Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 29. júni 1972 Fæðingarheimilið stækkar - bætir úr gífurlegri húsnæðisþörf fæðingardeilda og bætir mjög vinnuaðstöðu »SC>5eOG4« PUMA Póstsendum knattspyrnu- SKÓR Það er kunnara en frá þurfi að segja, aö húsnæðisvandræöi fæðingardeilda borgarinnar hafa verið geigvænleg á siðustu árum og er haft fyrir satt, að i neyðar- tilfellum hafi konur jafnvel þurft aö eiga börn sin á salernum og baðherbergjum fæðingardeildar Landsspitalans. Þrengsli hafa einnig veriö mikil á Fæðingarheimili Reykjavikur við Þorfinnsgötu/Eiriksgötu, en nú virðist eitthvað vera að rofa til i þeim efnum. Borgin hefur keypt húseignina Þorfinnsgötu 16, sem er næsti stigagangur við Fæðingarheimilið og eru fram- kvæmdir við stækkunina nú hafnar. Haukur Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Borgarspitalans, sem jafnframt sér um aðrar sjúkrastofnanir borgarinnar, sagði i viðtali við fréttamann Timans i gær, að vonazt væri til, að viðbótarhúsnæði yrði tilbúið i haust, allavega að hluta. — Ekki verður beinlinis um að ræða fjölgun á sjúkrarúmum, sagði Haukur, — en þó vonumst við til að sjúkrarúmin geti orðið 30 i stað þeirra 25, sem við höfum nú á Fæðingarheimilinu. Við höfum fyrst og fremstáhuga á, að auka rými fyrir ýmsa vinnuað- stöðu, setustofu, borðstofu og fleira þess háttar, svo sem vinnu- plássi fyrir starfsfólkið. Haukur sagði erfitt að koma þessum framkvæmdum af stað, þar eð erfitt væri að fá vinnukraft nú, en reiknað væri með, að auð- veldar -yrði málið að afloknum sumarleyfum. Erfitt hefur verið að fá þessa húseign keypta og sagði Haukur, að borgin hefði veriö að kaupa Malarskór: Pelé Mexico, stærð 6 1/2—101/2 verð kr. 2060,00 Benfica Super, stærð 7—12, verð kr. 1946,00 London City, stærð 6 1/2—9, verð kr. 1798,00 Puma Rapid, stærð 5—12, verð kr. 1590,00 Pelé Santos, stærð 3 1/2—8, verð kr. 1430,00 PeléRio, stærð 3 1/2—7, verð kr. 984,00 Grasskór: Puma Tottenham, stærð 7—10 1/2, verð kr. 2205,00 Sportvöruverzlun Ingólfs Oskarssonar Klapparstig 44 — Simi 11783 — Reykjavík eina og eina ibúð undanfarin 3—4 ár. — Sennilega losar kaupverðið 6 milljónir, sagði Haukur, — og við reiknum með, að kostnaður við breytingarnar og lagfæringarnar á nýja húsnæðinu — þetta er náttúrlega gamalt hús og þarf töluverðu til að kosta — komi til með að verða einhvers- staðar á milli einnar og tveggja milljóna. A þessari inynd sést hvaða hluti húsasamstæðunnar það er, sem Fæðingarheimiii Reykjavfkur fær nú til umráða. Þarna fæðast um 1000 nýir borgarar árlega og veitir þvf svo sannarlega ekki af auknu hús- rými. (Timamynd Róbert) RAFMAGNSVEITA REYKJAVIKUR tilkynnir flutning á hluta af starfsemi sinni i nýja bækistöð að Ármúla 32 simi 86222. EFTIRTALIN STARFSEMI VERÐUR I ÁRMÚLA: Framkvæmdadeild, og birgðavarzla og verkstæði, áður að Barónsstig 4 og Lækj- arteig. Verkáætlanir og teiknistofa, áður i Hafnarhúsi. í HAFNARHÚSI sími 18222 verður áfram: Aðalskrifstofa, fjárvarzla og bókhald, við- skiptadeild (greiðsla reikninga), inn- lagnadeild (afgreiðsla heimtauga og raf- magnseftirlit), verkfræðideild og inn- kaup. rá j RAFMAGNSVEITA ^ REYKJAVÍKUR 1 KENNARAR Nokkrar kennarastöður eru lausar við Flensborgarskólann i Hafnarfirði. Helztu kennslugreinar: eðlisfræði, efnafræði, lif- fræði, landafræði, stærðfræði, islenzka, erlend tungumál og saga. Umsækjendur þurfa helzt að geta kennt bæði á gagnfræða- og menntaskólastigi, en til mála kemur að ein staðan geti orðið full menntaskólakennarastaða. Æskilegt er að umsækjendur geti kennt fleiri greinar en eina. Umsóknarfrestur um stöður þessar er til 5. júli nk. Fræðslustjórinn i Hafnarfirði Neskaupstaður: Lítill smábáta- afli og engin sól BG—Neskaupstað Hér á Neskaupstað hefur vart sézt til sólar í marga daga og veðrið verið heldur leiðinlegt. Tæplega hefur gefið á sjó fyrir smábátana og er afli þeirra lélegur, mun minni en á sama tima i fyrra. Skuttogarinn Barði veiðir hins vegar vel og landaði siðast 70 tonnum eftir vikuna. t sveitinni biða bændur með sláttinn eftir þurrki, en tún eru ágætlega sprottin. Vegagerðarframkvæmdir i Oddsskarði eru hafnar og eru það Gunnar og Kjartan á Egilsstöðum og tstak, sem annast þær. Næg atvinna er hér á Neskaupstað, bæði við byggingar og annað. Talsvert er af húsum i byggingu, en þó færri en i fyrra. Þá má geta þess, að Karla- kór Reykjavikur hefur verið á ferðinni hér eystra og fengið frábærar móttökur. Hér söng kórinn 17. júni fyrir fullu 400 manna húsi og við mikil fagnaðarlæti áheyranda. Við höfum hér litið af söng á sumrin, þvi samkórinn okkar starfar ekki nema aö vetrinum. Raufarhöfn: Aldrei jafn léleg atvinna HH—Raufarhöfn Atvinnuástandið hér á Raufar- höfn hefur sennilega sjaldan eða aldrei verið cins slæmt og núna. Ekkert er að gera i frystihúsinu þessa stundina og tæplega horfur á aflahrotu i bráð. Litið hefur gefið i sjó fyrir smábáta undan- fariðog litið veiðzt þótt gefið hafi. Karlmanns- reiðhjól til sölu. Selzt ódýrt Upplýsingar i sima 8-43-60.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.