagði, aö nokkuð bætti úr skák, að kalt væri i veðri og það jafnvel svo að frysti uppi á heiðum um nætur. Stöðvarfjörður: Jökulfell komst ekki að vegna Eldvíkur - og frystihúsið mun hafa tapað 100 þúsundum SB—Reykjavík. Á mánudagsmorgun geröist einstæöur atburöur á Stöðvarfirði, er skipstjóri flutningaskips neitaði að færa skip sitt svo að annað skip gæti lestað. Tjón frystihússins á staðnum vegna þrákelkni þessarar er ekki talið undir 100 þúsundum og 1600 kassar af humri urðu að biða næstu ferðar til Bandarikjanna. Björn Kristjánsson oddviti sagði i viðtali við Tirhann i gær, að Eldvikin hefði komið aö bryggju á Stöðvarfirði á mánu- dagsnóttina snemma, en þar átti hún að lesta loönumjöl, en vinna átti að hefjast við skipið kl. 8 á mánudagsmorgun. Um kl. 2.30 kom siðan Jökul- fellið, sem átti aö taka 1600 kassa af humri og fá afgreiðslu strax. Brá þá svo við, að skipstjórinn á Eldvík harðneitaði aö færa sig frá bryggjunni svo að Jökulfell kæmist að. Varð nokkurt þóf, sem lyktaði með þvi að Jökulfellið varð að snúa frá án humarsins, en þeir 30 verkamenn, sem búiö var að ræsa út i vinnu, fengu 4 klukkustunda kaup fyrir að vakna og sofna aftur. hvort Fischer kemur” „Veit ekki hvenær eoa - sagði Cramer, fulltrúi hans, í viðtali við fréttamann Tímans ÓV—Reykjavik Þegar fréttamaður Timans hitti Fred Cramer, fulltrúa Fis- chers', i herbergi hans á Loftleiða- hótelinu i gærkveldi, var hann að tala i simann við fréttamann frá New York Times. Sagði Cramer frétta inanninum, að Fischer myndi koma með flugvél, sem setti hann út um það bil 50 miiur austur af Grænlandi, þar tæki við honum kafbátur, er flytti skák- meistarann upp af strönd islands og kæmi hann siðan með fiskibáti i land. Þegar samtalinu var lokið, snéri Cramer sér að fréttamanni Timans og hló dátt. — Þetta var ungur og óreyndur fréttamaður, sagði hann. —Hann verður að fá eitthvað spennandi og ef hann trúir þessari sögu minni, þá hann um það, ha ha ha! Fred Cramer sagðist enn Cramer ekkert geta sagt um hvenær — eða hvort — Fischer kæmi til landsins. —Ég verð ekki viss fyrr en á sunnudagskvöld. Hann hefur ennþá enga ákvörðun tekið um það, hvort hann kærir sig nokkuð um að taka þátt i þessu einvigi. Kröfur hans standa og enn hefur ekki fundizt lausn á þeim. Helzta krafa Fischers er, sem Timinn skýrði frá i gær, að dóm- ararnir verði ekki skákmenn, en sú krafa útilokar stórmeistarann Lothar Schmidt, sem kemur til landsins i dag. Guðmundur Arn- laugsson er viðurkenndur af Fischer sem góður og gildur, enda ekki starfandi skákmaður. Ættu rök Fischers fyrir þessari kröfu aö vera nokkuð augljós, en Cramer hafði sennilega rétt fyrir sér i viðtali hans við fréttamann Timans, er hann sagði, að það væri „fullseint að fara að athuga það nú”. Fred Cramer sendi skeyti til FIDE, alþjóðaskáksam- bandsins, i gær, þar sem þessi krafa Fischers var itrekuð og beðið um annan dómara. Sjálfur hefur skákmeistarinn gert þá kröfu, að á móti Guðmundi Arn- laugss. verði Bandaríkjam. Paul Klein, en hann var dómari i ein- vigi Fischers og Larsens i Denver i hitteðfyrra. Schmidt var dómari i einvigi Fischers við Petrosjan i Buones Aires i fyrra og þykist Fischer hafa ástæður til að efast um að Þjóðverjinn sé jafngóður Klein. Einhverjar hugmyndir um að Schmidt myndi hreyfa við mótmælum hafði Cramer, senni- lega fyrir hönd Fischers, og sagði hann, að ef svo færi, gæti farið illa fyrir mörgum. Orðrétt sagði Cramer svo — og til að tapa ekki þessu „gullkorni” er athugasemd hans birt hér óþýdd: „Mr. Schmidt would soon find out that he’son the shitlist for the world”! (Schmidt kæmist fljótt að þvi, að hann væri i neðsta sæti vinsælda- listans.) Eins og fyrr greinir, þá er Cramer alls ekki fullviss um, að Fischer komi til mótsins og benti hann á, að þegar Ólympiuskák- mótið hafi verið haldið i Lucano, hafi Fischer komið en ekki verið ánægður með staðinn og þvi farið heim aftur. — Það sama gæti gerzt hér, sagði Cramer — en ennþá getur ýmislegt breytzt. Fred Cramer sem er fyrr- verandi forseti bandriska skák- sambandsins, sagðist ekki vera i nokkrum vafa um, að Fischer væri betri skákmaður en Spasski. —Fischer er óumdeilanlega mesti skákmaður, sem lifað hefur, sagði hann. Benti Cramer i þvi sambandi á, að samkvæmt vis-- indalegum útreikningum prófess- ors Elo við New York State Uni- versity — og voru þeir útreikn- ingar gerðir á vegum FIDE — væri Fischer með 2820 stig á móti 2790 stigum Spasskis. Þrátt fyrir töp Fischers á móti Spasski. —En fleira kemur til, sagöi Cramer —Fischer hefur staðið sig marg- falt betur gagnvart öllum öðrum, sem báðir hafa keppt við. Cramer sagði ennfremur, að Fischer krefðist þess nú, að fá hluta af ágóða þeim, sem mögu- legur væri af aögangseyrinum —Hann er ekki að heimta meiri peninga i beinni merkingu, sagði Cramer, — heldur vill hann fara eftir almennum, óskráöum reglum iþróttamanna. Fótbolta- menn, tennisleikarar og aörir fá prósentur af aðgangseyri og Fischer krefst hins sama. Enn kemur upp i huga manns, að heldur seint sé að gera þessar Framhald á bls. 19 Þegar El Grillo sökk Athugunum froskmannanna þriggja á oliu-og birgðaskipinu E1 Grillo, sem liggur á botni Seyöisfjarö- ar, heldur enn áfram. Eru þeir búnir að finna margar djúpsprengjur tundurskeyti og skotfærabirgðir f flakinu. Þá hafa froskmennirnir tekið myndir af tæringu á flakinu, og eru sumsstaðar að brenna á það göt. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar hefur skoraö á yfirvöld, að sendir verði sérfræðingar á sviði sprengiefna og olíumengufiar til að kanna aöstæður nánar og athuga, hvað hægt er að gera til aö koma í veg fyrir að skotfærin spryngi og olía flæöi i miklu magni útisjóinn. Myndina hér að ofan tók Ástvaldur Andrésson að morgni 22. marz 1942, þegar þýzkar flugvélar köst- uðu sprengjum á E1 Grillo á Seyöisfiröi. Skipið sökk ekki fyrr en um kvöldið og er taliö að Bretar hafi sökkt þvl endanlega, en þýzku sprengjurnar löskuðu það mikið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.