Tíminn - 01.07.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.07.1972, Blaðsíða 16
Setningar- athöfnin í kvöld OV-Reykjavík Heimsmeistaraeinvigið i skák verður sett i Þjóðleik- húsinu kiukkan 8 á laugar- dagskvöldið. Hefst athöfnin með þvi, að leikinn verður FlDE-óðurinn, sérstakt tón- verk, sem tileinkað hefur verið Alþjóðaskáksam - bandinu, en siðan flytur Guömundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambands lslands ávarp. Einnig flytja ávörp' þeir Magnús Torfi Olafsson, menntamálaráðherra, Geir Hallgrimsson, borgarstjóri og S. Astavin, sendiherra Sovét- rikjanna á fslandi. Að þvi loknu verður leikinn þjóðsöngur Sovétrikjanna og þar á eftir talar sendimaður Bandarikjastjórnar, Theodore Tremblay. Þá verður leikinn þjóðsöngur Bandarikjanna, dr. Max Kuwe, forseti FIDK, flytur ávarp, en að þvi búnu dregur aðaldómarinn, Lothar Schmidt, um byrjunarleikinn i einviginu. Loks verður islen/.ki þjóðsöngurinn leikinn. Að lokinni setningarathöfn- inni mun menntamálaráð- herra bjóða gestum til hóls i Leikhúsk jallaranum. Nokkuð iiruggt er, að Robert ,1. Fiseher verður ekki við- sladdur setningarathöfnina. Fyrsta skákin ef al verður verður svo leikin á sunnu- daginn og hefst hún klukkan 17. Rúmlcga 2000 miðar hala sel/.t á fyrstu skákina en treg- lega hel'ur gengið að selja á næstu skákir, enda lslendingar ekki vanir að puða mikið lyrirfram i aðgiingu miðakáupum, gerist þess ekki bryn þiirl'. Lézt á leið til læknis Fimm ára gamall drengur á Ölafsfirði lézt á leið til læknis, s.l. miðvikudag, en læknislaust hefur veriðá Ólafsfirði siðan 18. júni s.l. Drengurinn, sem hét Sigmar Kárason, datt af reiðhjöli og slas- aðist á höfði, hefur sennilega höluðkúpubrotnað. 1 fyrstu var ekki vitað. hve alvarlega barnið var meitt, en siðar þyngdi Sig- mari mjög og var hringt i lækninn á Dalvik og kom hann i bil á móti öðrum bil, sem drengurinn var fluttur i. Rétt áður en drengurinn komst undir læknishendur lézt hann. Tímaritið Skák gefur út einvígisblað á 3 tungumálum Eins og komið hefur fram i lréttum, mun timaritið Skák koma út morguninn eftir hverja umferð heimsmeistaraeinvigisins og verður það á ensku, rússnesku og islenzku. Verða i þvi myndir, viðtöl og skýringar með skákum og greinar um skák. Er þetta i fyrsta skipti, sem slikt blað kemur.útá skákmóti, og hefur ritstjórn blaðsins þegar borizt nokkur fjöldi pantana er- lendis frá, svo og frá innlendum skákáhugamönnum. Fyrsta blaðið kemur út á sunnu- daginn og má nefna, að meðal efnis verður ávarp forseta ís- lands, dr. Kristjáns Eldjárns, fimm siðustu skákir þeirra Fisch- ers og Spasskis og sitthvað fleira. Ritstjóri þessa sérstaka heims- meistaraeinvigisblaðs Skákar, er Ingvar Asmundsson, en meðal þeirra sem i ritið munu skrifa, er Helgi Sæmundsson, ritstjóri. Vietnam: Bandaríkjamenn varpa sprengjum á áveitukerfi - segir ambassador Svía í landinu Ambassador Sviþjóðar i Norður-Vietnam fullyrti i gær, að bandariskar herflugvélar hefðu varpað sprengjum á áveitukerfi i Norður-Vietnam. Sagðist hann hafa séð skcmmdir á þvi við Rauðuá. Nixon sagði hins vegar á blaða- mannafundi i fyrrinótt, að banda- riskar herflugvélar hefðu ekki varpað sprengjum á áveitukerfi Norður-Vietnam. Fullyrðngar um hið gagnstæða ætti ekki við rök að styðjast. Nixon sagði á fundinum. að loftárásum á landið yrði ekki hætt, þær væru nauðsynlegar til að koma i veg fyrir að kommún- istar tækju völdin i Suður-Viet- nam. Ennfremur þyrfti loftárásir til að vernda bandariska her- menn i Suður-Vietnam og til að knýja fram frelsi fyrir banda- riska striðsfanga i N-Vietnam. Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEFGH ■o» -o ABCDEFGB Hvítt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Hólmgrimur Heiðreksson. 22. leikur Reykvikinga: De(i-e4 Holtastaðakirkju færð vegleg gjöf Sunnudaginn 18. júni s.l. afhenti Jónas Guðmundsson frá Miðgili i Langadal, Holtastaðakirkju skirnarfont að gjöf við hátiðlega athöfn i kirkjunni. Skirnarfonturinn er gerður af Jónasi Jakobssyni listamanni, og er hinn fegursti gripur. Hann er gefinn til minningar um foreldra Jónasar Guðmundssonar, þau hjónin Guðmund Þorkelsson á Miðgili og Guðrúnu Einarsdóttur, en að gjöfinni standa afkomendur þeirra og voru þeir flestr við- staddir afhendinguna. Þessum inyndalega barnahóp mættuin við i Safamýrinni í gær, en þá var hann þar á ferðalagi með fóstrunum. Freinstur i flokki gckk kotroskinn strákur, sem merktur var í bak og fyrir með orðinu VAItúD Er þetta nýmæli i svona göngutúrum, en þó munu nokkur dagheimili hafa tekið þetta upp (Timamynd G.E.) „Skákeinvígi aldarinnar” - lokuð sjónvarpsstöð Myndir frá einvíginu sýndar þegar opnað verður aftur Þess er ekki að dyljast, að inargir undrast. að sjónvarpið skyldi ekki bregða venju sinni um sumarleyfismánuð að þessusinni — færa hann annað tveggja frani eða fresta leyfum þar til i september. Fólki kemur spanskt fyrir sjónir, að sjónvarpið islenzka skuli loka i sama mund og sú einstæða viðureign. sem nefnd hefur verið skákeinvigi aldarinnar. er að hefjast við bæjardyr. þess. Af þessum sökum hefur blaðið snúið sér til þeirra manna fjögurra, sem það taldi einkum fara meö yfirstjórn þessara mála, og spurðist fyrir um afstöðu þeirra. Þeir gáfu greið svör. sem hér fara á eftir, hver frá sinum sjónar- hóli. Það er siðan lesendanna að meta. hverjum fyrir sig, hversu gild rök þeim finnst þau hafa við að styðjast. Juli er sólmánöur okkar Andrés Björnsson útvarp- stjóri svaraði á þessa leið: — Júli var upphaflega valinn sumarleyfismánuður sjónvarpsins vegna þess, að þá er fólk langflest á ferð og flugi. Þetta er sólmánuður okkar. og þaö er einu sinni svo, að við höfum ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að hafa sjónvarpið opið alla mánuði árs, þótt mitt viðhorf sé, að vissulega væri gaman að geta það. Ég ber ekki á móti þvi, að ég hef orðið var við kurr, en við getum ekki breytt til i ár — það verður ekki viö snúið héðan af. En þess er þá lika að geta, að fólk mun seint og snemma fá rækilega frásagnir af einviginu i gegn um útvarpið og við höfum notið þeirrar góðvildar Skáksambandsins aö þegar sjónvarp hefst á ný. fáum við til sýningar allar þessar myndirfrá einviginu, þótt það hafi vegna peningaþarfar sinnar orðið að selja amerisku félagi sjónvarps- rettindi. Meöhöndlun myndavela takmörkunum háö Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins sagði: — Okkar stutta sumar er bezt og bliðast i júli, og þá fara flestir i sumarleyfi, er sumar- leyfi fá a annað borð. Þess vegna er júli sumarleyfis- mánuðurinn. Svo verður lika að vera nú, jafnvel þótt svona j standi á, þótt illur kostur sé að verða að loka. Þess er lika að geta, að meðhöndlun myndavéla hafa verið miklar takmarkanir settar i þessum sal, þar sem teflt verður. og svo fer sjón- varpið væntanlega i gang 1. ágúst, löngu áður en einviginu lýkur. Lengi óvist, hvort mótið yrði háö hér Njörður Njarðvik, formaður útvarpsráðs leysti úr spurningum okkar á þennan veg: — Þetta er habölvaö að loka i júlimártuði mesta vandræðatíltæki. En þaö er einskis annars kostur eins og fjarhagsafkoman er nú. Svo er þess að gæta að einvigið stendur ekki bara i júli, heldur einnig ágúst. Enn fremur er þess að minnast, hversu lengi rikti um það óvissa, hvort mótið yrði háð hér. Annars heyrir þetta ekki undir útvarpsráð. Þáð annast eins konar ritstjórn dagskrár, og það er utan valdsviðs þess að ákvarða, hvenær sumar- leyfi eru hjá þeim i sjón- varpinu, og mér vitanlega hefur það aldrei verið rætt i útvarpsráði. „Ég beiti mér ekki fyrir breytingu" Að siðustu kemur svo svar Magnúsar Torfa Ólafssonar menntamálaráöherra: — Þetta mál hefur ekki komið sérstaklega til minna kasta, en úr þvi að spurt er, svara ég þvi til að ég hyggst ekki. að þessu sinni, beita mér fyrir breytingu á fyrirkomu- lagi, sem og öllum ætti að vera kunnugt stafar af óvefengjan- legri. fjarhagslegri anuðsyn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.