Tíminn - 30.06.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.06.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. jiíni 1972 TÍMINN 92Qfl Fyrirfólk kemur til veöreiöanna. Það er mikið um að vera i Englandi. þegar Ascot-veðreið- arnar standa þar yfir. Farah Diba keisarafrú frá Iran, er komin til Englands til þess meðal annars að sýna sig og sjá aðra. Hér kemur hún i opnum vagni til veðreiðanna og i fylgd með henni er enginn annar en Filipus prins. Eru þau bæði hin ánægðustu, og ékkert bangin við að leyfa ljósmyndaranum að mynda sig. Stundum hefur verið sagt, að Filipus prins vilji sizt af óllu sitja fyrir hjá ljósmyndur- um, en i þetta skipti hefur hann getað hamið sig, og enginn get- ur séð, að honum falli fyrirsætu- starfið illa. Finnst lifiö fyrir sig gert Um hálf milljón frönskumæl- andi Gyðinga telur, að franska stjórnin geri minna fyrir þá menningarlega, heldur en hún gerir fyrir Arabalöndin, og eru Gyðingarnir heldur óhressir yf- ir þessu, að þvi er forsvarsmað- ur Gyðinga i Paris segir. Flestir þeir Gyðingar, sem hér um ræð- ir hafa flutzt til israel frá lönd- um, sem eitt sinn voru nýlendur Frakka i Norður Afriku, en um 20 þúsund hafa flutzt til tsrael frá ýmsum stórborgum i Frakk- landi. Auk þess eru i þessum hópi fjölmargir velmenntaðir Gyðingar frá Austur-Evrópu- löndum. sem tala frönsku sem sitt annað móðurmál. Ýmiss vandræði hafa risið upp i sam- skiptum tsraels og Frakklands, og eiga erfiðleikarnir aðallega rætur að rekja til þess, hve sparir Frakkar hafa verið á fjárveitingar til menningar- legra samskipta landanna, en upphaf þessarar sparsemi má rekja til valdatima de Gaulle Frakklandsforseta. Menn hafa verið sendir út af örkinni frá israel til Frakklands til þess að reyna að bæta sambúð land- anna og heldur héfur sambúðin batnað eftir að Frakkar hófu að endurgreiða Israelsmönnum andvirði 100 Mirageorustuflug- véla, sem þeir eitt sinn seldu israelsmönnum, en þeir fengu hins vegar aldrei afhentar. Gyð- ingarnir hafa eftir sem áður yfir mörgu að kvarta. Þeir segja, að Frakkar hafi lagt mikið fé að mörkum til fransks mennta- skóla i Kuwait, en hafi á hinn bóginn sýnt litla ræktarsemi þremur frönskum menntaskól- um i israel. Mest af þeim pen- ingum. sem til þessara skóla rennur er komið frá Gyðingum, sem enn eru búsettir i Frakk- landi, en ekki frá franska rikinu sjálfu, eins og Gyðingum finnst að ætti að vera. 1 háskólunum i Jerusalem og Tel Aviv eru miklar frönskudeildir, sem fjöldi nemenda stundar nám við. Þrátt fyrir það hefur franska rikið lkið sem ekkert gert til þess að styrkja þessar deildir. né til þess að útvega til þeirra prófessora i frónsku, þótt franska rikið haldi úti frönsku- kennurum i hundraða tali á Arabaríkjunum, sér í lagi i Alsir. Að lokum kvarta Gyðing- arnir yfir þvi, að frönskum kennslubókum sé dreift ókeypis i fjölmörgum löndum, en ekki sé hægl að segja það sama um lsrael. Þangað sé engin bók send gefins. Bókmenntaleg útlegging Jón skáld Runólfsson var ættaður af Fljótsdalshéraði, en fluttist ungur vestur um haf og átti þar lengst af heima eftir það. Hann var maður hnyttinn og meinlegur í orðum, þegar til þeirra efna kom. Einu sinni var það, að skáld- skap Stephans G. Stephans- sonar bar á góma,og fann Jón honum sitt hvað til foráttu. Kann þar að hafa gætt skálda- rigs. Bar hann þá i tal eitt frægasta kvæði Stephans G., er þá mun hafa verið nýtt af nálinni, Þó þú langförull legðir. Lét Jón sér fátt um það finnast, ogkomst meðal annars svo að orði: „Dóttir langholts og lyngmós — hvað ætli það sé annað en and- skotans tófa? Og sonur langvers og sker — skyldi það ekki vera bölvaður blöðruselurinn?" isl. klausa. * - Presturinn er lofthræddur. Séra Hans-Lcnnart Hartler i Alvestia i Sviþjóð hefur verið prestur þar i 10ár, en allan þann tima hefur hann aldrei stigið i stólinn. — Kg þjáist af loft- hræðslu, segir Harller, sem er :sti;ira gamall, og lilur óttafullur i átt til predikunarstólsins, sem er aðeins sex l'et frá gólfi. — Ég flyt allar minar predikanir af krikjugólfinu, þar sem mér finnst ég vera öruggur. Alþjóðleg balletkeppni Moskvu 1973. 1 júni næsta ár mun Moskvu- borg elna til alþjóðlegrar ballet- keppni. Siðasta þess konar keppni, sem skipulögð var i Moskvu, fór Iram i'yrir þrem ár- um og i henni tóku þátt 78 ungir dansarar frá 19 löndum. Þess er krafizt, að dansarar- nir séu hið minnsla 17 ára og mest 28 ára. Veitt verða alls 20 verðlaun, hin hæstu 2500 rúblur. Uolsjojleikhúsið veitir i fyrsta sinn sérstök „Grand Frix" verðlaun og balletskólarnir i Moskvu og Leningrad munu einnig veita ný verðlaun. Keppninni verður skipt i þrjár umferðir el'tir viðfangsefnum. Formaður undirbúningsnefndar er hinn frægi sovézki koreograf Igor Moisevitsj. DENNI DÆAAALAUSI „Hjálpaðu mér að kasta draslinu út um allt herbergi, þvi ég vil að hægt sé að sjá, að ég á hér heima."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.