Tíminn - 30.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.06.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 30. júni 1972 TÍMINN ftgefandi: Fralrisóknarflokkurinn ÍFramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-£ iarinn Þórarinsson (ábin.í, Jón Helgason, Tómas Karlsson.x ÍAndrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).:: Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason,. Ritstjórnarskrif-.x stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, símar iS3Gð-ls3Gu.:i; Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýs-:|: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaltl:; : 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-iij takið. Blaðaprent h.f. AAbl. gerist bændablað Þáð gerist ekki oft, að Mbl. leiti frétta hjá formanni Sjálfstæðisflokksins, en þetta gerðist þó siðastliðinn laugardag. Þá birti Mbl. viðtal við formanninn, og kom þar i ljós, að hann hafði ekki mikið til mála að leggja fremur en endranær. Hið helzta var það, að hann tindi töl- ur upp úr Alþýðublaðinu, sem áttu að sanna, að verðlag hefði hækkað meira á mjólk og kjöti og fleiri landbúnaðarvörum en timakaup verka- manna, og þvi þyrftu verkamenn nú að vinna i fleiri minútur fyrir mjólkurlitra eða kjötkilói en i tið fyrrverandi stjórnar. Með þessu var ó- tvírætt gefið i skyn, að rikisstjórnin byggi bet- ur að bændum en verkamönnum, og væri það nú verkamanna að jafna metin. Þannig var það aðaláhugamál formanns Sjálfstæðis- flokksins að fylkja stétt gegn stétt, enda þótt það sé kjörorð Sjálfstæðisflokksins á tyllidóg- um að fylkja stétt með stétt. Morgunblaðið vill bersýnilega ekki láta sinn hlut eftir liggja i þvi að fylgja fordæmi flokks- formannsins. Siðastliðinn miðvikudag er aðal- forustugrein blaðsins helguð þessu hlutverki. En nú eru það ekki verkamennirnir, sem eru sagðir hafa orðið útundan. Fyrirsögn greinar- innar er: Bændur gleymdust. Greinin öll er svo i þeim dúr, að rikisstjórnin hafi munað illa eftir bændum, og þeir hafi þvi alveg orðið útundan. Óþarft er að svara mörgum orðum þessum fullyrðingum Mbl. Tölur þær, sem Jóhann Haf- stein birti i Mbl. um landbúnaðarvöruverðið, gefa ekki til kynna að bændur hafi gleymzt, heldur að reynt hafi verið eftir föngum að tryggja þeirn sömu launahækkanir og öðrum. Þessu til viðbótar hefur svo verið unnið að þvi að koma lánamálum landbúnaðarins i viðun- anlegt horf, og hefur talsvert áunnizt i þeim efnum, þótt enn hafi það ekki tekizt til fulls. Slikur var viðskilnaður Ingólfs Jónssonar. Þá hafa verið sett ný jarðræktarlög, sem treystu aðstöðu landbúnaðarins á ýmsan hátt. Fyrir sveitirnar eru hin nýju lög um jafna námsað- stöðu ótvirætt mikiil ávinningur. Fleira mætti nefna, sem núverandi rikisstjórn hefur gert til hagsbóta bændastéttinni og sveitunum en fyrr- verandi rikisstjórn vanrækti að gera. Annars er ekki nema gott eitt um það að segja, að Mbl. gerist bændablað.Vonandi hættir það þá að gefa flokksformanninum tækifæri til að reyna að æsa launafólk gegn bændum. Áróðurinn gegn krónunni Morgunblaðið reynir nú eftir furðulegustu leiðum að gefa þeim áróðri byr i seglin, að gengisfelling sé á næstu grösum. Þannig segir blaðið i fyrradag, að Timinn sé farinn að gera gengisfellingu skóna! Þessa furðulegu ályktun dregur Mbl. af þvi, að Timinn birti forustu- grein til að mótmæla gengislækkunaráróðrin- um! Þannig hikar Mbl. ekki við að beita alger- um fölsunum i áróðri sinum gegn krónunni. Þ.Þ. Literaturnaja Gazeta, Moskvu: Nýtt tímabil í sambúð Sovét- íkjanna og V-Þýzkalands Viðtal við Walter Scheel, utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands nl I l rússneskum blöðum birtast nú heldur oftar en áður viðtöl við vestræna stiórnmálamenn, þar sem þeir fá aðstöðu til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Ný- lega birtist eitt slíkt við- tal í Literaturnaja Gazeta við Walter Scheel, utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands og þykir rétt að birta hér á eftir sem sýnishorn slíkra viðtala rússneskra blaða við vestræna stjórnmálamenn: Spurning:Almennt er talið, að samningurinn milli Sovét- rikjanna og Vestur-Þýzka- lands skapi nauðsynlegan grundvöll fyrir megin breytingar á samskiptum Sovétrikjanna og Vestur- Þýzkalands. Hvað álitið þér um horfur á framvindu sam- skipta landa okkar eftir að samningurinn hefur tekið gildi? Á hvaða sviði getur samvinna landanna borið mestan árangur? Svar: Við gildistöku samningsins hefst timabil aukinna samskipta milli landa okkar, sameiginlegt starf að þvi að gera samninginn virkan. Eins og þið vitið, hefur orðið árangursrik þróun á sviði efnahagsmála, visinda, tækni og menningarmála milli landanna frá undirritun samningsins 1970. Ég tel, að þessi samningur gefi góðar vonir um áframhaldandi aukið samstarf. Langtima viðskipta- og efnahagssamningur, sem brátt verður undirritaður, er nauðsynlegur undirbúningur að auknum verzlunarvið- skiptum. 19. april kom sam- starfsnefnd um efnahags- og visindamál saman i fyrsta sinn í Bonn. Af hálfu Sovét- rikjanna er V.N. Novikov, að- stoðarforsætísráðherra, for- maður nefndarinnar og af hálfu V-Þýzkalands K. Schiller, efnahags- og fjár- málaráðherra. Við vonum, að þessi nefnd muni hafa frum kvæði um nýjungar er verði hvatning til viðskipta. Ég tel sérstaklega þýðingarmikið, að með þessari nefnd höfum við fengið stofnun, er sameinar sérfræðinga i efnahagsmálum og stjórnun frá báðum löndunum. Þeir munu koma saman reglulega, og komi upp einhverjir erfiðleikar, ættu þéir að geta leyst þá með beinum viðræðum. Með tilliti til mismunarins á efnahags- skipulagi landa okkar þarf áreiðanlega að sigrast á ýmsum erfiðleikum, og það mun kosta talsvert erfiði ennþá að auka og styrkja efnahagssams.kipti milli landanna. Samningur um visinda- og tæknisamvinnu milli landa okkar er i undirbúningi. Á þessu sviði hafa átt sér stað viðtæk skoðanaskipti milli visindamanna og umboðs- manna stofnana. Vonandi verður þessi samningur til þess, að það hefist stúdenta- skipti og skipti ungra visinda- manna, er óska að læra hverjir af öðrum. Mikilvægustu samskipti landa okkar hafa ætið verið á sviði menningarsamskipta. Ég tel, að tónleikaferðir, Walter Scheel iþróttir og skipti á reynslu á sviði fræðslumála séu mjög mikilsverð atriði. Um þetta verður fjallað i viðræðum um nýjan menningarsamning, sem munu hefjast á næstunni. Við eigum von á þvi,að 670 iþróttamenn og 1000 ferða- menn muni koma til ólympiu- leikanna i Míinchen frá Sovét- rikjunum. 1 menningardag- skrá Olympiuleikanna er gert ráð fyrir, að fram komi íjöl- margir sovézkir listamenn. t september er ráðgert að halda i Sovétrikjunum vestur- þýzka bókasýningu, þar sem verður sýnd útgáfustarfsemi okkar á sviði lista og visinda. Á sama tima.verður sýnd út- gáfu starfsemi okkar á sviði lista og visinda. Á sama tima á að halda i Moskvu sýninguá ljósmyndum á sviði visinda og tækni, sem væntanlega mun vekja athygli sovézkra sér- fræðinga. Ég tel þetta upp til þess að sýna, að undirbúningur á sér stað að skipulagðri og skjótri aukningu á samskiptum okkar. Er Andrei Gromiko utanrikisráðherra heimsótti Bonn, urðum við sammála um, að samningurinn opnaði mikla möguleika. Eg er þess fullviss, að við munum nota þá. Spurning: Herra ráðherra, á blaðamannafundi i Bonn i sambandi við samþykkt rikisþingsins á Moskvu- og Varsjársamningunum, létuð þér i ljós þá skoðun, að fjöl- hliða undirbúningur undir Evrópuráðstefnu um öryggi og samstarf ætti að hefjast i Helsinki i haust. Hvernig teljið þér að haga ætti slikum undirbúningi. Hvaða vonir bindið þér við Evrópuráð- stefnu? Svar: Ég held, að skoðanir væntanlegra þátttakenda i ráðstefnunni séu þegar orðnar nægilega samræmdar varðandi undirbúning undir hana. Sjálfsagt koma formenn sendinefndanna með fullt um- boð til Helsinki og ef nauðsyn krefur fá þeir aðstoð sér- fræðinga frá höfuðborgum sinum. Þeir munu koma saman nokkrum sinnum til þess að semja dagskrá og reglur fyrir þessa fyrstu stóru ráðstefnu. Mikilvægt er, til þess að tryggja árangur, að stjórnarerindrekarnir i Helsinki reyni að fá fram, hver væntanlegir þátt- takendur telja meginatriði ráðstefnunnar og hvernig hægt er að samræma skoðanir þeirra. Við getum talið^að þessi ráð- stefna hafi borið árangur, ef henni tekst að hafa þau áhrif á afstöðu hinna ýmsu rikja.að það verði til þess að styrkja gagnkvæmt traust milli þeirra. Auk þess er mikilvægt að auka samvinnu og viðskipti á öllum sviðum milli rikis- stjórna, stofnana og einstak- linga. Að þessu mætti stuðla með aukningu gagnkvæmra upplýsinga og aukningu menningarsamvinnu. Spurning: Literaturnaja Gazeta hefur látið spurninga- listaganga i nokkrum Evr. löndum með spurningum um það, á hvern hátt megi skapa nýtt s t jórnm álaleg t andrúmsloft á meginlandinu og skapa i Evrópu tiltrú, góð nágrannatengsl, samvinnu og framfarir. Ein spurningin er svohljóðandi: Hvaða ávinnig mun Evrópa árið 2000 hafa haft af tilraunum þeim. sem nu eru gerðar til þess að efla öryggið? Hvernig mynduð þér svara þessari spurningu, herra ráðherra? Svar: Nú getur að sjálfsögðu enginn sagt um, hvernig um- horfs verður i Evrópu árið 2000. Hvað varðar stjórn Vestur-Þýzkalands, þá leitast hún við, með framtiðina i Framhald á bls. 8.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.