Tíminn - 30.06.1972, Page 11

Tíminn - 30.06.1972, Page 11
Föstudagur :S0. júni 1972 TÍMINN 11 Þetta var nú annars útúrdúr — það var Ruth Christine Ellison, sem hér átti að minnast á. Hún ætlaði aðeins aö hafa skamma viðdvöl i Reykjavik og siðan langaði hana til þess að bregða sér snöggvast i sveit. Það var ráðið, að hún færi að Reykholti, til prestsfrúarinnar þar, önnu Bjarnadóttur, Sæmundssonar, sem er enskukennari eins og margir munu vita. Nú hittist svo á, að prestsfrúin gat ekki verið heima um það leyti, sem enska stúlkan ætlaði sér að vera þar efra og þess vegna talaðist svo til, að hún færi aö Gilsbakka i Hvitársiðu, þar sem búa þeir feðgar, Sigurður Snorrason og Magnús Sigurðsson, og konur þeirra, Anna Brynjólfs- dóttir og Ragnheiður Kristófers- dóttir. Máltæki segir, að mjór sé mikils visir: Siðan hefur þessi stúlka verið á Gilsbakka sumar hvert. A vetrum er hún lektor í Jór- vikurháskóla á Englandi, en á sumrin kaupakona á Gilsbakka. Hún kemur venjulega um mánaðamótin júní og júlí og er fram yfir réttir. Einu sinni var hún meira að segja fram yfir ný- ár, af þvi að hún átti fri það haustið og i annað skipti kom hún i maimánuði en skrapp siðan aftur til Englands vegna prófa i háskólanum. Jafnskjótt og til Reykjavikur kemur, sætir hún jafnan fyrstu ferð upp i Hvitár- siðu. Reykjavikurborg hefur litið aðdráttarafl á þann, sem alizt hefur upp i Lundúnum. „Komin heim að Gilsbakka" Að sjálfsögðu talar Ruth Christine Ellison islenzku eins og ég og þú, og hana talsvert betri en margir, sem hér eru bornir og barnfæddir. Hún gengur i öll venjuleg verk sem unnin eru á sveitaheimili, þvi að hún er ekki nein spari-kaupkona og hefur af þeim ósvikna ánægju eins og raun ber vitni. Hún kann orðið fyrir löngu allt er gera þarf og vilar ekki fyrir sér að taka til hendi, hvort heldur fé er rúið eða heyi rekið af velli. Gilsbakkafólk litur á hana og umgengst hana eins og hún væri ein úr fjölskyldunni, og við þykjumst hafa af þvi sannar fregnir að hún tali um, að hún sé komin heim, þegar hún kemur að Gilsbakka frá háskólakennslunni i ættlandi sinu og fari ekki dult með það, að hún sé fegin að vera „komin heim.” Okkur þótti timabært að minnast á þessa ensku mennta- konu af þvi að hún er einmitt nú að koma eða alveg nýkomin að Gilsbakka. Það er langt siðan við hér á Timanum höfðum fyrst spurnir af Ruth Christine Ellison, og því er ekki að leyna að okkur þykir vænt um að vita um þær tryggðir, sem hún hefur bundið við þennan bletti Borgarfirði, og það er trú okkar, að fleiri muni fá á henni góðan þokka, er þeir hafa lesið þessar linur. Þaö er tölfræöin sem vísar veginn Gisli Alfreðsson leikari hefur hlotið hæsta vinninginn i knatt- spyrnugetraununum. Þetta væri kannski ekki svo mjög i frásögur færandi, ef maðurinn væri mikill áhugamaður um knattspyrnu og fylgdist vandlega með framvindu þvilikra mála. En það er nú eitt- hvað annað. — Ég hef engin áhuga á knatt- spyrnu, segir Gisli sjálfur — öllu frekar leiðist mér þess háttar. Ég veit ekkert um þessar ensku knattspyrnusveitir — manekkiá þeim nöfnin, hvað þá meira, þó ég geti auðvitað gáð að þvi hvað þær heita.Aftur á móti hef ég tölfræði- legan áhuga. Galdurinn er þessi: Á leikæfingum þarf Gisli oft að biða þess, að hann sé kallaður fram, og þá dundar hann við þetta. Hann bjó sér til tölfræðilegt kerfi, sem tengt er spám, er birtast i blöðum. Venjulega hefur hann þetta fjóra, átta og allra mest tólf seðla. Hann hefur alltaf að minnsta kosti niu eða tiu rétta sem kallað er, á einhverjum þessara seðla, þótt það þýði ekki vinning. Og svona er sú saga og þar með látum við þessu lokið að sinni. .1.11. | Gilsbakki I Hvitársiöu, — sveitabærinn, þar sem Rut Christine Ellison, lektor i Jórvikurháskóla, unir sér bezt. Ljósmynd: Páll Jónsson. MERKILEGT TfMARIT Blik heitir rit, sem einstakur maður i Vestmannaeyjum hefur skrifað og gefið út i hartnær 30 ár. Maður sá, sem gefur þetta rit út og hefur sjálfur skrifað og samið efni þess, er Þorsteinn Þ. Viglundsson, kennari i Vest- mannaeyjum um árabil og skólastjóri gagnfræðaskólans þar þriðjung aldar. Nú siðustu árin hefur hann einvöröungu helgað Sparisjóði Vestmannaeyja starfs- krafta sina, en verið forstöðu- maður hans i 30 ár. Viða eru, sem kunnugt er, gefin út blöð óg timarit, sem einkum láta til sin taka söguleg og liöandi stundar málefni viðkomandi landshluta eða kauþstaða. En það hygg ég einsdæmi.aö einn og sami maður, sem annars er i fullu starfi, skrifi gefi út og kosti slikt rit einti, og pað með slikum myndarbrag og af slikri þraut- seigju, og þar er siður en svo um uppgjöf að ræða, þótt maðurinn sé nú kominn á áttræðisaldur. Vestmannaeyjareru um margt sérkennilegar, bæði um legu, landslag og bjargræðisvegi, sem munu vera fjölbreyttari en i nokkrum öðrum kaupstaö á landi hér. Saga Vestmannaeyja og lif úaðarhættir eru þvi um margt öðruvisi og forvitnilegri en gengur og gerist Þar eru gjöfulust fiskimið á landi hér, en örðug- leikar á búsetu óviða meiri. Má þar nefna hafnleysi og nálægð stormasams úthafs, þar til úr hefur verið bætt á siðustu árum. Þá er vatnsleysið og örðugleikar á samgöngum, sem enn er ekki úr bætt, að þvi er hinu siðara viðkemur. Ég hef að visu ekki séð nema tvö siðustu hefti Bliks, 1971, og 1972, en þau sendi útgefandinn mér eftir fund okkar á aðalfundi Sambands isl. sparisjóða i vor, og þótti mer það góð og merkileg sending. Ég ætla aðeins að greina frá nokkrum þeim þáttum, sem siðasta heftið fjallar um: Siminn lagður milli Eyja og lands, Fiski- mjölsverksmiðjan i Vestmanna- eyjum, Saga barnafræðslunnar i Vestmannaeyjum (Það er 6. kafli þess þáttar, en þar var fyrsti barnaskóli á tslandi stofnaður og starfræktur á árunum 1745-1756,), Lúðrasveitir i Vestmannaeyjum, Þrir hljómsveitarstjórar i Vest- mannaeyjum, Minjaskrá Byggðarsafns Vestmannaeyja, 1 kafli. Allir eru þessir þættir eftir ritstjórann nema einn. Alls er efnisyfirlitið 23 liðir, og 14 eru eftir ritstjórann. Eitt af áhugamálum og auka- verkefnum ritstjóra Bliks er Byggðarsafn Vestmannaeyja, sem hann veitir forstöðu og hefur unnið manna mest við að koma á fót,_ og er það ekki orðið neitt smátt i sniðum og virðist þegar eiga urmul af gömlum tækjum úr atvinnusögu Eyjanna, ásamt mörgu öðru forvitnilegu, I þessu hefti eru margir þættir um einstaka menn, sem lifað hafa og starfað i Vestmannaeyjum og viðar, og eru þeir margir stór- merkilegir, flestir skráðir af ritstjóranum. Þá eru i báðum heftunum fjöl- margar ágætar myndir, bæði af mönnum, húsum og bátum, sumt hefur timans tönn þegar afmáð, en ekki eru þær ómerkari fyrir það. Nú er það ekki á allra færi að segja sögur manna og mannlegra samskipta, félagsmálasögu, atvinnu- og framfarasögu svo merkilegs kaupstaðar sem Vest- mannaeyjar eru, og það á mestu framfara- og umbrotatimum, sem af eru þessari öld, svo aö vel sé. En þetta hefur Þorsteini Þ. Viglundssyni tekizt mætavel, ekki sizt fyrir hlédrægnislausa hrein- skilni og sannleiksást, er kémur fram i þáttunum i þessu riti. Þeir eru annað og meira en þurr upptalning eða þar sem dregin er fjöður yfir það, sem koma kann við kaun þeirra, er i hita barátt- unnar hafa freistazt til að gleyma hagsmunum og rétti meðborgara sinna. Enda má viða finna i ævisögum manna, sem fjölmargar hafa veriö skrifaðar og gefnar út, siðan Guðmundur G. Hagalin reið á vaðið með sögu Sæmundar Sæmundssonar, Virkir dagar, merkilegar og hreinskilnar játningar á ýmsu, sem aldrei hefði annars séð dagsins ljós, en ómetanlegur fengur er i að fá skjalfest. Það væri freistandi að taka upp ýmsa merkilega kafla þessum orðum til staðfestingar, en ég verð að stilla mig um, að mestu. Þó get eg ekki stillt mig um að taka hér tvo smákafla: „Eftir að ég hafði slitið Unglingaskóla Vestmannaeyja i marzmánuði 1929, réðst ég verk- stjóri hjá einum af hinum stærri útgerðarmönnum hér i bæ......... Afli var mikill og við lögðum að okkur, eins og þrekið frekast leyfði. Ég taldi mig hafa dug- mikið vinnulið, að mestu leyti karlmenn......Unnið var meðan verkefnið var aðkaliandi og stætt var fyrir þreytu fyrir dagkaupið eitt, 12 krónur....Kl. 8 á páska- dagsmorguninn var öllum hnífum fyrirvaraiaust stungiö niður i flatningsborðið. Vinnu var lokið, hlifðarklæðum kastað af sér i fússi, fannst mér, til að snæða, sofa og hvilast. Þá var eftir að rista 700 þorska á kviðinn og slita úr þeim slógi. Þvi verki hafði ég lokið kl. 12 á hádegi”. ,,...Þessi góðkunningi minn, sem við heimsóttum, átti 1/3 i vélbát, sem hann var formaöur á og aflaði vel. Og þessum kunningja minum varð vissulega mikið úr tekjum sinum og fé, þvi að hann bjó yfir hyggjuviti og hagsýni. Við komum heim til hjónanna og fengum hinar beztu viðtökur, enda voru þetta valinkunn ágætishjón. Þegar inn i gang hússinskom, veitti ég þvi athygli, að allar hurðir stóðu upp á gátt — einnig hurð salernisins með öllum nýtizku gögnum þar, postulins- kerfi til affermingar, baðkerfi af dýrustu gerð, skápum og spegli eða speglum. Við litum svo á, að húsmóðurin hefði ekki viljað láta það fara framhjá okkur, hversu vel hún byggi — einnig þar — og yfirstéttarlega, þvi að þannig bjuggu þá aðeins hinir nýrikustu i kaupstaðnum. Þegar við svo gengum i stofu, stóð þar stórt og fagurt skrifborð af sömu gerð og ég hafði séð i skrifstofu eins rikasta manns Eyjanna. Til hvers var svo þetta fallega skrifborð notað á heimili hins næsta óskrifandi heimilisföður? Það var allt þakið „dúllum”, hekluðum smadúkum, sem á stóðu blóm og postuiinshundar og glerjaðir fuglar. Þannig var þetta viðar á vestmanneyskum heimilum.” Það skal tekið fram til skýringar, að á fyrstu árum útgerðar vélbátanna borguðu þeir sig aö fullu á einum til tveimur árum. En kaup verkstjórnas Þ.Þ.V.. var kr. 12.50 á sólarhring, hvað þá verkafólks á fyrstu uppgangsárum vélbátanna. Hér læt ég staðar numið, en ef þessar tilvitnanir eru ekki merki- leg þjóðlifsfyrirbæri, þá kann ég ekki ritað mál að meta. Þakka ég svo vini minum Þorsteini Þ. Viglundssyni þessi merkilegu rit. Hjarðardal 8/6 1972, Jóhannes Daviðsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.