Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 2
2 Bréf frá lesendum AI) VKRA NORKÆNN? Síðastliðinn sunnudag var ég staddur i Norræna húsinu og skoðaði samnorræna sýningu á barnabókum, sem þar var haldin. - Mikið var nú um fjölbreyti- lega gerð þessara bókmennta þarna. — Segja mátti, að sér- stakur blær fylgdi vali bókanna, eftir þvi frá hvaða landi þær voru, og sýnt væri inn i þann hugar- heim, sem hollastur þætti til upp- eldisáhrifa i hverju þessara sam- l'élaga út af fyrir sig. Kkki vil ég leggja neinn dóm á þau gæði sem mér sýndust á þessu vali. Þar kemur til mats persónulegur smekkur og við- horf, til uppeldismótunar. — Ég skal þó taka fram að ég er ekki dómbær, á það mál, sem frændur kveikir orku SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Véladeild ÁRMÚLA 3 REYKJAVÍK, SÍMI 38900 TANNVERNDAR- SÝNING í Árnagarði 28/6 - 2/7 opin daglega kl. 14-22 JÖRÐ ÓSKAST Óska eftir að kaupa eða taka á leigu góða bújörð á Suðurlandi vorið 1973. Upplýsingar sendist blaðinu fyrir 15. júli merkt: Búskapur 1392. Lyf eru valin eftir klíniskri reynsiu, en hvernig velurðu þér tannkrem? BOFORS TANNKREM er með fluori sem í raun virkar á karies — það er natriumflUorid. er með örsmáum plastkúlum sem r.ispa ekki tannglerunginn. fæst með tvenns konar bragði svo ekki þurfi misjafn smekkUr að vera hindrun þess að þú notir tannkremið sem í raun hreinsar og verndar tennurnar. BOFORS TANNKREM er árangur framleiðslu, þar sem áhrif svara til fyrirheita. Reyndu sjálfur næst. Framleiðandi: A/B BOFORS NOBEL-PHARMA HEILDSÖLUBIRGÐIR: G. ÓLAFSSON H.F. AÐALSTRÆTl 4, REYKJAVÍK. TíMIIVN Fimmtudagur 29. júnf 1972 vorir Finnar höfðu að flytja á þessum vettvangi. Gott var að fá þarna lista yfir bóktitla, sem á sýningunni voru, og Norræna húsið hafði látið prenta. Sömuleiðis skrá þá yfir isl. barna- og unglingabækurnar sem Rithöfundasamband tslands hafði látið gera. Þótt mér þar vera mikiö úrval, miðað við það sem var á boðstólum þegar ég var að alast upp. En við að skoða þetta skemmti- lega safn, þá saknaði ég þess að sjá ekki eina einustu barnabók frá frændum vorum — Færeyingum. — Getur það verið mögulegt að þeir vanræki svo uppeldi barna sinna að þeir gefi ekki út bækur, sem séu einkum ætlaðar þeim til hæfis á þeirra eigin móðurmáli? Eða á það að vera hlutverk Norræna hússin að láta það sem færeyskt er liggja á milli hluta? Eða má ekki telja Færeyinga norræna? Ennfremur saknaði ég þess, að ekki skyldi sýnt neitt af þvi, sem nágrannar vorir fyrir vestan, Cirænlendingar, ætla sinum börnum til lesturs og af- þreyingar: — Þó má geta þess, að af hussins hálfu var fram borin afsökun fyrir þessu og sýnd þess i stað fögur bók með eftirprentunum af myndum og teikningum eftir grænl. lista- manninn Aron frá Höfða (Alut Kangermio), sem uppi var á öldinni sem leið og gerði sér til dundurs að draga upp á blað hugmyndir sinar um það hvernig „Inúkunum” tókst að ráða niður lögum á ,,þeim sem heyrðu suöurmönnunum til” (- Qavdlunatsianik). Aron þessi, sem var mjög mikill dráttlistar- maður, gerði mjög góða hug- mynd, af „útdrápskenningunni” með þessum myndum sinum. Afsökun Norræna hússins, fyrir því, að hlutur grænlenzkra barna varð þarna enginn, var sú, aö ekki hafði reynzt-að ná i neitt af þessu tagi, og i staðinn væri þessi fallega bók Arons sýnd, þar sem m.a. mætti sjá hvernig „Eski- móarnir” hefðu yfirrunnið hina „fornu norrænu ibúa.” Af hverju þurfa íslendingar alltaf að vera með þennan leiða eftirhermuhátt úr útlendum tungum að tala um „Eskimóa?” Þeir ættu þó að vita, að þessi nafngift til handa Græn lendingum hljómar litlu betur i eyrum þeirra en nafngift Aust- manna til forna, er þeir kölluðu oss „mörlanda”. Hversvegna geta Islendingar ekki tekið upp það heiti Grænlendinga á þeirra eigin tungu, er þeir gefa sjálfum sér sem kynþætti, að kalla þá „Inúka”, sem er þjált heiti og fellur vel að islenzku máli, þegar þeir vilja tala um kynþátt þeirra? Munur á merkingargildi þessara tveggja oröa er þó þess virði að ihuga hann: „Eskimói” merkir „hráæta” og er komið úr Indiána- máli til niðrunar um „Inúka”, en Inúk" merkir einfaldlega „Hinn lifandi maður” En viðvikjandi getuleysi Nor- ræna hússins til að sýna þarna grænl. barnabækur langar mig til að spyrja: Hvers vegna sneri það sér ekki til þeirra isl. styrkþega, sem isl. rikið hefur undanfarinn rúman áratug veitt fé til þess að „nema tungu og bókmenntir Grænlendinga”? Menntamála- ráðuneyti islands ætti þó að geta veitt allar upplýsingar um þessa menn og getu þeirra til þess að leysa þennan vanda. Ef Norræna húsið færi aftur af stað með norræna samsýningu, þó vildi ég óska, að það léti sig ekki henda aftur að gleyma þessum merkilegu „pörtum hins danska rikis.” Ragnar V. Sturluson. MAÐUR SEM IINAUT Landfari góður. Þótt ég hafi ekki látið i mér heyra.hvorki i dálkum þinum, né blöðum yfirleitt hingað til.langar mig til að biðja þig fyrir eftir- farandi: Hinn annan þ.m. las Ingþór Sigurbjörnsson nokkrar visur i útvarpið, eftir „ýmsa höfunda, eins og hann orðaði það — þar á meðal þessa visu: Ég hef hnotið oft um stein, af þvi hlotið trega,- -En staka hrotið ein og ein, og yljað notalega. Minn gamli samsýslungi og góðkunningi Ingdór, tilgreindi höfund að nefndri visu. — Það var ekkirétt. — Visuna gerði ég fyrir 8-9 árum og þá við dálitið sérstakt tækifæri. Þetta þykir máske ekki umtals vert, en svona er það samt og mér hálfsárnaði. Og þá varð það þetta: Þó ýmsir kveði oft við raust, og um það gangi sögurnar,- Ekki læt ég orðalaust, af mér reyta bögurnar,- Viða þó að „völusteinar”, velti um götu til og frá. Af hendi læt ég helzt ei neinar, „Hendingar” ef ráða má. Sjálfsagt bezt að setja grið,- sennur láta dvina.- -En helzt ég kýs að hafa frið, með „Hendinguna” mina. Með fyrir fram þakklæti, Land- fari minn. Góðar stundir. Guðm. Þ. Sigurgeirsson. ARMSTRONG DIESEL 10 ha, sem nýr til sölu. Verð kr. 25.000. Upplýsingar i sima 26590. /£Mu4! Sundbolir og bikini frá Marks & Spencer Austurstræti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.