Tíminn - 01.07.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.07.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 1. júli 1972 HVERNIG BER ÞflÐ AÐ, ÞEGflR MENN FÁ KRANSÆÐASTÍFLU? FRÁSÖGN TVEGGJA MANNA, SEM ÞETTA HAFA REYNT Kransa'ftastifla cr liftur sjúk- dumur i nútimaþjúúfclagi. Kjuldi fúlks fær hana árlcga — margir á miújum aldri, sliiku sinnum jafn- vd tvitugir mcnn. Sumum vcrður hún af) bana, cn scm bctur fer cru margir, scm ná scr, og ciga langa lifdaga fyrir honduin, þútt slikur sjúkdúmur liafi gcrt strik i lilsrcikninginn i bili. I>css vcgna skyldi cnginn láta hugfallast, þú aft þcir vcrfli i liili sjúklingar. l>af) er ckki á okkar færi hér aö tala um orsakir þessa sjúkdóms, þvi aö þær eru sjálfsagl flóknar og vefjast fyrir þeim, sem betur eru aö sér. Kn mjög er talaö um streitu i sambandi viö hann, kyrr- sclur og óæskilegt holdafar. ()g fullvist mun vera, að þar koma sigaretlureykingar við sögu. Aft- ur á móti getur þaö verið fróöleg lesning, og kannski gagnleg ein- hverjum, sem siðar kann aö veröa fyrir hinu sama, aö sjá og heyra, hvernig þaö ber aö, þegar mcnn fá kransæðastiflu. Hvaö er þaö, sem ber þá fyrir menn, og hvernig bregöast þeir viö? Viö- briigö manna eru kannski ekki alltal' sem æskilegust, sizt ef þeir átta sig alls ekki á þvi, hvað á seyði er. Slundum getur þaö varöað lif og dauða, aö rétt sé viö brugðist stundum slampast allt af, þótt ógætilega sé fariö. Af þessum sökum hefur blaðiö snúiö sér til manna, sem fyrir þessu hal'a orðið, og l'engiö þá til þess aö lýsa þvi, er yfir þá gekk. Ilér taka bæöi til máls maöur, sem nýlega hefuroröiö fyrir þess- ari reynslu, og annar, sem komizt hefurá fremstu nöf l'yrir alllöngu, en þó náösér mjög vel. Dæmi hins siöarnefnda ;etli aö sýna, hvernig þeir geta komizl til heilsu, sem tæpast er lif hugaö.. llér kemur þá fyrst vélvirki, 39 ára gamall, uppalinn i litilli byggö við sjó, kvæntur og nokk- urra barna faðir og hefur alla ævi unniö erfiðisvinnu og ekki dregið af sér. Frásögn hans er á þessa leið: l>að var miðvikudaginn 24. mai, aö ég fór að venju að heiman til vinnu minnar lausl fyrir klukkan átta, alheill aö minu áliti. Ég vinn sjálfstætt sem kallað er aö bila- viðgeröum og fleira þess konar, hcf verkstæði i Hliöunum og er þar einn mins liðs. Stundum er ég viö vinnu úti i bæ, og svo var þennan morgun. Ég kom úr þessari morgun- vinnu eftir á aö gizka klukkutima og skrapp þá út i búð til þess að kaupa mér sigarettur Ég kenndi mér einskis meins og sneri með sigarettupakkann i hendinni að bilnum. Hegar ég átti óstigin tvö skref aö bilnum, fékk ég svo snöggan og sáran sting i hjarta- grópina, aö engu var likara en skot heföi hæft mig. l>essi snöggi stingur varö svo að stöðugum verk. Ég komst þó inn i bilinn og sett- ist í bilstjórasætið. Ég hélt, að þetta væri ekki annaö en stundar- fyrirbæri, og i trausti þess ræsti ég bilinn og ók af stað. En þá tók ég aö svilna ofsalega, vinstri höndin varö máttvana, og mér fannst ég tútna út og öll föt, sem ég var i,vera orðin of þröng. Ég reif af mér úrið, þvi að mér l'annst armbandið þrengja svo að úlnliðnum, og ég hef hent þvi aftur i bilinn, því að þar fannst þaö seinna. Ég komst i verkstæðið og lagð- isl þar út af. Hangað átti ég hálf- vegis von á manni. Verkurinn rénaöi smám saman eða breyttist — varð ekki jafnsár og fyrst, breiddist út um stærra svæði og haföi eins og bitið sig fastan. Og svo varö ég máttlausari og mátt- lausari. Svona lá ég á aö gizka klukku- tima. Þá brölti ég á fætur, staul- aðist út i bilinn og lagði af stað heim, sem auövitað var, eftir á að hýggja, mesta vitleysa — hrein og bein vitfirring. Heim komst ég þó, og þar reif ég mig úr hverri spjör, þvi aö mér fannst ég verða að losna við flik- urnar — þær þrengdu svo að mér. Að þvi búnu lagðist ég upp i rúm Konan min var ekki heima, og börnin okkar eru of ung til þess að þau gerðu sér grein fyrir þvi, hvernig komið var fyrir mér — þau héldu bara, að pabbi væri las- inn. Sjálfur hafði ég ekki sinnu á að gera neitt. Klukkan fimm um daginn kom bróðir minn. Hann hafði af til- viljun orðið þess áskynja, að ég var ekki i verkstæðinu um dag- inn, og þess vegna hringdi hann til barnanna til þess að spyrjast fyrir um mig. Ég hafði enn stöð- ugan verk, var fjarskalega mátt- laus, gat varla hrært vinstri höndina, en hafði þó nokkurn veg- inn vald á henni, ef ég einbeitti ,mér að þvi. Bróður minum leizt ekki á blik- una, og hann hringdi á nætur- lækni,sem kom fljótlega. Ég lýsti þessu áfalli fyrir honum, og hann spurði, hvort ég væri hjartaveill. Ég kvað nei við þvi. Ég hafði farið i hjartaskoðun eins og margir aðrir fyrir sem næst réttu ári, og þá fannst ekkert athugavert við hjartað i mér. Það var talið eins og bezt yrði á kosið, en læknirinn hafði orð á þvi við mig að skyn- samlegt væri fyrir mig að reykja minna. Næturlæknirinn hlustaði mig, og taldi hjartsláttinn eðlilegan. Þótti honum liklegt, að ég hefði fengið magakrampa, sem þrýsti að brjóstholinu og lét mig fá ávisun á töflur til þess að deyfa verkinn. Ég lá auðvitað kyrr i rúminu og notaði þessar töflur. Verkurinn minnkaði smám sam- an, en hvarf ekki alveg. Þó hvarflaði ekki annað að mér, en ályktun læknisins um kvilla minn væri hárrétt. Þessi næturlæknir hafði sagt mér, að ég skyldi hafa samband við heimilislækni okkar, og það geröum við á föstudaginn, tveim dögum eftir að ég fékk áfallið. Við fengum ekki að tala við lækninn i sima, en það, sem við sögðum, var borið á milli. Ef til vill hef ég ekki lýst sjúkleika minum nógu vel, enda var ég þá sjálfur i þeirri trú, að annað amaði að mér en raun var á. Að minnsta kosti taldi heimilislæknirinn sennilegt að ályktun næturlæknisins hefði verið rétt, en sagði mér þó að koma til sin á lækningastofuna eftir helgina. Það gerði ég næsta mánudag. Þá var ég þó svo máttlaus, að ég gat varla borið mig um. Þegar ég kom inn til læknisins og fór að lýsa þvi, sem fyrir mig hafði bor- ið, virtist hann undir eins sjá að annað var i efni heldur en haldið hafði verið. Hann virtist ekki i neinum vafa um sjúkdóm minn, er hann fékk lýsingu á honum beint af vörum minum. Hann sendi mig undir eins i hjartarann- sókn hjá lækni i Domus Medica. Ég komst samdægurs að i Domus Medica, þar sem ég fékk fljóta fyrirgreiðslu. Hjartariti var settur i gang, og þegar læknirinn hafði mælt mig, kvað hann tafar- laust upp þann úrskurð, að ég hefði fengið snert af kransæða- stiflu. Hann sagði þetta vægt til- felli, en fyrirbauð þó, að ég færi frá sér öðruvisi en i sjúkrabil. Þeir fóru með mig á Landakot, þar sem ég fékk venjulega læknismeðferð. Verkurinn hvarf eftir fáa daga. En máttleysi bag- aði mig, og ég varð að liggja mun lengur hreyfingarlaus — mátti ekki reyna neitt á mig. Eftir þrjár vikur fékk ég þó að fara heim, og nú er ég farinn að ganga um húsið. Ég fer i blóð- rannsókn á Landakoti á tiu daga fresti, og i ágústmánuði á ég að fara þangað i umfangsmeiri rannsókn til læknisins, sem ann- aðist mig. Ég hef að sjálfsögðu ekki reykt eina einustu sigarettu siðan þetta gerðist. Ég fann ekki neitt til þess meðan ég var i sjúkrahúsinu, en siðan ég kom heim og hef ekki annað fyrir stafni en rangla hér um gólfin, kemur stundum fyrir, að mér finnst eins og mig vanti eitthvað — ekki þannig, að mig langi i sigarettu, heldur eins og það flögri að mér við og við, að ég hafi einhvers að sakna — að eitt- hvað mér samgróið hafi orðið við- skila við mig. Eins og ég sagði i upphafi, hafði ég haldið mig alheilbrigðan, þar til þetta kom fyrir mig. Eftir á að hyggja finnst mér þó, að ég hafi orðið var við fleira en eitt, sem ég hefði átt að gefa gaum Það mun vera um eitt ár siðan ég fór að hafa orð á þvi við konuna mina, að mér fyndist armbandið á úrinu minu þrengja að úlnliðnum, jafn- vel eins og ég hefði ekki fullan styrk i vinstri hendi stundum. 1 HAUKUR DAVIDSSON, LOGFRÆÐINGUR: KRISTFJÁRJARÐIR OG „FÁTÆKRAEIGN” Það, sem fær mig undirritaðan til að skrifa eftirfarandi greinar- stúf um Krislfjárjarðir og jarðir i „fátækra eign", er, að ég hefi marg rekið mig á hve menn eru ó- fróðir um þessar jarðir. A það ekki sizt við um lögfræðinga. Merkilegt má heita, að enginn lögfræðingur skuli hafa skrifað um þetta stórmerkilega, séris- lenzka. réttarsögulega fyrir- brigði, itarlegar en gert hefir ver- ið. 1 stuttri blaðagrein er ekki hægt, þó viljinn sé fyrir hendi. að fjalla um þetta efni nema á mjög ófullnægjandi hátt. Verður þvi að taka viljann fyrir verkið. Sem Austfirðingur hef ég valið þann kostinn að minnast aðal- lega, i þessu greinarkorni, á tvær Kristfjárjarðir, þ.e. Sómastaði og Sómastaðagerði i Reykjafjarðar- hreppi, Suður-Múlasýslu, enda eru þær næst minum gömlu heimahögum. Þess má og geta, að i árslok 1951 virðast hafa veriö 20 raun- verulegar Kristfjárjarðir á öllu landinu, og eru 17 af þeim i Norð- ur- og Suður-Múlasýslum. Einnig má nefna að i greinar gerð prófessors Guðbrands Jóns- sonar frá 1952, sem nánar verður minnzt á hér á eftir er athyglis- vert, að i Múla- og Skaftafells- sýslum einum voru 27 Kristfjár- jarðir, eða um fjórði partur þeirra jarða, er skráin tekur yfir. Arið 1950 var á Alþingi sam- þykkt svohljóðándi þingsalyktun: ..Alþingi ályklar að fela rikis- stjórninni að láta fara fram at- hugun á eignar- og umráðarétti yfir Kristfjárjörðum og öðrum eignum, er likt stendur á um, og gefa Alþingi skýrslu um niður- stöðu þeirrar athugunar svo fljótt sem verða má." Félagsmálaráðuneytinu var send ofanrituð ályktun og þvi fal- ið að framkvæma athugunina. Félagsmálaráðuneytið lét fyrst athuga, hvort hægt væri aö byggja skýrsluna á tiltækum gögnum hjá embættismönnum rikisins. Sú athugun leiddi i ljós að þau gögn voru ófullnægjandi. 1 ársbyrjun 1951 ritaði ráöuneytið öllum oddvitum og bæjarstjórum og bað um upplýsingar um Krist- fjárjarðir og aðrar sambærilegar jarðeignir i umdæmum þeirra. Svör oddvita og bæjarstjóra voru misjafnlega itarleg, t.d. töldu nokkrir oddvitar engar þær jarð- ir, sem um var spurt, vera i um- dæmum þeirra, en athuganir ráð- uneytisins leiddu siðar annað i ljós. Þar sem á milli greindi eða svör voru ófullnægjandi, var leit- að til sýslumanna, sem þá upp- lýstu málið svo sem kostur var. Voru nú gerðar athuganir i eldri jarðabókum, skrám og öðrum gögnum, sem til upplýsinga máttu verða, svo sem islenzku fornbréfasafni, Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vidalins, Johnsens jarðatali og Fasteigna- bókum.. Ráðuneytið taldi rétt, er það fékk ályktun Alþingis til fyrir- greiðslu. ,,að ekki yrði aðeins gerðgrein fyrir þvi, hvernig eign- um þessum væri varið i dag, held- ur yrði einnig gerð sem itarlegust grein fyrir uppruna þeirra og eðli." Fékk ráðuneytið Guðbrand pró- fessor Jónsson til að skrifa grein- argerð um málið. Greinargerð próf. Guðbrands, sem er fylgi- skjal með greinargerð ráðuneyt- isins. virðist itarleg, a.m.k. sögu- lega séð, og nefnir próf. Guð- brandur greinargerð sina: ,,Um Kristfé, Kristfjárjarðir, sælubú og sælugjafir.” Þar sem ég tel nauðsynlegt til glöggvunar að sögulegt yfirlit sé rakið i stuttu máli, leyfi ég mér að taka upp orðrétt úr greinargerð félagsmálaráðuneytisins eftirfar- andi kafla: „Kristfé" og „fátækra eign”. „Kristfé eða „fátækrafé” voru dánargjafir, jarðir, jarðapartar eða aðrar arðberandi eignir, sem gefnar voru til framfærslu fá- tækra, oftast sálugjafir. Gjafir þessar voru i upphafi kallaðar sælugjafir, sælubú, og virðast þær hafa verið einskonar framfærslustofnanir fyrir fátækt, umkomulaust fólk. Siðar hafi þetta breyzt þannig að fram- færsla fátækra hafi orðið að kvöð á jörðinni; var þá venjulega um einn ómaga að ræða; gjaldið, sem gekk til ómagans, var kallað Kristfé og jarðir með slikum kvöðum Kristfjárjarðir. Jarðir þessar voru að jafnaði, eða urðu siðar nokkurs konar sjálfseignar- stofnanir. Fram að siðaskiptum eru gjafir þessar yfirleitt ekki nefndar öðrum nöfnum en fyrr greinir, en eftir siðaskiptin er far- ið að kalla jarðir þessar „fátækra eign” og „fátækra jarðir”, og er svo komið 1847, að i Johnsens jarðatali eru Kristfjárjarðir og aðrar sambærilegar jarðir kall- aðar „fátækra eign”. Þrátt fyrir það, að ég telji framangreinda greinargerð fé- lagsmálaráðuneytisins um Krist- fjárjarðir og aðrar sambærilegar jarðeignir að mörgu leyti merki- legt heimildarplagg, þá leyfi ég mér að hafa þá skoðun, að um- rædd greinargerð sé langt frá þvi að vera vel unnin. Mun ég reyna að rökstyðja það litillega i þessu greinarkorni, og ennþá betur sið- ar. Aftur á móti vil ég taka fram, að ég tel greinargerð Guðbrands Jónssonar prófessors merkilegt framlag til réttarsögu tslands, þótt ég hafi ekki séð hennar getið i „Skrá um lagabókmenntir” eftir islenzka höfunda eða i „islenzk- um þýðingum til ársloka 1955”, en skrána hefir tekið saman Friðjón Skarphéðinsson, nú yfirborgarfó- geti i Reykjavik. (Timarit Lög- fræðinga, 4. hefti 1955). Sem heimildarplagg úm sölu Krist-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.