Tíminn - 28.06.1972, Qupperneq 14

Tíminn - 28.06.1972, Qupperneq 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 28. júni 1972 Hefnd ungfrú Kitty Winter „Gerið svo vel að setjast niður, doktor”, mælti hann. ,,Ég var að lita yfir fjársjóði mina og hugsa um, hvort ég hefði efni á að auka við þá. Þetta litla Tang-sýnishorn er frá sjöundu öld, kannski yður þætti gaman að skoða það. Þér munuð aldrei hafa séð betri gljáa en er á þvi. Hafið þér með yður Ming-skálina sem þér nefnduð i bréfinu?” Ég vafði umbúðunum varfærnislega utan af skálinni og rétti honum. Hann settist við skrifborðiö kveikti á borð- lampanum, þvi að farið var að dimma, og hóf nú rannsókn á skálinni. Ljósið féll á andlit hans og ég gat nú virt hann vel fyrir mér. Hann var vissulega mjög friður maður, og orðrómurinn um friðleik hans og glæsimennsku voru engar ýkjur eða missagnir. Hann var aðeins meðalstór vexti en vel vaxinn og limaður. Hann var fremur dökkur á hörund.augun mjög dökk með einkennilegu bliki, ersýnilega gat truflað hjartarósemi margra kvenna. Hár og yfirskegg var hraínsvart, yfirskeggið litið vandlega hirt og endarnir vax- bornir og liktust nálaroddum. Andlitsdrættirnir voru reglulegir, en varirnar þunnar og ekki boga- dregnar. Yfir höfuð fannst mér munnsvipurinn lýsa grimmd og slægð, i senn, og ég gat ekki varizt þeirri hugsun, að hann hefði átt að dylja þann svip með yfirskegg- inu, í stað þess að láta það mynda spjótsodda, sem liktust hættu- merki frá hendi náttúrunnar. Röddin var þægileg og látbragð o- aðfinnanlegt. Mér virtist að hann mundi vera litið fyrir þrítugt, þótt siðar kæmi i ljós, að hann var fjörutiu og tveggja ára. ,,Mjög falleg, reglulega falleg ,” sagði hann að lokinni skoðun sinni. ,,()g þér segizt hal'a samstæðu, sex hluti af sömu gerð. Mig undrar að ég skuli ekki fyrr hafa heyrt neitt um þessar ger- semar. Ég vissi af aðeins einum hlut af þessari tegund hér i Eng- landi, og mér finnst óliklegt, að hann sé til sölu. Væri það of nær- göngult að spyrja yður, dr. Hill Barton, hvar þér hafið fengið þessa skál?” „Skiptir það nokkru máli?” spurði ég eins kæruleysislega og mér var unnt. „Þér sjáið, að skálin er óíölsuð, og hvað verðið snertir, þá er ég fús að hlita um það dómi einhvers sérfróðs manns.” „Mjög undarlegt og dularfullt”, sagði hann og grunsemdarleiftri brá fyrir i hinum dökku augum hans. „1 viðskiptum með svo dýrmæta hluti vilja menn jafnan vita um fyrri eigendur. Vist er það, að skálin er ekta og ófölsuð. En setjum svo, að þér hafið enga heimild til að selja hana, — allt þess háttar verö ég að taka með i reikninginn.” „Ég mundi gefa yður tryggingu gegn öllu sliku”, svaraði ég. „Þá kemur'til álita, hvers virði sú trygging kann aö vera.” „Bankastjórar, sem ég skipti við, mundu gefa þá tryggingu.” „Svo má vera. En annars finnst mér þessi viðskipti Iremur undarleg.” „Þér eruð sjálfráður um það, hvort við eigum nokkur viðskipti eða ekki,” sagði ég hirðuleysis- lega. „Ég hef boðið yður þau fyrstum manna, þar sem ég vissi að þér voruð safnari .Enmérmun veitast auðvelt aö fá viöskipta- vini annars staðar.” „Hver sagöi yður að ég væri safnari?” „Ég vissi að þér höfðuð skrifað bók um þetta efni.” „Hafið þér lesið þá bók?” „Nei.” „Vitið þér nú hvað! Þetta verður sifellt óskiljanlegra fyrir mig. Þér eruð safnari og list- munasali, hafiö mjög verðmætan hlut meðferðis, en samt hafið þér aldrei lesið einu bókina, þar sem lræðast mátti um slika hluti, hvers virði þeir eru. Hvaöa sýringu gefið þér á þessu?” „Ég á mjög annrikt, ég er starfandi læknir.” „Það er ekkert svar. Ef menn eiga einhver hugðarefni, þá kosta þeir öllu til þeirra. Þér sögðuð i bréfi yður, að þér væruð list- verkasali.” „Það er ég lika.” „Má ég spyrja yður nokkurra spurninga til reynslu? Ég verð að segja yður læknir, — ef þér eruð annars læknir, — að þetta efni verður sifellt grunsamlegra. Ég vil spyrja yður hvað þér vitið um Shomo keisara og hvert var sam- band hans við Shosoinn i Nara? Sjáum til það kemur yður i kröggur. Segið mér þá eitthvað um Wei-konungsættina og hvern hlut hún átti að leirbrennsluiðn og listmunagerð." Ég spratt upp úr sæti minu og lézt vera móðgaður og reiður. „Þetta er óþolandi herra minn. Ég kem hingað til að gera yður greiða, en ekki til að vera yfir- heyrður eins og skóladrengur. Þekking min á þessum efnum jafnast vist ekki á við þekkingu yðar, en ég mun vissulega ekki svara spurningum, sem bornar eru fram á svo mógðandi hátt.” Hann horfði fast á mig og nú öll mjúkleikaslikja horfin úr augnaráðinu, sem var hvasst og stingandi. Það glitti i tennurnar milli þunnra og harðneskjulegra varanna. „Hverskonar leikur er þetta? Þér eruð hér i njósnaerindum. Þér eruð vist sendisveinn Sherlock Holmes. Þér eruð að reyna að leika á mig. Sjálfur er hann að drepast og sendir þvi sporhunda sina til að hafa gætur á mér. Þér komuð hingað án leyfis, og má svo fara, að brottförin verði erfiðari en inngangan.” Hann hafði stokkið á fætur, og ég færði mig litiö eitt aftur á bak og bjó mig undir árás frá hans hendi, því að sýnilega var hann ofsareiður. Liklega hefur hann grunað mig frá upphafi, en sann- færzt, þegar hann lauk yfir- heyrslunni. Hann fálmaði niður i draghólf nokkurt og rótaðl þar ýmsu til. En þá barst eitthvert hljóð að eyrum hans og hann hlustaði með ákefðarsvip. Ah! hrópaði hann og þaut inn i herbergið fyrir aftan hann. Ég komst i tveim skrefum fram í opnar dyrna á innri stofunni. Ég mun aldrei gleyma þeirri sjón, er þar bar fyrir augu min. Glugginn er vissi út að garðinum var galopinn, og við gluggann stóð Sherlock Holmes likastur vofu með blóðugar reifar um höfuðið og andlitið fölt og tekið. Á næsta aridartaki hvarf hann út um gluggann, og ég heyrði brakið, er hann lenti i lárviðarrunninum fyrir neðan gluggann. Með reiði- öskri þaut húsráðandi út að glugganum. Og svo! Þaðgerðistá næsta augabragði og fyrir augunum á mér. Hendi og hand- legg, kvenarmi, brá fyrir milli laufgaðra trjágreina. Um leið rak baróninn upp skelfingaróp, sem ég mun seint eða aldrei geta gleymt. Hann greip báðum höndum fyrir andlitið, þaut i tryllingi fram og aftur um stofuna og rak höfuðið alls staðar i veggina. Loks féll hann á gólfið og engdist sundur og saman, en sársaukavein hans bergmáluðu um allt húsið. „Vatn, — i guðs bænum vatn,” hrópaöi hann. Ég náði i borð- flösku og flýtti mér til hans. 1 sama bili komu þjónarnir hlaup- andi inn i stofuna. Ég man, að einn þeirra féll i ómegin, þegar ég kraup á kné við hlið særða mannsins og ljósbirtan féll á af- skræmt andlit hans. Brenni- steinssýran hafði etið sig alls staðar inn úr höríndinu. Annað augað var hvitgljáandi að sjá, en hitt var rautt og þrútið af bruna. Þessir andlitsdrættir, sem ég hafði dáðst að fyrir nokkrum minútum, liktust nú helzt mál- verki, sem listamaðurinn hefði afskræmt með þvi að draga yfir það blautan, óhreinan svamp. Andlitið var alsett blöðrum og þrimlum, afskræmtog hræöilegt. Ég sagði i fáum orðum frá þvi, er gerzt hafði, það er að segja, ég sagði frá vitrial-árásinni, en lét Holmes að engu getið. Það var dimmt og farið að rigna. Milli ópanna æstist og ógnaði sjúkling- urinn þeim, er hafði leikið hann svo hræðilega. „Það var djöfuls-kettan hún Kitty Winter!” hrópaði hann. ilt I* 1140. Lárétt I) Flutningstæki,- 6) Fugl.- 8) lOOár - 9) Rani,- 10) Ötta,- II) Grjóthlið.- 12) Leiði.- 13) Hár,- 15) Óvirðir.- LóðréU 2) Suðum.- 3) Friður.- 4) Göng.- 5) Reiðver.- 7) Styrkir.- 14) Féll.- X ltáðning á gátu No. 1139 Lárétt 1) Jósef.- fi) Lái,- 8) Aka.- 9) Nem,- 10) Góm.- 11) Kál.- 12) AfL- 13) Ein.-15 Uglan.- Lóðrétt 2) Ólagleg.- 3) Sá,- 4) Ein- mana,- 5) Maska,- 7) Smali.- 14) II,- D R E K I Miðvikudagur 28. júní 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdcgissagan: Eyrarvatns-Anna” eftir Sigurð Helgason. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miödegistónleikar: islenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir . Fræðsluþáttur Tannlækna- félags islands (frá 6. marz s.l.): Elin Guðmannsdóttir tannlæknir talar um hirð- ingu tanna og viðhald. Erindi um Franz frá Assisi: Séra Árelius Nielsson flyt- ur. 16.40 Lög leikin á flautu. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 „Avori lifs i Vinarborg”. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Alitamál.Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti. 20.00 Frá tónlistarhátiðinni i Ohrid. Andre Navarra og Anreja Preger leika Sónötu op. 40 fyrir selló og pianó eftir Shostakovitsj. 20.20 Sumarvaka. 21.30 útvarpssagan: „Ilamingjudagar" eftir Björn J. Blöndal Höfundur les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sumarást” eftir Francoise Sagan. 22.35 Nútimatónlist. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. illillil Miðvikudagur 28. júní 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Frá Listahátið ’72. Tón- leikar i Laugardalshöll. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur „Stiklur” hljómsveit- arverk eftir Jón Nordal. Stjórnandi Karsten Andersen. 20.50 Valdatafl. Brezkur fram- haldsmyndaflokkur. 6. þátt- ur. Kvennarök. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 5. þáttar: Caswell Bligh hefur sig mjög i frammi i stjórn- málum og hyggur á fram- boð. Hann treystir gömul kynni, sem geta orðið hon- um að liði i baráttunni fyrir útnefningu flokksins. En þar kemur að honum finnst Wilder fara um of inn á sitt verksvið með samningum við útlenda aðila, og ákveð- ur að segja skilið við stjórn- málin að sinni og helga sig störfum við fyrirtækið. 21.35 br sögu siðmenningar. Fræðslumyndaflokkur frá BBC. 13. og siðasti þáttur. Alisráðandi efnishyggja. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.30 Endurtekinn þáttur um öryggisbelti og umferðar- öryggi. Aður fluttur i þætt- inum Sjónarhorn 6. júni. Dagskrárlok kl. 23.00. Ódýri markaðurinn Tilfellið er að við seljum of ódýrt. LITLISKÓGUR Snorrabraut 22 Simi 25644.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.