Tíminn - 30.06.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.06.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Föstudagur 30. júni 1972 Hálfnað erterk þá haf ið er spamaður skapar verðmæti Samvinuubankiíin Bréf frá lesendum \,......¦¦¦¦¦¦iiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiii.......iniiiii Klömbur. ,,Hvað á húsið að heita?" spyrjið þið i Timanum og eigið við myndHstarhúsið nýja. Spurningunni er auðsvarað. Húsið stendur i eða við Klambratún (hefði átt að standa i miðju túni,) sem einhverjir smekkleysingjar og oflætismenn hafa skirt upp og kalla Miklatún (!) — að þvi er virðist i fúlustu alvöru, þótt eigi sé túnbleðillinn stærri en svo, að hundur gæti migið út yfir hann, eins og stundum var sagt i gamla daga, en þótti að visu heldur ófint. Húsið á að sjálfsögðu að heita Klömbur. Gisli Magnússon. *>^'í « Áveitur til uppgræðslu Mörgum er sjálfsagt i fersku minni, að Rangæingar stifluðu á uppi á afrétti og veittu henni á eyðisanda, þeim til frjóvgunar. Að visu voru þar ekki nein ný sannindi að uppgötvast. Sæmundur Eyjólfsson frá Sveina- tungu beitti sér fyrir þvi fyrir aldamót, að Stjórnarsandur á Siðu væri vökvaður, og Siggeir á Klaustri lagöi í mikinn kostnað við að dæla vatni upp á sandinn fyrir fjölda ára, að ég hef heyrt með verulegum árangri. Þetta, sem Rangæingar gerðu, mætti vafalaust allviða leika eftir i óbyggðum, þar sem vatnleysi torveldar gróðri að festa rætur á söndum og melum. Skyldi ekki vera vit i þvi, að menn gæfu þvi gaum, hvar nota má ár og læki til áveitu i þvi skyni að hjálpa gróðri á legg? Ég held, að það hagi að minnsta kosti á nokkrum stöðum svo til, að þetta mætti gera með litlum tilkostnaði, þó að auðvitað sé mismunandi, yfir hve stórt svæði vatnið næði að breiðast, sérstaklega fyrst i stað á meðan það hripar niður i gljúpa jörðina. Það er að minnsta kosti enginn skaði skeður, þó að ég biðji Land- fara að koma þessari hugmynd á framfæri, ef einhverjir kynnu að vilja ihuga hana, til dæmis öræfafarar og bændur, sem kunnugir eru á afréttum. O.P. HVOLSVELLI Opnum í dag, 30. júní, kl. 9,30 í nýjum húsakynnum við AUSTURVEG 6 Afgreiðslutími mánudaga til föstudaga kl. 9.30 til 12.30 og 13.30 til 15.30 SÍMI 99 - 5155 OG 5156 Bankinn annast öll innlend og erlend viðskipti FRAM- REIÐSLU- NEMAR vm óskast i Súlnasal. Gagnfræðapróf. Upplýsingar hjá yfirframleiðslumanni eftir kl. 4, ekki i sima. Opinber stofnun óskar að ráða stúlku til vélritunar, af- greiðslustarfa o.fl. Umsókn sendist blaðinu fyrir 10. júli n.k. merkt: Skrif- stofustarf 1330. Cadillac kveikir á AC kerti eru frá General Motors, stærsta fyrirtæki heims, og fylgja hverjum nýjum CadillacBuick, Pontiac, Oldsmobile og Chevrolet. Milljónir eigenda annarra tegunda setja AC í bílinn viö fýrsta tækifæri. Þeir vita, aö AC kveikir meiri orku en nokkuð annaö kerti. Hiigsum áðurenvið hendum ® i TANNVERNDAR- SÝNING í Árnagarði 28/6 - 2/7 opin daglega kl. 14-22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.