Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. júní 1972 TÍMINN 5 II. i I Anna í sparifötunun Þess verður sennilega ekki langt að biða, að Anna prinsessa verði valin ein af bezt klæddu konum heimsins, þvi hún leggur mjög mikið upp úr þvi að vera fallega og nýtizkulega klædd. Þessi mynd var tekin af henni á Ascot-veðreiðunum, en þar kemur fólk til þess m.a. að láta taka eftir sér og klæðnaði sín- um. Hún er i kápu úr mikið munstruðu efni, en kápan fer henni vel þrátt fyrir það, að hún sé mjög áberandi. Anna er orðin mikil hefðarfrú, eins og sjá má á myndinni. Furðulegur sumarklædnaður. Til Ascot-veðreiðanna i Eng- landi kemur fólk klætt furðuleg- asta fatnaði, eins og sjá má á þessari mynd. Veðreiðarnar standa yfir þessa dagana, og Frú Gertrude Shilling hefur komið i nýjum og nýjum fötum á hverjum degi og þeim stöðugt frumlegri, en þó telja sumir, að þessi skinnklæðnaðúr hafi verið einna undarlegastur af öllu þvi, sem frúin hefur látið sjá sig i. Húfan, kraginn, múffan og kanturinn neðan á kápunni, allt er þetta úr dýrindis refaskinni, svo frúnni hlýtur að vera all- sæmilega heitt i sólskininu i Englandi. Hún lætur hitann ekki á sig fá, og hlær og fólkið i kring um hana horfir á ..múndering- una" með mesta undrunarsvip. - ★ ■ Látnir kosnir á þing I kosningunum til italska þings- ins nú i vor voru tveir látnir menn kosnir, annar i fulltrúa- deildina en hinn i öldungadeild þingsins. Voru það þeir Oresto Marcoz og Germano Ollietti og báðir voru þeir kjörnir sem full- trúar fyrir Val d’Aosta-héraðið. Mennirnir létu lifið i bilslysi nokkrum dögum fyrir kosning- arnar.og kosningakerfið á ltaliu er svo flokið, að ekki var hægt að strika nöfn mannanna út al' kjörseðlunum, eða breyta um nöfn. Þar af leiðandi verður héraðið fulltrúalaust á þinginu, þar til þingið sjálft kemur sam- an og ákveður, að fram skuli fara nýjar kosningar i héraðinu. ■ ★ “ Vitarnir í voða Það var við, að skip strandaði, og var skipstjóri á þvi maður sá er hét Guðm. Kristjánsson. Geir ZoSga hafði útgerð mikla svo sem kunnugt er. Hann hafði litlu siðar orð á þvi við kunningja sinn einn, að sér gengi illa að fá skipstjóra á eina skútu sina. Maðurinn sagði, að liklega væri Guð- mundur Kristjánsson á lausum kjala. Geir svaraði: „Landið stenzt það ekki, að ég taki hann. Hann væri vis til þess að sigla um einhvern vitann, og ekki eru þeir of margir”. isl. klausa.' ökumenn fá gullhjarta ökumenn i Vestfalen i Þýzka- landi eiga von á að fá gullhjarta, ef þeir sýna kurteisi i umferö- inni á næstunni. Það er um- feröarmálaráðherra rikisins, Horst-Ludwig Riemer, sem hef- ur ákveðiö að veita gullhjarta, sem vegur 400 grömm og er 2000 marka virði, þeim, sem sýnir sérstaka kurteisi á vegum úti. Umferðarlögreglunni hefur ver- ið falið aö gera skýrslu yfir þá ökumenn, sem prúðmannlegast koma fram, en siðan mun starfslið Riemers velja úr þess- um hópi þann, sem á að hljóta gullhjartaö að viðurkenningu Þá er ákveðið að veita 21 gull- hjarta til viðbótar öðrum öku- mönnum, og eru þessi hjörtu ekki alveg eins merkileg og aðalhjartað. Þau vega aðeins 200 grömm, en eru eiguleg samt, og þess virði að keppa að þvi að eignast þau. Veru bara rólegur, hann kemur alltaf niður á hjólin. DENNI DÆMALAUSI „Heyrirðu, það er verið að leika þjóðsönginn. Hann hefur verið að horfa á sjónvarpið enn einu sinni.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.