Tíminn - 28.06.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.06.1972, Blaðsíða 20
Drauga gangur í Liverpool NTB—Liverpool Nýgift hjón i Liverpool Raymond og Marie, voru að sjálfsögðu hin ánægðustu, er þau loks gátu flutt inn i eigin íbúö. Það stóð þó ekki lengi og þau flýðu sem mest þau máttu hcim til foreldra Marie aftur. t Ijós kom sem sé, að meira en litill draugagangur var i ibúð- inni. Ljósin slokknuðu og kvik- nuðu á vixl, hitakerfið varð óviðráðanlegt og húsgögnin voru á sifelldum þvælingi upp á eigin spýtur. Raymond sagði, að sér hefði verið ýtt út úr rúminu eina nóttina og hann er sannfærður um að Marie sé saklaus af þvi. Loks hringdi Marie til lögreglunnar, þegar fata- skápurinn i svefnherberginu fór á flakk. Nú sitja þau sem fastast hjá tengdaforeldrum Raymonds og segja, að enginn geti fengið þau til að fara aftur i ibúðina. Chichester heill á húfi -Plymouth | $ NTB ^ A fimmtudag fóru menn að ^ óttast um Sir Francis ^ ^ Chichester, siglingakappann ^ 0 fræga, en hann er um þessar 0 ^ mundir úti á Atlanzhafi sem 0 § þátttakandi i kappsiglingu ^ ^ frá Englandi til Bandarikj- ^ Ú anna. Ekkert hafði heyrzt á I P frá honum i nokkra daga og ^ vitaö var, að hann var p heilsuveill ^ I gær hitti flutningaskip Ú Chichester fyrir og var þá Í ^ allt i lagi hjá honum. Þrjár ^ i flugvélr voru farnar af stað 0 0 til leitar að gamla mannin- ^ i um, sem nú stendur á sjö- i I lugu. I i § GANDHI OG BHUTTO HITTAST NTB—Nýju Dehli Indira Gandhi, forsætisráð- herra Indlands og Zulfikar Ali Bhutto, forseti Pakistans, hittast I dag i bænum Simla I Ilimalaya til aö reyna að jafna ágreiningsmál- in milli landanna. Bæði hafa þau sagt, að þau búist ekki við skjótum árangri fundarins, en sú staðreynd, að þau vildu hittast hefur gefið mönnum góöar vonir um frið, eft- ir 25 ára sifelldar óeirðir og þrjár styrjaldir. y Indira for með þyrlu i gær frá Candigarn til Simla, en tafðist i fjórar klukkustundir á leiðinni vegna hinna miklu monsúnrign- inga, sem nú herja á þeskum slóð- um. Ef veörir verður ekki betra i dag, er hætta á, að Bhutto verði að hætta viö aö fara i þyrlunni siöustu 100 km til Simla, en ferð- ast á jörðu niöri i staðinn. Gert er ráð fyrir að fundir þeirra Indiru og Bhuttos standi i nokkra daga. Þessi mynd er frá Richinond i Virginiuríki og sýnir James-ána beljandi yfir hvað sem fyrir verður. Myndin var tekin á föstudaginn, en þá voru flóðin rétt að hefjast. FLÓÐASVÆÐIN EINS OG RUSLAHAUGUR NTB—Wilkes Barre Flóðin á austurströnd Banda- rikjanna eru nú i rénum og eru Ibúar yfirgefinna þorpa farnir að snúa heimleiöis á ný. Alls mun óveðursins hafa gætt I 10 rikjum, en neyðarástandi var lýst yfir i 5 þeirra. Taliö er að tjón nemi alls um 25 milljöröum dollara og 120 lik hafa fundizt. Talið er vist, að fleiri lik muni finnast, þegar björgunarstarfið kemst i eðlilegt horf, en það hefur gengið illa vegna þess að vegir eru viða horfnir. 1 New York-riki hafa fundizt24 lik, 19 i Virginiu og 17 i Maryland. Um helmingur af þeim 50 þúsundum manna i New York, sem yfirgáfu heimili sin, er kominn aftur. Pennsylvaniu-riki varð harðast úti. Þar hafa fundist 49 lik, og tjónið er reiknað 5 milljarðar dollara. 1 námu- þorpunum i grennd við Wilkes Barre er eins og á ruslahaugum um að litast og þar má ekki aka bilum, reykja né hafa um hönd opinn eld vegna brunahættu, sem starfar frá ónýtum gasleiðslum. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guö- mundsson. ABCDEFGH Hvitt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Hólmgrimur Heiðreksson. 21. leikur Reykviking i: Kg8- Ji7 Indlnnd: 1500 látnir NTB—Nýju Dehli Yfir 500 manns hafa drukknaö i flóðum vegna monsúnrigning- anna á austanverðu Indlandi i grennd við landamæri Bangladesh. Indverska frétta- stofan PTI tilkynnti I gær að Bramaputraáin hefði nánast gengið berserksgang og að yfir- borð hennar á 800 kin svæði hefði farið langt upp fyrir öll hættu- mörk. Verster ástandið i Assam-fylki, en þar er um 1000 manns saknað. Vonir standa þó til að margt af þvi fólki hafi náð að flýja upp i hæðirnar. Rigningar þessar komu i kjöl- far mikiilar hitabylgju, sem á undanförnum tveimur mánuðum hafa kostað um 1000 manns lifið. Yfirvöld telja, að 400 þúsund manns hafi orðið fyrir barðinu á flóðunum og 250 þús. búa nú í bráðabirgöahúsnæði. VILJIÐ ÞIÐ LEGGJfl I PÚKKIÐ? 1 dag byrjum við á nýjum þætti, sem er ofurlitið öðru visu úr garði gerður en tið- kast um blaðagreinar. Við köllum hann „úr einu i annað”, og það helgast af þvi, að þar verður stiklað frá einu efni til annars, eftir þvi sem tilefni gefst, og formið engan veg- inn rigbundið. Þarna á bæði i máli og myndum að fjalla um það, sem vel er gert eða sérkennilegt og óvenjulegt, og það er eiginlega i trú á ár- vekni og áhuga les- endanna, að við ráð- umst i það. Við gerum okkur sem sé vonir um, að ýmsir verði til þess að miðla okkur efni og koma með ábendingar. Fyrst i stað munu þessir þættir koma nokkuð þétt, svo fólk geti glöggvað sig á formi þeirra og anda, en siðar svo sem viku- lega eða hálfsmánað- arlega. Dettur ykkur ekki strax eitthvað i hug, sem leggja má i þetta púkk? 400 haf ísjakar á reki Enskir visindamenn hafa gefið til kynna, að fjórum sinnum meira sé nú af hafísjöklum á Norður-Atlants- hafi en venjulega. Þessu telja þeir valda vinda i marz- mánuði og april, þegar hafisinn við Grænlands- strendur tekur að rofna. Undan þeim hafi óvenjulega mikiö af jökum hrakizt gegn um Daviðssund suður á Atlantshaf, þar sem nú er meira á reki af stórum isjökum heldur en áður hefur gerzt siðan 1912, er stórskipið Titanic fórst sem frægt er, og 1625 menn drukknuðu. Siðustu tölur herma, að meira en fjögur hundruð stórir hafisjakar morri nú á hafinu á milli 42. og 48.. breiddarstigs, og sjór sé þar kaldari en venjulega á þessum tima árs. 14 ára gömul telpa slasaðist á höfði og handlegg, er hún varð fyrir bll í Bankastræti I gær. Stúlkan var á reiðhjóli og lenti I árekstri viö bilinn. Féll hún i götuna og var í fyrstu álitið aö hún væri alvarlega meidd, en við rannsókn kom i ljós, að sár hennar eru ekki mikil. Myndin er tekin a slyss taðnum skömmu eftir aö telpan var flutt burt I sjúkrabil. Fulloröinn maöur á reiöhjóli varð fyrir bil á Miklubraut i gær og meiddist iitilsháttar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.