Tíminn - 30.06.1972, Side 5

Tíminn - 30.06.1972, Side 5
Föstudagur 30. júni 1972 TÍMINN 5 Tveggja daga kynn- ingardagskrá fyrir erlenda blaðamenn Rikisstjórnin hefur ákveöið að bjóða erlendum blaðamönnum upp á kynningardagskrá hér á landium landhelgismálið dagana 17. og 18. júli. Hefur boðsbréf verið sent ásamt dagskrá til alls 144 erlendra aðila. Þar er um að ræöa 90 stórblöð og timarit, 38 sjónvarps — og útvarpsstöðvar og 16 alþjóðlegar fréttastofur. Vitað er að fjöldi erlendra blaðamanna verður hér á landi i sambandi við heimsmeistaraeinvigið i skák, og er þessi timi valinn með tilliti til þess, að þeir eriendur blaða- menn, sem eru hér i þeim tilgangi að fylgjast með einviginu, geti einnig kynnt sér landheigismálið. Dagskrá þessarar kynningar er i stórum dráttum á þá leið, að mánudaginn 17. júli mun Hannes Jónsson blaðafulltrúi rikis- stjórnarinnar ávarpa þá, sem taka þátt i kynningardagskránni og Helgi Agústsson fulltrúi i utanrikisráðuneytinu mun dreifa upplýsingaritum. Þá verður kvik- myndasýning, en blaðamanna fundur með Lúðvik Jósefssyni sjávarútvegsráðherra fylgir i kjölfarið. Að loknum fundinum með Lúð- vik verður stigið um borð i flug- vél, og flogið til Vestmannaeyja. Bærinn verður skoðaður og há- degisverður snæddur á Hótel Berg, og þar mun Sigurgeir Kristjánsson forseti bæjar- stjórnar Vestmannaeyja flytja ávarp. Að hádegisverði loknum verður farið i skoðunarferð um frystihús og aðrar fiskvinnslu- stöðvar. Næst á dagskránni er sigling umhverfis Heimaey með varðskipi, og mun Pétur Sigurðs- son forstjóri Landhelgis- gæzlunnar ávarpa gesti og skýra frá landhelgisgæzlu og björg- unarstörfum á hafinu umhverfis Island. Undir kvöldið verður flogið til Reykjavikur, og i leið- inni verður Surtsey skoðuð úr lofti. Daginn eftir, þriðjudaginn 18. júli, hefst kynningardagskráin með blaðamannafundi með Einari Agústssyni utanrikisráð- herra. Að fundinum loknum verður kvikmyndasýning ogþar á eftir stutt skoðunarferð um Reykjavik, þar sem sérstaklega verður farið um höfnina og á aðra þá staði þar sem fiskvinnsla fer fram. Um hádegið veröur farið til Þingvalla. Staðurinn veröur skoðaður, og snæddur hádegis- verður i boði Ólafs Jóhannes- sonar forsætisráðherra, sem flytur ávarp undir borðum. Frá Þingvöllum verður farið að Soginu, og þaðan til Hveragerðis. Stofna rafvirkjarnir eigið verktakafyrirtæki? - Þeir hafa a.m.k. gert einróma ályktun um það, ef verkfallið dregst á langinn EB—Reykjavík — Aö sjálfssögöu munum viö ekki hvika frá jafn sjálfssögöum og eöliiegum kröfum og viö höfum sett fram, sögöu rafvirkj iarnir sem fréttamaöur Tímans hitti aö máli á förnum vegi i góöa veörinu i fyrradag, en sem kunnugt er hafa rafvirkjar á Stór- Reykjavikursvæöinu veriö i verk- falli frá 17. júni. Þeir Hilmar Sæmundsson, Asgeir Eyjólfsson og Eiríkur Þorleifsson, rafvirkjarnir, sem við hittum, sögöu að verkfallið kæmi harðast niður á Aburöar- verksmiðjunni svo og bygginga- framkvæmdunum i Breiðholti. Þeir sögðu, að ekki hefði verið mikið um verkfallsbrot. — Nem- ar hafa fyrst og fremst gert verk fallsbrot, þegar meistararnir hafa knúið þá til að vinna, en þeir veröa að gera sér grein fyrir þvi, að viö erum einnig að berjast fyrir þeirra kröfum. Ákvæðisvinnan er mesta deiluefnið Rafvirkjarnir hafa kröfur sinar Sögulegur aðalfundur Byggingasamvinnu- félags verkamanna - reikningar samþykktir með 65 atkvæðum gegn 55 ÓV—Reykjavik Aðalfundur Byggingasam- vinnufélags verkamanna, sem haldinn var i Tjarnarbúð i fyrra- kvöld, reyndist all sögulegur, svo ekki sé meira sagt. Má nefna sem dæmi, að reikningar félagsins voru samþykktir með 65 atkvæð- um gegn 55 og mun ekki áður hafa gerzt, að reikningar hafi verið samþykktir með svo mörgum mótatkvæðum. Byggingasamvinnufélag verkamanna er um það bil 20 ára gamalt og hefur ekki staðið i hús- byggingum um all langt skeið. Sama stjórnin hefur verið við völd allt frá upphafi og þykjast félagsmenn, sem eru hátt á þriðja hundrað, eiga inni nokkur grein- argóð svör, sem reyndust heldur loðin á aðalfundinum. Meðal ann- ars kröfðu fundarmenn stjórnina að svara um lager félagsins, á þeirri forsendu, að félag, sem byggt hefur 520 ibúðir, hljóti að eiga einhvern lager, timbur og fleira þess háttar, en svörin urðu heldun óljós. Einnig var spurt um reikninga varðandi viðgerðarkostnað á hin- um ýmsu flokkum, en félags- mönnum þykja viðgerðir hafa veriðheldur litlar á undanförnum 20 árum og i nokkrum tilfellum hefur verið látið nægja að mála glugga tvisvar eða þrisvar og lag- færa þakrennu einu sinni. Samt sem áður borga húseigendur 1600 krónur á mánuði i viðgerðar- kostnað. Svör við þessu fengust ekki. Eins og áður segir, þá he - Byggingasamvinnufélag verka- manna ekki byggt um skeið og gerðu félagsmenn sér vonir um, að með þvi lækkaði skrifstofu- kostnaður töluvert en raunin hef- ur verið önnur: Skrifstofu- kostnaður hefur aukizt til mikilla muna að undanförnu og hefur jafnvel verið bætt við starfsfólki á skrifstofuna i húseign félagsins, Stórholti 16. Þá lýsti stjórnin þvi yfir á fundinum, að halli væri stöðugt á húseigninni, þrátt fyrir þá staðreynd, að þar eru til húsa margar verzlanir og fyrirtæki. Ekki fengust svör við þeirri spurningu, hve mikið hver leigu- taki borgi i húsaleigu þar. Þegar kom að stjórnarkjöri á aðalfundinum, höfðu nokkrir félagsmenn stillt upp niu-manna lista, sem átti að fella stjórnina. En þá brá svo við, að hátalara- kerfi hússins fór úr sambandi og þvi heyrðu fundarmenn ekki þeg- ar fundarstjóri sagði, að fyrst ekki væru tillögur um nýja stjórn, væri sú gamla sjálfkjörin. Fór þá allt i háaloft, einsog einn fundar- manna orðaði það, en mótmæli ekki tekin til greina á þeim for- sendum, að enginn hefði verið með nýjar tillögur, þegar eftir þeim var óskað. Fráfarandi formaður er Vigfús Tómasson en nýr er Jóhann Þórðarson, lögfræðingur og er hann skipaður af Félagsmádaráði Geysimikil ólga og reiði rikir nú innan félagsins og hefur meðal- annars verið leitað til félags- málaráðherra, Hannibals Val- dimarssonar, um lausn á málun- um en félagsmenn telja ýmislegt of skýrt til að taka það gott og gilt. A þessum sögulega aðalfundi voru hátt á annað hundrað manns, en yfirleitt hafa ekki ver- ið nema 20-30 manns á fundum félagsins og þykir margt benda til, að mikil smölun hafi átt sér stað, bæð af hálfu stjórnar og „stjórnarandstöðu”. i 9 liðum. Þeir vilja að samið verði um fullkomna hollustuhætti og aðbúð á vinnustað. Þá kemur mesta deiluatriðið, en það er sú krafa þeirra, að öll vinna við ný- lagningar og meiriháttarbreyt- ingar á lögnum, verði eingöngu unnin og gerð upp samkvæmt ákvæðisverðskrá. Ennfremur krefjast rafvirkjarnir eftir- farandi: Tekin verði upp hvet- jandi launakerfi, við þau störf sem ekki verða unnin i ákvæðis- vinnu. Orlofsdögum fjölgi eftir starfsaldri og orlofsfé aukist i samræmi við það. Settar verði sr.mræmdar reglur um greiðslu til rafvirkja fyrir not eigin farar- tækja i þágu vinnuveitenda eða verkkaupa. Þegar vinnustaður er innan 50 km. fjarlægðar frá lög- sagnarumdæmi þvi, sem verk- stæði rafverktaka er staðsett i, skal rafvirki eiga rétt til heim- ferðar við dagvinnulok, sér að kostnaðarlausu. Þeir rafvirkjar, sem brautskráðir eru frá fram- haldsdeild Tækniskólans, fái 25% álag á þaö kaup, sem þeir ella mundu fá. Verkfærapeningar hækki úr 3,75% i 4,25% og kaup rafvirkjanema hækki — sam- kvæmt sérkröfum þeirra. Stofna þeir eigin verk- takafyrirtæki? — Ef verkfallið dregst á langinn er hugsanlegt að við auglýsum taxta og vinnum eftir honum, það hefur komið til tals, sögðu raf- virkjarnir. — Þá er ennfremur vert að geta þess, héldu þeir áfram, — að á fjölmennum fundi hjá okkur fyrir nokkru var samþykkt ein- róma ályktun um stofnun sam- vinnufélags rafvirkja, ef verk- fallið dregst á langinn. Yrði það rekið á likum grundvelli og sam- vinnufélög rafvirkja i Danmörku, þ.e. rafvirkjarnir yröu sjálfir verktakar. Þaö verður að gera eitthvað, ef á að halda okkur frá vinnu mánuöum saman. Rafvirkjarnir sögðu m.a. að lokum, að mjög mikil samstaða rikti hjá rafvirkjunum á verk- fallssvæðinu, þeir stæðu einhuga að baki sinnar stjórnar um að hvika ekki frá þeim kröfum, sem fram hefði verið settar. Geta sleppt öðrum kröfum Vinnuveitendur rafvirkja telja, samkvæmt fréttatilkynningu um sjónarmið þeirra, kröfu raf- virkjanna um ákvæðisverðskrána svo miklu mikilvægari, aö raf- virkjarnir geti sleppt öllum hinum kröfunum. Vinnuveit- endurnir segja, aö sú skoðun sé útbreidd meðal almennings ,,að ákvæöisvinnutaxtar iðnaðar- manna séu óréttlátir, og telja rafverktakar þvi að þvinganir verði til þess að húsbyggjendur verði enn tregari en áður að láta vinna samkvæmt taxtanum og þvi litlar likur á aö slikt samn- ingsákvæði héldi og myndi þvi með þessu draga úr notkun taxt- ans” eins og segir i fréttatilkynn- ingunni. Rafvirkjarnir þrir, Hilmar Sæmundsson, Eirikur Þorleifsson og Asgeir Eyjólfsson, sem við hittum á máli á Arnarhóli I fyrradag i sólskininu. (Timamynd — Róbert) Auglýsingastofa Timans er i Bankastræti 7 simár 19523 — 18300. Dame Margot forkunnar vel tekið í Þjóðleikhúsinu - Spasskí meðal áhorfenda ÖV—Reykjavik Dame Margot Fonteyn og meðdönsurum hennar var forkunnar vel tekið á sýningunum tveim, á þriðjudagskvöldið og i fyrrakvöld. Fagnaðarlæti voru gifurleg og undir lokin á miðviku- dagskvöld risu áhorfendur úr sætum og klöppuðu stanzlaust i nær 10 minútur. Meðal gesta á siðari sýningunni voru forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn og forsetafrú, Þjóðleik- hússtjóri Guðlaugur Rósinkranz og frú, ráðherrar fyrrverandi og núverandi og að ógleymdum heimsmeistaranum i skák, Boris Spasski, sem var i fylgd þeirra Gellers og Vilhjalms Þ. Gislasonar, fyrrv. útvarpsstjóra. Virtust þeir skemmta sér hið bezta, þar sem þeir sátu i ráð- herrastúkunni og Geller hætti mæira að segja að sjúga á sér fingurinn þegar þjóðsöngvar íslands og Bandaríkjanna voru leiknir áður en sýningin hófst.en sjálf uppfærslan (production-in) er bandarísk. 1 hléinu gekk Spasski út fyrir, andaði að sér fersku loftinu og naut kvöldsólarinnar. Blaðaljós- myndari kom þar að og smellti nokkrum myndum af ljós- myndaranum og mátti þá heyra nokkrar konur um og yfir fertugt segja: — Veslings maðurinn fær ekki einu sinni frið i leikhús^inu! Siðan gekk Spasski inn — og konurnar fast á hæla hans með aðdáun i augum. Að sýningu lokinni var dálitið hóf haldið i Þjóðleikhúsinu og var Spasski þar að sjálfsögðu. Fór vel á með honum og Dame Margot og voru þau að sjálfsögðu mynduð i bak og fyrir — en LIFE telur sig hafa einkarétt á að birta þær myndir og verður þvi ekki úr, að Tfminn geti birt þær, allavega ekki eins og er. Um þessar mundir er verið aö reyna að fá Dame Margot til að koma aftur til landsins i haust, en iviðtalivið fréttamann Timans á mánudaginn sagði hún, að sér þætti óliklegt, að af þvi gæti orðið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.