Tíminn - 28.06.1972, Síða 9

Tíminn - 28.06.1972, Síða 9
Miðvikudagur 28. júni 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Fra'msóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinssori (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasonu Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306. Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusími 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein- takið. Blaðaprent h.f. Ihaldið breytist ekki Það var eitt af fyrstu stefnumálum Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokksins, þegar þeir hófu starf sitt fyrir meira en hálfri öld, að styrkja sem allra flesta einstaklinga til að eign ast eigið húsnæði.Fyrsta sporið i þessa átt var stigið með lögum um byggingar- og landnáms- sjóð. Næsta spor var löggjöfin um verka- mannabústaðina. Sjálfstæðisflokkurinn, sem þá hét raunar réttu nafni eða íhaldsflokkurinn, beitti sér harðlega gegn þessum lögum báðum. Talsmenn hans héldu þvi fram, að sú aðstoð, sem mönnum væri hér veitt til að eignast eigið húsnæði, yrði aðeins til að draga úr sjálfs- bjargarhvötinni og einstaklingsframtakinu. Talsmenn hans sögðu, að það bezta, sem hið opinbera gæti gert i húsnæðismálunum, væri að gera ekki neitt. Jafnvel lögin um byggingar- samvinnufélögin, sem sett voru að frumkvæði Framsóknarflokksins, litu þeir hornauga. En þeirri stefnu, að sem allra flestir byggju i eigin húsnæði, hefur verið fylgt þrotlaust áfram undir forustu Framsóknarmanna. Nýtt spor var stigið, þegar Steingrimur Steinþórs- son var félagsmálaráðherra 1953-’56, með lög- unum um sérstaka lánaaðstoð við byggjendur eigin ibúða, og var þá raunar lagður grundvöll- ur þess ibúðalánakerfis, sem nú er búið við. Mesta endurbótin á þvi var gerð i tið vinstri stjórnarinnar á árunum 1956-’58. Það er i samræmi við þá stefnu Framsóknar- flokksins að styrkja eigi sem allra flesta til að búa i eigin húsnæði, að hann hefur viljað skatt- leggja sem allra minnst hóflegt einkahúsnæði. Bæði á Alþingi og i borgarstjórn Reykjavikur hafa fulltrúar hans flutt tillögur um, að fast- eignagjöldunum yrði stillt i hóf þegar um væri að ræða hóflegt ibúðarhúsnæði, sem eigendur- nir byggju sjálfir i. Þessar tillögur hafa ekki náð samþykki full- trúa Sjálfstæðisflokksins. Það er i fullu sam- ræmi við þessa afstöðu Sjálfstæðismanna, að þeir hafa nú að þarflausu látið Reykjavikur- borg nota sér heimild til að hækka fasteigna- skatta á ibúðarhúsnæði um 50%.í þvi sambandi er það engin afsökun að vitna til annarra bæjarfélaga, þar sem öðruvisi er ástatt og fast- eignamatið er heldur ekki eins hátt. Af hálfu minnihlutaflokkanna i borgarstjórn var lögð áherzla á, að þetta aukaálag yrði ekki látið ná til ibúðarhúsnæðis, en fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins létu það sem vind um eyru þjóta. Þannig er enn mikill skyldleiki milli núver- andi leiðtoga Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik og þeirra foringja hans, sem beittu sér gegn verkamannabústöðunum fyrir 40 árum og annarri aðstoð við þá, sem af litlum efnum voru að reyna að eignast eigið húsnæði. íhaldið breytist ekki, þótt árin liði. ERLENT YFIRLIT Vill stjórnin í Hanoi ( ekki semja við Nixon? Bíður hún eftir spám skoðanakannana í Bandarikjunum? MARGT bendir nú til þess, að stjórnir Sovétrikjanna og Kina hvetji stjórn Norður- Vietnams til þess að semja um vopnahlé og frið við Bandarik- in áður en forsetakosningar fara þar fram. Ferðalag Pod- gornys, forseta Sovétrikjanna, til Hanoi, virðist hafa verið farið i þeim tilgangi að hvetja stjórn Norður-Vietnams til samninga. För Kissingers, aðalráðunautar Nixons for- seta i 'alþjóðamálum, til Pek- ing, virðist einnig hafa verið farin i trausti þess, að Peking- stjórnin myndi beita áhrifum sinum til að greiða fyrir sam- komulagi með þvi að hvetja stjórn Norður-Vietnams til samninga. Sitthvað bendir til þess, að Kissinger hafi ekki verið tekið illa i Peking. Staðan er nú þannig.að bæði Bandarikin annars vegar og Sovétrikin og Kina hins vegar, virðast hafa áhuga á sam komulagi, eða m.ö.o. sagt, stórveldin hafa öll áhuga á skjótri lausn Vietnam-deii- unnar. Hins vegar er stjórn Norður-Vietnams ekki eins fús til samninga, og valda þvi ýmsar ástæður, eins og siðar verður vikið að. Hér gerist það sama og i deilunni fyrir botni Miðjarðarhafsins. Bæði Bandarikin og Sovétrikin vilja ná samkomulagi i deilum ísraels og Arabarikja, en israel neitar að láta hertekna landsvæðið af hendi og hindr- ar þannig allt samkomulag. Þannig geta stórveldin ekki alltaf sagt smærri rikjunum fyrir verkum, þótt þau reyni það gjarnan. ÁSTÆÐURNAR, sem valda þvi, að stjórnendur Norður- Vietnams eru tregir til samn- inga, eru margar. Mikilvæg- ust er þó sennilega sú ástæð- an, að þeir tortryggja alla samninga við Bandarikin. Þeir telja Bandarikjamenn eiga mesta sök á þvi, að sam- komulagið, sem gert var um Vietnam á Genfarfundinum 1954, var svjkið, þ.e. að þjóð- aratkvæðagreiðslan, sem lof- að hafði verið i Suður-Viet- nam, var aldrei látin fara fram. Eisenhower gaf á þessu þá einföldu skýringu, að um 80% kjósenda myndu hafa fylkt sér um Ho Chi Minh, ef atkvæðagreiðslan hefði farið fram. Það voru þessar van- efndir, sem leiddu m.a. til þess, aö stjórn Norður-Viet- nams hóf að skipuleggja skæruliðasamtökin i Suður- Vietnam nokkrum árum siðar. Þá hafa Bandarikin enn ekki viljað fallast á það höfuðskil- yrði stjórnar Norður-Viet- nams fyrir samkomulagi, að mynduð verði þjóðstjórn á breiðum grundvelli i Vietnam. Stjórn Norður-Vietnams legg- ur til, að þessi þjóðstjórn byggist á samstarfi þriggja aðila, þ.e. stuðningsmanna núverandi stjórnar, andstæð- inga núverandi stjórnar, sem ekki tilheyra þjóðfrelsishreyf- ingunni, og svo þjóðfrelsis- hreyfingarinnar. Þá er það skilyrði stjórnar Norður-Viet- nam að Thieu forseti dragi sig i hlé. Þjóðstjórnartillaga stjórnar Norður-Vietnams virðist ekki ósanngjörn, en Bandarikja- stjórn hefur þó enn ekki viljað fallast á hana. Hún hefur að- eins látið Thieu forseta gefa til Teiknimynd af Nixon i Nhan Oan, aöalblaöi stjórnarinnar i llanoi. kynna, að hann sé fús til að draga sig i hlé mánuði áður en almennar þingkosningar fara fram i Suður-Vietnam. Ætlun hansog Bandarikjastjórnar er bersýnilega sú, að stjórnin verði samt áfram i höndum fylgismanna Thieus. Að visu er talað um, að alþjóðlegt eft- irlit skuli haft með þvi, að kosningarnar fari heiðarlega fram, en þvi treystir sennilega enginn þeirra, sem fylgdust meðsiðustu forsetakosningum i Suður-Vietnam undir hand leiðslu Thieus og félaga hans. Þannig virðist það nú vera afstaðan til Thieu, sem stend- ur einna mest i vegi fyrir þvi, að samkomulag náist i Suður- Vietnam, eða m.ö.o. stuðning- ur Nixons forseta við óvinsæla og lélega leppstjórn. AÐ DÖMI sumra blaða- manna hefur það svo veruleg áhrif á afstöðu Hanoi-stjórn arinnar, að hún geri sér nokkra von um, að forseta- skipti verði i Bandarikjunum i kosningunum i haust. Hún telji, að skilyrði til samninga verði allt önnur og betri, ef t.d. McGovern yrði næsti forseti Bandarikjanna. Þess vegna þykir umræddum blaðamönn- um sennilegt, að stjórn Norð- ur-Vietnams muni biða átekta fyrst um sinn og sjá hvert for- setaefni demokrata verður og hvernig spár skoðanakannana verða um sigurmöguleika. Rússar og Kinverjar virðast hins vegar trúa á^að Nixon verði endurkosinn og að betra sé að semja við hann fyrir kosningarnar en eftir þær. Vinni Nixon i kosningunum, geti hann orðið örðugur við- fangs i samningum á eftir. Mjög er deilt um, hvaða áhrif loftárásirnar á Norður Vietnam hafi á samningavilja Hanoi-stjórnarinnar. Sumir telja, að hin mikla eyðilegg- ing, sem loftárásirnar valda, muni sannfæra stjórn Norður- Vietnams um, að skynsamleg- ast sé að semja. Aðrir halda fram hinu gagnstæða og telja það meira i samræmi við skaplyndi Norður-Vietnama að harðna við hverja raun, i stað þess að láta undan siga og gefast upp. Norður-Vietnamar viti lika, að Rússar og Kin- verjar verða nauðbeygðir til að veita þeim aukna hjálp, ef striðið heldur áfram, hvort sem þeim likar það betur eða verr. FYRIR Nixon er það áreið- anlega mikilvægt, með tilliti til kosningabaráttunnar, að ná samkomulagi um Vietnam- deiluna áður en kosningarnar fara fram. Þótt vigstaðan i Suður-Vietnam sé nú nokkru skárri en fyrir fáeinum vik- um, getur það átt eftir að breytast. Norður-Vietnamar gætu átt það til að draga nýja sókn þangað til i september eða október og taka t.d. Kont- um eða Hue, þegar Nixon kæmi það verst með tilliti til kosninganna. Sannleikurinn er sá, að Bandarikjamenn hafa enn ekki gert sér full- komlega ljóst, hver var til- gangurinn með sókn Norður- Vietnama. Eru þeir t.d. aðeins að villa um fyrir Bandarikja- mönnum og Suður-Vietnöm- um, þegar þeir stefna sókninni nú að An Loc, Kontum og Hue, en að aðalmarkmið þeirra sé að gera höfuðárásina á Saigon siðar á árinu? Ýmsir blaða- menn, sem verið hafa i Viet- nam, hafa varpað þessu fram að undanförnu og telja ýmsar likur benda i þessa átt. Vafalitið er, að það verður vatn á myllu McGoverns, ef styrjöldin i Vietnam heldur áfram, og þó einkum ef stjórn Suður-Vietnams yrði fyrir hernaðarlegu áfalli rétt fyrir kosningarnar. Fyrir Nixon er nú um það að velja að hætta stuðningnum tið Thieu-stjórnina eða að halda styrjöldinni áfram. Allt bendir til, að hann geti náð samkomulagi við stjórn Norð- ur-Vietnams og þjóðfrelsis- hreyfinguna i Suður-Vietnam, ef hann féllist á þjóðstjórnar- hugmynd þessara aðila. Nixon væri orðinn eitthvað misvitur, ef hann veldi ekki þennan kost, sem er lika sæmilegastur og réttastur. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.