Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29. júni 1972 TÍMINN 7 «1118» tJtgefandi: Fra'msóknarflokkurinn x Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri SunnudagsblaOs Timans). x Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislasoni, - Ritstjórnarskrif-, stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300-18306. Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs ingasimi 19523. Aörar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald 225 krónur á mánuöi innan lands, I lausasöiu 15 krónur ein takiö. Blaöaprent h.f. Verðhækkanir og kaupmóttur launa Guðlaugur Þorvaldsson prófessor stjórnaði i fyrrakvöld sjónvarpsþætti, þar sem fjallað var um verðhækkanir og kaupmátt launa, og fórst honum það vel að vanda. Þátttakendur voru núverandi og fyrrverandi viðskiptaráðherrar, forseti Alþýðusambands fslands og fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands. Þáttur þessi var á margan hátt hinn athyglisverðasti. Meðal annars upplýst- ust eftirgreind atriði: Verðhækkanir þær, sem hafa orðið á þvi eina ári, sem liðið er siðan núverandi rikisstjórn kom til valda, hafa orðið nær helmingi minni en verðhækkanir urðu til jafnaðar á ári siðustu valdaár fyrrverandi rikisstjórnar, þegar verðstöðvunartima- bilið er undanskilið. Þannig hækkaði framfærslu • kostnaðurinn samkvæmt framfærsluvisitölunni á timabilinu frá 1. janúar 1968 til 1. nóvember 1970 um 54% eða um 18% á ári. Siðan núverandi rikis- stjórn kom til valda, hefur framfærslu- kostnaður hækkað samkvæmt fram- færsluvisitölu um rétt 10%. Þannig hefur dregið verulega úr verðhækkunarhraðan- um, þótt enn sé hann of mikill. Kaupgjald hefur i tið núverandi rikis- stjórnar hækkað hjá láglaunafólki, t.d. timakaup verkamanna, miklu meira en nemur hækkun framfærslukostnaðarins. Sé borin saman hækkun framfærslukostn- aðarins samkvæmt framfærsluvisitölunni annars vegar og hækkun timakaupsins hins vegar, kemur i ljós, að kaupmáttur timakaupsins er nú um 20% meiri en hann var vorið 1971. Kaupmáttaraukning viku- og mánaðarkaups mun vera nokkru minni. ÖUum þátttakendum i umræðunum kom saman um, að svo mikið væri nú lagt á útflutningsatvinnuvegina, að ekki mætti lengra ganga, ef ekki ætti að koma til sér- stakra vandræðaráðstafana. Forseti Alþýðusambandsins hafði þó eðlilega þann fyrirvara, að þessi mál þyrfti að athuga vandlega, áður en ákvarðanir væru teknar. Af þvi, sem hér er rakið, er það vel ljóst, að vel hefur miðað i þá átt, i tið núverandi rikis- stjórnar, að auka kaupmátt hinna lægst laun- uðu um 20% á tveimur árum, eins og lofað er i stjórnarsáttmálanum. Vandinn nú er að koma i veg fyrir, að það, sem áunnizt hefur, tapist i nýrri verð- og kauphækkunarskriðu, og tryggja að umsamin kauphækkun á næsta ári komi að fullum notum. Þennan vanda hefur rikisstjórn- in nú til athugunar i samráði við stéttasamtök- in, og tekst vonandi að leysa hann á farsælan hátt. Þ.Þ. Hella Pick, The Guardian: Waldheim tníir á framtíð Sameinuðu þjóðanna Hann vill verða athafnasamur og hagsýnn framkvæmdastjóri SKYGGNIÐ er oft slæmt frá 38. hæð, þar sem skrifstofur aðalframkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna eru. Dr. Kurt Waldheim, hinn nýi fram- kvæmdastjóri, er engu að sið- ur vonglaður og bjartsýnn, og sannfærður um, að Sameinuðu þjóðirnar séu og verði áfram mjög mikilvægur þáttur i al- þjóðasamskiptum. Waldheim reynir að gæða embætti aðalframkvæmda- stjórans nýjum svip. í stjórn- málum hefir hann starfað með ihaldsmönnum i Austurriki, en fjarri fer þó, að vart verði hjá honum þess uppgjafar- anda, sem farið var að gæta hjá U Thant. Óvist er, að hann reynist sérstakur breytinga- maður, en hann vill verða framkvæmdamaður og vill, að fulltrúar aðildarrikjanna liti á framkvæmdastjórann sem mann gæddan holdi og blóði, en ekki aðeins sem hugmynd. Hann hefir áhuga á stjórn og er mjög vel ljós nauðsynin að að hamla gegn áhrifum Park- insonslögmálsins innan þessa geysistóra skrifstofubákns. Honum hefir þegar tekizt að koma á nokkrum sparnaði og fjölgar alls ekki starfsfólki. AUSTURRIIKISMAÐURINN Waldheim var kjörinn að alframkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna I desember i vet- ur. Hann hefir ferðazt viða siðan hann var kjörinn, og ætl- ar þó að koma enn viðar. Hann sagði eitt sinn á blaðamanna- fundi, að hver aðildarþjóð ætti rétt á að fá að hitta hann að máli i sinni eigin höfuðborg. Hann hefir þegar lagt leið sina til allmargra höfuðborga vest- rænna rikja, og einnig til Afriku. Rússar hafa fallizt á að veita aðalframkvæmdastjór- anum viðtöku i júli. Augljóst er og, að hann er einnig óðfús að fara til Peking, en sú heimsókn hefir ekki verið timasett enn. Fastafulltrúi Kinverja sækir Waldheim heim i aöalstöðvum Samein- uðu þjóðanna, og aö þvi er bezt er vitaö, hefir fastafulltrúinn vakið máls á Vietnam-styrj- öldinni við hann. Hvað sem þessu liöur, virð- ist Waldheim hafa viðurkennt, að Sameinuöu þjóðirnar geti ekki látið að sér kveöa viö lausn Vietnamstyrjaldarinn- ar, að minnsta kosti ekki i fyr- irsjáanlegri framtið. Honum hefir verið gert ljóst, að Norð- ur-Vietnamar sætti sig ekki við annað en beinar samn- ingaviðræður við Bandarikja- menn i Paris. WALDHEIM er auðsjáan- lega mjög ánægður með hinn óvænta, ágæta árangur af um- hverfismálaráðstefnunni i Stokkhólmi. Þar var sam- þykkt ályktun, sem ætti að veita Sameinuðu þjóðunum ný tækifæri til athafna á þessu sviði, og Waldheim virðist lita svo á, aö aðildarþjóðirnar séu reiðubúnar aö viðurkenna Sameinuöu þjóðirnar sem vettvang alþjóöasamvinnu i baráttunni fyrir verndun um- hverfis mannsins. Ekki má að visu gleyma hinum „smávægilega’vanda i sambandi við samvinnu af hálfu Sovétmanna og fylgi- rikja þeirra'i Austur-Evrópu. Austurveldin sendu ekki full- trúa til ráðstefnunnar vegna þess, að Austur-Þjóðverjum var ekki boöin fullgild aðild. Alyktun ráðstefnunnar i Stokkhólmi verður að stað- festa á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna i haust, og þá munu fulltrúar Austurveld- anna taka þátt i rökræðum, sem kunna að reynast mjög svo athyglis- og áhugaverðar. Sovétmenn munu ekki hafa fylgi til að koma i veg fyrir að allsherjarþingið samþykki til að koma i veg fyrir að alls- herjarþingið samþykki álykt- un Stokkhólmsráðstefnunnar, jafnvel þó að þeir hafi hug á að reyna. HITT er svo annað mál, að ef til vill verður á döfinni við- leitni til að fá viðurkennda aö- ild bæði Austur- og Vestur- Þýzkalands aö Sameinuðu þjóöunum, þegar allsherjar- þingið kemur saman i haust. Rikisstjórnin i Bonn hefir fast- an áheyrnarfulltrúa hjá Sam- einuöu þjóðunum og á fulla að- ild að mörgum sérstofnunum samtakanna. Austur-Þjóð- verjar hafa hins vegar ekki áheyrnarfulltrúa hjá samtök- unum, hvaö þá meira. Brandt kanslari hefir þegar gefið i skyn, að rikisstjórnin i Bonn sé hlynnt aöild beggja þýzku rikjanna, þegar samn- ingum milli þeirra er lokið á viðunandi hátt. Rikisstjórn Austur-Þýzkalands er andvíg þeirri afstöðu og hefir lengi barizt fyrir að fá fulla aðild að samtökunum, hvað sem ofan á verði um samningana við rikisstjórnina i Bonn, og sýnist lika svo á, að full aðild yrði til þess að greiða götu fullrar við- urkenningar á skiptingu Þýzkalands á opinberum vett- vangi. WALDHEIM er áhugamál að niðurstaöa fáist um aðild þýzku rikjanna svo fljótt sem auöið er. Hann telur þó ekki unnt að ná samkomulagi um þetta i ár, en sennilegra aö úr þvi geti orðið á árinu 1973. Full aðild beggja þýzku rikjanna væri honum fagnaöarefni, ekki einungis vegna þess, að hann telur Sameinuðu þjóðirn- ar eiga að vera samtök allra þjóða, heldur ekki siður vegna hins, að framlög tveggja þýzkra rikja kæmu sér afar vel fyrir samtökin. Gengið er út frá þvi sem gefnu, að framlag Bandarikj- anna til samtakanna verði minnkað niöur i fjórðung. Waldheim virðist ekki aðeins hafa sætt sig við þetta, heldur taka þvi allt að þvi fegins hendi,sem áþreifanlegu tæki til að draga úr þeim áhrifum, sem Bandarikjamenn vilja halda sig eiga rétt á að hafa á málefni Sameinuöu þjóðanna. Austur- og Vestur-Þýzkaland eru bæði auöug, og Waldheim treystir þvi, að framlög þeirra geri betur en aö bæta upp lækkunina á framlagi Banda- rikjanna. MALEFNI Afriku ber sýni- lega hátt i huga aðalfram- kvæmdastjórans. Hann gerir sér mest far um Namibiu,enn sem komiö er. Hann gaf öryggisráöinu skýrslu um viö- ræður sinar viö valdhafana i Suöur-Afriku og virðist sann- færöur um, aö Sameinuðu þjóöunum beri aö halda áfram að reyna aö fá stjórn Suöur- Afriku til aö fallast á sjálf- stæöi Namibiu. Hann lætur fulltrúa Afriku i öryggisráðinu fylgjast vel með viðræöunum við stjórn Suöur-Afriku og heldur, að Afrikumenn treysti honum. En þeir trúa ekki enn á góð áform hjá rikisstjórn Suður-Afriku. Valdhafarnir i Pretoriu eru sagðir reiðubúnir að failast á heimsóknir Sendimanna Sam- einuðu þjóðanna tiINamibíuog viðurkenna sjálfstæðiö sem markmið. Enn er þó ekki ljóst, hvort þeir hugsa sér að mynda nýja röö Bantustana-fylkja eða kunna að vera reiöubúnir að fallast á raunverulegt sjálf stæði sameinaös rikis Nami- biu. Waldheim telur borga sig að halda áfram að ræða við stjórn Suður-Afriku og er von- góður um, að öryggisráöið veiti stuðning sinn. Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.