Tíminn - 30.06.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.06.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 30. júni 1972 TÍMINN 15 Sherlock Holmes var ávallt þeirrar skoðunar. að ég ætti að skrá frásögnina um hina fáheyrðu atburði varðandi pró- fessor Presbury. Helzti til- gangurinn með frásögn minni, er sá. að kveða niður ljótan orðróm, sem gaus upp fyrir tuttugu árum i háskólanum og barst þaðan viða vegu meðai menntamanna i London. Nokkrar hindranir voru þó á útgáfu þessarar sögu, og hun lá lengi geymd i sama skjala- kassanum, sem hefur inni að halda margar frásögur af ævin- týrum vinar mins. Nú höfum við loks fengið ieyfi til að gera allt uppskrátt um þetta mál, sem var eitt af siðustu málunum, er Holmes hafði með höndum, áður en hann dró sig alveg i hlé og hætti slikum störfum. En þrátt fyrir áðurnefnt leyH verður að gæta nokkurrar varuðar, þegar málið er nú kunngert almenningi. Það var sunnudagskvöld seint i september, árið 1903 að ég fékk eina af hinum gagnorðu orð- sendingum, er Holmes var vanur að nota: ,,Komdu strax, ef þér héntar það. — Ef þér hentar það ekki, þá komdu samt.” S.H. Samband okkar Holmes var um þetta leyti dálitið skrýtið. Hann hafði sinar föstu, einstrengings- iegu venjur og ég var sjálfur ein al þessum venjum hans. Ég var ..þarfagripur”, likt og fiðlan hans, reyktóbakið, gamla, svarta reykjarpipan og ýmsar minnis- bækur, er honum tilheyrðu.Þegar um var að ræða ákveðið starf, og hann þurfti aðstoðarmann, sem treysta mætti, þá var mitt hlut- verk ákveöið. Auk þessa var ég einnig á annan hátt til hjálpar. Honum fannst ég hvetja og örva skarpskyggni sina. Hann lék það oft, að ,,hugsa upphátt” að mér nærstöddum. Orðum hans var þó ekki fremur beint til min en t.d. til gamla stólsins hans, eða ein- hvers annars hlutar. En þegar þetta var orðinn fastur vani, þótti honum af einhverjum orsökum betra. að ég væri lika til staðar. Ef honum gramdist við mig, vegna sljóleika mins og skilnings- leysis, þá varð það oftlega til þess, að skarpleiki hans sjálfs virtist blossa upp með enn meiri hraða. Þannig var oftast háttað þvi auð- mjúka hiutverki, sem ég leysti af hendi i ævintýrum okkar. Þegar ég kom heim i Baker Street, fann ég Holmes sitjandi i hnipri i gamla stólnum. Haföi hann dregið hnén upp að höku, sat þar með hnyklaðar brýr og pip- una i munninum. Auðsætt var, að hann var þungt hugsi u'm eitt- hvert erfitt viðfangsefni. Hann benti mér á gamla stólinn minn, og var það einasta merki þess, næsta hálfa klukkutimann, að hann vissi að ég væri nærstaddur. Loks hrökk hann upp úr hugsunum sinum og með hálfaf- sakandi brosi bauð hann mig vel- kominn hingað, sem ég einu sinni kallaði heimili mitt. ,,Þú verður að afsaka þótt ég sé dálitið utan við mig. kæri Watson,” mælti hann. ..Siðasta sólarhringinn hafa undarleg atvik borið mér að höndum og valdið mér heila- brotum um nokkuð algengt efni. Ég er i alvöru að hugsa um að skrifa dálitinn pistil um gagnsemi hunda i þjónustu rannsóknar-lög- reglunnar. ,,En þetta mál hefur þegar verið rannsakað, Holmes. Blóð- hundar, _sporhundar...” ,,Nei, nei, Watson. Sú hlið máls- ins hefur verið sannprófuð fyrir löngu og er öllum augljós. En til er önnur hlið og er hún miklu tor- skildari. Þú manst vist eftir ..Ævintýri kennslukonunnar”, sem þu skráðir að venju á áhrifa- mikinn hátt. Með þvi að athuga persónugerð drengsins, gat ég ályktað um sömu sálareinkenni föður hans, grimmd hans og slægð, þótt hann virtist á yfir- borðinu vera prúður og heið- virður maður.” ,,Já, ég man vel eftir þessu.” „Svipaða rannsóknarferð hef ég að þvi er varðar hunda. Hjá þeim má oft geta sér margs til um heimilislifið. Hefur nokkur maður séð kátan, glaðlegan hund hjá þunglyndu, dauflegu heimilis- fólki'? Geðvont fólk hefur urrandi hunda, og hættulegt fólk hefur hættulega hunda. Skapbreytingar hvorra fyrir sig geta endur- speglast hjá þeim báðum.” Ég hristi höfuðið. ,,Þetta er vissulega nokkuð langt sótt ályktun.” llann hafði á ný fyllt reykjar- pipu sina og svaraði mér engu. ,,Hin praktiska hagnýting þess, er ég hef sagt er nátengd gátunni, sem ég er nú að glima við. Hún er lik flæktri garnhespu, og er ég nú að leita að lausa endanum á henni. Einhver slikur laus upp- hafsþráður er falinn einhvers- staðar i spurningunni: Hvers- vegna er hinn tryggi úlfhundur prófessors Presburys að reyna að bita húsbónda sinn'?” Ég hallaði mér aftur á bak i stólnum, dálitið vonsvikinn. Var það vegna svona ómerkilegs at- viks,sem Holmes hafði stefnt mér á fund sinn? Hann leit til min. ,,Alltaf samur og jafn, Watson minn. Þú geturaldreiskilið það,að merkilegur atburður og niður- staða getur átt rót sina að rekja til þess, sem flestir álita smámuni og hégóma. t samræmi við þetta vil ég nefna frægan, ráð- settan heimspeking, sem þú hefur vissulega heyrt nefndan, prófessor Presbury. hinn fræga lifeðlisfræðing frá Camford. Hann hefur tvivegis orðið fyrir árás sins eigin tryggðavinar, úlf- hundsins Roy. Hvaö segir þú um það?" ..Hundurinn er vist grimmur.” ,,Nú, það er kannski athugandi. en hann ræðst á engan annan, né heldur ræðst hann á húsbónda sinn, nema alveg við sérstök tækifæri. Það er skrýtið, Watson, mjög skrýtið. En hinn ungi herra Bennet er fyrr á ferð en hann ráð- gerði, ef það er hann, sem er nú að hringja. Ég var að vona(að við hefðum lengri tima til að skrafa saman, aður en hann ka'mi.’ Ilratt fótatak heyrðist i stiganum, snöggt var barið að dyrum okkar. og andartaki siðar stóð hinn nýi skjólstæðingur frammi fyrir okkur. Þetta falleg ur piltur, hár vexti, og leit ut fyrir að vera um þritugt. Hann var vel búinn, en framkoma hans minnti fremur á íeiminn student en á veraldarvanan mann. Hann tók í höndina á Homes, en lét þvinæst á mig með nokkurri undrun. ..Þetta er óvenju viðkvæmt mál, herra Holmes,” mælti hann. „Athugið i hverju sambandi ég er við prófessor Presbury, bæði per- sónulega og sem opinber starfs maður. Ég get varla réttlætt það að tala hér um málefni hans i viðurvist þriðja manns". ..Verið óhræddur, herra Bennot. Doktor Watson er þag- ma'lskan sjálf. og ég get fullvissað yður um. að i þessu máli er mjög liklegt.að ég þurfi á aðstoðarmanni að halda.” ,,Eins og yður sýnist, Holmes. Ég veit að þér munuö skiija var- kárni mina i þessu efni. ,,Þú munt lika skilja það, Watson. þegar ég segi þér, að þessi herra Trevor Bennet, er i starfi sinu aöstoðarmaður hins mikla visindamanns. býr undir sama þaki og er heilbundinn einkadóttur hans. Við munum vissulega skilja það, aö prófessorinn á fylistu kröfu á hollustu hans og þegnskap. En sliku marki verður bezt náð með þvi að uppiýsa hið dularfulla mái, sem hér um ræðir.” ,.Það vona ég lika, herra Hoimes. Veit Watson, hversu málum er háttað?” Ég beið viö nálægt einni kiukkustund, en hann kom ekki aftur. Hann kom ekki til her- bergis sins fyrr en bjart var orðið af degi." ,,Nú, Watson, hvað álitur þú um þetta?” spurði Holmes með sama svipmóti og sjúkdómafrasðingur mundi hafa, þá er hann sýndi merkilegt afbrigði. 1142 Lárétt 1) Linkind,- 6) Fangar,- 8) Mjúk - 9) Vafa,- 10) Fljót.- 11) Spé,- 12) Mánuð.- 13) Danskt mannsnafn.15) Söng- hópar,- Lóðrétt 2) Fótabúnað,- 3) Svik,- 4) Stráka.- 5) Fáni,- 7) Fæða.- 14) Korn.- Ráðning á gátu No. 1141 Lárétt 1) Linna,- 6) Náa,- 8) Unn,- 9) Gæs,- 10) LLL,- 11) Ara,- 12) Fáu,-13) Góa,-15) Stóra,- Lóðrélt 2) Innlagt,- 3) Ná,- 4) Nagl- far.-5) Aukar.-7) Oskur -14) ÓÓ,- HVELL II II I II Föstudagur 30. júni 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 S i ð d e g i s s a g a n : „Eyrarvatns-Anna” eftir Sigurð Ilelgason. Ingólfur Kristjánsson les (6). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Fræðsluþáttur Tanniækna- félags Islands (frá 17. mai s.l.): Loftur ólafsson tann- læknir talar um orsakir tannskemmda. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Ferðabókarlestur: „Frekjan” eftir Gisla Jóns- son þar sem segir frá sjóferð til Islands sumarið 1940 (1). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill. 19.45 ltókmenntagetraun. 20.00 Fiðluleikur. 20.30 Tækni og visindi. Guðmundur Eggertsson prófessor og Páll Theodórs- son eðlisfræðingur sjá um þáttinn. 20.50 Frá tónlistarhátiðinni i Ohrid i Júgóslaviu s.l. sum- ar. 21.30 Útvarpssagan: „Ilamingjudagar" eftir Bjiirn .1. Blöndal. Höfundur les (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sumarást" eftir Francoise Sagan Þór- unn Sigurðardóttir les (3). 22.35 Dansliig i 300 ár jpn Gröndal sér um þáttinn. 23.05 „A tólfta timanum".Létt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máii. Dagskrárlok. Föstudagur 30. júní 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 A söguslóðum Njálu. Ungur piltur Orn Hafsteinsson, fer um söguslóðir Njálu, og nýtur leiðsagnar afa sins, Arna Böðvarssonar, cand.mag. Umsjón Magnús Bjarn- freðsson. Kvikmyndum Sig- urður Sverrir Pálsson. Hljóðsetning Sigfús Guðmundsson. 21.15 Ironside. Bandariskur sakamálaflokkur. Bilaþjófarnir. Þýðandi Dórs Hafsteinsdóttir. 22.05 lleimsmeistaraeinvigið i skák. Umræðuþáttur um einvigið sjálft, framkvæmd þess og undirbúning. Meðal þátttakenda verður forseti Skáksambands tslands, Guðmundur G. Þórarinsson. Umræðum stýrir Eiöur Guðnason. 22.40 Erlend málefni. Umsjónarmaður Sonja Diego. 23.10 Dagskrárlok. ÓDÝRI MARKADURINN Herra sumar jakkar 2500.00 llcrra sumar frakkar 3000.00 Herra peysur frá 475.00 Bláar poplin skyrtur 475.00 Herra buxur frá 800.00 LITLISKÓGUR Snorrabraut 22 Simi 25644.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.