Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.07.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMIJNíN Sunnudagur 2. júli 1972 Frá verksmiðjum Sambandsins á Akureyri Frá og með þriðjudeginum 4. júli n.k. breytast simanúmer vor , en þá verður tekið i notkun sameiginlegt skiptiborð með simanúmerinu 21900 fyrir verksmiðjur Sambandsins á Akureyri GEFJUN HEKLA UHarverksmiðjan Fataverksmiðjan Skóverksmiðjan Skinnaverksmiðjan IÐUNN IÐUNN Skyldur prestsins S9XRXK RKFOEYKSR ARMULA 7 - SIMI 84450 Margir segjast ekkert hafa með presta og þeirra þjónustu að gera. Sumir ætla meira að segja að „ganga-aftur” til heiðni, sem var i gervi Ásatrúar býsna þroskuð trúarbrögð, en orðin fátæk af krafti og enn fátækari af þvi,sem heiminn viröist nú skorta mest, umburðarlyndi, réttlæti og friði. Ein helgasta skylda Ásatrúar- manns var að hefna sin. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Lik- lega er nú nóg af þeim hugsunar- hætti enn til, jafnvel i þeim heimi, sem telur sig kristinn og sina helgustu skyldu að fyrirgefa. Aðrir virðast álita, að prestar séu og eigi að vera algóðir, al- vitrir og almáttugir. Og þótt ótrúlegt megi virðast er þetta oft sama fólkið, sem ekki á orð til að lýsa litilsvirðingu sinni á prestum og kirkju, þegar allt leikur i lyndi hjá þvi. Það telur þá prest, ef eitthvað verulegt bjátar á, og helzt fyrir eigin nautnir og kröfur, algjört verkfæri til að bæta úr sinu böli — bæði andlega og efnalega. Hann á að biðja og biöa, gefa og lána allt eftir þess ástæöum. Hann á að sætta og byggja upp og helzt á augabragði allt, sem það hefur sjálft verið að sundra og rifa nið- ur i mörg ár. Og vei þeim presti, sem ekki tekst að gjöra bæði fljótt og vel að óskum til úrbóta og þá umfram allt að ,,sætta” og „lána”. bá er ekkert minnzt á réttlæti og hefnd- ir Asatrúarinnar. En svo fær presturinn auðvitað vel úti látinn skammt af Ásatrúarhefnd, ef illa gengur að hjálpa og „lána”. Ekki skal þvi á móti mælt, að skyldur prests séu margar og miklar og þá einnig að hjálpa og lána, sætta, gefa og snúast um allt og alla, sem eiga bágt, og þeir eru margir i þessu landi, meðan brennivin og eiturneyzla skapa óskalönd skrils og barna. En hitt er jafnsatt, að oft virð- ast þær skyldur, þótt sinnt sé af trúmennsku, engan árangur veita, hvorki einstaklingum ne heild. m 'ÖMskjd Ibordprýdi ;,ö hagrœdi ikiö hreinlœti )ér fyrsta flokkf 41,0 ^ Það þarf þvi mikla trú til að inna af höndum þær skyldur. Og engin bæn væri islenzkum prest- um sjálfsagðari en bæn postul- anna, sem sögðu við Meistarann: „Auk oss trú”. En þótt undarlegt megi virðast, þá eru skyldur prests samkvæmt ritúali prestsvigslunnar aðallega fólgnar i þvi að predika Guðs orð rétt og ómengað og hafa um hönd hin heilögu sakramenti með lotn- ingu”. Satt að segja er þetta ærinn vandi, þvi að fæstir eru á einu máli um, hvað sé „Guðs orð” og enn meira greinir á, hvernig og hvenær það sé rétt og ómengað. Og um „sakramentin” eru svo skiptar skoðanir, að um þau skiptast heilar kirkjudeildir og geta t.d. ekki verið til altaris saman. En um þetta gilda nú samt viss- ar reglur, sem reynt er að fylgja i hverri kirkjudeild. En flestir verða i predikun að fylgja rödd samvizku sinnar. Nú má samt ekki gleyma, að samkvæmt handbók og ritúali er einnig skylda prests að uppfræða æskulýðinn i sannindum kristin - dómsins. Hinsvegar eru börn ekki nefnd i þvi sambandi og barnaguðsþjón- ustur varla taldar messur á sama hátt og predikunarmessur fyrir fullorðna fólkið. Þá á presturinn einnig að styðja litilmagna, liösinna hjálparþurfa og vaka yfir sálarheill safnaðar- fólks sins. — Allt eru þetta ákaf- lega teygjanleg hugtök á skyldu- listanum. Það hefur lengi þótt og er enn „vandi að þekkja þurfa- manninn” — Og hvermg vakan yfir sálarheill og hvað sálarheill yfirleitt er og á að vera, mun einnig vera erfitt að skilgreina. Hvaða starfsaðferðum prestur- inn beitir við þessar skyldur sinar og hvaða hæfileika hann þarf að efla, er honum hins vegar i sjálfs- vald sett. Nú er svo komið, að predikunin, sem er samt talin fyrst og vissu- lega álitin aðalatriði, hefur til- tölulega minnst að þýða, vegna þess, hve fáir fylgjast með þvi hvað i predikunarstólum presta er sagt. Sakramentisþjónustan er ekki mikils metin yfirleitt og flestir virðast hafa litla þörf fyrir þá blessun, sem hún gæti boðið og veitt. Fáir óska þvi beinlinis eftir, og enn færri njóta þessara fyrstu og stærstu skyldustarfa prestsins, þótt furðulegt sé. Um fermingarundirbúning og fræðslu æskulýðsins má margur prestur segja af beiskri reynslu, að þar þyki flestum börnum (og nú eiga þau að ráða) bezt, að presturinn geri sem minnst og ætlist til enn minna af þeim sjálf- um. Svo að ekki verður sú skyldan eða krafan til trúmennsku og skyldurækni erfið til uppfylling- ar. Nú — hvað er þá eftir? Má ekki þoka skyldum prestsins út úr nú- tima þjóðfélagi? — Nei, þegar eitthvað bjátar á, þarsem ,,böl og voði grandar”, eru skyldur prest- sinssatt að setja taldar margar og miklar. Hann verður þar að vaka og vinna bak við tjöld samfélags- ins, oft við litlar þakkir og enn minni laun og viðurkenningu. Og þar sem verið er að byggja kirkj- ur, og það er viða i höfuðborg fs- lands, þar verða skyldur prests- ins likt og litir regnbogans i ótal samsetningum. Ef hann ekki vak- ir og er lif og sál alls konar sam- taka, samstarfs og félagshyggju, gerist fátt á þvi sviði. Og vissulega gæti margt gott sprottið upp af öllu þvi amstri, éf þvi fé, sem safnað er og saina verður i þök og steinveggi, hurðir og glugga kirkjuhúsa, væri varið til liknar hinum hjálparþurfi og til stuðnings litilmagnanum. Kirkjufélögin, sem hafa þróazt og dafnað við kirkjubyggingarstarf- ið gætu orðið skrúðblómstur kristilegrar menningar i landinu, ef rétt verður á haldið. Og æðsta skylda prestsins er aö beina þeim lindum i réttan farveg til að auka ljós, varma og kraft hins góða. Þar verður hann að finna sina eigin sálarheill i skyldunni og þjónustunni við hann, sem sagði: „Af þvi skulu allir þekkja að þér eruö minir lærisveinar, að þér berið elsku hver til annars”. Bifreiðaskoðun í Kópavogi lauk 2. þ.m. Óskoðaðar bifreiðir verða teknar úr um- ferð eftir þriðjudaginn 27. þ.m. Bæjarfógetinn i Kópavogi TIIE HEALTH CULTIVATION m Athygli skal vakin á þvi að næsta námskeið sumar- og haustnámskeið hefjast 1. júli. Sama lága þátttökugjaldið kr. 2.200/.- fyrir næstu 3 mánuði, eða kr; 1.200/.--per. mánuð sé tekin 1 mánuður i einu. Innritun hefst nú þegar. Þeir sem hætta þátttöku eiga á hættu að missa af þeim flokkum, sem þeir hafa verið i. Innifalið: 50 min. þjálfun tvisvar í viku, vatnsböð,gufuböð, háfjallasólir, infrarauðir lampar, Geirlaugaráburður oliur.afnot þjálfunartækja, leiðbeiningar um mataræði, hata-yoga æfingar, rétt öndun og slökun. Heinm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.