Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Fimmtudagur 29. júni 1972 Fimmtudagur 29. júni 1972 Inga Huld Hákonardóttir skrifar: Hún átti enga álfamynd, en Kjarval bætti úr því Þeir, sem finnst fyllsta ástæöa til aö hengja sig á fertugsafmæl- inu, — ættu aö kynnast frú llildi Blöndal i Hörsholm. Fertug tók hún sér nýtt móðurmál, gifti sig og geröist húsmóöir á heimili, sem undir hennar stjórn varft orð- lagt fyrir gestrisni. Ilún kynntist nýju fólki af öllu tagi, jafnt ómót- uöum stúdcntum sem kóngafólki. ,,Allt, sem ég hef lifað, siðan ég var fertug. Lifið var sannarlega ekki búið”. Hún er áttatiu og átta ára, en litlu börnin segja: „Ertu gömul eða ertu ung”. Hildur er sænsk aö uppruna og fæddist i Uppsölum. Faðir hennar málfræðingurinn Itolf Arpi, fór fjórum sinnum til tslands, fyrst 1»73 og var mikill tslandsvinur. Hann var lika mikill bókamaður. A myndum rétt sést i hann bak við háa stafla. Fyrsta bernskuminning llildar geymir orðabók. Nei, vitleysa. Þannig var, að vinnukona haföi fótbrotn- að og hafði verið seltur hólkur um i'ótinn. En orðabækur Kolfs Arpi voru ólikar þvi,sem nú tiðkast, stórir pergamentströnglar. „Nei, hvað þetta er skrýtið”, hugsaði Hildur litla”. Hún hefur orðabók um l'ótinn. Systkinin voru sex og á mjög likum aldri. Þau léku sér mikið úti. Einu sinni fékk bróðursonur henrrar fimm ára gamall tvær krónur til að fara sjálfur út i búð og kaupa sér skiði. „Mér finnst eins og það hafi alltaf verið miklu meiri snjór, þegar ég var barn, en núna”. Á sumrin voru útreiðar og fjallgöngur, en i vondu veðri leik- in bókanöfn og málshættir inni. Það komu gestir frá tslandi. Magnús Stephensen landshöfð- ingi birtist óforvarendis, þegar illa stóð á, húsfreyjan stóð á haus viö að útbúa sex börn i sveit. Guð- mundur Finnbogason bjó hjá þeim (i stúdentaskiptum) og Malthias Þórðarson. Þessir gest- ir vöktu mikla gleði og fjarlæga, norræna eyjan sveipaðist dularfullum ævintýraljóma i huga barnanna. Hildi þótti afskapíega gaman að fólki, og þess vegna ákvað hún að gerast leikfimikennari. Hún kenndi i -Uppsölum börnum og kvenstúdentum. Arin liðu eitt af öðru. En þegar hún er rétt að veröa fertug (sem sagt lifið búið), þá fær hún sér tiu kennslustundir i islenzku og siglir upp á óskaeyju föður sins. Þá er hann löngu lát- inn. Þetta er rétt eftir fyrra strið. A bryggjunni i Keykjavik stóðu tvær islenzkar vinkonur (Stein- unn Thorsteinsson og Sigriður Zöega) og sendu hana beinustu leið austur i Múlakot i F'ljótshlið. Þar skiidi enginn sænsku, svo Hildur varð að reyna að skilja islenzkuna og var helmingi fljót- ari að la'ra hana fyrir bragðið. Hún lét ekkert rugla sig, þótt bændurnir töluðu mikið um (íunnar á Hliðarenda og alltaf sem afa sinn eða langafa,er væri nýdáinn. Þarna fannst henni stórgaman. Það var oft farið i leiki á kvöldin, eins og „eitt par fyrir ekkju- mann”, og hún stóð sig vel, hún var svo fljót aö hlaupa. Það var riðiö yfir Markarfljót inn i Þórs- mörk og ditten og datten. Upp úr þessu fór hún að ferðast um landiö á hestbaki, án annarra förunauta en pósta, smástráka og þess háttar tilfallandi leiðsögu- manna. Þetta gerði hún á annað ár, lenti i sandstormum og að vetrarlagi i stórhrið og sá hrævarelda. Hún hefur áreiðan- lega séð meira af landinu en margur innfæddur. Sérstaklega elskar hún Mývatnssveit og bæ- ina þar. 1 Reykjahlið sagði hún sr. Magnúsi Helgasyni, siðar skólastjóra Kennaraskólans, að mýstrókarnir hvirfluðust um sig, en hún væri aldrei bitin. „Ekkert annað en islenzk gestrisni”, svaraði Magnús. Það var að vonum að einn og einn leiðsögumaður tryði ekki að óreyndu, að útlenda konan gæti setið hest. Kunnur Þingeyingur, nú löngu dáinn, tók þvi með tor- tryggni, þegar hún bað um að fá að slást i för með honum. Hann hafði tiu til reiðar og setti hana á traustasta klárinn. Þorir ekki annað en gefa henni auga, sér að hún er sleipari en hann hélt, og þegar hún opnaði hlið án þess að fara af baki, var honum öllum HILDUR BLÖNDAL heimili sinu heldur hún sem mest i þeim skorðum, sem þaö var fyrir lát manns hennar, þótt hún hafi flutt i aðra ibúð. lokið og lét hana fá bezta gæðing- inn. Að geta talað islenzku opnaði henni margar baðstofur. Norð- maður, sem var samtimis henni á bæ einum, undraðist mikið yfir þvi. Hann var settur fram i gesta- stofu, þar sem hann himdi aleinn, en fékk færðar veitingar hátið- lega. En Hildur var ekki talin út- lendingur og boröaði með fólkinu. Þetta er á árunum 1923—’24, rétt áður en fólksflutningarnir miklu til Reykjavikur hefjast. A ljósmyndum hennar er Skúlagat- an ósnortin strönd, og túnið við Thor Jensens húsið og Tjörnina, kallar á kýr. Óborganlegar eru sumar mannamyndir hennar, Guðmundur Finnbogason situr flötum beinum á þúfu að rifa i sig harðfisk, uppljómaður. Tvö borgfirzk börn horfa feimin og undirleit á ljósmyndarann og halda fast i buxnaskálmar föðpr sins. Meira af honum sézt ekki á myndinni. En skálmarnar hylja tilvonandi forsetafætur, — fæturna á Asgeiri Ásgeirssyni, þá kennara. Hildur Blöndal skellti upp úr þegar ég spurði hana hvort hún hefði imyndað sér, að á Islandi biði einnig eiginmaður. „Nei, ég fór ekki þangað til þess”. I sumarsól á gangstétt i Reykjavik stóð Sigfús Blöndal, orðabókarhöfundur og bókavörð- ur við Konungsbókhlöðuna i Kaupmannahöfn, milli Guðmundar og Matthiasar, vina föður hennar, þegar hana ber að. Hún var þá fertug, hann fimmtugur. Ari siðar voru þau gift og höfðu stofnað heimili i Danmörku, þar sem þau bjuggu æ siðan, en „við töluðum islenzku frá fyrstu stund og heimili okkar var islenzkt”, segir Hildur með þungri áherzlu. Það er mál manna, að Sigfús Blöndal bókavörður hafi laðað að sér merkilegar konur. Þegar þau Hildur kynntust var hann skilinn, en hafði áður verið kvæntur Björgu Þorláksson, systur Jóns ráðherra. Hún var geysilegur dugnaðarforkur og setti markið hátt. Hún ýtti undir hann að hefja hina miklu orðabók, og vann mik- ið við hana ásamt honum. Þau hófu verkið sem frægt er, sumar- dag einn 1903, og hugðust ljúka þvi á fimm árum. Að þeim tima liðnum, segir Sigfús i formála, „var resultatet, da jeg saa prövede det, meget sörgeligt”. Og árin urðu fjórum sinnum fimm. Þegar bókin var næstum búin undi Björg ekki lengur i hjóna- bandi og fór til Parisar. Hún tók þar doktorsgráðu i sálarfræði, og má mikið vera.ef hún er ekki fyrsta islenzka konan, sem vinnur þann titil. En geðheilsan brast, og efri ár þessarar hálærðu konu urðu mjög raunaleg. Sigfús var allra manna fróðast- ur og ljúfastur, fræðimaður með barnshjarta. Hann var þolinmóð- ur við að leysa úr spurningum stúdenta. „Nei, þetta var ekki svona, nú skal ég segja þér.og svo gekk hann um gólf með hend- urnar á baki og sagði frá, eins og iifandi alfræðibók. Hann átti fjóra gitara, sem hann hafði gaman af að gripa i. (Textinn „HæDóli, hæ Dóli, sem stúdentar kyrja við skál, er eftir hann). Færi einhver að hæla honum fyrir orðabókina átti hann til að segja: „Æ.verst hún er svo stór, að það er hægt að slá menn i rot með henni”. Hann vann við Konungsbók- hlöðuna i Kaupmannahöfn alla ævi. Er hann var kominn á eftirlaun fór hann þangað oft. Hinir yngri bókaverðir voru vanir að safna á miða spurningum, sem þeir þurftu að fá leyst úr, og geyma, þangað til hann kæmi. Þau Hildur bjuggu fyrst á Amager, en fluttu fljótlega norð- ur i Hörsholm, þorp 20 km norðan við Ráðhúsplássið. Það er umluk- ið yndisiegum beykiskógum Norður-Sjálands, og stóð þar lengi sumarhöll Danadrottninga. Þau hjón bjuggu i gömlum verzlunarskóla með blýrúðum i gluggum og fornri dys ‘i garðin- um, en alla veggi þöktu bækur, tiu þúsund bindi. Jakob Benediktsson, þá ungur stúdent veitti mikla og góða aðstoð við bókaflutningana af Amager. Bókatrappan var siðan skirð Jakobsstigi. Það var fjarska blitt milli þeirra hjóna. Þeim fóru ekki mörg styggðaryrði á milli. „Þú verður að játa það”, sagði Hildur við vinkonu sina, „að hann Sigfús er skemmtilegur mað- ur”. Báðum fannst þei'litillæti og elskulegt viðmót, vera það sem prýðir manninn mest. „En elskan má ekki vera á yfirborðinu að- eins”, segir Hildur „hún verður að ná til botns i sálinni. Og mér finnst ekkert ég þurfa að vera vinsæl af öllum. Það er til fólk, sem ég kæri mig ekkert um og þá reyni ég að sneiða hjá þvi, enda kærir það sig áreiðanlega ekkert um mig heldur. En ég reyni að vera góð við allt fólk, sem kemur mér við, gæzkan i lifinu hefur svo mikið að segja..”. Og til að afsaka þetta segir hún að Friðrik heitinn Danakóngur hafi lika alltaf verið fjarska elskulegur við alla. Alexandriu drottningu og Ingiriði langaði að geta aðeins bjargað sér i islenzku og fengu Hildi Blöndal til að kenna sér („Einu nemendurnir sem ég hef nokkurn tima haft”). Hildur kom alltaf til þeirra i höll- ina og mætti þá eitt sinn Friðriki i stiganum, en þau höfðu nýlega verið saman i boði hjá Sveini Björnssyni. pann heilsaði hjartanlega: „Mikið var gaman hjá honum Sveini um daginn, við verðum að gera þetta bráðum aftur”. Danir syrgðu Friðrik, einmitt fyrir hlýja brosið hans og hvað hann var óhátiðlegur, samanber þegar hann sagði: „Det er sgu dejligt at være Konge”. En aftur út i Hörsholm. Það er ekki að orðlengja, að gestkvæmt var hjá þeim Blöndals-hjónum, þótt ekki byggju þau i þjóðbraut. Oft þegar Sigfús kom heim með lestinni frá vinnu sinni á safninu, komu kvöldmatargestir með (en hann lét alltaf vita áður) og marga sunnudaga komu matar- gestir. Nafnalistinn i gestabókun- um er fjölskrúðugur, og fjölda- mörg þjóðkunn nöfn. Sumt voru stúdentar, þvi þeir voru velkomn- ir á heimilið, og það var dýrmætt fyrir þá. Það eru ekki margir, sem treysta sér að sinna þeim. í Kaupmannahöfn i dag eru engin sambærileg menntahjón, sem bjóða stúdentum heimilishlýju, sem ég veit um. „Janvel á efstu árum fann ung- ur stúdent bróður sinn, þar sem Sigfús var,fjölvisi hans reisti þar engan vegg i milli", skrifar einn þeirra siðar. ,Mér þótti vænt um stúdentana, segir Hildur. „ Þeim þótt gott að koma. Ég var svo fegin, þeim fannst þeir alltaf koma á islenzkt heimili, þegar þeir komu til okk- ar”. Á 75 ára afmæli Sigfúsar voru þau hjón stödd i Reykjavik, og gamlir Hafnarstúdentar héldu þeim fjölmenna veizlu. Hann átti þ’á ekki langt ólifað og lézt árið eftir, 1950. Mynd hans, máluð af Gunnlaugi frænda,hangir i svefn- herberginu yfir höfðalagi Hildar. irmirmatipacwfftrjmnrgTOr 1 dag sér Hildur i þakið á hinu gamla heimili þeirra hjónanna út um gluggann hjá sér á 6. hæð. En nú býr hún nýtizkulegast þeirra, sem ég þekki i Kaupmannahöfn, — i kollektif-húsi. Blokk með litl- um ibúðum: Stofa, svalir, eldhús- veggur með forhengi, svefnher- bergi, bað, góðir skápar og simi. Sameiginleg er dyravarzla, sjón- varpsstofa og matstofa. Þetta eru leiguibúðir. Leigjendum er áskil- ið að kaupa 12 aðalmáltiðir á mánuði en eru annars siálfráðir. Ég held hún hafi sagt, aö bygg- ingin sé upphaflega hugsuð fyrir aldrað fólkf en ungt fólk hefur sótzt eftir að koma og býr þar margt. Annað hvort hjón eða einstætt foreldri með barn, þvi ekki er nema 2 persónum hleypt inn i hverja ibúð. Ég kom til Hildar seint á laugardegi og fimm ára sonur minn, var með mér, Tóti. Hún átti min ekki von og var að Íesa smásögur Guðmundar Friðjónssonar, rifja þær upp. Kát og hress með hvitar krullur hitaði hún sterkan tebolla, heimilisdrykkinn. Handa Tóta fann hún kubbaþorp i skærum lit- um, litið máð eftir áttatiu ára handfjatl. Hún átti það iitil telpa. og það er enn i upprunalega trékassanum, og merkt með rauðum lit innan á lokið: H. Tólf litil hús, kirkja og — agnarsmár kastali eða riddaraborg með fimm turnum. Það var fyndið að sjá sambýlisform lénsskipulags- ins standa snyrtilega á gólfi kollektif-hússins. Það er basl að hafa viðtal við Hildi Blöndal. Lipurlega flýtir hún sér að hafa hausavixl, og það verður spyrillinn, sem segir henni ævisögu sina, meðan hún hlustar gaumgæfilega, kinkar kolli eða verður döpur á svip eftir efninu: „Ég skil, ég skil...”. Viðmót hennar er traust og hlýtt enda nafnastraumurinn i gestabókunum óslitinn fram und- ir þennan dag. Nú skrifa gjarna barnabörn þeirra, sem skrifuðu fyrst. Hún er andlega eitthvað svo yfirveguð. Er það af þvi hún hefur alið allan aldur sinn með bókum og bókamönnum? Sjálf heldur hún að það sé vöggugjöf. Tólf ára Bókmerki Sigfúsar Blöndals. var hún, þegar glögg og reynd kona gaf henni einkunnina: „Hildur, þú ert svo harmonisk”. Er útleggst samhljómandi i sál- inni. Það er gott að reyna alltaf að gera eitthvað. Mér hefur alltaf þótt gaman að vinna. Ekki eins og stormur, heldur eins og hlý gola, néi annars, ég er ékki skáld”. Rólegur, en ákveðinn, það er árangursrikast i hverju máli. „Bók er bezti vinurinn. Fyrst sýnir hún þér, hvernig lifið er, á eftir strýkur hún af þér tárin”, skrifar útgefandinn Einar Munksgaard undir nafn sitt i gestabókinni endur fyrir löngu. Hildur segist lesa bækurnar sinar aftur og aftur. Meðal þeirra kær- ustu eru Strindberg, Thor Heyer- dal, Karen Blixen, Nevil Shute, Einar H. Kvaran og þættir Sverr- is og Tómasar. Yfir bókaskápn- um hangir, ásamt myndum úr Mývatnssveit, álfamynd eftir Kjarval. Á mildum fleti virðist fólksfjöldi standa i fjallshlið. Eitt höfuð er skýrast i hópnum. Er það Jesús, i hópi áheyrenda sinna? Þvi fæst ekki svarað, en sköpunarsaga myndarinnar er i þessum dúr: Hildur og Sigfús hittu málarann i húsi i Reykjavik, og fór vel á með þeim. Hann bauð þeim heim með sér að skoða myndir, sem þau þáðu með þökkum. „Ég sé enga álfamynd”, sagði Hildur. Þær voru eftirlæti hennar. „Nei”, sagði Kjarval „en á ég ekki að mála eina handa yður? Hvenær farið þið?” Það var drjúgur timi þangað til, og hann sagði þeim að koma tveim dögum áður, en skipið færi. Framhald á bls. 10 SIGFÚS BLÖNDAL — maöurinn, sem viö eigum að þakka orðabókina. TÍMINN Konurnar úr Kvenfélagi Þórshafnar f garði prestssetursins I Bústaðasókn. Timamynd Róbert. ÁNÆGJULEG HEIMSÓKN FÆREYSKRA KVENNA OÓ—Reykjavik 25 konur frá Þórshöfn i Fær eyjum eru að lyfta sér upp á tslandi þessa dagana. Eru kon urnar meðlimir i Kvenfélagi Þórshafnar og eru hingað komnar i boði Kvenfélags Bústaöasóknar, en hópur kvenna úr þvi félagi heimsótti Færeyjar á siðasta sumri og tók Kvenfélagið þar á móti þeim. Formaður Kvenfélags Þórs- hafnar, Olivia Gregoriussen, er meðal þeirra félagskvenna, sem hér eru staddar. Timinn hafði tal af henni, þegar hópurinn var boðinn i siðdegiskaffi til séra Olafs Skúlasonar, sóknarprests i Bústaðasókn, i gær. Sagði Olivia, að viðtökur hér væru frábærar, en konurnar búa á heimilum félags- kvenna i Bústaðasókn, meðan þær dvelja hér á landi. Færeyzku konurnar komu hingað s.l. fimmtudag og dvelja i vikutima. Sagði Olivia, að þær hafi ferðazt austur fyrir fjall og heimsótt kvenfélagskonur á Selfossi, farið að Gullfossi, og Geysi og Skálholti. Sagði hún, að dvölin á tslandi væri óslitin skemmtiferð og bað um að koma á framfæri þökkum til allra þeirra, sem greiddu fyrir för þeirra hér. Kvenfélag Þórshafnar var stofnað fyrir 20 árum og telur nú 160 meðlimi. Eru konur á öllum Sjiíkrahiísi Akraness gefnar stórgjafir Sjúkrahúsinu á Akranesi hafa nýlega borizt tvær stórgjafir. Sigurjón H. Sigurðsson, verka- maður á Suðurgötu 18 á Akranesi, færði þvi rúmlega 290 þúsund krónur til minningar um konu sina, Jóninu Guörúnu Einars- dóttur,sem andaðist árið 1969, og Halldór B. Jónsson, fyrrverandi útgerðarmaður á Melteigi 9, gaf þvi hundraö þúsund krónur til minningar um konu sina, Bjarn- friði Ásmundsdóttir. Sigurjón hefur áður gefið sjúkrahúsinu stórfé. Fyrir rúm- um tveim árum gaf hann þvi 323 þúsund krónur, er varið var til tækjakaupa. Stjórn sjúkrahússins hefur beð- ið Timann að færa þessum rausn- arlegu mönnum beztu þakkir sin- ar, og má þá jafnframt geta þess, að gjafir til þess eru frádráttar- bærar við skattframtal. aldri i félaginu. Þær sem hingað koma, eru konur á á aldrinum 14 til 84 ára. Fundir eru haldnir mánaðarlega og rædd málefni kvenna, heimila og barna. Olivia Gregoriussen, segist ekki hafa komið til tslands siðan árið 1962, en þá var hún vinnu- kona hjá Karli Finsen um nokkurra mánaða skeið, en kannast litt við sig i Reykjavik nú til dags. Færeyzku konurnar komu hingað færandi hendi, þvi að þær gáfu Bústaðakirkju oblátu öskjur úr silfri. Séra Ólafur, sagði, að hann vonaðist til að félög i sókn- inni héldur áfram gagnkvæmu sambandi við Færeyinga, og að komið hafi til tals, að hópur ung- linga færi héðan lil Færeyia og unglingar þaðan kæmu hingað. Þó mun það tæpast verða alveg á næstunni. (Hivia Gregoriussen, formaður Kvenfclags Þórshafnar. BLAUPUNKT bíl • • UTVORP Fjölbreytt úrval af áspiluðum STEREO tiSS* cassettum sem passa í öil ferðaseguibönd SIGILD ■ LETT ■ POP tónlist VIÐ ALLRA HÆFI / unnai Sfyzeiióóm Lf. Suðurlandsbraut 16 - Reyfcjavik - Slmnefni: iVohnrt - Slmi 35200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.