Tíminn - 30.06.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.06.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur '.50. júni 1972 A sunnudaginn var vigður Ferðafélagsskáli i nánd viö Kverkfjöll, og var þessi mynd tekin viö þaö tæki- færi. llúsio var vígt prestlegri vigsiu og geröi það scra Björn II. Jónsson á Húsavik. Yfirsmiður við skálabygginguna var Völundur Jóhannesson á Kgilsstöðum, en skálinn heitir Sigurðarskáli tii minn- ingar um Sigurð heitinn Kgilsson frá Laxamýri, er lengi var formaður Fcrðafélags Húsavikur. Auk Ilúsvikinga ciga skálann Fcrðafclag Fljótsdalshcraðs og Ferðafclag Vopnafjarðar. (Timamynd Jón .lóhanncssuri) MINNISPENINGAR FYRIR 7,1 MILLJÓN ÓV—Reykjavik Seljist allir minnispeningarnir, sem Bárður Jóhannesson hefur smiðað 5 tilefni heimsmeistara- einvígisins í skák, munu koma i kassann hvorki meira né minna en 7 milljónir og 80 þúsund is- lenzkra króna. Bæði Bárður og Skáksamband Islands haí'a neitað að gefa upp hvað Skáksambandið borgar Bárði mikiö lyrir smiðina, en SSt keypti allt magnið af honum. Alls voru smiðaðir 5300 pening- ar og gengur sala þeirra mjög vel. Gullpeningarnir, 300 að lölu á 10.000 kr. stykkið, eru þegar uppseldir en sala í sill'urpening- unum (2700 stk. á 1000 kr. stykkið) og eirpeningunum (2300 stk.átíOO kr. stykkið) gengur ekki alveg jaf'n vel, þó nægilega vel til þess, að -gull- og silfursmiðja Bárðar hel'ur alls ekki undan eft- irspurn. Enn hefur ekki heyrzl um neinn, sem vill greiða 20 þús. fyrir gullpcninginn á „svörtum" en tæplega er þess lengi að biða. G0LF Framhald af bls. 16 hjá þeim, sem keppa á Graf'ar- holtsvelli og sigrar það liðið, sem l'er á færri hóggum i 18 holurnar. Keppnin i Grafarholti hefst kl. 19,30 og allir, sem áhuga hal'a á golfi, eða hafa áhuga á að sjá þá iþrólt leikna al' okkar beztu mönnum eru velkomnir. + Á morgun, laugardag, fer fram hjá Golfklúbbi Ness, forkeppni um bikar þann, sem Bandariski sendiherrann Hcplogle, gaf fyrir nokkru. Verða þd leiknar 18 holur, en daginn eftir leika þeir 32, sem verða i efstu sætunum fyrstu umf'erð i holukeppni. Þeir sem sigra þar halda siðanáfram, en það mun verða siðar sem þeir leika, þvi að meistaramót klúbb- anna hel'jast i næstu viku. + A morgun fer einnig fram opin keppni hjá GR i Grafarholti, og er hún eingöngu ætluð fyrir þá sem hafa forgjöf 15 eða meir. Er það Chryslerkeppnin, sem er 18 holu höggleikur og hefst hún kl. 13,30. + Um helgina fá Hornfirðingar, sem eru að fara af stað með golf, og þegar hafa fengið land undir golfvöll, tækifæri á að læra þá iþrótt. Þá verður Þorvaldur As- geirsson þar með kennslu á laugardag og sunnudag. —KLP. A víðavangi Framhald af bls. 3. scm góðvegarlagriingunni miðaði áfram cftir hringleið- iuni." Vissulega cr hér um hug- mynd að ræða,sem gcfa á full- an gauni. Þ.Þ. Hús- byggjendur Byggingarefni alltaf fyrirliggjandi: Steypustyrktarjárn Timbur - Sement Þakjárn - Þakpappi - Saumur Þilplötur ALLT TIL BYGGINGA Á EINUM STAÐ kaupfélag Suðurnesja KEFLAVÍK - NJARÐVÍK - GRINDAVÍK Eyjamenn Framhald af bls. 16. varpinu auglýsingu frá Val þess efnis aö leiknum væri aflýst. Ekkert samráð var haft við ÍBV um þá ákvörðun. Aftur náðum við sambandi við Gisla Sigurðsson og sögðum honum að við gætum verið mættir i Reykjavik kl. 16,30 en þá til- kynnti hann okkur að enginn leikur yrði þann daginn, þar sem þeir Valsmenn væru komnir á æfingu. Þá var klukkan ekki orðin 16. sem var hinn auglýsti timi sem leikurinn átti að hefjast. Þannig lýtur málið Ut frá okkar hendi og er hér fram sett svo stuðningsfólk okkar á megin- landinu svo aðrir þeir er hafa farið erindisleysu á völlinn. s.l. laugardag vitni um þessa hlið málsins Að lokum vil ég birta hér eitt atriði, sem Eyjamenn, segja að hafi áttstóran þátt i þvi, að Vals- menn frestuðu leiknum án þess að ræða nánar við þá: Eyjamenn telja að Valsmenn hafi ekki víljað fresta leiknum um hálf tima, vegna þess að Sigurður Dagsson, markvörður Vals, hafi ekki gengið heill til skógar s.l. laugar dag. Frekar hafi þeir viljað fresta leiknum alveg, þar til siðar — eða þegar Sigurður væri búinn að jafna sig. Ekki get ég sagt neitt um þetta mál, nema að Sigurður, hefur átt við meiðsli að striða siðustu dag- ana. T.d. lék hann ekki með landsliðinu á austfjörðum s.l. sunnudag. SOS. Fischer Framhald af bls. 1. þannig að fræðilega er möguleiki á, að það hefjist ekki fyrr en viku siðar en ætlað er. Cramer sagði fréttamanni Timans, að Fischer hefði itrekað kröfur sinar um að L,othar Schmidt yrði ekki yfirdómari i einviginu en liklegast verður ekki við þvi gert héðan af, þar eð Schmidt hefur þegar hafið störf sin og undirbúningsvinnu. — Málið er óleyst enn, sagði Cramer — og við það vill Fischer ekki una. Ekki er vitað hverjir aðstoðar- menn Fisehers verða en þeir komu ekki til landsins i gærmorg- un, eins og einn fjölmiðillinn skýrði frá, heldur var það banda- riskur skákmaður og rithöfundur (lamaður frá fæðingu) ásamt systur sinni en þau ætla að dvelja hér á meðan einvigið stendur yfir. Skákmaður þessi er vinur Fisch- ers en Cramer vildi undirstrika að hann væri hér alls ekki á veg- um Fischers. Hjá Skáksambandi tslands fengum við þær upplýsirigar i gær, að Skáksambandinu kæmi hreinlega ekki við deila Fischers við FIDE um dómarann. FIDE hefur rétt til að útnefna dómar- ann og kemur þvi einu við ef Fischer er óánægður með hann. Annars sagði Cramer, sem er varaforseti FIDE, sér málið of skylt til að geta sagt mikið meira um það. Af Spasskf, kvennagulli og al- heimstöfrara, er það nýjast að frétta, að hann hefur fengið til umráða nýjan Bronco og er taugaóstyrkum konum þvi ráð- lagt að stöðva bifreið sfna þegar hann birtist akandi. Sjálfsagt þykir einhverjum orð- ið nóg um allt tilstandið i kringum Fischer og blekið, sem eytt er i hann, en hafa ber i huga, að þetta er heimssögulegur atburður og sizt of mikil athygli viett. Blaðamennn Framhald af bls. 20. skákeinvigi þeirra Boris Spasskys og Roberts Fishers. Stjórn félagsins lítur svo á, að reglur þær sem Skáksambandið ætlar blaöamöniium að fylgja um fréttaflutning af einvíginu séu ó- viðkomandi takmörkun á starfs- frelsi blaoamanna, scm hafa viðurkcnndum skyldum að gegna gagrivart almenningi. Er það skoðun stiórnarinnar, að þessa'r reglur séu til þess eins fallna.r að skapa islandi álits- linekki auk þcss sem þær sam- rýmasl ekki reglum um frjálsa blaðamcnnsku. Nýtt tímabil Framhald af bls. 9 huga. að gera ráðstafanir til að skapa traustan frið, er mvndi eyða orsökum spennunnar i Miö Evróðu og tryggja fullt samstarf Austur- og Vestur-Evrópu. Spurning: Hvert er álit yðar á niðurstöðum Moskuvið- ræðnanna millí leiðtoga Sovét- rikjanna og forseta Banda- rikjanna? Svar:i Vestur-Þýzkalandi var fylgzt með viðræðunum af sér- stökum áhuga. og vestur- þýzka stjórnin fékk upp- lýsingar um gang þeirra og mðurstóður frá báðum aðilum. Viöræðurnar stuðla verulega að þvi að draga úr spennunni, ekki einungis i samskiptum þessara tveggja stórvelda, heldur og um heim allan. Með þvi að staðfesta samningana við Sovétrikin og Pólland, lagði Vestur-Þýzka- land sinn skerf til árangurs þessara viðræðna. Þetta er látið i ljós i tilkynningu Sovétrikjanna og Bandarikjanna. Sú staðreynd er mjög mikilsverð, að nú er hægt að hefja undirbúning að ráðstefnu um öryggismál og samvinnu i Evrópu og að viðræðum um jafngilda fækkun i herjum 1 Evrópu. Stöðvun vigbúnað.ar- kapphlaupsins á öllum sviðum væri mjög þýðingarmikil fyrir varðveizlu friðarins. Ég tel;að niðurstöður toppfundarins i Moskvu einkennist af þvi, að þær .eru skref i átt til jákvæðrar þróunar i friðar- málunum í Evrópu. Landgræðsla Framhald af bls. 1. láta þá lóka sárinu að neðan. Við þetta myndast moldarflái á milli tofanna, sem felldar hafa verið og gróöurlendis,og yfir hann er dreift fræi og áburði úr flugvél. Ilangárvellir, Hreppar, Mýrdalur Þorsteinn hóf þetta verk i landi Heiðar á Rangárvöllum. Siðan fór hann vestur i Hrunamannahrepp og hélt þessu starfi áfram austan Hvitar i grennd við Gullfoss, en er nú á Haukadalsheiði. Seinna fer hann austur i Mýrdal, þar sem viða eru miklir rofbakkar og gapandi moldarsár af þessu tagi. J.H. Iþróttir Framhald af 17. siðu. skalla, sem Sigurður Dagsson bjargaði i horn. Fram-liðið er heilsteyptasta íslenzka félagsliðið i dag. Það sem mest munaði um i leiknum, var aö liöið réð lengst af lógum og lofum á miðjunni. Þorbergur sýndi i leiknum. að hann er okkar bezti markvörður, úthlaupin hjá honum eru þau beztu, sem islenzkur markvörður hefur upp á aö bjóða. Þá er vörn liðsins góð — ekkert er fát á miðvörðunum Marteini Geirssyni og Sigur- bergi. Þegar þeir fá boltann, eru þeir strax farnir að byggja upp sókn. og i leiknum sýndu þeir, að þeir eru okkar beztu miðverðir. Aðrir. sem áttu góðan leik með liðinu, voru: Ágúst Guðmunds- son, Ásgeir og Gunnar Guð- mundsson. Hinirleikmenn liösins gáfu þeim litið eftir. Þó að Valsliðið tapaði leiknum. þá var frammistaða þess nokkuð góð i leiknum, þegar tekið er tillit til þess. að liðið náði aldrei tökum á miðjunni til að byggja upp sóknir. Beztu menn liðsins voru: Alexander. Hermann. Vilhjálmur Kjartansson. þegar hann var inn á, en hán-n meiddist og þurfti að- yfirgefa leikvöllinn. og Siguröur Jónsson. Dómari leiksins var Þorvarður Björnsson. og dæmdi hann vel. Dómaratrióið setti nýtt met i að ganga út af i hálfleik. 1,5 min. Gamla metið átti Valur Ben. og Co. 8 min. -SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.