Tíminn - 28.06.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.06.1972, Blaðsíða 19
Miövikudagur 28. júni 1972 TÍMINN 19 TUGIR MANNA VINNA VIÐ UND- IRBÚNING HEIMSMEISTARAEIN- VIGISINS Guömundur G. Þórarinsson formaöur Skáksambandsins hefur nóg aö gera á skrifstofunni. Hér talar hann viö London, en stúlkan blöur meö VVashington I næsta sima. Klp—Reykjavík Sjaldan eöa aldrei hefur annaö eins umtal og blaöa- skrif orðið um nokkra keppni, sem haidin hefur verið hér á landi, og um heimsmeistara- einvigið I skák á milli Spasski og Fischer, sem hefst n.k. sunnudag i iþróttahöllinni i Laugardal. Segja má, aö á hverjum einasta degi, frá því fyrst var farið að tala um aö halda mótiö hér á landi, hafi einhver fjölmiðlanna veriö með fréttir af undirbúningi keppninnar, keppendunum sjálfum eða þá einhverju viö- komandi þeim eöa keppninni. Meðal fólksins er mikið um þetta einvigi talað. Hvar sem einhverjir koma saman berst talið að þessu einvigi, og leggja þar jafnt orð i belg, — þeir sem varla þekkja peð frá kóngi og hinir, sem allt vita um skák, en þeir eru orðnir æri margir hér á landi á siðari árum. Þar ræða menn þessi spursmál, sem svo erfitt er að fá svör við — Hver sigrar? Kemur Fischer? eða hvor þeirra er betri? Svör við þessu er erfitt að gefa. Þeir, sem kunnáttuna hafa, hafa þau þó jafnan tiltæk og iáta ljós sitt skina, en hinir sem minna vita, hlusta hugfangnir á. A milli skjóta þeir þó inn orði og orði, aðallega i sambandi við þetta, — hvort Fischer láti nokkuð sjá sig. IIAFA EKKI TÍMA TIL AD VERA ÞREYTTIR Það er mikið verk að undir- búa þetta einvigi, sem manna á meðal hefur verið nefnt ,,ein vigi aldarinnar”. A skrifstofu Skáksambands tslands i Há- túni, fengum við smjörþefinn af þvi, sem þar er að gerast daglega, þegar við litum þar inn i gær. Þá voru þar að störf- um 5 stúlkur og tveir karl- menn, og var okkur tjáð, að hópurinn væri þá i minna lagi. Auk þessara manna og kvenna, væru þarna daglega nær öll stjórn Skáksambands- ins auk nýráðins blaðafulltrúa þess, Freysteins Jóhannsson- ar blaðamanns. Þarna inni var andrúmsloft- iðog umhverfið, eins og komið væriá stóra kosningaskrifstofu nokkrum dögum fyrir kosn- ingar. Bréfmiðar, fólk að skrifa og allir simar rauðgló- andi. Guðmundur Þórarinsson, formaður Skák- sambandsins, var með tvo sima i höndunum, þegar viö komum inn. I öðrum var Lond- on að biðja um einhverjar upplýsingar, en i hinum beið Washington eftir að fá að tala við hann. Við rétt náðum hálfrar minútu samtali við Guðmund, áður en aftur var hringt. Við spurðum hann, hvort hann væri ekki orðinn þreyttur, en hann sagði, að hann hefði eng- an tima til þess. Hann væri viö þetta 18 til 20 tima á dag ásamt félögum sfnum og dygði það engan veginn. Það væri i svo margar áttir að lita og svo mörgu að svara, að menn hefðu ekki undan. EITT EINBYLISHÚS TIL, EN ÞÁ VANTAR ANNAÐ Blaðafulltrúinn gaf sér tima til að spjalla örlitið við okkur. Hann sagöi fyrst að sala á aö- göngumiðum gengi vel. Þegar væri nær uppselt á fyrstu um- ferðina, sem yrði á sunnudag- inn, og búið væri að selja marga miða á aðrar umferðir. Þá væru einnig fyrstadagsum- slögin i tilefni einvigisins upp- seld. nema takmarkað magn, sem yrði selt i Laugardals- höllinni þegar einvigið hæfist. Þá sagði hann okkur einnig, að búið væri að gera sérstakan minnispening i sambandi við einvigið og yrði hann seldur viða um bæinn. Hægt yrði að fá þennan pening úr 22ja kar- ata gulli, og kostaði hann 10 þús. krónur. Einnig úr sterlingsilfri, sem kostaði 1000 kr. og úr eir, en sá peningur kostaði 600 kr. Þessir hlutir væru nú bara smáatriði miðað við margt annað, sem þarna væri verið að gera og koma i gang. Nú væri búið að fylla allt DAS- húsið, þar sem Fischer ætlaði að búa, af „mublum” og öðru „finirii”, en nú ætti eftir að út- vega Spasski einbýlishús, — það hefði komiö til tals nú á siðustu dögum. Einnig ætti eftir að útvega bilakost fyrir báða keppendurna og fylgdar- liö þeirra, og væri það mál i athugun. Annars sagði hann, að sinn aðalhöfuðverkur yrði áreiðan- lega að útskýra það fyrir kollegum sinum bæði innlend- um og erlendum að ekki mætti taka ljósmyndir eða kvík- myndir á meðan á einviginu stæði, og ekki einu sinni við setninguna i Þjóðleikhúsinu á laugardaginn. Það mætti eng- inn taka myndir á þessum stöðum nema menn frá FOX, sem hefðu keypt einkarétt á myndatöku frá einviginu. HÖLLIN ÖLL AÖÐRUM ENDANUM Blaðafulltrúinn benti okkur á að fara á sjálfan keppnis- staðinn, inn i Laugardalshöll, til að sjá hvernig undirbúningi þar vegnaði. Þegar við komum þangað, var þar allt á rúi og stúi. Menn voru út um allt hús, að mála, smiða og saga. Jafnvel upp i rjáfri, komum við auga á hóp manna, sem var þar að smiða litið hús fyrir þá tæknimenn, sem koma til með að starfa viö einvigið. Smiðirnir sögðu okkur, að þeir vissu ekki hvað marg- ir menn væru aö vinna að und- irbúningi i höllinni. Þar væri einhver „heill hellingur”, en auk þess væri fjöldi manns að vinna á verkstæöum við hitt og þetta. Fram i anddyri var verið að hólfa allt niður i litil herbergi, þar sem menn geta setið og stúderað skádrnar i ró og næði. Teþpaleggjarar voru komnir meö teppi og annan tilbúnað að klæða senuna, þar sem kapp- verið að koma fyrir sérstökum ljósaútbúnaði, sem er svo flókinn, að jafnvel sjálfir sér- fræðingarnir eru hættir að skilja... svo sögðu smiðirnir a.m.k. Búið var að setja finar gar- dinur fyrir gjuggana, mála gólf og veggi þá, sem þegar var ekki búið aö kæða með viöi, og að utan var höllin öll nýmáluð, allt nema sjálft kúluþakið, sem svo margir hafa litiö hornauga um dag- ana. Eftir að hafa séð allt þetta umstang bæði i sjálfri höllinni og á skrifstofunni, og vitandi um, að þetta er aðeins brot af öllu þvi, sem þegar er búiö að gera, og að enn eigi eftir að gera margt áður en einviginu lýkur, gat maður ekki komizt hjá þvi að hugsa sem svo.... að mikið sé nú haft fyrir þess- um tveim mönnum, sem að- eins séu að tefla. En á þvi er samt enginn vafi, að allt þetta umstang kemur til með að borga sig, þó svo að það verði ekki taliö i aurum og krónum. • Búið er aö koma fyrir hinum þægilegustu húsgögnum i DAS-húsinu. Séö yfir salinn i Laugardalshöllinni og á sviðiö, þar sem einvfgiö fer fram. Margt manna vinnur viö undirbúning á kepp.nisstaönum. (Timamyndir G.E.) Kemur Fischer? FarfaSaí kröfur en þá benti Cramer á, aö Fischer hefði sjálfur ekki gert neina samninga áður. —Allir samningar voru gerðir af Edmondson höfuðsmanni, sagði hann, —og án þess að ég vilji á nokkurn hátt álasa Edmondson, þá varð hann að komast að mála- miðlunarsamkomulagi i nokkrum tilfellum og þvi miður getur Fischer ekki fellt sig við það. Um hugsanlega komu Fischers sagði Cramer: „Ef hann kemur, þá verðég að sjá til þess að hann komist ótruflaður úr flugvélinni i ibúð sina. Ég mun reyna að halda blaðamannafund með honum og ég vonast til, að fréttamenn geri sér ljóst að ef hann verður fyrir átroðningi þegar hann kemur til landsins, þá er einvigið úr sögunni. Fischer er i mjög góðu jafnvægi núna, andlegu og likam- legu, en hann er að sjálfsögðu eins og veðhlaupahestur fyrir hlaup og þarf þvi að hvila sig. Upp úr honum er hvort eð er ekkert að hafa þegar hann kemur og þvi vonast ég til að fréttamenn verði samvinnuþýöir. Islenzku fréttamennirnir hafa reynzt mjög ................... elskulegir og hjálpsamir, en það eru þessir erlendu tarfar sem eru með öll lætin.” Og verði loks af þvi, að hingað komi skákmeistarinn Robert James Fischer („dommander in- chief”, eins og Spasski kallaði hann), þá kemur hann örugglega án þess að nokkur verði látinn vita. Liklegast er —á þessu stigi málsins — að hann fljúgi frá New York til Evrópu og komi þaöan með einkavél. En svo hefur það svo sem skeð áöur, að brjálæðis- lega hugmyndir hafa veriö fram- kvæmdar, rétt eins og þessi með kafbátinn....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.