Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTÖRG SÍMI: 26660 RAFIOJAN SÍMI: 19294 143. tölublað — Fimmtudagur29. júni 1972—56. árgangur. 3 kæli- skápar XJttvébbLcUwéJUtn. h..£ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Undir bensínskúrnum t.h. er grafin dýnamittunna og önnur undir hvitu spýtunni til vinstri. Rúdólf er i frakkanum, á bak viö hann er Arni verkstjóri, þá Þorbjörn lögreglustjóri en Jón Wiium snýr baki I myndavélina. (Timamyndir SB) Seyðisf jörður: # ^ Bretar voru reiou- búnir að sprengja allt í loft upp Tunnur með dynamittúpum finnast undir bryggjunum SB—Seyðisfirði. í morgun kom maður hlaupandi um borð i varðskipið Ægi, sem Hggur við bryggju á Seyðisfirði, og var honum greini- lega mikið niðri fyrir. Kafararnir, sem eru hér að kafa niður i El Grillo, Óli Rafn og Jóhannes Briem tóku á móti manninum, sem hropaði að hann hefði fundið fulla tunnu af sprengiefni. Kafararnir Óii Rafn (t.v.) og Jóhannes Briem. Undir yfirborðinu, sem ber rétt fyrir ofan rekkverkiö á milii þeirra, liggur El Grillo. (Tima- mynd SB) Jóhannesi varð þá að orði, hvort hann hefði ekki sýnishorn úr tunnunni, og dró þá maðurinn dynamitt- úpu úr vasa sinum. Skelfing greip um sig á þilfarinu á Ægi, en túpan reyndist sem betur fer ekki mjög hættuleg. Þegar farið var að athuga máliö kom i ljós, að undir gömlum benzínskúr frá Essó, er full tunna af dynamit- tiipum. Er tunnan búin að vera þarna síðan á striðs- árunum. Þegar farið var að ræða málið nánar, kom i ljós, að flestir kaupstaðarbúar hafa vitað um þessa tunnu, og margar fleiri sem eru undír bryggjum hér og öðrum mannvirkjum. Þessar tunnur munu Á sinni tið hafa verið tengdar saman, þannig að hægt væri að sprengja allt upp i einu, og frá einum stað, ef á þyrfti að halda. Sprengjusérfræðingarmr Frh. á bls. 15 Enn ekki vitað um komu Bobby Fischers ÓV—Reykjavik Mr. Fred Cramer, fulltrúi Fischers skák- meistara, sagði i viðtali við fréttamann Timans i gær, að enn væri ekki vitað fullkomlega, hvort Fischer myndi láta svo litið og koma til heim- meistaraeinvigisins. Reiknaði Cramer með að fá fullvissu i nótt (sl.) — en ég læt engan vita fyrr en hann er kominn, sagði Cramer. Það verð- ur ekkert tilkynnt um hvernig hann kemur, hvenær hann kemur eða hvort hann kemur, fyrr en alls ekki er um að villast. Hefur framkoma Fischers að undanförnu vakið mikla furðu meðal almennings — en þó er varla hægt að segja, að hún hafi komið á óvart. Af manni sem Fischer er við öllu að búast, en ef fólk kærir sig um, má vafalaust réttlæta hana á einhvern hátt, að minnsta kosti eitthvað af henni. En fari svo, að Fischer mæti ekki, tapar hann aö sjálfsögðu heimsmeistaratitlinum, sem hann hefur stefnt að allt frá barn- æsku. Jafnframt tapar hann dá- góðri f járupphæð, sem hann hefur sett sem tryggingu. Þá hefuKTIminn komizt að þvi, að i gær var Bobby Fischer i Los Angeles, þannig að tæplega kemst hann til Islands i dag. Lagði hann þaðan af stað siðari hluta dags i gær, svo hugsanlegt er að hann komi til tslands i dag. Hættir ao kafa í El Grillo SB.-Seyðisfirði Þegar fréttamaöur Timans var að ræða við kafarana tvo, á Seyðisfirði i gær, kom bæjarstjór- inn hlaupandi með þá skipun,að köfun skyldi hætt. Kom þessi skipun frá Baldri Möller ráðu- neytisstjóra i dómsmálaráðu- neytinu. Kafararnir Óli Rafn og Jóhannes Briem, sem undan- farna daga hafa kafað niður að flakinu, fóru tvo köfunarleið- angra niður að flakinu i gær, áður en þeim barst skipun um að hætta að kafa. Óli Rafn. sagði fréttamanni Frh. á bls. 15 Sjjfti Jón Wiium heldur á dýnamittiipu. Fyrir framan hana er tundurþráftur og til vinstri er hólkurmn, sem Jón er að hrista dýnamitið úr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.