Tíminn - 28.06.1972, Side 8

Tíminn - 28.06.1972, Side 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 28. júni 1972 Góður kveikir, slakur kæfir Rætt við ungt fólk, sem útskrifaðist úr Kennaraháskólanum í vor Einar Hörður Svavarsson og Ellen Arnadóttir. Kennaraskóli islands, sem nú licitir Kennaraháskóli islands, hefur haft afar fjölþættu hlut- verki að gegna sfðari árin. Meginhlutverk skólans var og er að mennta kennara og hefur hann scm slikur haft mikil áhrif á inenntun landsins barna. islenzka skólakerfið hefur fram á siðustu ár vcrið harla ein- strcngingslcgt og dyr svonefndra æðri menntaslofnana staðið fáum opnar, engum verið hlcypt inn i menntaskólana nema að loknu landsprófi með tilskilinni lág- markseinkunn og engum inn i há- skólann, nema að loknu studcnts- prófi. Kennaraskólinn stóð fleiri opinn til skamms tima og fór vel á þvi, cnda þótt því væri ckki að leyna, að ofvöxtur hljóp i hann miðað við það húsnæði, sem hon- um var ætlað og hinu, að þar hafa i raun verið margir skóiar undir söinu þökum, þvi viða þurfti að fá inni, sömú sljórn og sama nafni. Okkur þótti þvi ckki úr vegi að ræða við nokkra nemcndur K.t. sem útskrifuðust i vor. Áhugi á manninum Kari óiafsdóltir lauk stúdents- prófi frá máladeild menntadeild- ar K.t. — Hvers vegna fórst þú i K.t.? Þegar ég fór i Landspróf var ég með Kennaraskólann i huga og þangað fór ég. — Ætlarðu i kennslu i vetur? Ég býst fastlega við þvi og hef i huga að sækja um stöðu i grennd við borgina. Ég hef Skálatún i Mosfellssveit i huga, en augun op- in fyrir öðrum möguleikum. — Hvað um frekara nám? Þegar ég valdi mér kjörgreinar tók ég sálarfræði og liffræði. Sál- arfræðin varð mér hugstæð og ég leit það hýru auga að leggja stund á hana i háskóla, en námið getur orðið langt og ýmsar skildar greinar bjóða upp á skemmra nám. Siðastliöið sumar vann ég á Kleppsspitalanum. Þar er mikill skortur á félagsráðgjöfum, en þörfin fyrir fólk með þá menntun er vitaskuld brýn miklu viðar i samfélaginu, svo ég gæti vel hugsað mér að sigla og leggja stund á það nám á næsta ári. En hvaö sem ofan á verður i framtið- inni er ég ráðin i að kenna næsta vetur. — Telur þú kennaranámið geta komið að gagni i félagsráðgjafar- námi og -starfi? Þvi ekki það. öll reynsla hlýtur að vera nokkurs virði. — Beinistáhugi þinn fremur að afbrigðilegu fólki? — Alls ekki, ég hef áhuga á manninum sem slikum, og ekki siður á þeim, sem taldir eru eins og fólk er flest en hinum sem telj- ast afbrigðilegir. — Telur þú breytingu kennara- skólans i háskóla til bóta? Ég held það leiði af sjálfu sér, að verði til bóta. Skólinn i sinni gömlu mynd dró að sér fólk, sem oft á tiðum hafði ekki beinlinis áhuga á kennslu heldur þyrsti i þá menntun, sem þar var að fá. Nú er loku fyrir það skotið og skólinn hlýtur að eiga hægar með að ein- beita sér að kennaramenntuninni. Þaö hljóta þvi að verða betri kennarar, sem þaöan koma en af gamla skólanum. Tók stefnuna 9 ára göm- ul Ingibjörg Bragadóttir lauk al- mennu kennaraprófi í vor. Hvernig stóö á þvi,að þú fórst i K.I.? Ég ákvað að verða kennari þeg- ar ég var 9 ára gömul. — Hvað ætlarðu að gera næsta vetur? Mest langar mig að fara i kennslu, en reikna þó heldur með að fara i menntadeild, en vetur- inn þar á eftir er ég ákveðin i að kenna. — Langar þig i eitthvert sér- nám? Svo gæti farið, en ég kenni alla- vega fyrsta kastið. Hvað frekara nám áhrærir kemur rnárgt til greina. Ég fór i áheyrnartima i Höfðaskóla og gæti hugsað mér að læra eitthvað viðvikjandi van- gefnum börnum og svo er félags- ráðgjöf ekki óhugsandi. — Og hvað hefur þú svo um kennaraháskólann að segja. Ég held.að hann sé til mikilla bóta. Þar mun fólki gefast kostur á meiri sérhæfingu. Æfinga- kennslu og allri þjálfun kennara- ifna verður hægara aö sinna. Nú og þeir, sem skólann sækja, verða væntanlega ráðnir i að leggja fyr- ir sig kennslu. Eins erum við, sem nú útskrifumst, mjög ung, en þeir, sem kennarahaskólinn sendir frá sér, verða 3 árum eldri að jafnaði. Þau yngstu eru skemmtilegust Guðrún Hctcrsen stúdent frá V.l. lauk prófi úr stúdentadeild K.l. i vor. — Er 2 ára stúdentadeildin ekki úr sögunni með útskrift þins árgangs? Það hefur ekki verið hleypt inn i hana siðan 1970. — Ætlar þú til frekara náms i haust?- Nei, ég ætla að kenna næsta vetur ef ég þá fæ nokkra stöðu, en svo virðist sem margir séu um hvert rúm, að minnsta kosti á Reykjavikursvæðinu. En vel kemur til mála, að ég læri upp- eldisfræði seinna meir og þá er- lendis. — Hve gömlum börnum viltu kenna? — Sem yngstum. — Þegar ég átti kost á dönsku eða smábarna- kennslu siöastl. vetur i námsvali kaus ég smábarnakennsluna. Auk þess fékk ég ekki æfingarkennslu nema hjá 6-9 ára börnum, og féll mér bezt að eiga við þau yngstu. — Nú er skólinn orðinn háskóli. Já, nú er hann 3 ára skóli og vonandi að sá timi endist vel. Það, sem mér þótti einna slakast við hann i sinni gömlu mynd, var, hve erfiðlega gekk að sinna öllu viðvikjandi æfingarkennslunni. En skólinn i sinni nýju mynd ætti að geta sinnt þvi hlutverki betur. Nú er ekki þvi að neita, að margt lærist þegar komið er út i sjálft starfið. Fóru fram hjá kennara- prófi Næsttökum við Ellen Arnadótt- urog Einar Hörð Svavarsson tali, Guðrún Petersen en þau luku prófi úr deild, sem tók 4 vetur og lauk með stúdentsprófi i vor án kennararéttinda. — Hvers vegna hafið þið ekki kennararéttindi? Einar Hörður svarar fyrir sinn munn: Ég ætlaði upphaflega að fara i Kennaraskólann til þess að fá réttindi til þess að fara i há- skólanám B.A. En þegar ég sett- ist inn i skólann bauðst okkur, sem það vildum, að sigla fram hjá almennu kennaraprófi og fá stúdentspróf á 4 árum. Ég tók þvi vitaskuld fegins hendi. — Og Ellen segir: Ég haföi Sturla Þorsteinsson. hugsað mér að fara i kennara- nám, en lenti samt inn á þessari sömu linu. Fyrstu 2 veturna, var ég i annarri tveggja bekkjar- deilda, sem héldu opnum báðum leiðum, annars vegar þeirri að taka stúdentspróf á 4 árum hins vegar að fara i almennt kennara- próf á jafn löngum tima. Endan- lega ákvörðun urðum við svo að taka upp úr öðrum bekk. Lang flestir kusu stúdentsprófið, ég var orðin hagvön og slæddist þvi með þvert ofan i upphaflega ætlun mina. — Hvernig lizt ykkur á Kenn- araháskólann? Einar svarar þvi til,að skólanum eigi að loka i 2 ár og athuga svo, hvað timabært sé að gera. Ekki rökstyður hann það að öðru leyti en þvi, að á honum er að skilja,að þannig verði húsnæðisþörfin bezt leyst. — Hvað hyggist þið fyrir i framtiðinni? Einar: Ég ætla i jarðeðlisfræði, en það á að opna deild i þeirri grein við H.f. næsta haust. Ellen: Ég ætla að ljúka al- mennu kennaraprófi næsta vor og fara svo að kenna börnum. Breyting, sem slær i takt við nútimann Þórður Snorri óskarsson lauk prófi frá K.í. i vor. — Stefnir þú að háskólanámi i haust? Já, ég ætla i sálarfræði i Há- skóla tslands i haust og stefni að B.A. prófi i þeirri grein. Ef það gengur allt að óskum gæti svo farið að ég færi til Kanada eða Bandarikjanna i framhaldsnám. — Hvers vegna fórst þú i K.I.? Þegar ég lauk gagnfræðaprófi ’67 var fátt um leiðir til áfram- haldandi náms. Ég valdi kenn- Frh. á bls. 15 Ingibjörg Bragadóttir Skarphéðinn Óskarsson Kari ólafsdóttir Jón Arni Þórisson Þórður Snorri óskarsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.