Tíminn - 01.07.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.07.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTÖRG SIMI: 26660 RAFIÐJANSIMI: 19294 Húsnæði vantar fyrir 250 nem- endur sem ætla í mennta- skólana á næsta vetri Um siðustu helgi var Landsþing Félags menntaskólakennara haldið að Laugarvatni, og þar var m.a. gerð samþykkt um hús- næðismál menntáskólanna. Kemur þar fram, að á næsta vetri mun skorta húsnæði fyrir um 250 nemendur menntaskólanna. Alyktunin fer hér á eftir: ,,Þing Félags menntaskóla- kennara, haldið að Laugarvatni dagana 19.-20. júni 1972 vekur at- hygli á þeirri neyð, sem rfkir i húsnæðismálum menntaskólanna i landinu. Sem kunnugt er, krefst framkvæmd nýju menntaskóla- laganna mjög aukins húsrýmis. Við bætist að ætla má, að um 1250 nýir nemendur muni i haust leita inngöngu i menntaskólana og aðrar þær menntastofnanir, er starfrækja menntadeildir. Minna má á, að kennsluaðstaða mennta- skólanna i Reykjavik hefur verið óviðunandi árum saman. Með gjörnýtingu alls þess húsa- kosts, sem þegar er i notkun, verður samt sem áður ekki unnt að hýsa fleiri en eitt þúsund nýja nemendur næsta skólaár. Samkvæmt þessu skortir þvi nú húsnæði fyrir a.m.k. 250 nemend- ur. Af þessu er ljóst: 1) að miðað við núverandi hús akost geta menntaskóiarnir ekki veitt viðtöku öllum nemenda- fjölda, sem lögum samkvæmt hafa unnið sér rétt til að stunda menntaskólanám, hvað þá heldur framkvæmt ákvæði mennta- skólalaganna um bætta námsað- stöðu: 2) að ekki má lengur vanrækja að gera áætlun fram i timann um húsnæðisþörf skólanna til grund- vallar skipulegu átaki i bygging- armálum þeirra: 3) að á fjárlögum ársins 1973 verður að stórauka fjárveitingar til nýbygginga menntaskólastigs- ins frá þvi sem verið hefur." Formaður félagsins var kjörinn Ingvar Asmundsson mennta- skólakennari. Lyfjafræðingar í Norræna húsinu Dagana 1. - 4. júlí n.k. verður haldin i Norræna húsinu ráð- stefna fulltrúaráðs Norræna lyfjafræðingasambandsins Ráðstefnur þessar fjalla einkum um samstarf milli að- ildarfélaganna, um sameiginlega hagsmuni þeirra, um fagleg skipulagsmál o.þ.h. Þetta er i fyrsta sinn, sem slik ráðstefna er haldin hér á landi og helztu mál á dagskrá hér verða: 1. Framtíðarskipulag á lyfja- framleiðslu og lyfjadreifingu á Norðurlöndum, einkum með tilliti til fenginnar reynslu Svia á félagslegum rekstri lyfjabúða 2. Vandamál, er skapast viö hugsanlega inngöngu landanna i EBE. 145. tölublað— Laugardagur 1. júli 1972 — 56. árgangur. j kæli- skáþar JD/tö. É£€t/uté/Ut/t* A./* RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 Leitað að flug- vélinni upp af Breiðdalnum KJ—Reykjavík i alla fyrrinótt og allan gærdag var haldið uppi vlðtækri leit að tveggja hreyfla flugvélinni frá Færeyjum, sem saknað var í fyrradag. Leitað er úr lofti og á sjó, og einnig leituðu sveitir Slysavarnafélagsins í fjöllunum upp af Breiðdalnum. Flugvélarhljóð hafði heyrzt þar eystra, á tima, sem hugsanlegt var að flugvélin hefði verið þar yfir, og voru leitarflokkar á landi þessvegna sendir af stað. Leitar- flokkarnir fundu ekkert á ferð sinni, og flugvélar og skip, sem tekið hafa þátt i leitinni, hafa heldur ekkert fundið, sem bent gæti til afdrifa flugvélarinnar. t gær var slæmt leitarveður fyrirflugvélar á Suður og Austur- landi, en flugvélin tók stefnu á Fagurhólsmýri, er lagt var upp frá Færeyjum. Um borð i vélinni voru Sveinn Patursson, tannlæknir frá Dan- mörku, kona hans og tveir synir. Lögfræðingur Fischers þögull sem gröfin Talið að Bobby komi með einkaþot } .... I- !anl I. -!""'»• o tv\ ar*___V»o A or* ..l.l.r. Fyrir nokkru er efsti hluti Hallgrfmskirkju kominn I Ijds, og blasir nú turnstrýtan viö vegfarendum. Stuðlabergið kemur viöa fyrir i verkum Guðjóns heitins Samúelssonar húsameistara, og svo er einnig um Hall- grimskirkju, eins og myndin ber meö sér. Það er áreiðanlegt,að marg- ir, sem hafa verið ámóti Hallgrimskirkju snúa nú við blaðinu, þegar turninn kemur i ljós, því að enginn getur neitað þvi, að hann er fagur ásýndum. Þar sem vinnupaliarnir eru, verður klukka, sem blasa mun við sjónum manna viða um borgina. (Tfmamynd G.E.) ÓV—Reykjavik Robert Fischer kemur að öllum likindum til islands á morgun með einkaþotu frá Time-Life Inc, scm keypt hefur einkarétt á við- tölum við hann og ljósmyndum. Sami háttur var hafður á, þegar Fischer keppti við Petrosjan i Buenos Aires i fyrrahaust. t gærmorgun kom til landsins Andrew Davis, lögfræðingur Fischers, en hann er frá lögfræði- fyrirtækinu Davis & Davis, þvi sama og John Mitchell, lögfræð- ingurinn, sem kom með Fischer til landsins i febrúar sl., var frá. begar fréttamaður hitti hann aö máli á Loftleiðahótelinu i gærdag, sagðist hann ekki vilja svara neinum spurningum frétta- manna, til þess væri hann ekki kominn. Fred Cramer, fulltrúi Fischers, sagðist ekkert geta sagt um, hvenær Fischer væri vaentanlegur. — Talaöu við Loftleiðir, sagði „Okkur er óljúft að gera þessar kröfur" sagði framkvæmdastjóri Skáksambandsins um takmarkanirnar á fréttaflutningi ÓV—Reykjavik Mótmælayfirlýsing Blaða- mannafélags tslands, sem birt var i blöðunum I gær, vakti mikla athygli og nægilega mikla ti) þess, að í gærkveldi hélt stjórn Skáksambands fslands fund um raáliö. — Okkur er mjög óljúft aö gera þessar kröfur til fréttamanna, sagði Guðjón I. Stefánsson, framkvæmdastjóri Skáksam- bandsins, i viðtali við fréttamann Tfmans í gær. — Þetta er atriði, sem er mjög mikilvægt og við viljum reyna að leysa þetta mál á einhvern hátt, en ég þori ekkert að segja um, hvort Skáksamband tslands kemur til með að breyta afstöðu sinni á einhvern hátt. Rök Skáksambandsins fyrir þessu mjög svo umdeilda frétta- banni munu vera þau, að eriendis hafa erlendar fréttastofnanir hug á að opna kvikmyndahús og aðra samkomustaði, sem selt verður inn á, og skákirnar slöan útskýrð- ar fyrir gestum um leið og þær berast frá fréttamönnum, sem staddir eru hér á Islandi. Þannig verður Skáksamband tslands af þeim peningum, sem það hefur Frh. á bls. 15 Cramer. —Það er ykkar flug- félag. Fréttamaður Life, sem hér er staddur til að fylgjast með ein- viginu sagðist hafa unnið i mörg á fyrir Time-Life Inc. án þess að hafa nokkru sinni hafa heyrt minnzt á, að Fischer hefði farið með einkaþotu fyrirtækisins til Bunenos Aires i fyrrahaust. Hann sagði; að hugmyndin um að Fischer myndi koma hingað til lands með þeirri þotu væri ,,fáránleg"og „hlægileg", sjálfur vissi hann ekki einu sinni til þess, að Time-Life ætti slika þotu! Rithöfundurinn og skák- meistarinn Larry Evans, sem er persónulegur vinur Fischers, sagðist 95% viss um, að hann kæmi til einvigisins og yrði það á sunnudag. Evans sagðist þó ekki hafa hitt Fischer að máli i mánuð. Fjórar Loftleiðavélar eru væntanlegar til Islands i nótt, klukkan 5, 7 og 8 en nær öruggt má telja, að Fischer veröi ekki með þeim, heldur Time-Life-þot- unni.eins og áður segir. Og sögu- sagnir um,að hann sé nú þegar kominn til landsins eiga ekki við nokkur rök að styðjast. Eins og blaðiö skýrði frá i gær, þá getur Fischer frestað ein- viginu þrisvar sinnum. „Veik- indadagar" hans eru m.ö.o. þrir og geta þaö fullt eins verið þrir fyrstu keppnisdagarnir. Verði hann ekki kominn að þeim tima liðnum, tapar hann áskorunar- réttinum, likast til ævilangt en enginn reiknar Fischer svo vit- lausan að ætla sér að gera það, eftir að hafa stefnt að þessu ein- vigi allt frá barnsaldri. Enn hefur ekki náöst sam- komulag um þau atriði, sem Fischer hefur gert athugasemdir við, en Andrew Davis, lögfræð- ingur hans, er örugglega hingað kominn til aö gangast i þau mál. Meðal annars heimtar Fischer nu 30% af aðgangseyri, eins og Timinn hefur skýrt frá áður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.