Tíminn - 28.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.06.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. júni 1972 TÍMINN 7 Hvetja menn til opíum- framleiðslu Franski þingmaðurinn Edouard Bonnefous hefur sakað frönsku stjórnina um, að hún styðji menn til framleiðslu valmúa, en úr valmúanum er opium einmitt framleitt. Þetta sé gert á sama tima og mörg Asiu-lönd leggi fast að bændum að hætta slikri framleiðslu vegna þess mikla eiturlyfjavandamáls, sem gengur yfir heiminnn. Valmúa- rækt hefur heldur verið studd i Frakklandi allt frá þvi árið 1962, og er meginástæðan sú, að með sölu á opium hefur verið hægt að halda jafnvægi i utan- rikisverzlun landsins, og einnig til þess að koma i veg fyrir mögulegan skort á opium á heimsmarkaðinum. Reyndar er málum þannig háttað, að strangt eftirlit er haft með opiumframleiðendum, og þeir verða að selja alla sina fram- leiðslu til kaupenda, sem hafa sérstakt leyfi til þess að kaupa og selja ópium, og full vinna það, en siðan er það selt til lyf- sala, og lyfjaframleiðenda. Bonnefous sagði i franska þinginu, máli sinu til stuðnings, að það væri ekki rökrétt, að styðja valmúarækt i Frakk- landi annars vegar en leggja siðan 100 þúsund dollara til Sameinuðu þjóðanna, eins og Frakkar gerðu nýlega til þess að styðja Sþ i baráttunni gegn opiumframleiðslunni i löndum eins og Indlandi og Tyrklandi. Viturlegra væri að halda áfram að kaupa ópium i þeim löndum, þar sem framleiðsla þess er ódýrust. í þessum umræðum i franska þinginu kom fram, að i Frakklandi væru aðeins um 2000 eiturlyfjasjúklingar, sem vitað væri um, en 40% þeirra eru sagðir vera innan viö tvitugt. Heilbrigðismálaráðherra Frakka, Robert Boulin, sagði, að allt frá árinu 1959 hefði Drottning veganna í Hverjum gæti dottið i hug, að rúmlega tvitug stúlka hefði gert það að atvinnu sinni, að aka 80 feta löngum flutningabil um vegi Sviþjóðar. Sú er reyndar raunin, og stúlkan heitir Yvonne Sjöström. Hún ekur Volvo- flutningabil, og segir, að það sé leikureinn, eftir að maður hafi gert sér grein fyrir þvi, hversu langur og breiður flutn.bilinn er i raun og veru. Sjálf er Yvonne ekki stór, en bilstjóra- lega vaxin, hún er 168 cm á hæð og samsvarar sér mjög vel Ekki finnst Yvonne einmannalegt að aka flutningavagninum. Hún kann vel að meta frelsi veganna, og þegar hún þreytist getur hún lagt sig i rúmið, sem er fyrir aftan bilstjórasætið. Yvonne var trúlofuð, en þegar hún ákvað að leggja fyrir sig aksturinn sagði kærastinn henni upp. Honum fannst þetta ekkert kvenmannsverk, Sviþjóö og sagðist vilja hafa konuna sina heima yfir pottum og upp- vaski, en ekki einhvers staðar langt i burtu á tröllstórum Volvo-bil. Ekki gekk það hljóða- iaust fyrir Yvonne að fá vinnuna. Hún hafði tekið öll til- skilin próf, en þurfti að hringja i 11 forstjóra flutningafyrirtækja áður en hún fékk svo mikið sem að sýna fram á að hún gæti allt eins vel ekið bilnum eins og hver annar, og þetta væri ekkert frekar karlmannsstarf heldur en svo margt annað sem konur eru nú farnar að gera, en eitt sinnvartalið tilheyra, að karl- menn dunduðu við. Á annarri myndinni sjáið þið Yvonne gægjast út um dyrnar á bilnum sinum, en ljósmyndarinn stóð aftast við bilinn, og fjarlægðin er svo mikil, að varla er hægt að greina bilstjórann. A hinni situr hún undir stýri. franska stjórnin óttazt, að til opiumskorts ætti eftir að koma i heiminum, til lyfjanotkunar, og hefði sá ótti orðið að raunveru- leika, þegar Tyrkir ákváðu nýlega, að stöðva valmúa- ræktun i landi sinu. Veröur prinsinn rithöfundur? Rikisarfi Breta, Karl prins, kemur senn fram á sjónarsviðið i nýju hlutverki: Hann hefur skrifað formála að ævisögu for- föður sins, Georgs III, sem var uppi frá 1738 til 1820. Það er sagnfræðingurinn John Brooke, sem hefur skrifað ævisöguna, en hann rakst á prinsinn, þegar hann vann við að safna upp- lýsingum að sögunni i bókasafni Windsor-hallarinnar. 1 for- málanum skrifar prinsinn um fjöldamörg smáatvik og gerðir konungsins, sem hingað til hafa verið óþekktar, segir Brooke. Honum fannst rentan lik Páll skáldi var á stúdentsár- um sinum i Odda hjá séra Gisla Þórarinssyni. Eitt sinn, er börn- in voru komin þangað til spurn- inga, varð séra Gisli að hvarfla frá vegna gestakomu, og bað Pál annast fyrir sig kristin- dómsfræðsluna i það skipti. Páll fór með börnin i kirkj' una, en er séra Gisli kom þang- að að alllöngum tima liðnum, var þar fjör mikið og kæti, þvi að fræðarinn hafði lagt kverið á hilluna og farið i blindingsleik við krakkana. Séra Gisli fann að þessu, en Páll svaraði: ,,Þau vildu þetta heldur, krakkagreyin, en mér fundust leikirnir svipaðir og rentan lik.” DENNI DÆMALAUSI „Magga, hann Denni er allsstað- ar að leita að þér. Hann fann stóra og feita kónguló.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.