Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.06.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 29. júni 1972 TÍMINN 11 Umsjón: Alfreð Þorsieinsson Pátttakendur i tugþrautarlandskeppninni, talið frá vinstri: Phipps, Bretlandi (nr. 8) Fernandez, Spáni, <nr. 6), Parajón, Spáni (nr. 7), Kidner, Bretlandi (nr. 2), C'ano, Spáni (nr. 1), Valbjörn Þorláks- son (nr. 3), Stefán Ilallgrimssoh (nr. 4), Clark, Bretlandi (nr. 5) Þrír reknir nt af, fjórir bók- aðir og einn viðbeinsbrotinn - Selfoss vann Ármann 5:0 í slagsmálaleik Það var hart barizt i leik Sel- foss og Ármanns á þriðjudags- kvöldið, þegar liðin mættust i 2. deild á Selfossi, Þrir leikmenn, Sigurður Leifsson (Ármanni), Sævar Ástráðsson (Selfossi) og Jón Hermannsson (Armanni), Metjöínun! OE—Reykjavik Keppt var i þremur auka- greinum siðari dag tugþrautar landskeppninnar. Ingunn Einars- dóttir, IR jafnaði nýsett met sitt i 400 m. hlaupi, hljóp á 603 sek. Ágúst Asgeirsson, IR sigraði i 1500 m. hlaupinu á þokkaiegum tima 4:05,8 min. Einnig var sigur- timi Vilmundar Vilhjálmssonar. KR i 400 m. allgóður, 51.2 sek. Úrslit: 400 m hlaup: Vilm. Vilhjálmss. KR 51,2 sek Lárus Guðm.ss. USAH 51,8 sek Borgþór Magnúss. KR 52,2 sek Július Hjörl. UMSB 54,6 sek 1500 m hlaup: ÁgústAsgeirsson. 1R 4:05,8 min SigfúsJónss. 4:18,4 min Helgi Ingvarss. HSK 4:28,6 mln Niels Nielss. KR 4:31,4 min Leif österby HSK 4:36,2 min 400 m hlaup kvenna: Ingunn Einarsd. IR 60,3 sek Unnur Stefánsd. UMSK 60,2 sek Björg Kristjánsd. UMSK 64,5 sek Svandis Sigurðard. KR 66,5 sek voru reknir út af. Benedikt Sigur- jónsson (ÁrmanniJ varð fyrir þvi óhappi að viðbeinsbrotna, þegar honum var skellt. Fyrri hálf- leikur var frekar rólegur, en i siðari hálfleik, fór allt upp i loft, sáust menn, vera að sparka i aðra Ieikmenn, hingað og þangað um völlinn. Missti þá dómari leiksins, leikinn alveg úr höndunum á sér, enda gat hann ekki verið með augun allsstaðar á vellinum, þá voru linuverðirnir (frá Selfossi), orðnir óöruggir. F'yrri háflleikur var með ró- legasta móti og skoruðu Selfyss- ingar, tvö mörk i honum. A 10 min. myndaðist þvaga við Ar- mannsmarkið, úr henni sendi Tryggvi Gunnarsson, knöttinn i markið. Siðara markið I hálf- 2. deild: Þróttur og Akureyri í kvöld kl. 20.30 I kvöld kl. 20.30 fer einn leikur fram i 2. deild i knattspyrnu. Liðin sem mætast, eru Þróttur og Akureyri, það má búast við spennandi leik, þegar liðin mæt- ast, þvi að bæði liðin hafa ekki tapað leik I 2. deild og hafa þau hug á að halda þvi áfram. Þetta er fyrsti leikur Akureyringa, hér i Reykjavik, i sumar — leikurinn verður leikinn á Melavellinum. Stórslasaöur knattspyrnumaður fluttur til Reykjavíkur í rútubíl Þegar Benedikt Sigurjóns- son, sem viðbeinsbrotnaöi i leik Ármanns og Selfoss á Sel- fossi, kom á spitalann á Sel- fossi til að láta gera að sárum sinum, var enginn læknir á vakt á sjúkrahúsinu. — Var hann þá sárþjáður af kvölum. Það eina, sem var gert fyrir hann á sjúkrahúsinu, var að hann fékk verkjatöflur og bundið var utan um hann teygjubindi.siðan þurfti hann að tara með rútubilnum með Ármannsliðinu i bæinn. Var hann þá strax fluttur á Slysavarðstofuna og þar teknar myndir af meiðsl- unum. A þeim kom i ljós, að hann var illa viðbeinsbrotinn. Hann var þá drifinn upp á skurðarborðið og viðbeinin spengd saman og negld. Eins og sjá má á þessu, þá hefði getað farið enn verr, ef Benedikt hefði verið með það alvarleg meiðsli, sem ekki hefðu mátt biða aðgerðar. Er það mjög slæmt, þegar enginn læknir er til staðar, þegar knattspyrnuleikir fara fram. Og einnig er það vitavert kæruleysi að senda Benedikt með rútubil i bæinn — sár- þjáðan og stórslasaðan. SOS leiknum skoraði Sumarliði Guð- bjartsson, eftir af hafa fengið stungubolta fram völlinn. Ármenningar byrja siðari hálf- leik á miklum krafti, á 4. min. bjarga Selfyssingar á linu skoti frá Benedikt. Benedikt var skellt á 20 min. með þeim afleiðingum að hann viðbeinsbrotnaði. Upp úr Frh. á bls. 15 Fram vann Reykjavíkurmótið I gærkvöldi gerðu Fram og Val- ur jafntefli, eitt mark gegn einu, og þar með urðu Framarar Reykjavikurmeistarar. Mark Fram skoraði Asgeir ' Eliasson i fyrri hálfleik og Her- mann Gunnarsson skoraði fyrir Val i siðari hálfleik. Nánar verður sagt frá leiknum i blaðinu á morgun. Sjötta íslands- . met Láru! Keppnin i fimmtarþraut kvenna var nokkuð góð. Lára Sveinsdóttir, Á, varð Reykjavik- urmeistari, hlaut 3449 stig, sem er nokkrum stigum lakara en nýsett met hennar i greininni. Hún bætti þetta upp með þvi að setja tslandsmet i 200 m hlaupi fimmtarþrautarinnar, hún hljóp á 26,2 sek. en gamla metið, sem Ingunn Einarsdóttir, IBA átti var 26,3 sek. Kristin Björnsdóttir, UMSK, sem keppti sem gestur, varð önn- ur með sinn bezta árangur i greininni 3291 stig. Einnig náði Sigrún Sveinsdóttir, A, sinum bezta árangri hlaut 3075 stig. Þetta Islandsmet Láru er það sjötta sem hún setur i sumar. Glíma Glimukeppni Vestfiröinga- fjórðungs, fer fram að Breiðabliki á Snæfellsnesi sunnudaginn 2. júli n.k. og hefst kl. 14.00. Héraðs- samband Snæfellsness og Hnappadalssýslu sér um keppnina i ár. Þáttaka tilkynnist Sigurþóri Hjör leifssyni, Lynghaga, Mikla holtshreppi, eða skrifstofu HSH — sima (93) — 8161 fyrir 1. júlí. Tngþrautarkeppnin: Spánverjar sigrnön í hörkn keppni - Cano öruggur siprvegari - Valbjörn 3ji, Stefán 4. og Kidner jafnaði skozka metið OE—Reykjavik. Spánska liðið sigraði naumlega i tugþrautarlandskeppninni,sem lauk á Laugardalsleikvanginum i fyrrakvöld, Spánverjarnir hlutu samtals 13920 stig. Bretar, sem voru i fyrsta sætieftir niu greinar, urðu að sætta sig við annað sæti með 13859 stig. tslendingarnir stóðu sig vel, þrátt fyr- ir þriðja sæti, hlutu 13588 stig. Þess má geta, að islenzku tugþrautar- mennirnir hlutu fleiri stig en Spánverjarnir siðari daginn, og aðeins 5 stigum færra en Bretar. Keppnin var skemmtileg siöari daginn, bæði einstaklingskeppnin og stigakeppnin milli þjóðanna. Var ekki útséö um röð fyrr en i síðustu grein 1500 m hlaupinu. Fyrsta grein dagsins 110 m grindahlaup var jafnt. Spánverjinn Cano, sem á bezt 14,4 sek. i greininni sigraöi Valbjörn naumlega i greininni, hann hlaut timann 15,3 sek., en Valbjörn hljóp á 15,4 sek. og varð annar. Stefán stóð sig og vel, náði sinum bezta tima 15,6 sek. Erlendu keppendurnir voru mun sterkari i kringlukastskeppninni. Þar sigraði Bretinn Clark, kastaði 43,30 m. Valbjörn varð fjórði með 38,78 m, en Stefán rak lestina með 32,20 m.Enginn vafi er á þvi, aö i þessari grein getur Stefán bætt sig að mun með markvissari æfingu. Að loknum kringlukastinu voru landarnir i 4. og 6. sæti. Keppnin i stangarstökkinu hófst kl. 7 og stóð yfir i 3 klukkutíma. Bar- áttan var hörð og árangursrik fyrir tslendinga. Vklbjörn sigraði, stökk 4,20 m og var nálægt þvi aö fara yfir 4,30 m. Spánski methafinn Cano stökk 4,10 m og Stefán náði sinum bezta árangri 3,60 m. Valbjörn komst i 3ja sæti eftir stangarstökkið, en Stefán var enn i þvi sjötta. Spjótkastskeppnin, næstsiðasta greinin, var næst á dagskrá. Þar var Bretinn Clark langbeztur og sá eini af keppendunum, sem kastaði yfir 60metra, eða 62,14 m. tslendingunum gekk vel, náöu báöir sinum beztu köstum i sumar, Valbjörn kastaði 55,08 m og Stefán 52,08 m.Kidner, Bretlandi hafði forystu fyrir siðustu greinina, 6776 stig, en Cano var með 6650. tslendingar héldu sömu sætum og áður, 3ja og sjötta. Valbjörn varð að hafa sig allan við til að halda verðlaunasætinu og talið var,að Stefán ætti möguleika á að ná a.m.k. 5. Keppnin i 1500 m var geysihörð og skemmtileg. Spánverjarnir tóku forystu i upphafi, en um mitt hlaupiö tók Stefán forystu og hélt henni ti) loka. Honum var fagnað gifurlega af ca. 300 áhorfendum. Valbjörn varð 6. i 1500 m og það nægði til að hljóta bronz. Stefán skautzt afturá móti uppi 4. sæti eftir 1500 m hlaupið, og bætti sinn fyrri árangur i tug- þraut um 250 stig. Skotinn Kidner varð siðastur i 1500 m en tókst þó að jafna skozka metiö i greininni, hlaut 7113 stig og annað sæti I þrautinni. Cano sigraði með 7237 stig. Eins og áður sagöi varð Valbjörn þriðji meö 6821 stig, hans bezti áranguri3eða 4ár. Velheppnaöri tugþrautarlandskeppni var lokiö og þrátt fyrir sigur er- lendu keppinautanna geta Islendingar veriö ánægðir með árangur sinna manna. 110 m grindahlaup: Stig samtals Cano, Spánn 15,3 sek 817 stig 4521 (2) Valbjörn Þorláksson, tsland 15,4 sek 807 stig 4252 (5) Kidner, Bretland 15,5 sek 797 stig 4601 (1) Stefán Hallgrimsson, tsland 15,6 sek 787 stig 4283 (4) Clark, Bretland 15,8 sek 767 stig 4018 (8) Fernandez, Spánn 16,6 sek 694 stig 4401 (3) Phipps, Bretland 17,0 sek 660 stig 4063 (7) Ruiz, Spánn 17,3 sek 637 stig 4230 (6) Kringlukast: Clark, Bretland 43,30 m 749 stig 4767 (7) Kidner, Bretland 41,77 m 720 stig 5321 (1) Fernandez, Spánn 39,71 m 680 stig 5081 (3) Ruiz, Spánn 38,00 m 646 stig 4876 (5) Valbjörn Þorláksson, Island 38,78 m 661 stig 4913 (4) Phipps, Bretland 36,81 m 621 stig 4684 (8) Cano, Spánn 34,92 m 582 stig 5103 (2) Stefán Hallgrimsson, tsland 32,20 m 523 stig 4806 (6) Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, Island 4,20 m 859 stig 5772 (3) Cano, Spánn 4,10 m 832 stig 5935 (2) Kidner, Bretland 4,00 m 807 stig 6128 (1) Phipps, Bretland 3,90 m 780 stig 5464 (7) Ruiz, Spánn 3,60 m 700 stig 5576 (5) Steán Hallgrimsson, ísiand 3,60 m 700 stig 5506 (6) Clark, Bretland 3,50 m 672 stig 5439 (8) Fernandez, Spánn 3,20 m 587 stig 5668 (4) Spjótkast: Clark, Bretland 62,14 m 787 stig 6226 (4) Cano, Spánn 56,30 m 715 stig 6650 (2) Valbjörn Þorlákss, tsland 55,08 m 699 Stig 6471 (3) Stefán Hallgrimsson, tsland 52,08 m 660 Stig 6166 (6) Kidner, Bretland 51,10 m 648 Stig 6776 (1) Ruiz, Spánn 47,22 m 595 Stig 6171 (5) Phipps, Bretland 43,22 m 538 Stig 6002 (8) Fernandez, Spánn 37,74 m 456 Stig 6124 (7) 1500 m hlaup: Stefán Hallgrimsson, tsland 4:28,3 min 601 stig 6767 (4) Cano, Spánn 4:30,3 min 587 Stig 7237 (1) Fernandez, Spánn 4:35,9 min 550 stig 6674 (7) Clark, Bretland 4:40,8 min 520 stig 6746 (5) Ruiz, Spánn 4:42,0 min 512 stig 6683 (6) Valbjörn Þorláksson, tsland 5:11,0 min 350 stig 6821 (3) Phipps, Bretland 5:12,9 min 341 stig 6343 (8) Kidner, Bretland 5:13,6 min 337 stig 7113 (2) Stig samtals: Spánn 13.920 Bretland 13.859 Island 13.588

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.