Tíminn - 30.06.1972, Page 17

Tíminn - 30.06.1972, Page 17
Föstudagur 30. júni 1972 TÍMINN 17 Lokastaðan og markhæstn menn í Rvk.móti Fram 5 4 1 0 17: 4 9 Valur 5 3 2 0. 7: 4 8 KR 5 3 1 1 7: 3 7 Vikingur 5 2 0 3 7: 6 4 Þróttur 5 0 1 4 5:16 I Ármann 5 0 1 4 1:11 1 Markhæstu menn: Kristinn Jörundsson, Fram 4 ErlendurMagnússon.Fram 3 Sigurbergur Sigsteinsson, Fram 3 Alexander Jóhannesson, Val 2 Björn Pétursson KR 2 Eggert Steingrimsson, Fram 2 Gunnar Guðmundsson, Fram 2 Gunnar Guðmundsson, KR 2 Helgi Þorvaldsson Þrótti 2 Ingi B. Albertsson, Val 2 Páll Björgvinsson, Viking 2 Marteinn Geirsson, Fram 2 Hermann Gunnarsson, Val 2 með úthlaupum. En Þorbergur fékk einnig að vita, hvernig llermann getur skorað — hann hafði aldrei möguleika að verja þrumuskot hans (sjá skýringar- mynd ) i siðari háifleik. Mark Hermanns er eitt hið fallegasta, sem sé/.t hefur á Laugardals- vellinum i mörg ár. En litum þá á gang leiksins. Liðin fóru hægt af stað i leiknum og voru greinilega að þreifa fyrir sér, en þess var ekki langt að biða, að fyrsta mark- tækifærið gæfist. Hermann Gunnarsson leikur með knöttinn að marki á 7. min., gefur snöggan bolta út á kant til Alexanders Jóhannessonar, sem leikur upp að endamörkum og gefur fyrir P’ram markið. Ingi B. Albertsson, sem er einn og óvaldaður á mark- teig, fær knöttinn og skallar föstum skallabolta, sem virðist vera á leiðinni i mark Fram, en á siðustu stundu tekst Þorbergi að kasta sér niður og slá knöttinn frá markinu. Það kom fljótlega i ljós i leik- num, að Framarar voru ákveðnir i að ná tökum á miðjunni og ráða þar með miðvallarspilinu. Þetta tókst þeim og þess var ekki langt að biða, að Valsmarkinu yrði ógnað. A 13. min., fær Ásgeir Eliasson að dóla með knöttinn upp undir vitateig, og hann gefur sér góðan tima til að vega og aðstæður og smugur i Valsvörn- inni hann leikur nær Vals- markinu og dregur tvo varnar- menn að sér, sér smugu opnast i vörn Vals og sendir knöttinn i hana til Erlendar Magnússonar, sem er óvaldaður og fær nógu mikinn tima til að leggja knöttinn i netið. Eftir markið byggðu F'ramar- arnir upp hverja sóknarlotuna eftir aðra með mjög skemmti- legu spili, knötturinn gekk á milli manna, eins og i lygasögu, en það heppnaðist ekki hjá Fram — eins og það gerir alltaf i sögunum — þeim tókst ekki að koma knett- inum i netið, þó að oft munaði mjóu. En svo allt i einu, þegar Framarar voru að ná tökum á leiknum, komst mark þeirra i hættu, þegar Hermann komst i gegnum vörnina — og stefndi að marki. En á siðustu stundu kom Þorbergur vaðandi út úr mark- inu og tókst að bjarga skoti Her- manns á meistaralegan hátt. Var þetta mjög snaggaralega gert hjá Þorbergi, og þetta gætu fáir markverðir leikið eftir honum. Siðari hálfleikur var mjög daufurtil að byrja með, og sást á öllu, að Framarar, sem ekki þurftu nema jafntefli, voru ánægðir með aö vera einu marki yfir. Það var fátt um fina drætti hjá iiðunum, barningurinn um miðjuna var farinn að jafnast og leikurinn að verða leiðinlegur. En á 24. min. kom svo mark Her- manns, eins og þruma úr heið- skiru lofti (sjá skýringamynd). Min. siðar varði Sigurður Dags- son skot frá Ásgeiri Eliassyni i horn. En siðan fóru Valsmenn að sækja meira, og þegar þjálfara Fram, Guðmundi Jónssyni, var Ijóst, að hverju stefndi, tók hann einn sóknarmanninn út af og lét varnarmann inn á til að styrkja vörnina. Á 36. min. fær Þorbergur aftur að sýna hvað i honum býr, þvi að Hermann kemst aftur einn inn fyrir vörn F'ram og allt útlit er fyrir að hann skori — en Þor- bergur er ekki á þvi að missa Reykjavikurtitilinn út úr höndunum á sér, svona á siðustu min. leiksins. Hann bjargar stór- glæsilega með úthlaupi á réttum tima — knötturinn hrekkur af honum aftur til Hermanns, sem skallar strax að marki. Þor- bergur er aftur á réttum stað og gómar knöttinn. Siðasta mark- tækifærið i leiknum átti Sigur- bergur Sigsteinsson. Hann átti Framhald á bls. 8. Þjálfari F’ram, Guðmundur Jónsson (Mummi) sést hér á myndinni fylgjast ineðstrákunum sinum. Hann tók við liðinu fyrir þremur árum og hefur gert það að þreföldum Reykjavikur- meisturum, bikarmeisturum og toppliði i 1. deild. Nú er spurningin: Tekst honum aö gera liöiö að tslandsmeisturum I ár? Fyrir tiu árum (1962) þjálfaði hann einnig Framliðið og gerði það þá að islandsmeisturum. Tímamynd Róbert. - gerðu jafntefli við Val 1:1 Ilermann Gunnarsson er kominn i gott skotfæri á 36. min-sfðari hálf- leiks.en maður Framiiðsins Þorbergur Atlason, markvörður, bjargaði stórglæsilega. (Timamynd Róbert) Framarar urðu Reykjavikur- meistarar i knattspyrnu 1972, og þetta er þriðja árið árið i röð, sem þeir verða meistarar. F'ramarar voru betri aðilinn — ekki þó miklu betri — en þeir áttu skilið að hljóta Reykjavikurmeistaratit- ilinn. Sá maður, scm Framarar geta mest þakkað það, að þeir héldu titlinum, er markvörðurinn þeirra, Þorbergur Atlason, sem varði oft stórkostlega i leiknum gegn Val, og sannaði hann þar enn einu sinni. að hann er okkar be/.ti markvörður. Tvisvar sinnum varði liann skot frá Her- manni (sem var kominn einn inn fyrir) —á stórtílæsileean háti — ÞRIIMUSKOT HERHAffi Hermann Gunnarsson, Val, gerði jöfnunarmark liðs sins gegn Fram i Reykjavikurmótinu s.l. miðvikudagskvöld. Mark hans er örugglega eitt hið fallegasta, sem sézt hefur á Laugardalsvellinum. Aðdragandi að markinu var þessi: A 24. min. siðari hálfleiks. skýtur Hörður Hilmars son að marki, en hittir knöttinn ekki vel. Knötturinn fer fram hjá marki, til Alexanders Jóhannessonar, sem leikur með knöttinn (sjá mynd) upp að markt. gefur þaðan fyrir til Her manns, og hann spyrnir knettinum (sjá punktalinu) við- stöðulaust, algjörlega óverjandi, neðst i markhornið fjær. Þor- bergur Atlason, markvörður Fram, vissi ekki fyrr en knötturinn söng i netinu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.