Tíminn - 30.06.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.06.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. juiif 1972 TÍMINN i þessari fjöru, sem eitt sinn var bryggja yfir og undir bryggjunum fjær, segja Seyðfirðingar grafnar dýnamittunnur( Timamyndir SB) Seyðisfjarðardýnamítið: Ónýtt í einni tunnu, en hinar gætu sprungið SB—Reykjavik Dýnamitið i tunnunni við Garðarsbryggju á Seyðisfirði, sem þeir Rúdolf Axelsson, sprengjusérfræðingur lö^regl- unnar og Jón Wium tundurdufla- scrfræðingur Landhelgisgæzl- 111111:11- athuguðu i fyrrakvöld, reyndist ónýtt. Þar með er þó ekki sagt, að ónýtt sé í öilum hinum tunnunum, 10-15 talsins, sem vitað er, að eru undir bryggjum og mannvirkjum i kaupstaðnum. Ekkert verður frekar átt við tunnurnar að sinni, en þeir Rúdolf og Jón lögðu yfirvöldum lifs- reglurnar um meðferð dynamits- ins, ef einhver skyldi finna upp á þvi að fara að grafa. Verður þá efnið eyðilagt þegar i stað til að koma i veg fyrir, að fram- kvæmdasamir strákar fari að gera tilraunir. Það var Arni Stefánsson, verk- stjóri hjá Seyðisfjarðarbæ, sem tók sig til og gróf upp eina tunnu, er hann frétti að von væri á sprengjusérfræðingum til að athuga myndirnar, sem kafararnir tóku af El Grillo. — Mér datt bara i hug, að láta þá lita á þetta, sagði Arni frétta- manni Timans. — Ég og fleiri höfum allan timann vitað um þessar tunnur og margar fleiri. Eins og skýrt var frá i blaðinu i gær, olli Arni miklu fiaðrafoki um borð i varðskipinu ÆGI, er hann kom þangað hlaupandi með dýna- mittupu. Þar voru engir sprengjusérfræðingar um borC, en sent var eftir þeim Rúdiilf og Jóni i snatri til Reykjavíkur til aö athuga tunnurnar. Rúdólf Axelsson tjáði okkur, að jarðsprengjukerfi sem þetta hefði ekki einungis verið ætlað til að sprengja upp bryggjurnar og hafnarmannvirkin, heldur hefði svona lagað mikið verið notað i siðari heimsstyrjöldinni til að tortima heilum herdeildum, er þær gengu á land. Bretarnir voru þvi við öllu búnir á Seyðisfirði, en ekki kvaðst Rúdolf hafa heyrt um að svona útbúnaði hefði verið komið fyrir viðar hér á landi. Ingimundur Hjálmarsson, fréttaritari Timans sagði, að áður en sprengjusérfræðingarnir komu að sunnan, hefðu nokkrir Seyðfirðingar verið búnir að fara i tunnuna og fá sér túpur, sem þeir hefðu farið með heim með sér. Voru þessar túpur heillegar og litu vel út, en reyndust við prófun óvirkar. Arni Slefánsson, verkstjóri: — Datt i hug, að láta þá lita á þetta. Hótel Saga kynnir íslenzkar landbúnað- arafurðir SB—Rcykjavik A hverju fimmtudagskvoldi i sumar gefst erlendum ferða- mönnum í Reykjavik svo og þeim islendingum, sem þess kunna að óska, tækifæri að að eyða kvöld- stundinni á Hótel Sögu og kynnast þar islen/.kum landbúnaðar- afurðum. Það er Hótel Saga, sem gengst fyrir þessum kynningarkvöldum, sem haldin eru i Atthagasalnum og nýja salnum inn af honum. Kynningin hefst kl. 7.30 með kynningarávarpi og fslenzkum kokkteil með. Siðan er boðið upp á kalt borð úr íslenzkum mat. Þar má fá lambakjöt matreitt á óteljandi vegu, lax, brauð, osta, svið, skyr og m.m.fl. Undir boröum eru sagðar álfasögur og þjóðlegur fróðleikur og sýnd eru föt úr isl. ull og gærum. Þá eru til sýnis keramikvörur og skart- gripir. Að lokum er dansað til 23.30. Kvöldið kostar um 10 dollara fyrir manninn. ^> 1 Þessi maður er fljótt á litiðjj iharla likur Þórbergi Þórðar-i isyni, enda frændi hans úr i fSuðursveit. Hann heitir Þor-i isteinn Magnússon, og er hinni imesti völundur. E | Hér á myndinnier hann meði ieftirlikingu af smiðjubúnaði, i ien i skápnum fyrir framan i i hann er hinn mesti fjöldi verk-1 ifæra, sem hann notar viði ismiðar sinar. i E Viðtal við þennan mann i ihirtist i Sunnudagsblaðinu á i Emorgun, er jafnframt verður i |síðasta tölublaðið fyrir árleg i Esiiiiiarlevfi þess. Það mun aði ivenju byrja að koma út aftur i i Eágústmánuði. i Íllilllilllllilllliililillllllllllilllllilllllliiiiiiinilllllii 120 — 130 laxar Þegar við hringdum á skrifstofu Stangaveiðifélags Reykjavikur igær, fengum viö þær fréttir, að nú er búið að veiða 120-130 laxa úr Grimsá. Mun yfirleitt veiðast góður fiskur i ánni. Elliðaárnar Þeir hjá Stangaveiðifélag- inu sögðu okkur ennfremur, að betur liti út með veiðar í EIl- iðaánum nú en undanfarin ár. Fiskgengd i árnar hefði verið afar mikil. Segja mætti að bæjarlækurinn væri fullur af laxi. — Við höfiun ekki skýringu nú, á þessari miklu fiskgengd, en sjáum til þegar liður á sumarið sögðu þeir. Veiði að byrja Stangaveiðifélag Reykja- vfkur hefur tekið á leigu þrjú vötn á Arnarvatnsheiði, Reykjavatn, Kleppavatn og Fiskivatn. Er silungsveiðin nú að byrja I þessum vötnum. Þá hefur félagið á leigu, aðallega til siiungsveiði, Brú- ará og Hólaá, en við þá siöar- nefndu er gott veiðihiís. — EB Vanþróað land í vegamálum Síðastliðinn þriðjudag birt- ist i Visi grein eftir Valdimar Kristinsson, þar sem rætt er um þjóðartekjur og vegakerf- ið. Valdimar segir I upphafi: ,,Að undanförnu hafa komið fram hugmyndir um, að við ættum að nota eitt prósent af þjóðartekjum okkar til styrkt- ar vanþróuðum löndum. Þessi hugmynd er ágæt, ef viö að- eins gætum þess að láta fjár- munina fyrst ganga til upp- byggingar I þvi vanþróaða þjóðfélagi,semnærtækast erren það er auðvitað okkar eigið þjóðfélag. í þessu sambandi er sérstaklega hugsað til vega- kerfisins. Varla mun i nokkru landi i heiminum hafa verið lagt jafnlitið af góðum vegum og á tslandi. Til þess að koma vegamálum landsins I gott horf mun ekki duga minna fé, en sem svarar 1—2% af þjóð- artekjum allt til aldamóta. Ekki þurfum við þvi að kviöa verkefnaskorti I baráttunni við vanþróunina á næstu ára- lugum. Góðir vegir eru ekki aðeins til að koma mjólkinni örugg- lega i kaupstað og til þess að fólk geti ekið sér til skemmt- uiiar um helgar. Hvoru tveggja þetta er að visu mikil- vægt, en ástæðurnar fyrir hinni brýnu þörf á bættum vegum eru að sjálfsögðu miklu fleiri. „Akfærir" vegir eru ein helzta forsenda þess, að haldið verði uppi nútima þjóðfélagi, og án þeirra veröur hér aldrei það „byggðajafn- vægi" sem svo oft er rætt um. Með ,,akfærum" vegum er hér átt við vcgi, sem opnir eru nær allt árið og ofbjóða hvorki fólki né farartækjúm, þegar um þá er ekið." Fyrir aldamót Valdimar telur, að stefna eigi að þvi að ljúka „akfær- um" hringvegi um landið fyrir aldamót, ásamt hliðarvegum t.d. um Snæfellsnes og Vest- firði. Þetta muni kosta um 1—2% af þjóðarlekjunum. „,Akfær" hringvegur eigi m.a. að stuðla mjög að dreifingu opinberra stofnana um landið. Valdimar segir: „Þegar hringvegurinn góöi hefur verið lagður, ásamt meðfylgjandi hliðarvegum, mun engin byggð á landinu vera meira en dagleið frá öðr- um byggðum og yfirleitt mjög rijótlegt fyrir fólk að fara til næstu þjónustumiðstöðva. Milli helztu byggðakjarna verður aðeins fárra klukku- stunda þægileg ferð, svo sem um það bil 6 klst. milli Reykjavikur og Akureyrar og 4 klst. milli Akureyrar og Egilsstaða, en þá er aðeins miöaðvið 70 km meðalhraða á klst. Þegar svona væri komið og vegirnir opnir megin hluta ársins, má segja að nær allir landsmenn geti notið fjöl- breytilegrar þjónustu á flest- um sviðum, og þá verður einn- ig auðveldara að dreifa stofn- 111111111 á þéttbýlisstaði við hringveginn, eins og perlum á bandi. Reyndar getur þessi þróun hafizt alveg á næstu ár- um eintnitt vegna framfar- anna I vegagerö. Einhverjar sérhæfðar stofnanir I heil- brigðismálum mætti fara að staðsetja I Hveragerði, eða jafnvel á Selfossi, vegna nýja austurvegárins, og Búnaöar- félagið gæti sett sig niftiir i Borgarnes þegar vegurinn fyrir Hvalfjörð hefur verið fullgerður og brú komin yfir' Borgarfjörð, en þá verður ekki nema 11/2 klst. akstur þangað frá Reykjavik og rúmlega tveggja tíma frá Selfossi. Þannig mætti áfrain telja upp stofnanir til flutnings eftir þvl Framhald á bls. 8.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.