Tíminn - 28.06.1972, Síða 15

Tíminn - 28.06.1972, Síða 15
Miftvikudagur 28. júni 1972 TÍMINN 15 Góður kveikir Frh. af 8. síöu. araskólann og svo var um fleiri. — Hvaðfinnst þér um kennara- háskólann? — Ég tel það sé rétt breyting og að hún slái i takt við nútimann. Kröfur til kennara hafa aukizt og út um heim, t.d. á Norðurlöndum, eru það kennaraháskólar, sem sjá um kennaramenntunina. — Hefur þú ekki i hyggju aö leggja fyrir þig kennslu? Ég hef ekki áhuga á kennslu innan skyldunámsstigsins. Góður kveikir, slakur kæfir Skarphéðinn Óskarsson lauk kennaraprófi i vor. — Ætlarðu aö kenna næsta haust? í eina tið hafði ég áhuga á barnakennslu, en nú er ég á þvi að kenna eldri nemendum. Það krefst meira en almenns kenn- araprófs, svo að B.A. próf i ein- hverjum greinum kemur helzt til greina. Nú hefur komið til tals,að háskólinn taki inn nemendur með kennarapróf, og þá með einhverj- um skilyrðum. Ef af þessu verður og ég uppfylli öll skilyrði, sem er alls ekki vist, slæ ég til. Aö öðrum kosti sezt ég i menntadeild/ — Hefur ekki mikið að segja, hver kennir grein t.d. þegar nem- endur velja sér kjörsvið? Sannarlega og það mættu verð- andi kennarar hafa i huga. Góöur kennari kveikir áhuga á þeim greinum,sem hann kennir. Slakur kennari getur beinlinis kæft neista, sem er þegar fyrir hendi. Júní, júli og ágúst Jún Arni Þúrisson lauk stúdentsprófi frá K.í. i vor. — Hversvegna fórst þú ekki beint i kennslu að loknu kennara- prófi. Ég fór i menntadeild að ráði góðra manna til þess aö halda op- inni leið inn i háskóla. Mig langar til að leggja stund á ensku og ein- hverja aðra grein með til B.A. prófs, enda hef ég hug á að leggja fyrir mig unglingakennslu. En i haust hyggst ég kenna á barna- skólastiginu. — Hvers vegna fórst þú i K.t.? Ég segi nú bara eins og stelpan: Það gera júni, júli og ágúst, en gamanlaust hafði ég dálitinn áhuga á kennslu, sem mjög hefur glæðzt siðan. — Hvaðfinnst þér um kennara- háskólann? Ég vil nú sem minnst um hann segja, en þeir sem þangað fara hafa væntanlega óbilandi áhuga á kennarastarfinu og menntunin, sem þeir fá,verður ugglaust afar góð, þeir hljóta að verða sann- kallaðir ofurkennarar. — Liggur þér nokkuö sérstakt á hjarta? Ég hafði sjálfur gott af verunni i menntadeild og svo er sjálfsagt um marga, en fyrir aðra er menntadeild timaeyðsla. Hún bætir litlu sem engu viö i greinum eins og sálfræði og félagsfræði og margir nemendur eru einmitt ráðnir i að leggja stund á þær greinar i háskóla. Að loknu al- mennu kennaraprófi standa þeir meira að segja vel að vigi i þess- um greinum. Mikil þörf fyrir sérkenn- ara Sturla Þorsteinsson lauk al- mennu kennaraprófi i vor. — Hvað hyggst þú fyrir i haust? Ég ætla að setjast i mennta- deild og ljúka stúdentsprófi. En ég vonast til að geta kennt eitt- hvað með skólanum og hef þá hliðsjón af þvi, að likur eru á,að menntadeild verði fyrir hádegi næsta vetur, sem mundi gera mér það hægara. Siðastliðinn vetur kenndi ég i forföllum við Réttar- holtsskóla og féll vel. Auk þess leiöbeindi ég unglingum á vegum æskulýðsráðs og hef fullan hug á að halda þvi áfram næsta vetur. — flva'ðfe'kur svo viðeftir stúd- entspróf? Kennsla og kannski eitthvert háskólanám og þá helzt i sálfræði- eða uppeldisfræðigreinum. — Hefurðu áhuga á kennslu af brigðilegra barna? Áhugi minn beinist fyrst og fremst að unglingakennslu. Hinu er ekki að leyna að þörfin fyrii sérkennara slikra barna er mikil en ég hef ekki sérstakan áhuga á Sukk í Þórsmörk — bílar velta, úr öðrum stolið og drukknir ökumenn valda ónæði og tjóni að leggja fyrir mig kennslu af þv tagi, nema þá af þegnskap. En ég vil geta þess, að mér finnst réttaf hugsað væri til þess að koma kennslu afbrigðilegra barna inn almenna kennslufræði. , Framhald Ur einu i annað af bis. allt lif, sem er utan bæjardyra okkar, fjær eða nær. Náttúrugripasöfnin - þau eiga ekki bara að vera menningar- stofnanir, heldur lika siðbótar- stofnanir, musteri nýrra við- horfa. MAÐUR í SÍMA OG SUMARSKÓLI A FLÚÐUM Undanfari þessa riss voru ihuganir við að horfa á skýja- flotana, sem sigla yfir löndin, og breytileika mannlifsins neðar þessum hvitu flotum. Núna á dögunum var sumarskóli Guð- spekifélags fslands haldinn austur á Flúðum. Þar voru þrjátiu til fjörutiu manns, og þar var Sigvaldi Hjálmarsson, forseti Guðspekifélagsins, leiðbeinandi og stýrði umræðum og ihugunum af ýmsu tagi. Meðalhess, sem um var fjallað i sumarskólanum að þessu sinni, var einfalt lif. Viö, mannskepnurnar, heyjum enda- laust kapphlaup, flestir hverjir, og það, sem við fikjumst yfirleitt eftir, er völd, lifsþægindi og fémunir, sem greiöa þvi veg, að við öðlumst þetta fyrrnefnda, hvort tveggja. Tæknin er eitt töfraorð þessarar aldar, og við erum að reyna að gera allt þannig úr garði, að við þurfum sjálf fyrir sem minnstu að hafa. En i kjöl- farið siglir mengun, og meö i kaupinu hreppum við lifsleiða, sem birtist i mörgum myndum. Velmegun og lifshamingja eiga ekki samleið nema stundum. Það er skritin tilviljun, að ein- mitt þann morgun, sem þetta er skrifað hringdi einn maður til þess, sem við ritvélina situr, til þess að minnast á svipað efni og rætt var þarna i sumarskólanum á Flúðum, þótt ekki væri hann þar. Hann sagði eitthvað á þessa leið: Ég held, að fólk yrði mun hamingjusamara, ef það léti sér nægja minna. Þetta er það, sem mér finnst nóg: Þokkaleg húsa- kynni, ekki fin, en notaleg, föt af svipuðu tagi, hentug án iburðar, og sæmilegt viðurværi. Það, sem fólk þarf til viðbótar, er áhuga- mál af einhverju tagi og hóflegar tómstundir til þess að sinna þeim. Bækur geta margir hverjir sótt i bókasöfn án teljandi tilkostnaðar, þeir sem til tónlistar hneigjast, geta leitað ánægju og fullnægju á þeim sviðum. Oðrum hentar bezt að vinna eitthvað i höndum sér, búa eitthvað til, og svo eru göngu- ferðir, iþróttir og margt annað, sem stunda má án óhæfilegs kostnaðar. Ætli fólki gengi ekki betur að semja sátt við sjálft sig og aðra, ef það rækti þessi og þvilik hugðarefni betur en gert er, en skeytti minna um kapphlaupiö mikla eftir iburði og tilhaldi? sagði þessi maður. Mér skilst, að þeir hafi einmitt velt fyrir sér einhverju, sem hnigur i þessa átt, þarna i sumar- skóla Guðspekifélagsins á Flúðum. Kannski ættu fleiri að gera það. Að minnsta kosti virðist ótrúlega mörgu fólki ganga illa að finna sjálft sig, ef svo má segja, eða stöðvast við eitthvað, sem veitir þvi lifsyndi. GOLFrÓSIGUR, HEIT STRENGING, SIGUR Að þessu sögðu hlýtur að vera Kjartan L. Pálsson. ÓV-Reykjavik. Þrátt fyrir að lagzt hafi niður drykkju- og sukksamkomur i Þórsmörk um verzlunarmanna- helgina, hefur sliku háttalagi alls ekki linnt i þeim unaðsreit. Fyrir þremur vikum valt jeppabifreið rétt innan við Jökullónið, en far- þegarnir sex meiddust litið eða ekkert. Var það hin mesta mildi, þvi að allir farþegarnir voru þreifandi fullir og ökumaöurinn sennilega mest. Áður hafði billinn ekið fram og aftur um Mörkina á ofsahraða og var veifað flöskum út um gluggana, þannig að allir mættu sjá. Billinn var með X-númeri og heyrði tilvikið undir lögregluna á Hvolsvelli en þegar fréttamaður Timans ræddi við lögregluþjón austur þar, hafði ekkert verið gert i málinu. — Við fréttum af þessu á skotspónum, sagði lög- regluþjóninn, — en ég held að ekki taki þvi að gera nokkuð i þvi, enda orðið of seint. Er þannig útséð um^ að hinn ölvaði ökumaður, sem með gáleysilegu háttalegi sinu stofn- aði ekki aöeins eigin lifi i hættu, heldur og annarra, verði gerður ábyrgur. BiIIinn mun hafa skemmzt töluvert. Og um siðustu helgi var enn ölvun i Þórsmörk. Var þá tölu- verður mannfjöldi i Mörkinni og margir ölvaðir. Sagði einn ferða- langanna fréttamanni Timans, að sérlega hefði borið mikið á drykkjulátum starfsmanna iðnaðarfyrirtækis úr Reykjavik og hefðu margir orðið fyrir tölu- verðu ónæði af þeirra sökum. Heimildarmaður okkar var i hóp með fleira fólki og voru þau á fjórum jeppabifreiðum. Skildu þau jeppana eftir við jökullónið á fösludagskvöldi og er þau komu að aftur i helgarlok, hafði verið brotizt inn i þá alla. Engu hafði verið stolið úr jeppunum en inn i þann fimmta, sem var og á sama stað, hafði einnig veriö brotizt og úr honum stoliö tveimur veiði- hjólum og háspennukeflinu. Þurfti að draga þann bil niður á Hvolsvöll en til allrar óhamingju var lögreglunni á staðnum ekkert tilkynnt um atburðina. En ef til vill hefði það ekki verið til neins, samanborið við veltuna, sem rætt var um hér i upphafi. Þess má og geta, að heimildar- maður okkar sagði,að sérlega hafi verið áberandi drykkjulæti fólks, sem ók um ,,eins og vitleys- ingar” á rauðri jeppabifreið. Er fyllsta ástæða til að hvetja yfirvöld, sem vilja sinna þessu máli, til að selja lögregluvörð i leyfilegt að bera niöur innan húss. Svo er mál með vexti, að árlega fer fram golfkeppni blaðamanna. Fyrir fjórum árum sendi Timinn fram á völlinn stóran mann og stæðilegan, Kjartan L. Pálsson. Það var dapurlegur dagur fyrir Timann og Kjartan - hans varð helzt getið fyrir það að komast aftur úr öllum eins og segir i þekktu kvæði prófessorsins i Kaupmannahöfn um frammi- stöðu islenzkra iþróttamanna á öðrum vettvangi. Eins og kunnugt er var það forn venja, að menn stigju á stokk og strengdu heit. Það gerðu þeir lika á hinni frægu samkomu Ung- mennafélags Akureyrar hér fyrir langalöngu er Þórhallur Bjarnar- son prentari strengdi þess heit, þótt djarft væri af unglingi norður i landi skömmu eftir aldamót, að senda tslendinga á Ólympiu- leikana i Lundúnum - og gat staðið við þá heitstrengingu. Nú fór Kjartani svo eftir ósigur sinn, að hann strengdi þess heit að bæta hrakför sina upp seinna. Siðan hefur hann unnið þessa keppni i þrjú ár i röð, og á laugar- daginn vann hann bikarinn til eignar. Þvi að hér gildir það, að allt er, þegar þrennt er. Bæta má þvi við, að annar maður frá Timanum, Sigmundur 0. Steinarsson, lenti i þriðja sæti. J.H. Þórsmörk um helgar, svo frið- samir ferðamenn og náttúruunn- endur geti veriö þar án þess að verða fyrir ágangi og skrilslátum drukkinna ofstopamanna og kvenna. 5 * 14444 wmm BILALEIGA HVIIIHM.IÍII 103 VWSendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW9manna-Landrover 7manna Röntgenhjúkrunarkonur - Röntgentæknar Köntgenhjúkrunarkona eða röntgentæknir óskast aö bcrklavarnadeild lleilsuverndarstöðvar Reykjavikur. Forstöðukona veitir nánari upplýsingar I sima 22400 frá kl. 9-12. Heilsuverndarstöð Reykjavikur. .# v ‘ . .., >*«V ■ s-i SPENADYFA OG JU6URÞV0TTAL0GUR Joðofór blandað i lanolin er áhrifarikt gegn bakterium, sem valda >' - *— v/Vj júgurbólgu og þvi heppilegt til daglegrar notkunar i baráttunni VL gegn jugurbólgu, lem vörn gegn skinnþurrki og til hjálpar viS '}. .' læknlngu sára og fleiðra á spenum. ;V; ítw. í*A:: i-y.i m NOTKUNARREGLUR Til spenadýfu. Útbúið lausn, sem samanstendur af Orbisan að 1 hluta og vatni að 3 hlutum. Fyliið plastglasið að y3 og dýfið spenunum í strax eftir að hver kýr hefur verið mjólkuð og munið að bæta nægilega ört i glasið Til júgurþvotta. Útbuið lausn. sem samanstendur af 30 g (ca tvær matskeiðar) af Orbisan og 12 litrum vatns, og þvoið júgur og spena kýrinnar fyrir mjaltir ur þessari lausn, en við ráðleggj- um eindregið notkun sérstaks klúts fyrir hverja kú eða notkun einnota pappirsþurrku. Til sérstaks þvottar spenahylkja. Útbúið lausn, sem samanstend- ur af 30 g (ca. tvær matskeiðar) af Orbisan og 12 litrum vatns Dýfið spenahylkjunum i lausnina og hristið þau i lausninni i a m k 30 sekúndur. áður en þér mjólkið hverja kú •••ív ti\$ ORYGGI Orbisan spenadýfa og júgurþvottalogur er viðurkennt af hinu op- inbera eftirliti með sóttvarnarefnum i Bretlandi. Engrar sérstakr- ar varúðar er þörf fyrir þá, sem með efnið fara Svo framarlega sem þetta joðefni er blandað með vatm samkvæml fyrirmaelum og borið á spena mjólkurkua strax að mjöltum loknum, er notkun þess til júgurbólguvarna algerlega hættulaus fyrir mjólkurneyt- endur gjv Beecham Animal Health products MANOR ROYAL, GRAWLEY. SUSSEX. ENGLAND GU.’V WK;. UMBOÐSMAÐUR: G. ÖLAFSSON H.F., REYKJAVlK ■T>> ftfo 'Vi-1 ;»*

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.