Tíminn - 30.06.1972, Qupperneq 10

Tíminn - 30.06.1972, Qupperneq 10
TÍMINN______ Föstudagur :íO. júni 1072 Y KIRKJUGARÐUf LEKTORINN A OG LEIKARIN „Or einu i annað”, kölluðum við greinaflokk, sem hófst hér i blaðinu á miðvikudaginn. Hér verður haldið áfram á svipaða lund, þvi að ekki er laust við, að við höfum frétt að þetta hafi þótt sæmileg lesning, og kannski all- góö hugmynd að birta greina- flokka af þessu tagi i blaðinu annað veifið. Þess vegna fitjum viö upp á svipuðu spjalli i annað sinn og leitum eins og áður fanga á fleiri miðum en einu. Umsjónarmaður kirkju- garða Maður heitir Aðalsteinn Steindórsson. Hann er i þjónustu þjóðkirkjunnar, eftirlitsmaður kirkjugarða i landinu. bvi starfi skilst mér,að hann hafi gegnt i fimm ár. bar mun ekki skorta verkefni þvi að hvorki mun vel né smekklega um garða gengið, i öllum grafreitum tslendinga. Viða þarf ráð að gefa og fylgjast með þvi að menn færi þau sér réttilega i nyt. Aðalsteinn segir, aö þaö sé að sinum dómi miklu smekklegra að hlaða veggi umhverfis kirkju- garða úr islenzku grjóti heldur en steypa þá, og þvi munu áreiðan- lega margir samsinna. Aftur á móti mætir hann viða þeim mót- bárum, að þeir séu fallnir i valinn, gömlu mennirnir, sem kunna að hlaða, svo að vei stóð og snilldarhandbragð var á. Sú var tiðin, að góður hleðslumaður var mikils metinn, en nú eru þeir sjálfir komnir i kirkjugaröana, ásamt spunakonunum miklu, sláttumönnunum góðu, og þeim sem kunnu að rista torf, búa til reiðinga úr rótarþráðum mel- gresis, smiða keröld, og bvttur eða bara bregða fallegr gjarðir úr hrosshári, og gera skó úr hrossleðri eða sauðskinni. Ein er þó sú stétt, sem enn leggur talsverða rækt við grjót- hleðslu. bað eru garðyrkju- mennirnir. Sjálfur vann Aöalsteinn Steindórsson áður i Hveragerði — og ekki á slorlegri stað en hjá Ingimar Sigurðssyni i Fagra- hvammi — menn vita margir, hvernig þar er umhorfs. Frá garðyrkjumannastéttinni er helzt að vænta endurnýjunar ikunnáttu við grjóthleðslu. Ætli Grétar skólastjóri þyrfti ekki eiginlega aö verða sér úti um einhvern kunnáttumann á þessu sviði — kunnáttumann frá gamla timanum, ef hann kynni einhvers staðar að leynast enn — svo aö piltarnir hans geti notið góðs af aldagamalli reynslu ótal kyn- slóða,en þurfti ekkiaðeyða tima i að þreifa sig áfram? Saga vestan úr Arnarfirði bað voru sem sagt kirkju- garðarnir, sem við vorum að tala um. Og mikil ósköp: bað eru til vel hirtir kirkjugarðar — alveg frábærlega vel hirtir. bað er ein- mitt til þess að vekja athygli á frábæru snyrtimenni og afburða- fallegum kirkjugarði, sem Aðal- steinn kom hér inn til okkar um daginn. Og hér kemur saga hans: 1 landi LiUueyrar, sem er skammt fyrir sunnan Bildudal, er kirkjugarður á sléttum grónum grundum. bjóðvegurinn er milli garðs og sjávar, og svo háttar til, að garðurinn blasir við veg- farendum. Svo er viðar. 1 þessari sókn þarf enginn að roðna, þótt til garðsins sé horft, þvi að þar fer saman alúð og snyrtimennska.Og fleira er í góðu lagi hjá þeim þarna, heldur en auga veg- farandans sér. Og nú segir Aðal- steinn frá: Aður fyrr var kirkjugaöurinn i Otrardal. En hann var fluttur og séra Jón Arnason vigði þennan nýja grafreit árið 1926. Fræði- maðurinn Ingvaldur Nikulásson varð kirkjugarðsvörður og færði legstaðaskrá samkvæmt uppdrætti allt frá byrjun. Seinna tók við þessari skýrslugerð bróðursonur hans, Ingimar Júliusson. bannig hefur legstaða skrá verið gerð frá þvi fyrst var gert leiði i garðinum. betta er að visu ekki einsdæmi þar sem kirkjugarðar hafa verið faldir umsjá glöggra og sam- vizkusamra manna. Hitt er aftur á móti afar sjáldgæft, að áhuga maður fórni tima og leggi á sig mikla fyrirhöfn til þess að hirða kirkjugarð af þviliktri natni og hér gefst dæmi um. Árið 1969 barst mér bréf, segir Aðalsteinn Steindórsson frá þáverandi sóknarpresti á Bildu- dal, séra Sigurpáli ólafssyni. Hann vildi fá leiðbeiningar um minnismerki og umhirðu kirkjugarða,ög var þessa farið á leit vegna ungs manns þarna i sókninni, Jóns Kr. Ólafssonar, sem hafði hug á þvi að lagfæra legstaði ættmenna sinna. Ég varð að sjálfsögðu við þessari ósk, segir Aðalsteinn enn fremur, og ekki leið á löngu, þar til Jón fór að vinna i kirkjugarðinum. Ýmsir snéru sér til hans og báðu hann að rétta við höll og snúin minnis- merki, nema burt ónýtar girðingar uppræta illgresi, tyrfa og betrumbæta grasleiði, og annað þess konar. Sumir fengu hann lika til þess að sameina grafreiti ættmenna og f jölskyldna svo að þau mynduðu eina heild. Hjáverk ungs manns meö smekkvisi og elju. Nú sjá Jón fljótlega, aö garðurinn myndaði ekki svipgóða æskilega heild á meðan hingað og þangað um hann voru leiði, sem ekki höfðu verið snyrt. Hann snéri sér þess vegna til þeirra, eða leitaði þá uppi, er hann ætlaði, að einkum væru þessi afræktu leiði hugarhaldin.Flest var þetta fólk flutt á brott, en Jón sagði þvi, i hvilíkri óreiðu legstaðirnir væru. talaði um hvað gera þyrfti og bauð fram aðstoð sina við lag- færningu og útvegun minnis- merkja. betta ver þegið með þökkum. En þau eru orðin mörg handtökin, sem látin hafa verið i té, og árangurinn sýnir sig-. bað er undravert, hvað gera má i hjá- verkum, ef viljann brestur ekki. betta er orðrétt frásögn Aðal- steins Steinddrssonar. Hann bætir þvi við, að viða um land sé kirkju- görðum sýnd virðing og hirðing þeirra i lagi. Undanfarið ár hefur verið ráðizt i framkvæmdir sem vitni um stórhug, og festu. En það er með kirkjugarðana eins og allt annað, auðvelt er að vanda um það, sem miður fer, en ekki siður skylt að halda þvi á loft, sem vel er gert. Almenn umhirða innan kirkju- garðs má aldrei falla niður, segir Aðalsteinn að lokum. bess vegna er það mikill fengur fámennri kirkjusókn að eiga völ á af- bragðsmanni til umhirðu i kirkju- garði — manni, sem hirðir hann af þvilikri elju og smekkvisi að það er öllu byggðarlagi til sóma. ,,Ég óska Bildudalssókn til hamingju með vel hirtan garð, og þakka Jóni Kr. Ólafssyni vel unnin störf.” Með þessum orðum kveður Aðalsteinn okkur. Úr Lundúnaborg að Gils- bakka í Hvitársíöu Fyrir sem næst áratug kom hingað til lands ung stúlka, stúdent, Ruth Christine Ellison. bessi unga stúlka fæddist og ólst upp i Lundúnaborg, þar sem milljónirnar búa, og erindi hennar hingað var að safna vit- neskju um skáldið, William Morris, sem ferðaðist talsvert um Island á öldinni sem leið og hafði gamla Jón i Hliðarendakoti að fylgdarmanni — þann, sem borsteinn Erlingsson kvað svo fallega um,og i elli sinni sótti um styrk til alþingis til þess að herja útilegumenn þá eða þursa sem hann var farinn að halda, að hefðust við á öræfum Bergþór } Bláfelli og það kyn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.