Tíminn - 28.06.1972, Qupperneq 5

Tíminn - 28.06.1972, Qupperneq 5
Miðvikudagur 28. júni 1972 TÍMINN 5 Gekk að peninga- kassanum í íbúð og stal 40 þús. kr. 00—Reykjavik. Að morgni laugardags s.l. urðu hjón, sem búa i Kleppsholtinu þess vör, að einhver óviðkomandi aðili hafði komizt inn á heimili þeirra og stolið 40 þúsund kr. islenzkum 300 dönskum krónum og einu sterlingspundi. Siðast vissu hjónin um peningana á mánudagsmorgun i siðustu viku, og vissu ekki til, að þeir hefðu verið hreyfðir þar til á íaugardag, að gripa átti til þeirra, en þá var kassinn, sem þeir áttu að vera geymdir i^tómur. Hjónin vita ekki til, að óvið- komandi aðilar hafi veriö i ibúð þeirra. Á nefndu timabili hefur hún ekki verið mannlaus, nema þegar frúin hefur skroppið i verzlanir, en segir að mögulegt sé að hún hafi gengið ótryggilega frá dyrum og ekki læst nægilega vel á eftir sér. En það hefur verið talsvert erfitt fyrir þjófinn að komast að peningunum. Voru þeir geymdir i peningakassa i læstum skáp var lykillinn i læstri skúffu og lykilinn að henni hafði húsbóndinn i veski sinu. En samt tókst að stela peningunum, en hvenær eða með hvaða hætti er hjonunum hulin ráðgáta. Þaö færist mjög i vöxt að þjófar fara inn i ibúðir fólks, og er það oft ekki erfitt þvi að iðu- lega virðist fólk skilja dyr eftir ólæstar, þótt enginn sé i ibúðunum og eru hæg heima tökin hjá þjófunum, þegar þeim er allt að þvi boðið að gjöra svo vel. Sovézkir verka- lýðsleiðtogar í heimsókn hér llluti unglinganna, beinendurnir eru sem voru i ..opnu liúsi' krjúpandi fremst. i Kreiöholtsskóla á föstudaginn siðustu viku. I.eið- (Timamynd: ÓV) EB—Reykjavik. Verkalýðsleiðtogar frá Sovét- rikjunum hafa dvalizt hér á landi siðustu daga i boði Alþýðu- sambands Islands. Hér er um að ræða Ivan Vladychenko, aðalrit- ara miðstjórnar sovézka Alþýðu- sambandsins, Eugeniu Ignat- geva, fulltrúa verkafólks i mat- vælasambandi Sovétrikjanna, og Fjodor Korvjakov frá byggingar- mannasambandi i Leningrad. Boðað var til blaðamannafund- ar með þessum verkalýðsleiðtog- um i fyrradag, þar sem þeir lýstu yfir ánægju með komu sina hing- að og kynni sin af verðalýðs- hreyfingunni hér. Siðan svöruðu þeir spurningum fréttamanna. Fram kom á fundinum, að sovézka verkalýössambandið hefur boðið Alþýðusambandi Is- lands að senda fulltrúa til Sovét- rikjanna einhvern tima á næst- unni. Ennfremur kom fram, að Sovétmenn vilja fá menn til lands sins til að kynna þar starfsemi is- lenzku verkalýðshreyfingarinn- ar. ,,Opið hús" í Breið- holti og Ár- bæjarhverfi ÓV—Reykjavik Á þriðjudaginn i siðustu viku (20. júni) hófst i Breiðholts- og Árbæjarhverfum starfsemi á vegum Æskulýðsráðs Reykjavik- Tónskóla Sigursveins slit- íð í óttunda skipti Áttunda starfsári Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar er nú nýlokið. Það hófst 20. septem- ber '71. Auk skólastjóra störfuðu við skólann 20 stundakennarar. f skólanum voru 296 nemendur og skíptust þeir þannig á námsgrein- ar: Pianó 91, harmónium 14, fiðla 23, selló 5, gitar 46, flauta 10, altflauta 6, kiarinett 7, fagott 1, trompett 12, básúna 1, blokk- flauta og nótnalestur 80. Nær allir nemendur i skólanum luku vor- prófi. Námsstigum luku 29 nemendur þannig: Fyrsta stigi 16 nemendur, öðru stigi 9, þriðja stigi 2 nemendur og fjórða stigi 2. t tónfræði luku 42 nemendur fyrsta stigi og 41 öðru stigi. Tónskóli Sigurvins. Músikfundir voru haldnir mánað- arlega með þátttöku flestra nem- enda. Haldnir voru þrennir al- mennir nemendatónleikar, jóla- tónleikar i Hagaskóla, vortónleik- ar i Austurbæjarbiói og i april voru haldnir skóiatónleikar i skólahúsnæðinu við Hellusund fyrir þá nemendur, sem lengst eru komnir. Auk þess voru músikfundir á vegum nemenda- félags skólans. Á skólaárinu gerðust þau tið- indi i sögu skólans, að staðfestar voru reglugerðir fyrir tónskólann og styrktarfélag hans. Þá gekkst styrktarfélagið fyrir þvi, að kaupa húseignina Hellusund 7 handa skólanum. Þar fór mestöll kennslan fram i vetur, við mjög bætta aðstöðu frá þvi sem áður var. Húsið er eign skólans og mun hann eiga i nokkrum fjárhagsörð- ugleikum næstu árin vegna þess, en vonandi stendur það til bóta. Siðastliðinn vetur var efnt til happdrættis vegna húskaupanna og var það að mestu i umsjá nemendafélags tönskólans. Var þvi vel tekið af styrktarfélögum, foreldrum nemenda og öðrum aðildarmönnum Margir einstakl- ingar lögðu fram lið sitt við þess- ar framkvæmdir, þar á meðal unnu áhugamenn úr hópi styrkt- arfélaga og kennara i sjálfboða- vinnu við endurbætur á húsinu, svo hægt væri að hefja kennslu i þvi. Ollum þessum aðilum færir tónskólinn alúðarþakkir fyrir framlag þeirra. Þriðjudaginn 2. mai voru námsskirteini afhent og skólan- um slitið. Reykjavik, 15. júni 1972, Skólastjóri. ur fyrir unglinga eldri en 13 ára. Er ,,Opið hús” i skólum hverf- anna og geta unglingarnir komið þangað á timabilinu frá kl. 20-23 og dundað sér við tafl, spil, tón- listaráheyrn og ýmisskonar leik- tæki. Fréttamaður Timans leit inn á „Opið hús" i Breiðholtsskóla sl. föstudagskvöld og voru þar þá fyrir um það bil 40 unglingar. Virtust þau una sér vel og stelpur i fótboltaspili ráku upp skræki og dilluðu sér i takt við músikina af Mandölu, nýjustu plötu hljóm- sveitarinnar Trúbrots. Umsjónarmaður kvöldanna sagði fréttamanni, að þessi hópur væri ivið minni en á þriðjudags- kvöldinu, enda opið i Tónabæ með hljómsveit þetta kvöld. Þó var hann ánægður með aðsokn og sagðist vissulega búast við henni aukinni, er spyrðist út, að ,,heil- mikið stuð" væri á þessum kvöld- um. Breiðholtsbúar á þessum aldri skipta hundruðum og er þetta fyrsti visirinn að þvi að koma á skipulögðu æskulýðsstarfi i hverfinu. Mjög hefur verið kvart- að yfir skrilslátum ungmenna i Breiðholti og ekki þýðir að neita þvi, að eitthvað hefur verið um slik. En taka verður tillit til þess, að Breiðholtið er ungt hverfi i tvennum skilningi, að minnsta kosti. Yfirgnæfandi meirihluti ibúanna er ungt fólk og flest er til- tölulega nýflutt i hverfið. Þvi er að sjálfsögðu ekkert til þar, sem kallast mætti „hverfisvitund" — og hvenær hefur verið byggt nýtt hverfi i Reykjavik, sem ekki hef- ur i byrjun verið kallað „óþverra- bæli" og fleiri ljótum nöfnum: ókyrrð og rótleysi hlýtur að fylgja nýjum hverfum, þar sem býr fólk, er kemur úr mismunandi umhverfi. Sömu sögu er áreiðan- lega að segja úr Árbæjarhverfi, en að visu er þaö hverfi nú orðið dáiitið eldra. Nú hefur verið kjörinn i Breið- holti prestur, sem i blaðaviðtölum hefur lýst þvi yfir, að hann telji æskulýðsstarf mjög mikilvægt i hverfinu og er þvi fyllsta ástæða til að hvetja Breiðholtsbúa — svo og borgarbúa alla — til að hlúa að nýbyrjaðri starfsemi ÆR. ,,Opið hús" verður framvegis á þriðjudags- og föstudagskvöldum i skólum margnefndra hverfa, á timanum frá kl. 20-23, eins og áð- ur segir. tírvals hjólbaröar Flestar gerbir ávallt fyrirliggjandi FHótoggóöhjónusta KAUPFELAG TALKNAFJARDAR TÁLKNAFIRDI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.